Dagur - 20.04.1982, Blaðsíða 16

Dagur - 20.04.1982, Blaðsíða 16
I VIFTUREIMAR I FLESTA BÍLA Um síðustu helgi \oru „ Vaugham Williams tónlcikar“ í íþróttaskemmunni, en eins og nafnið ber með sér voru ein- göngu leikin tónverk eftir fyrrnefnt tónskáld. Það var 63 manna hljómsveit úr Tónlistarskólanum á Akureyri og í Reykjavík sem lék, en stjórnandi varMark Reedman. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, lék einleik. Tónleikarnir heppnuðust prýðilega og áheyrendur nutu þess sem listafólkið hafði fram að færa. Mynd.: áþ. Verður ráðist í byggingu heimavista fyrir 120 nem.? — gæti þjónað sem hótel á sumrin Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt að reistar skuli heimavistir fyrir nemendur framhaldsskólanna á Akureyri. Menntaskólinn er eini framhaldsskóli bæjarins, sem hefur getað boðið nemendum sínum upp á heimavist, en hún hefur verið fullnýtt undanfarinn ár og fólki vísað frá. Bæjarstjórn fól framhaldsskólanefnd að taka upp viðræður við menntamála- og fjármálaráðherra um fyrir- komulag nýrra heimavista, rekstur og kostnaðarskiptingu. Tryggvi Gíslason, formaður framhaldsskólanefndar, sagði að hann hefði nú þegar rætt við starfsmenn umræddra ráðuneyta, en næsta skref koma á fundi menntamálaráðherra, fjármála- ráðherra og framhaldsskóla- nefndar. „Nú eru nær 1200 nem- endur á framhaldsskólastigi á Ak- ureyri - þar af er einn þriðji að- komumenn. Á Akureyri eru heimavistarrými fyrir 150 nem- endur - hinir verða að búa víðs- vegar um bæinn. Með stofnun verkmenntaskóla og auknum nemendafjölda, verður þörfin fyrir heimavistarrými enn brýnni. En mikilsverðara er þó að koma á fót öflugum verkmenntaskóla á Akureyri og það er að sjálfsögðu fyrsta skrefið.“ Tryggvi sagði að heimavistirnar þyrftu að geta hýst um 120 nem- endur. „Það verður að teljast mjög gott ef hægt er að hýsa um helming þeirra nemenda sem hér eru. Hinn helmingurinn vill og getur búið á annan hátt.“ Bæjarstjórn hefur óskað eftir því og lagt á það áherslu að þessar heimavistir og hótel ættu vel saman, enda hefur það sýnt sig t.d. í sambandi við Eddu hótelið í heimavist M.A. HUNAVAKA: Fjölbreytt dagskrá alla daga fram að helgi Nýjung hjá hrossabændum Hagsmunasamtök hrossa- bænda í Skagafiröi stóðu í dög- un fyrir sölusýningu á hrossum. Að sögn Einars Gíslasonar, Skörðugili, mun þetta vera í fyrsta sinn sem haldinn er markaður af þessu tagi. „Þetta var ekki uppboð, heldur var varan sýnd og kynnt. Þeir sem höfðu áhuga á hrossum urðu síðan að hafa samband við eig- endur þeirra.“ sagði Einar. „Mér fannst þetta takast vel. Við vorum með þetta við Grófa- gilsrétt og ég held að um 2-300 manns hafi komið. Þarna er gam- all vegur sem við sýndum hrossin á, en alls voru sýnd 23 hross. Skagfirðingar komu þarna ríð- andi í flokkum og ég geri fastlega ráð fyrir að eitthvað af þeim hrossum hafi verið seld.“ Einar sagðist ekki vita hvort hross hafi farið á háu verði, en menn höfðu einkum áhuga fyrir rauðstjörnóttum fola frá Melstað. Gunnar Dungal, eigandi Pennans í Reykjavík, tók alla sýninguna upp á videó og sagði Einar að myndin yrði sýnd í versluninni Ástund í Reykjavík. Húnavaka, hin árlega skemmti- og fræðsluvika Ung- mennasambands A-Húnvetn- inga hófst s.l. sunnudag, og stendur yfir til laugardags- kvölds. Mjög fjölbreytt skemmti- og fróðleiksdagskrá verður á boðstólum alla dag- ana. Af atriðum má nefna mál- verkasýningu Péturs Behrends sem sýnir í Hótel Blönduósi 35 teikningar, olíumálverk og vatns- litamyndir. Pá er Textilfélagið í Reykjavík með sýningu. Leikfélag Blönduóss sýnir Kristnihald undir Jökli fimmtu- dagskvöld og á laugardagskvöld, og Leikfélag Skagastandar sýnir Olympiuhlauparann annað kvöld. Fjölmargar kvikmynda- sýningar verða, og m.a. frumsýn- ing á Norðurlandi á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Húsbændavika verður á föstu- dagskvöldið og þar flutt blönduð dagskrá. Páll S. Pálsson hæstar- réttarlögmaður rabbar við sam- komugesti og Ómar Ragnarsson sem uppalinn er í Langadal flytur skemmtiefni af sinni alkunnu snilld. Margt fleira fróðlegt er á dagskrá Húsbændavökunnar. Á sumardaginn fyrsta verður fjölbreytt dagskrá fyrir börn og unglinga og einnig dansleikur. Önnur barnaskemmtun verður á föstudag, Ómar