Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 3
„DAG
DVELJA“
Bragi V. Bergmann
Iþróttír
Gylfi Kristjánsson:
Tómaserhjáhárskeranum. Röð hvaða röð þær eiga að vera.
teikninganna hefur eitthvað Lausn bls. 10.
ruglast. Reyndu að finna út í
Hjónabrandarar
Eiginmaðurinn: - Þú hefur verið
svo köld og fráhrindandi við mig
upp á síðkastið. Er einhver annar
maður kominn í spilið?
Eiginkonan (súr á svip): Frá því við
giftumst fyrir fimm árum, hefur
yfirleitt enginn maður verið í
spilinu...“
☆ ☆☆
Amerísk kona fékk skilnað frá
manni sínum vegna þess að hann
hafði ekki talað við hana nema sex
sinnum í sjö ára hjónabandi þeirra.
Um leið fékk hún yfirráðarétt yfir
sex börnum þeirra.
☆ ☆☆
María litla vaknaði klukkan tvö um
nótt:
- Segðu mér sögu, mamma, sagði
hún.
- Bíddu svolítið góða mín, bráðum
kemur hann pabbi þinn heim og þá
skaltu bara hlusta á hann.
- Ég lét mig bara hafa það, ég fór
rakleitt inn til forstjórans, lamdi í
borðið og heimtaði kauphækkun.
- Og hafði það eitthvað að segja?
- Nei, hann var í mat.
☆ ☆☆
Hann kom heim til sín nokkrum
tímum (!) of seint, og konan hans
beið vakandi eftir honum.
- Jæja, svo þú hefur loksins kom-
ist að því, að heima er best, sagði
hún og glotti háðslega.
- Tja, best og ekki best. Þetta er í
öllu falli eini staðurinn sem opinn
er á þessum tíma sólarhrings-
ins...
☆ ☆☆
- Óskar, það er agalegt að heyra
hvernig rúmið brakar inni hjá
vinnustúlkunni okkar. Heyrir þú
það Óskar... Óskar.. ÓSKAR.
Sumaríþróttír
taka nú völdin
Þótt ekki hafi blásið byrlega til
iðkunar útiíþrótta að undan-
förnu er það samt sem áður
staðreynd að samkvæmt alman-
akinu er runninn upp tími
sumaríþróttanna, og síðustu
mót þeirra sem stunda hinar
svokölluðu vetraríþróttir eru
nýlega afstaðin.
Uppskera íþróttamanna á
Akureyri í íþróttum í vetur var
upp og ofan eins og gengur og
gerist. Óhætt mun að segja að
útkoma handknattleiksliða Þórs
og KA í meistaraflokki karla
hafi ollið nokkrum vonbrigðum,
KA tapaði sæti sínu í 1. deild, og
Þór tókst ekki að komast upp úr
3. deild og bíður liðsins því hið
hörmulega hlutskipti að leika
þar aftur næsta keppnistímabil.
Ljóst er að átak þarf að koma
til til þess að handknattleikslið
þessara félaga skipi sér á bekk
með bestu liðum landsins á nýj-
an leik. Þórsarar eiga langa leið
fyrir höndum í þann hóp og geta
í fyrsta lagi leikið þar 1984-1985.
Þeir vita því leikmenn og for-
ráðamenn handknattleiksdeild-
arinnar hvað þeirra bíður,
þvf einnig þarf að hlúa vel að
yngri flokkum félagsins á meðan
meistaraflokkurinn reynir að
komast í 1. deildina.
KA-menn ætla greinilega ekki
að láta sitt eftir liggja til að kom-
ast aftur í 1. deild. Þeir hafa
ráðið til sín danskan þjálfara
sem einnig ætlar að leika með
liðinu sem markvörður, og með
honum eiga víst að fylgja tveir
danskir leikmenn. Ekki er nema
gott um þessa sjálfsbjargarvið-
leitni þeirra KA-manna að
segja, en þó ber að gæta þess að
þrír danskir leikmenn í liðinu
næsta keppnistímabil verði ekki
til þess að taka sæti sem annars
hefðu verið skipuð ungum fram-
tíðarmönnum félagsins sem eru
að koma upp úr yngri flokkun-
um.
Segja má að m.fl. Þórs í
kvennaflokki hafi haldið merk-
inu á lofti, en Þórsstúlkurnar
náðu 2. sæti í 2. deild og leika
því í 1. deild að ári.
