Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 6
„Gekk ekki saman með
kjörin“
- Þú hefur semsagt veríð búinn
að fást við ýmis störf áður en
kom ioks að því starfi sem átti í
rauninni eftir að verða þitt
lífsstarf.
„Já, ég var búinn að starfa
bæði til sjós og lands. Árið 1930
hóf ég iðnnám á Akureyri hjá
Sigfúsi Elíassyni rakarameist-
ara, sem nú er látinn. Þetta var
snemma árs og svo fór að það
gekk ekki saman með okkur
með kjörin. Hann vildi einungis
greiða mér fæði og húsnæði. Það
var auðvitað ekki nóg fyrir tví-
tugan pilt sem var auk þess far-
inn að reykja, svo ég hætti hjá
honum og fór á sjóinn, var á síld-
veiðum eitt sumar og hafði gagn
og gaman af.“
- Þótt ekki hafi samist um
kaup og kjör á milli Jóns og Sig-
fúsar í upphafi, fór samt svo að
lokum og næsta vor fór Jón á
samning hjá honum. Var það
alltaf ætlun þín að verða rakari
og sóttir þú það fast að komast á
samning?
„Það var nú raunar tilviljun að
ég fór í þessa iðn, því að fyrst
þegar ég fór til Akureyrar var
ætlunin að læra pípulagningar.
Ég fékk hinsvegar snert af
lungnabólgu og varð að hætta í
pípulögnunum. Hinsvegar hafði
ég kynnst Sigfúsi og farið að
spjalla við hann um rakaraiðn-
ina. Pá sagði hann mér að hann
hygðist taka nema og því varð
það úr að ég hóf nám hjá
„Foreldrar mínir voru
fátækir“
- Áttir þú skemmtileg bernsku-
árá Húsavík?
„Ætlaði að læra pípulagnir“
honum. Ég útskrifaðist frá hon-
um með sveinsbréf upp á vasann
þann 13. janúar 1935.“
- Eftir það fór Jón til Siglu-
fjarðar, ísafjarðar, Reykjavíkur
og Vestmannaeyja þarsem hann
klippti menn. 1937lá leiðin hins-
vegar aftur til Akureyrar.
„Ég var búinn að vinna hjá
ýmsum mönnum, en var nú far-
inn að langa til að vinna fyrir
sjálfan mig, sjálfstætt, enda var
ég búinn að festa ráð mitt, þá
trúlofaður Ingibjörgu Sigurðar-
dóttur frá Siglufirði sem síðar
varð eiginkona mín. Við giftum
okkur þetta ár, 17. júní, en 2.
október þetta ár opnaði ég rak-
arastofu í Hafnarstræti 93, í
gömlu húsi sem nú er brunnið.
Þar var ég til 1945 er ég fór í
Skipagötuna, en 1961 keypti ég
húsnæðið að Strandgötu 6 og þar
hef ég verið síðan.
„Mannlífið öðruvísi“
- Það hlýtur að hafa verið frá-
brugðið því sem það er í dag að
vera rakari á þessum árum, hvað
geturþú sagt um það?
„Jú það var það nú. Reyndar
var það ekki mjög frábrugðið
hvað iðnina sjálfa snertir. Raf-
magnsklippumar voru komnar
til sögunnar. Reyndar var engin
stórbreyting við tilkomu þeirra
því þær vinna á sama hátt og
gömlu handklippurnar. En það
var klippt miklu styttra og
snöggt í vöngum og hnakka. Það
hafa því ekki orðið svo miklar
breytingar á iðninni sjálfri, en
lífið á rakarastofunni var frá-
brugðið í þá daga.
Mannlífið var öðruvísi. Menn
þekktust miklu betur í litlum bæ
og rakarastofan var oft sá staður
sem menn sóttu til þess að hittast
og rabba saman. Það komu ekki
allir til þess að fá klippingu eða
rakstur. Það var oft skemmtilegt
og notalegt að hlusta á masið í
körlunum á meðan þeir létu dæl-
una ganga. Þá var ekki útvarp á
hverjum stað, ekki umferðar-
gnýrinn utan af götunni eins og
nú er og menn töluðu meira
saman og kynntust betur. Það
var allt annar blær á mannlífinu
en í dag eins og eðlilegt er. Þá
var algengt að ýmsir fínir menn
kæmu í rakstur á hverjum degi, |
embættismenn og skrifstofu- |
menn, enda kostaði raksturinn j
ekki nema 40 aura. Þetta hefur
breyst því í dag má segja að |
raksturinn sé nær alveg úr sög- f
unni, menn raka sig sjálfir nú- *
orðið.“
„Það þætti ekki mikið 1
hár í dag“
- Þú sagðir áðan að iðnin sjálf
hafi ekki breyst svo mikið síðan
þú fórst að klippa menn. En hafa
ekki tískusveiflur alltafgert vart
við sig af og til?
„Jú, þær hafa alltaf skotið upp
kollinum, sérstaklega þegar
kom fram á 6. áratuginn. En
með Bítlunum upp úr 1960 kom
mesta breytingin. Bítlarnir
hneyksluðu allan heiminn með
síða hárinu sínu, en það þætti
ekki mikið hár í dag sem þeir
skörtuðu. En hvað um það, síða
tískan hélt innreið sína og þá var
„Þau voru það að mörgu leyti.
