Dagur - 20.04.1982, Page 4

Dagur - 20.04.1982, Page 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Mengunin horfin Það eru ekki ýkja mörg ár síðan litið var vel- þóknunaraugum á síldarverksmiðjur og reyk- inn sem frá þeim gaus. Þetta var velmegun- armerki. Flotinn kom drekkhlaðinn að landi, sumt var saltað, annað brætt og atvinnulífið var í fullum gangi. Síðan gerðist það, að síldin hvarf og farið var að bræða annað hráefni, jafn- framt því sem kröfur um hreint og ómengað loft urðu háværari. Ekki Var lengur talað um peningalykt eins og forðum, heldur fýlu. Allir Eyfirðingar þekktu Krossanesfýluna, sem í staðviðri gat legið yfir gjörvöllum innanverð- um Eyjafirði. Nú er Krossaneslyktin svo gott sem úr sögunni og ber að þakka það stjórn- endum og starfsmönnum verksmiðjunnar, en hún er í eigu Akureyrarbæjar. Með vaxandi byggð í námunda við verk- smiðjuna og aukinni starfsemi við bræðslu loðnu og fiskúrgangs allt árið um kring, jukust kröfur þeirra íbúa Akureyrar sem næst bjuggu, um að reynt yrði að stemma stigu við menguninni sem frá verksmiðjunni kom. Verksmiðjustjórnin hóf því fyrir nokkrum árum athuganir á leiðum sem leitt gætu til úr- bóta. Fyrir um ári síðan töldu menn að þeir hefðu fundið leið sem eyða myndi mengun- inni, en jafnframt dregið verulega úr orku- eyðslunni og gefið betri afurðir. Nú eru þessi nýju tæki komin í gagnið. Orkusparnaðurinn og betri nýting hráefnis koma til með að vega upp á móti stofnkostnaði og rekstri þessara nýju hreinsitækja. Minni orkukaup Krossanesverksmiðja er opinbert fyrirtæki, í eigu Akureyrarbæjar. Oft hefur verið um það talað, að opinber fyrirtæki væru illa rekin og stundum á sú gagnrýni vafalaust rétt á sér. Greinilegt er þó að Krossanesverksmiðjan hef- ur ekki átt við þessa erfiðleika að etja. Fyrir- tækið hefur sýnt fordæmi sem tekið verður eftir og lausnin sem forráðamenn verksmiðj- unnar fundu kann að verða leiðarljós öðrum fiskimjölsverksmiðjum í landinu. í skýrslu Þjóðhagsstofnunar „Úr þjóðar- búskapnum" koma fram athyglisverðar upp- lýsingar um kaup á erlendum orkugjöfum í kaflanum um þjóðarútgjöldin. Þar kemur fram að sala á gasolíu til húsakyndingar nam rösk- um 58 milljónum ltr. 1981 og var 17,5% minni en á árinu 1980. Notkun olíu til húsakyndingar hefur helmingast á þremur árum og var í fyrra innan við þriðjungur þess sem hún var á árinu 1973 fyrir tíma olíuverðhækkana og lagningar nýrra hitaveitna. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að sölu- aukningin á bensíni í fyrra er mun minni en nemur fjölgun bensínknúinna bíla og því hefur meðalneysla á hvern bíl enn dregist saman eftir um 15% samdrátt árin 1979 og 1980 til samans. Þessar upplýsingar sýna að vel hefur tekist til í því að draga úr kaupum á innfluttri orku og greinilegt að íslendingar eru á réttri leið, ef svo heldur sem horfir. _________ Þátttakendur munu æfa sij> á dúkku eins og þessari. Ðjarga má 90% sjúk- linga úr hjartadái — ef meðferð er hafin innan 4 mínútna. - Almenn námskeið í skyndihjálp og hjartahnoði á Akureyri „Vitað er að um 40% allra dauðsfalla af völdum bráðrar kransæðastíflu verða á fyrstu klukkustund eftir byrjun ein- kenna, og leidd hafa verið að því að rök, að bjarga megi um 90% sjúklinga úr hjartadái, ef meðferð er hafin innan 4 mín- útna. Því verða leikmenn að inna þá meðferð af hendi í fyrstu.