Dagur


Dagur - 06.05.1982, Qupperneq 1

Dagur - 06.05.1982, Qupperneq 1
MtKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 6. maí 1982 48. tölublað Fæðast allir í Reykjavík í „Þessi drög aö reglugerö um flokkun sjúkrahúsa eru svo fjarstæðukennd, ef við höfum skilið þau rétt, að þau eru með ólíkindum,“ sagði Ásgeir Höskuldsson framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, í viðtali við Dag, en Heilbrigðisráðuneytið hefur nú sent drög að slíkri reglugerð til umsagnar sjúkrahúsa út um land. Meginlínan í þessum drögum er sú, að fjölmörg verkefni eru tekin frá lands- byggðasjúkrahúsunum og færð alfarið í hendur sjúkrahúsun- um í Reykjavík. Sem dæmi má íslendingar framtíðinni? sparnaðarsjónarmið. Ég get ekki séð að það sé peningalegur sparn- aður í því að senda allar verðandi mæður til Reykjavíkur. Með þessu er verið að snúa við þeirri þróun sem verið hefur, að færa sérfræðiþjónustuna út til fólksins. Stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur mótmælt þessu og farið fram á að tekið verði mið af því skipulagi sem nú er við lýði og þeirri þróun sem verið hefur í þessum rnálurn," sagði Ásgeir Höskuldsson að lokum. Á bls. 3 í blaðinu í dag, er sgat frá mótmæl- um stjórnar Sjúkrahússins á Siglufirði vegna þessa sama máls. nefna, að ekki er einu sinni gert ráð fyrir að konur geti fætt börn í sinni heimabyggð, þó sjúkra- hús séu þar fyrir hendi, heldur eiga öll börn að fæðast á Land- spítalanum í Reykjavík eftir því sem skilið verður af þessum drögum. Svo gæti farið að smátt og smátt verði allir lands- menn Reykvíkingar, þ.e. ef miðað er við fæðingarstað. „Þessi drög snerta okkur að því leyti, að hlutverk okkar sem vara- sjúkrahús fyrir sjúkrahúsin í Reykjavík fellur út. Þá virðist hlutverk okkar sem svæðissjúkra- hús fyrir Norðurland vestra og hluti af Austurlandi einnig falla niður, en við höfum sinnt þessu hlutverki að nokkru leyti með m.a. sérfræðiþjónustu á sviði háls-, nef- og eyrnalækninga, augnlækninga, sérhæfðra skurð- lækninga og sérhæfðrar fæðingar- hjálpar, auk barnalækninga. Álvarlegasta málið er hins vegar það, að varðandi sjúkrahúsin í Reykjavík er upptalning á því hvaða þáttum þau eiga að sinna. í almennri upptalningu á hlutverki sjúkrahúsanna á Akranesi, ísa- firði, Akureyri og Neskaupstað er ekki minnst á suma þá sérfræði- þjónustu sem þar hefur verið veitt,þ.á m.erekki minnstáfæð- ingardeildir og barnadeilir, þann- ig að þetta gæti þýtt að allar fæð- ingar eigi að fara fram á Landspít- alanum og auk þess að við ættum að leggja niður okkar sérfræði- þjónustu, sem ég gat um áðan og þá einnig bæklunarlækningar sem unnið hefur verið að því að koma á fót.“ - Hverjir semja þessa reglu- gerð og hver er tilgangurinn? „Mér sýnist þetta fara vel saman við hugmyndir borgar- læknis, sem hann viðraði á heil- brigðisþingi 1980. Tilgangurinn gæti verið eitthvað misskilið Aðalfundur KEA hefstá morgun Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga verður haldinn í Sam- komuhúsi bæjarins á morgun og laugardag. Fundurinn hefst kl. 10 í fyrramálið. Fyrst á dagskrá fundarins er rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins, síðan er skýrsla stjórnar og kaupfélags- stjóra. Reikningar félagsins verða lagðir fram og umsögn endur- skoðenda. Þá verða reikningar af- greiddir og sömuleiðis tillögur fé- lagsstjórnar um ráðstöfun eftir- stöðva o.fl. Stjórn Menningar- sjóðs mun leggja fram skýrslu sína og endanlegt frumvarp að stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar verður kynnt. Framsögu- maður í því máli er Hjörtur Hjart- ar fyrrverandi framkvæmdastjóri. Þá verða