„Föðurafi minn var Baldvin
Sigurðsson „hómópati" og
smáskammtalæknir, en hann var
þekktur víða í sýslunni og
reyndar hefur mér verið tjáð að
„hómópatar“ í Englandi hafi
þekktafaminn. Égsáhann hins-
vegar aldrei því ég var mjög ung-
ur þegar hann dó, en ömmur
mínar sá ég báðar og kynntist
nokkuð. Móðurafi minn var
hinsvegar Benedikt Jónsson á
Auðnum í Laxárdal, en hann
var þekktur maður á sínum
tíma. Hannvareinnafstofnend-
um Kaupfélags Þingeyinga,
frömuður innan Samvinnu-
hreyfingarinnar og bókavörður í
áratugi. Hann má telja skapara
Bókasafns Þingeyinga sem var
lengi eitt af merkari bókasöfn-
um á landinu. Það var ekki nóg
með það að hann væri bóka-
vörður þar í áratugi, heldur var
hann bókmenntalegur ráðu-
nautur sýlunga sinna, valdi þeim
lesefni og sendi þeim, hverjum
eftir sínum þroska. hann var
merkiskarl, þótt ég segi sjálfur
frá.“
„Ég v^r fimm ára þegar ég fór fyrst
í sveit“
„Ég er nú búinn að standa við
stólinn í 52 ár og ætli ég standi
ekki bara áfram þar til ég dett
dauður niður,“ sagði Jón Eð-
varð Jónsson rakarameistari á
Akureyri, þegar við spurðum
hann hvort hann væri ekki
orðinn þreyttur á því að
klippa hár Akureyringa. Ak-
ureyringar mega því sennilega
vænta þjónustu hans lengi
enn, því þótt maðurinn sé orð-
inn 74 ára er hann enn hress
og kátur og lætur ekki á sjá.
Jón Eðvarð er greinilega
maður sem nýtur lífsins, enda
kom það í Ijós er við héldum
áfram spjalli okkar við hann,
að alltaf hefur verið nóg að
starfa og áhugamálin hafa ver-
ið mörg og átt hug hans allan í
frístundum.
/ aprílmánuði leit hann fyrst
dagsins Ijós á Húsavík, en Jón er
sonur hjónanna Jóns Baldvins-
sonar, sem var ættaður frá Garði
í Aðaldal og Aðalbjargar Bene-
diktsdóttur.
„Það var kallað að standa á tipp“
Foreldrar mínir voru þó ekki
efnað fólk og má segja að þau
hafi verið fátæk. Við vorum 9
systkinin sem móðir mín ól í
þennan heim, en þrátt fyrir það
höfðum við í okkur og á og lið-
um ekki skort. En auðvitað
langaði okkur krakkana í ýmis-
legt sem ekki var hægt að kaupa,
peningar lágu ekki á lausu til
þess. Viðskipti manna voru í
reikning, bæði hjá Kaupfélaginu
og Guðjónsen kaupmanni og ef
einn maður þurfti að greiða öðr-
um skuld, þá varð að gera það í
innskrift á öðrum hvorum
staðnum, því peningar sáust
varla eða alls ekki.
Þrátt fyrir að við værum mörg
í heimili leið okkur afskaplega
vel. Foreldrar mínir voru bæði
mjög listhneigð, mikið fyrir
bækur og tónlist. Þau spiluðu
bæði tvö nokkuð á orgel og það
má segja að við krakkarnir höf-
um alist upp við dýrkun á tónlist
og bókmenntum, það er ekkert
ofsagt."
- Á svo stóru heimili hafa
auðvitað allir orðið að taka til
hendi og hjálpa til við lífsbarátt-
una. Hvað varstþú gamall þegar
þú byrjaðir að vinna ?
„Ég var fimm ára gamall þeg-
ar ég fór í sveit að Glaumbæ í
Reykjadal og þar var ég í 9
sumur. Ég var eins og gefur að
skilja ekki mikill bógur til vinnu
fyrstu árin, en tók þó fljótt þátt í
því að snúast í kringum fólk og
skepnur í sveitinni og kynntist
sveitabúskapnum og sveitalíf- -
inu.“
- Eftir 9 sumur að Glaumbæ
fór Jón eitt sumar í sveit að
Þverá í Laxárdal, en síðan lá leið
hans til Húsavíkur aftur og þar
starfaði hann að mestu næstu 13
árin. Faðir hans var þá rafstöðv-
arstjóri þar og þrír synir hans
unnu þar á vöktum með honum.
„I vegavinnu á
Vaðlaheiði“
„Ég vann auðvitað við ýmislegt
annað á þessum árum, ég var í
byggingavinnu í bænum og í
vegavinnu. Sumarið 1927 var ég
t.d. við vegavinnu í Vaðlaheið-
inni, en þá var vegurinn kominn
rétt útfyrir Vegastaði. Þetta
sumar voru veittar 50 þúsund
krónur til Vaðlaheiðarvegarins
og það tókst að leggja 5 km veg
fyrir þessa upphæð. Við höfðum
enga bíla, allt var unnið upp á
gamla móðinn, með hestum og
kassakerrum til að aka mölinni
í. Það var kallað „að standa á
tipp“ að taka við mölinni og
dreifa úr henni þegar búið var að
sturta úr kerrunni og „að vera í
grúsinni" að moka mölinni í
kerruna, hvorttvegja dönsku-
slettur. Þetta var erfitt, en ákaf-
lega heilnæmt líf. Við lágum
þarna í tjöldum á nóttinni en
fórum inn á Akureyri um helgar
að skemmta okkur. Við vorum
ungir og nutum lífsins."
6- DAGUR-7. maí 1982