Ragnarsson skemmtir og verðlaun verða af- hent í skólamóti USAH svo eitt- hvað sé nefnt. Á laugardag kemur Söngfélag Skaftfellinga í heimsókn og einnig kór Rangæinga í Reykjavík. Dansleikir verða öll kvöldin og Húnavöku lýkur með dansleik að- fararnótt sunnudags. Það verður hljómsveitin Upplyfting sem sér um fjörið. Samræmdu prófin á Akureyri: Nemendur grunn- skólanna voru vel yfir lands- meðaltali Akureyringar mega vera hreyknir af nemendum og kennurum 9. bekkjar grunn- skólanna á Akureyri, en nú liggja fyrir tölur um árangur nemenda í samræmdu prófun- um, sem voru þreytt fyrr í vetur. Ljóst er að nemendurnir voru vel yfír landsmeðaltali. Níundi bekkur er í þremur skólum á Akureyri, þ.e. í Gagnfræðaskólanum, í Odd- eyrarskólanum og í Glerár- skóla. Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans sagði að alls hefðu 157 nemendur í Gagn- fræðaskólanum þreytt samræmdu prófin. Nemendur skólans eru langt yfir landsmeðaltali í öllum greinum. Efmiðið ervið einkunn- irnar A, B, C kemur í Ijós að í ís- lensku höfðu 80.25% nemendur þær einkunnir, en landsmeðaltal var 70.98%, í dönsku og sænsku 82.80%, landsmeðaltal 71.39%, í ensku 75.16%, landsmeðaltal 70.07% og í stærðfræði 80.25%, landsmeðaltal 70.74%. Að með- altali er munurinn 8.9% Gagn- fræðaskólanum í hag. „Alls hafa 84.08% ótvíræðan rétt til fram haldsnáms, en 157 þreyttu sam- ræmdu prófin í Gagnfræðaskól- anum og 132 náðu umræddum ár- angri. Hér var enginn með fjögur A, en hins vegar fimm með þrjú A og eitt B. Hópurinn virðist því vera nokkuð jafn. Ég er að sjálf- sögðu mjög þakklátur - bæði nemendum og kennurum, því svona árangur næst ekki nema með góðum vinnubrögðum nem- enda og kennara," sagði Sverrir. Það kom fram í viðtölum við þá Vilberg Alexandersson, skóla- stjóra í Glerárskóla og Indriða Úlfsson, skólastjóra í Oddeyrar- skóla, að þeir voru mjög ánægðir með árangur sinna nemenda. Eins og fram kemur í upphafi voru nemendur beggja skólanna vel yfir landsmeðaltali í sam- ræmdu prófunum. # Gustur Vestur í henni Ameríku ergef- ið út blað sem ber nafnið Gustur, rltstjóri er tónlistar- maðurinn góðkunni Jakob Magnússon. Blaðið er að mestu leyti ritað á ensku og um margt skemmtilegt. í síð- asta tölublaði er m.a. bréf frá Þóri S. Gröndal, ræðismanni í Suður-Flórída. Þórir segir m.a. í bréfinu: „Blaðið sjálft finnst mér hressilegt og fróð- legt og eiga þeir aðilar, sem að því standa, skilið mikið lof fyrir framtakið. Þykist ég viss um að útgáfan muni blómgast og dafna.“ Og vilji menn ger- ast áskrifendur er bent á að heimilisfang blaðsins er Gustur, 3200 Oakshire Drive, Los Angeles, California 90068, USA. Blaðið kemur út ársfjórðungslega og kostar $5 á ári. # Skattamálin í febrúar „Skattamálin (febrúar" nefn- ist Ijóð eftir Guðmund Har- aldsson, sem birtist ( um- ræddu tölublaði Gusts. Guðmundur yrkir á ákaflega sérstakan hátt eins og sjá má: Skattalögreglan komst á legg/ að fara i hirzlur heildsalanna,/ bókhaldið mun hafa laskast mjög,/ skipti það undir og yfir milljónir,/ sem á vantaði til skattstjóra. # Góðviðbrögð Skömmu fyrir páska hafði starfsmaður Dvalarheimilis- ins Hlíðar samband við eig- endur tveggja verslana á Ak- ureyri og bað þá um að hjálpa sér og öðrum starfsmönnum dvalarheimilisins við að gera páskana ánægjulegri fyrir (búana. Forráðamenn versl- ananna brugðu skjótt við og frá Akri komu páskaliljur og páskagreinar, en frá Amaro komu gul kerti. Páskaborðið ( Hlíð varð mun hátíðlegra en ella. Sumir sátu lengi við borðið - sögðu að það væri svo fallegt að það væri synd og skömm að fara frá því. # Margthægt að gera Starfsmaðurinn sagði í sam- tali við S&S að hann gæti seint fullþakkað eigendum Amaro og Akurs fyrir þann hlýja hug sem þær bæru til íbúanna í Hlíð. Hann bætti við að það þyrfti ekki alltaf ákaf- lega dýrar gjafir eða marg- háttaðan undirbúning til að gleðja þá, sem búa í dvalar- heimilinu Hlíð eða í Skjaldar- vík. S&S er þess fullvisst að það yrði tekið vel á móti kórum, einleikurum og upp- lesurum ef þeir sýndu áhuga á að koma og stytta íbúunum stundir. Sem dæmi má nefna að krakkar í barnaskólanum á Svalbarðseyri lögðu leið sína í Hlíð fyrir skemmstu og fengu mikið lof (búanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.