“ Þannig kemst Þórður Harðarson prófessor m.a. að orði í skýrslu um rannsókn, sem hann ásamt öðrum gerði á flutningi sjúklinga með bráða kransæðastíflu á Borg- arspítalann á árunum 1972- 1975, og afdrifum þeirra sjúklinga. Niðurstöður læknanna Sig- urðar Guðmundssonar og Þórðar Harðarsonar koma að mestu heim og saman við hlið- stæðar kannanir, sem gerðar hafa verið erlendis - og bandarísku hjartaverndar- samtökin og bandaríski Rauði krossinn leggja eindregið til að öll skólabörn eigi kost á kennslu og þjálfun í hjarta- hnoði frá og með áttunda bekk, en í blástursaðferð frá fimmta bekk. Skoðanakönn- un á vegum Gallup, ger árið 1977, leiddi í ljós að tveir af hverjum þrem bandaríkja- mönnum hafa haft spurnir af hjartahnoói, 54% þeirra vildu sækja námskeið og 80% þeirra óskuðu eftir því að það væri kennt í grunnskóla. Og séu bandarískar tölur umreiknaðar yfir á íslenskan mælikvarða, þá jafngildir það því að 1.000 manns verði fyrir hjartaáfalli árlega, af þeim deyi 700, en 350 þessara dauðsfalla verða utan sjúkra- stofnana, venjulega innan tveggja stunda frá fyrstu ein- kennum. í samkomulagi Almanna- varna ríkisins og RKÍ frá ár- inu 1974 er Rauða krossi ís- lands falið að hafa forystu um kennslu í skyndihjálp og endurnýjun námskerfis. RKI skal koma upp nauðsynlegu kennaraliði í hinum ýmsu landshlutum. RKÍ skuli kveðja saman fund sérfræð- inga á þessu sviði og hafa sam- ráð við þá aðila, sem að skyndihjálp vinna. í framhaldi af þessu hafa Akureyrardeild Rauða kross- ins og Hjálparsveit skáta á Akureyri hafið samvinnu um útbreiðslu skyndihjálpar- fræðslu, en síðustu fjóra vetur hefur Rauða kross deildin boðið öllum nemendum 8. bekkjar grunnskóla upp á ókeypis fræðslu í almennri skyndihjálp, og er þar um að ræða 18 stunda námskeið. Á vegum þessara tveggja félaga eru nú 18 manns á Ak- ureyri með kennsluréttindi í skyndihjálp - og þar af hefur um helmingur auk þess fengið réttindi til að kenna aukna skyndihjálp, þar sem hjarta- hnoð er m.a. kennt. Félögin munu nú bjóða upp á almenn námskeið í skyndi- hjálp og hjartahnoði, nokkur þeirra munu verða nú í maí- mánuði, síðan hefjast nám- skeið að nýju í haust. Boðið verður upp á tvenns konar námskeið: Almenn skyndihjálp: 20 kennslustunda námskeið í almennri skyndihjálp auk kennslu í hjartahnoði. Þessi námskeð eru tvö kvöld í viku og hefjast 4. maí. Aukin skyndihjálp: Hjarta- hnoð er hluti af þessu 30 kennslustunda námskeiði, sem verður þrjú kvöld í viku og hefst hið fyrsta þeirra 3. maí. Mikilvægt er að þátttöku- tilkynningar berist hið fyrsta, en þátttöku má tilkynna á skrifstofu Akureyrardeildar Rauða krossins í síma 24402- eða á kvöldin til Sigurðar Ólafssonar, námskeiðsstjóra, í síma 25717. Það er betra að kunna skyndihjálp þegar maður kemur á slysstað. A~ DAGUB-20. apríiil 9ft2

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.