Dagur - 16.04.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Skýrsla
Þjóðhagsstofnunar
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Þjóðhagsstofn-
unar verður að grípa til frekari aðgerða í efna-
hagsmálum, ef markmið ríkisstjórnarinnar um
30% verðbólgu í lok þessa árs og 35% frá upp-
hafi til loka ársins eiga að nást. Þetta er í góðu
samræmi við það sem fram kom á aðalfundi
miðstjórnar Framsóknarflokksins nýlega, en
þar sagði í ályktun um efnahagsmál: „Fundur-
inn telur mikilvægt að ríkisstjórnin hefur orðið
einhuga um það markmið að verðbólðgan á ár-
inu 1982 verði ekki yfir 35 af hundraði og verð-
bólguhraðinn í lok ársins 30 af hundraði.
Fundurinn vekur hins vegar athygli á því að til
þess að því markmiði verði náð eru niðurtaln-
ingarskref síðari hluta ársins óhjákvæmileg.
Fundurinn treystir því að til slíkra aðgerða
verði gripið og við þessi markmið staðið. “ í spá
Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir því að
hækkun vísitölu framfærslukostnaðar frá upp-
hafi til loka ársins verði um eða yfir 40% og
verðbólguhraðinn í lok ársins eitthvað svip-
aður.
En það er margt fleira athyglisvert í skýrslu
Þjóðhagsstofnunar og miðað við það sem þar
kemur fram hefur mjög vel tekist til í stjórn
efnahagsmálanna hér á landi. Efnahags-
kreppa ríkir nú í heiminum og við höfum ekki
farið varhluta af henni. Þó tókst á síðasta ári að
halda uppi fullri atvinnu á sama tíma og 25
milljónir manna voru atvinnulausir í ríkjum
OECD, eða að jafnaði 7% mannafla. Þá má
gjarnan hafa það í huga, að kaupmáttur ráð-
stöfunartekna óx hér á landi á síðasta ári,
þrátt fyrir niðurtalningaraðgerðir, eða öllu
heldur vegna niðurtalningar verðbólgunnar.
Á síðasta ári jókst einnig einkaneysla hér á
landi og þurfti raunar ekki skýrslu Þjóðhags-
stofnunar til að sjá að svo hafi verið.
Þeir erfiðleikar í efnahags- og atvinnumál-
um sem alvarlegastir eru og verstir viðureign-
ar eru annars vegar hrun loðnustofnsins og
hins vegar áframhaldandi slæm viðskiptakjör,
sem bötnuðu þó örlítið á síðasta ári. Þrátt fyrir
góðan vilja til að kenna ríksstjórninni um allt
sem miður fer, getur stjórnarandstaðan ekki
með góðu móti sakað hana um slæm við-
skiptakjör, né heldur hrun loðnustofnsins.
Hins vegar leiða forsendur um útflutnings-
framleiðslu, viðskiptakjör og þjóðarútgjöld til
þeirrar niðurstöðu, að þjóðártekjur dragist
saman um sem svarar 2% á mann á þessu ári.
Afleiðing hinnar alþjóðlegu kreppu er sú, að
við getum ekki unnið sem skyldi gegn mein-
semdum í efnahagskerfi okkar, sem er fyrst og
fremst verðbólgan. Við verðum því að gera allt
hvað getur til að halda í horfinu og jafnvel að
reyna að ná árangri í niðurtalningunni. Sam-
dráttur í loðmrafla getur haft veruleg áhrif á
atvinnuástand, en leggja verður megin-
áherslu á að forða landsmönnum frá atvinnu-
leysi.
Guðmundur Heiðar Frímannsson:
Sókrates
Það kannast flestir við nafnið
Sókrates, en fæstir vita frekari
deili á manninum. Og þótt fáein-
ir viti það, þá eru enn færri, sem
vita eithvað um, hvað hann
gerði. Sókrates var nefnilega
heimspekingur, og þeir eru ekki
margir, sem kunna að greina frá
því, hvað heimspeki er. Raunar
er því svo farið, að sumir þeir,
sem vilja kalla sig heimspek-
inga, þykjast ekki kunna svar
við þessari spurningu. En það er
ástæða til að huga ögn að því,
hver Sókrates var og hvað hann
gerði, þó ekki væri nema vegna
þess, að nú nýlega sýndi Leik-
félag MA leikrit eftir Aristófan-
es, Skýin, sem gerir mjög misk-
unnarlaust grín að Sókratesi og
hermir upp á hann skoðanir sem
hann aldrei hafði. Sókrates á
eiginlega heimtingu á, að ein-
hver hafi fyrir því að andmæla
Aristófanesi, sem hefur verið
mikill kjaftaskúmur á sinni tíð,
og voru það fleiri en Sókrates,
sem ekki fóru varhluta af því.