tekin fyrir erindi deilda, önnur mál og kosningar. Gunnar Gunnarsson heitir þessi vígreiG piltur, starfsmaður Rafveitu Akureyrar. Minkinn elti hann uppi og vó með skóflunni skammt frá húsum Rafveitunnar við Glerá. Verður vatn flutt útfrá Akureyri? Á fundi í vatnsveitustjórn fyrir skömmu lagði Sigurður B. Svanbergsson vatnsveitu- stjóri, fram greinargerð um frumkönnun, sem hann hefur framkvæmt á hagkvæmni þess að selja vatn til útlanda. Þessi frumathugun bendir til að hag- kvæmt kunni að vera að selja vatn til útlanda. Stjórn vatnsveitunnar fól Sig- urði að láta kanna til hlítar gæði og geymsluþol vatnsins. Enn- fremur fól stjórnin Sigurði að kanna frekar markaðsmöguleika fyrir vatn erlendis og framleiðslu- hætti. Að þessari könnun lokinni er gert ráð fyrir að Sigurður leggi niðurstöðurnar fyrir stjórn vatns- veitunnar til frekari ákvarðana- töku. 44% hærri laun - til þeirra Iðjufélaga sem starfa á Norðurlandi eystra en f Reykjavík Framkvæmdastofnun ríkisins hefur gefið út bók um vinnu- markaðinn árið 1980. í þessari bók er skýrsla um Iaunagreiðsl- ur í öllum landsfjórðungum og eru þær flokkaðar eftir at- vinnugreinum. Þegar launa- greiðslur frá ullar- og skinna- verksmiðjum á Norðurlandi eystra eru bornar saman við sambærilegar atvinnugreinar annarsstaðar á landinu kemur í ljós að laun til Iðjuféiaga á Nl. eystra eru mun hærri en gerist °g gengur. g.ns Qg er starfa flestir umræddra Iðjufé- laga á Akureyri, hjá Verk- smiðjum Sambandsins á Gler- áreyrum. Sé miðað við Reykja- vík er munurinn 43.8%, en sé miðað við landið allt er munur- inn 29%. Sá flokkur sem Verksmiðjur Sambandsins eru í nefnist „Vefj- ariðnaður, skó- og fatagerð, ásamt sútun og verkun skinna". Árslaun í þessum flokki árið 1980 voru 5.405.000gkr. að meðaltali á landinu öllu og er þá einungis átt við félaga í Iðju. í Reykjavík voru árslaunin 4.848.000 gkr., Reykja- nes 5.422.000 gkr., Vesturland 4.310.000 gkr., Vestfirðir 5.787.000 gkr., Norðurland vestra 5.255.000 gkr., Norður- land eystra 6.973.000 gkr., Aust- urland 5.342.000 og Suðurland 4.655.000 gkr. Munurinn á árslaunum Iðjufé- laga á Nl. eystra og í Reykjavík er 43.8%, sem þau eru hærri á Nl. eystra. Sé tekið meðaltal landsins alls er munurinn 29% - Iðjufélög- um á Nl. eystra í hag eins og áður sagði. „Að sjálfsögðu erum við ánægðir með þessa niðurstöðu,“ sagði Hjörtur Eiríksson fram- kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS, þegar Dagur bar þessar tölur undir hann. „Við vissum það hins vegar að við greiddum bestu Iðju- launin á landinu, en að launa- mismunurinn væri svona mikill vissum við ekki. Það er bónusinn sem á mestan þátt í að hækka okk- ar fólk, en það hefur einnig áhrif að hjá Verksmiðjum Sambands- ins á Akureyri er mikið af fólki, sem er komið í hæstu launaflokk- ana hjá Iðju. í dag eru mörg fyrir- tæki í þessum iðnaði komin með bónus, fyrirtæki sem höfðu hann ekki hér áður. Ég á von á að önn- ur landssvæði hafi hækkað og að munurinn hafi minnkað. En það breytir því hins vegar ekki að Iðn- aðardeild Sambandsins greiðir í dag hæstu meðaltalslaunin í land- inu til starfsfólks Iðju. © Hríngið í fram- bjóðenduma! Á morgun, föstudag, milli klukkan 17 og 20, gefst kjós- endum á Akureyri tækifæri til að leggja spurningar fyrir fram- bjóðendur Framsóknarflokks- ins með því að hringja í síma 24222 á umræddum tíma. Snorri Finnlaugsson kosn- ingastjóri Framsóknarflokks- ins á Akureyri, sagðist vilja hvetja fólk til að hringja í fram- bjóðendurna og ræða við þá. Dagur mun birta úrdrátt úr spurningum og svörum í næstu viku.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.