Dagur - 20.04.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 20.04.1982, Blaðsíða 5
Sigfríður Angantýsdóttir Þessi dæmigerðu kvenmannsverk Stundum er talað um dæmigerð kvenmannsverk og sem dæmi eru tekin ýmiss konar fisk- vinnslu og verksmiðjustörf, hreingerningar o.fl. Sauma- skapur er t.d. ekki talinn til karl- mannsverka í dag. Karlmenn eru þó oft nálægir þar sem dæmi- gerð kvenmannsverk eru unnin til að fylgjast með afköstum og sjá um aðföng. Konur láta nú í vaxandi mæli að sér kveða á opinberum vett- vangi og axla þar ábyrgð til jafns við karlmenn. Konur hasla sér völl í ýmsum starfsgreinum sem áður voru setnar karlmönnum s.s. í trésmíði, bifvélavirkjun og víðar. Það heyrir nú bráðum sögunni til að nemendum sé skipt í handavinnu eftir kynjum. Æ færri foreldrar ala börn sín markvisst upp til ákveðins kyn- hlutverks. Allt virðist stefna í þá átt til jafnréttis en almenningsálitið þarf enn að breytast. Þegar yngsta kynslóðin verður vaxin úr grasi má e.t.v. vænta þess að hætt verði að líta á konur sem annars eða þriðja flokks vinnu- kraft sem best séu komnar í „dæmigerðum kvenmannsverk- um“. Þessi störf eru oftast lágt launuð en þó ekki endilega létt- ari en karlastörfin. Þau eru oft skipuð húsmæðrum sem hafa eytt bestu árum ævinnar við forsjá heimilis, uppeldi barna, saumaskap, matseld og hrein- gerningar. Það er ekki mitt álit að konur eigi umfram allt að leita út fyrir heimilið eftir vinnu. Þær eiga að- eins að fá að velja sér starf eftir eigin áhugasviði eins og karl- menn hafa hingað til getað gert. Sigfríður Angantýsdóttir. Það má ekki vera sjálfgefið að heimilisstörf og uppeldi barna sé kvenmannsverk. Þeir tímar hljóta að koma að karlmaðurinn geti leyft sér að vera heima hjá börnum sínum. í dag er slíkt munaður vegna launa- mismunar kynjanna. Vonandi verða störf við barnauppeldi og Hvet bæjarbúa til að kaupa merki Kvenfélagið Hlíf sem hinn 4. febrúar sl. varð 75 ára, hefir ár- lega síðan 1973 styrkt Barnadeild F.S.A. með gjöfum, dýrum tækjabúnaði, sem aðallega er not- aður við gjörgæslu á börnum. Minningarsjóður Hlífar hefir gefið margvíslegar gjafir á afmæl- isdegi sínum, 26. mars, eins og leikstofa Barnadeildarinnar ber með sér, auk þess fagurlega smíð- aðan skírnarfont, skírnarkjóla, sálmabækur og sjónvarp. Til þess að fjármagna þetta hef- ur Minningarsjóðurinn gefið út minningsarspjöld og jólakort og félagið hefur svo selt merki, haft basar og kaffisölu á sumardaginn fyrsta. Vil ég nú hvetja Akureyringa að kaupa merki félagsins og fjöl- menna á kaffisöluna á Hótel KEA á sumardaginn fyrsta. Baldur Jónsson, yffir- læknir Barnadeildar F.S.A. forsjá heimilis einhverntíma metin sem starfsreynsla þegar fólk með slíkan bakgrunn leitar út í þjóðfélagið til vinnu eða náms. Barnið má aldrei gleymast í kapphlaupinu um lífsgæðin. Það skiptir höfuðmáli að það búi við öryggi. Þá á ég ekki aðeins við að það sé verndað fyrir hættum heldur að það þurfi ekki að efast um ást og umhyggju aðstand- enda sinna. Barn nýtur öryggis ef í umhverfi þess ríkir ró en ekki rótleysi, jafnvægi en ekki spenna. Uppfylling öryggisþarfa svo og lffræðilegra þarfa er grundvöllur að frekari þroska. Meiri líkur eru á að fyrrnefnt jafnvægi náist ef aðstandendur barnsins