Sókrates var fyrsti píslarvott-
ur frjálsrar hugsunar, sem við'
þekkjum. Hann var dæmdur til
dauða af fimm hundruð manna
ráði í Aþenuborg 399 fyrir Krists
burð. Akæran, sem dómurinn
taldi rétta, byggðist á tvennu.
Annars vegar að hann spillti
æskulýð Aþenuborgar. Hins
vegar að hann tryði ekki á „guði
borgarinnar, heldur á nýjar and-
legar verur,“ eins og hann segir
sjálfur í málsvörn sinni, en hún
er þýdd í bókinni Síðustu dagar
Sókratesar. Sókrates er píslar-
vottur, vegna þess að menn telja
sig vita það, að „hann var
dæmdur saklaus og að til ákær-
unnar hafi legið aðrar hvatir en
þær, að ákærendurnir hafi verið
sannfærðir um sekt Sókratesar.
Það er ástæða til að hugleiða,
hvers vegna við teljum okkur
geta verið viss í þeirri sök, að
dauði Sókratesar hafi verið písl-
arvætti. Heimildirnar, sem við
höfum um hann, eru nokkrar,
og þeim ber öllum saman um
einn hlut: að Sókrates hafi verið
dæmdur saklaus. Þó ber að geta
þess, að við tökum meira mark á
verkum eins manns um Sókrates
en nokkurs annars, verkum
Platóns. Og það fer ekki fram
hjá neinum, sem les þau, að
Sókrates var hafður fyrir rangri
sök. En nú eru Skýin líka ein
heimild um Sókrates, og sé hún
rétt, þá verður ekki annað sagt,
en ákæran á Sókrates eigi við
nokkur rök að styðjast. Því
skyldi ekki taka jafn mikið mark
á því verki eins og þeim, sem
Platón samdi? Fyrir utan saman-
burð við aðrar heimildir, þá
vega þau rök þyngst, að verk
Platóns leiða í ljós hugsuð-
inn Sókrates, þau ein gera það
skiljanlegt, hvers vegna ungir
menn í Aþenuborg hneigðust til
að fylgja Sókratesi og nema orð
hans og hugsanir. Það ber líka
að hafa það hugfast, að Skýin
eru skopmynd, sem á þó við
nokkur rök að styðjast. Það,
sem Aristófanes hæðist að , eru
rökþrætur Sókratesar og við-
leitni lærisveinanna til að apa
eftir honum leikinn, þrætubók-
arlistina. En þótt skopmyndin sé
vel heppnuð, þá heimilar hún
ekki, að menn dragi þá ályktun,
að hún sé rétt mynd af Sókratesi.
En hvað hafði Sókrates fyrir
stafni? Hvað gerði hann? Konu
hans Xanþippu, þótti hann ekki
gera mikið, enda lagði Sókrates
það ekki í vana sinn að afla sér
lífsviðurværis og átti þó þrjá
sonu með Xanþippu. Það hefur
ekki blíðkað hana. Hún var
mikill skapofsi, en ekki er að sjá,
að það hafi breytt neinu fyrir
mann hennar. Hann þræddi torg
og götur Aþenuborgar og rök-
ræddi við menn á förnum vegi
um hvaðeina, sem þeim datt í
hug. Það var eitt einkenni þess-
ara samræðna, að Sókrates
spurði menn í þaula og rak þá
flesta í vörðumar. En af ein-
hverjum ástæðum hefur það
reynst mönnum erfitt að kannast
við vanþekkingu sína, jafnvel
verið álitshnekkir að kunna ekki
svör við öllum spurningum.
Þetta á sérstaklega við um þá,
sem hafa valist til að leiða al-
menning, stjórnmálamenn.