Körfuknattleikslið Þórs
endurheimti sæti sitt í 1. deild-
inni í vor eftir ársveru í 2. deild.
Var Þórsliðið vel að þeim sigri
komið, en liðið er eitt stórt
spurningamerki fyrir næsta
keppnistímabil. Bæði er að Erl-
ingur Jóhannsson sem var einn
af máttarstólpum þess hverfur
nú suður til náms og heyrst hefur
að fleiri leikmenn muni jafnvel
hverfa af sjónarsviðinu. En
kjölfestan, Jón M. Héðinsson og
Eiríkur Sigurðsson munu ætla
að halda áfram baráttunni, og
með þeim munu hinir ungu leik-
rnenn sem skipa liðið reyna að
spjara sig. En eitt er víst, ætli
Þórsarar sér einhverja stóra
hluti næsta vetur verða þeir að
halda vel á málum og taka hlut-
ina alvarlega.
Akureyrskir lyftingamenn
urðu mjög sigursælir í keppni á
s.l. vetri, og á það bæði við um
þá sem æfa hinar hefðbundnu
lyftingar og eins þá sem æfa
kraftlyftingar. Ekki er mögu-
leiki að hafa tölu á þeim íslands-
meistaratitlum sem féllu í hlut
þeirra, en auk þess bættust við
gullverðlaun og fleiri verðlaun á
Norðurlandamótum og ekki má
gleyma heimsmeistaranum Jó-
hannesi Hjálmarssyni sem varð
margfaldur heimsmeistari öld-
unga í kraftlyftingum.
Þá er ógetið um skíðafólkið
sem náði mjög góðum árangri.
Nanna Leifsdóttir var nánast
ósigrandi í kvennaflokknum, og
breiddin í karla- og kvennaliði
Akureyrar er orðin mjög mikil.
Og á Unglingameistaramótinu
voru unglingar frá Akureyri
mjög sigursælir. Framtíðin hjá
skíðafólkinu er því björt.
Nú er tími knattspyrnunnar
að renna upp. Það kemur í hlut
KA að halda uppi merki Akur-
eyrar í 1. deild. Liðið kom virki-
lega skemmtilega á óvart s.l.
keppnistímabil með því að vera
í hópi efstu liða, og er ekki
ástæða til annars en að ætla að
svo geti orðið í sumar einnig.
Þórsarar verða í 2. deild, og
freista þess að endurheimta sæti
sitt í 1. deildinni sem þeir töp-
uðu svo naumlega s.l. haust.
Þórsliðið hefur komið mjög vel
út úr vorleikjum sínum, og er
full ástæða til þess að ætla að lið-
inu takist í sumar það sem að er
stefnt. - Breskir þjálfarar eru
með bæði liðin, Alec Willough-
by er áfram með KA, og Doug-
las Reynolds er kominn aftur til
starfa hjá Þór.
Fyrir hretið á dögunum hafði
sést til kylfinga læðast á eftir
hvítu kúlunum á Jaðarsvellin-
um, og voru þeir komnir í ham
þeir hörðustu. Kylfingar á Ak-
ureyri eiga fyrir höndum
skemmtilegt sumar ef allt fer að
óskum, 18 holu völlurinn verður
nú í fyrsta skipti í notkun heilt
keppnistímabil og mun örugg-
lega stuðla að miklum framgangi
íþróttarinnar hér er fram líða
stundir. Mörg stórmót verða á
Jaðarsvelli í sumar, nefna má
meistaramót klúbbsins, Minn-
ingarmótið um Ingimund Árna-
son, Jaðarsmótið sem nú fer
fram um Verslunarmannahelg-
ina og sveitakeppni golfklúbb-
anna. Það mót verður nú með
nýju sniði og verður eitt af allra
mestu mótum sumarsins hjá ís-
lenskum kylfingum.
Það er því margt framundan
hjá íþróttafólki á Akureyri og
ekki hefur verið minnst á allt
hér. Ógetið er um frjálsíþrótta-
fólkið sem þegar hefur hafið æf-
ingar, og ótalmargt fleira mætti
nefna.
Um leið og við minnum á stórglæsilega bíla og húsnæði, sem vafalítið mun gerbreyta allri
tækjasýningu okkar nú um helgina óskum við þjónustu Véladeildar K‘EA við viðskiptamenn á
Véladeild KEA til hamingju með nýtt og glæsilegt Norðurlandi.
VÉLADEILD SAMBANDSINS
Ármúla 3 Reykjavík Sími38900
7. maí 1982 - DAGUR - 3