geta valið sér starfsvett- vang eftir áhugasviði. Mergur- inn málsins er sá að ánægð manneskja hefur fremur áhrif til góðs og auðgar líf þeirra sem hún umgengst. Það þarf ekki að vera af hinu illa að foreldrar vinni allan daginn utan heimilis og oft verður ekki hjá því komist. Ef barnið er á öruggum stað og því síðan sinnt er vinnu- degi lýkur er vel fyrir þörfum þess séð. Þó eru því miður til börn sem mega láta sér félags- skap sjónvarps eða „videos" nægja að kvöldi - börn sem lítill tími er til að tala við og vera með. Húsmóðurstarfið er eitt van- metnasta starf sem um getur. Nyti það þeirrar virðingar sem það verðskuldar fyndu líklega fleiri lífsfyllingu í því. E.t.v. verður einhverntíma hægt að launa foreldrum sem kjósa sér að vinna heima og annast upp- eldi barna sinna. Ekki er alveg óraunhæft að nefna slíkt ef það er haft í huga að bæjarfélagið greiðir nú niður kostnað við dvöl barna á dagvistarstofnunum sem. nemur 60-70%. Það voru þessi dæmigerðu kvenmannsverk. Vonandi kem- ur sá tími að slík orð heyrast ekki og einstaklingurinn verður metinn eftir hæfileikum og manngildi. Alhliða raflagnir í húsbyggingar, í bíla, báta, skip l og búvélar. BOSCH Borvélar - Stingsagir - Hjólsagir o. fl. Á næstu vikum verður fáanlegt mikið úrval BOSCH LOFTVERKFÆRA BOSCH X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- í iðnaðarmenn. X- X- X- ••••• Stóraukið verkfæraúrval fyrir X- í Allt * raflagnaefni í jafnan j fyrirliggjandi. X- X- X- X- X- X- X- Xr Xr ★ ★ Xr X- ★ ★ X- Xr i iinhBll Vorum aö taka upp mikið úrval af þessum frábæru verkfærum. Stingsagir, hjólsagir, heflar, pússuvélar, skrúfvélar o. fl. fyrir tré og járn. VERKIN VINNAST VEL MEÐ HITACHI rafeindakveikjan vinsæla fsetning á staðnum. #1 BÍLARAFMAGN ÖLL ÞJÓNUSTA VARÐANDI RAF- KERFIBIFREIDA NlPPONDENSO áUtu’VAnwuu LOFTPRESSUR fyrirmáln- ingarsprautur og loftverk- færi. Eigum einnig sprautu- Japönsk gæðakerti könnur. EIGUM ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI FLESTA VARA- HLUTI f RAFKERFI BIFREIÐA. FURUVELLIR 12 AKUREYRI ■ SlMI (»«>25404 NAFNNR. 6654-0526 RAFLAGNAVERKSTÆDI * ■k * -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k ■k -k -k -k -k -k -k -k -k -k -k ■k -k -k -k -k Húsfélög athugið Getum boðið úrval af stigateppum á góðu verði og með góðum greiðslukjörum. Mælum, sníðum og leggjum samdægurs, gerum föst verð- tilboð ef óskað er. Einnig viljum við minna á stórkostlega úrvalið okkar af gólfteppum og stökum mottum. Um 35 mismunandi gerðir og litir af dreglum frá 80 til 140 cm. breiðum. Hinar frábæru Vax-sugur fyrii> liggjandi Tepprlrnd JSBBBBi BBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBBtBBBBBBBBBBBBBBBB Sími 25055 • Tryggvabraut 22 - Akureyri H-100 Miðvikudagur 21. apríl Dansað frá kl. 9-3. Undirbúningur afmælishátíðar. Undanfarar og annað fólk mætir á staðinn. Davíð, Logi, Kári og Finnbogi stuða liðið. Afmælishátíð fimmtudaginn 22. apríl sumardaginnfyrsta H-100 3ja ára Húsið opnað kl. 8. Blóm handa dömunum. Afmæliskokteill kl. 10. Sérstakir hátíðargestir verða allir plötusnúðar H-100 síðustu 3 árin. Dansað um helgina á hefðbundinn hátt. Mætum snemma, snyrtilega klædd. 20. apríl 1982 - DAGUR -5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.