Þó mætti ætla, að það ætti að
vera hverjum og einum nánast
sjálfsagt mál að játa vanþekk-
ingu sína og fáfræði. En kannski
hefur það verið jafnríkt í
Aþenu-
búum og okkur, sem nú lifum,
að kunni menn svör við sumum
spurningum, þá hljóti þeir að
kunna svör við þeim öllum. Með
þeim vexti og viðgangi í vísind-
um tækni og velferð af öllu tagi
og þeirri sjálfsblekkingu, sem
fylgt hefur framförunum, að all-
ur vandi leystist í fyllingu
tímans, vegna þess að þá hefðu
menn til þess nægilega þekk-
ingu, þá hafa þau sannindi horf-
ið í skuggann, að mannfólkið,
þvf eru takmörk sett. Eitt sann-
indamerkið um þessa sjálfs-
blekkingu er sú trú, sem mann-
fólkið hefur tekið á sérfræðinga,
sem eigi að geta leyst flestan
vanda, hvort sem þessir sérfræð-
ingar heita læknar, hagfræðing-
ar, næringafræðingar eða eitt-
hvað annað. Ein raunveruleg
ástæða til kærunnar á hendur
Sókratesi var einmitt sú, að ýms-
ir Aþenubúar töldu það virðingu
sinni ekki samboðið að láta
Sókrates reka sig á gat. Þeir
töldu sig vita meira en þeir í
raunini gerðu.
En Sókrates gerði meira en að
reka menn á stampinn. Það var í
rauninni einungis fyrsta skrefið
á leiðinni til visku. Það má orða
það svo, að heimspeki Sókrates-
ar hafi verið þrotlaus leit að skil-
greiningum á hugtökum. Þau
hugtök, sem voru honum sér-
staklega hugleikin, voru hugtök
um siðferðilega breytni, hugtök
á borð við gott og illt, rétt og
rangt, dyggðir og lesti. Ein
helsta uppgötvun Sókratesar
var, að til að fá réttnefnda skil-
greiningu á hugtökum, þá nægði
ekki að nefna dæmi um þau. Það
má nefna ýmis dæmi um góða
breytni: hjálpsemi, skyldu-
rækni. Ef við viljum einungis
láta okkur nægja upptalningu af
þessu tagi, þá er eðlilegt, að
spurt sé: af hverju er þetta góð
breytni fremur en slæm? Og til
að geta svarað því, þurfum við
að vita, hvað er góð breytni, við
þurfum skilgreiningu á orðinu
góð breytni. Það er erfiðari
þraut að finna hana en svo, að
rekja megi í blaðagrein, sé hún
yfirleitt til. Sókrates var aldrei
viss um að hann hefði fundið
hana. Hins vegar má ætla, að
Platón, frægasti nemandi Sókra-
tesar, hafi talið sig finna
slíka lausn á skilgreiningar-
vandanum, en það er önnur
saga.
Það var enn siður Aþenubúa
til forna að iðka þann leik, er
nefnist þrætubókarlist eða dia-
lektike. Þetta var eins konar
spurningaleikur. Annar hélt
fram kennisetningu, hinn spurði
og átti innan ákveðinna tíma-
marka að koma honum í mót-
sögn við sjáfan sig eða fá hann til
að fallast á staðhæfingu, sem var
augljóslega fáránleg. Ef það
tókst ekki, taldist sá hafa sigrað,
sem hélt kennisetningunni fram.
Sókrartes fágaði þennan leik og
beitti honum óspart í rök-
ræðum, en markmið hans vax
hins vegar ekki að sigra þann,
sem hann spurði, heldur að
komast að einhverjum sannind-
um. En drýgst varð þessi aðferð
til að afsanna kenningar, sýna
fram á að þær væru rangar. Þessi
afleiðing aðferðarinnar var ein
ástæðan til þess, sem Sókrates
sagði um sjálfan sig: að það eina,
sem hann viti, sé að hann viti
ekki neitt. Þessi aðferð hentaði
ágætlega til að leita að skilgrein-
ingum. En hún var ekki einvörð-
ungu tæki til að uppgötva sann-
indi á borð við skilgreiningarn-
ar, heldur var hún ágætis tæki til
uppeldis og kennslu. Ég hygg,
að slík kennsla hafi verið mun
fjörugri en sú, er nú tíðkast.
Það á við enn í dag að líta má á
drjúgan hluta þess, sem kallast
heimspeki, sem leit að skilgrein-
ingum hugtaka. En það er ekki
allt. Heimspekingar leita líka að
rökum, sem hníga til kennisetn-
inga, og slíkar setningar verða
ekki sannar af því einu, að þeir
trúi þeim, sem hafa vit á efninu.
Reykingar verða ekki skaðlegar
af því, að læknar trúi, að þær séu
skaðlegar. Heimspekingum eru
sérstaklega kær rök á því sviði
mannlífsins, sem snýst um verð-
mæti, þar sem niðurstöður velta
á því, hvað er æskilegt og hvað
óæskilegt. í þeirri leit dugar ekki
málþóf af því tagi, sem Aristió-
fanes lét Sókrates beita í Skýun-
um, einungis rök ejns og þau,
sem Sókrates rakti í samræðum
Platóns.
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
4- DAGUR -16. apríl 1982