Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 12
wmm
gömliini
Degi
árid 1971
Að þessu sinni verður ekki
skyggnst iangt aftur í tímann.
Arið 1971 er um margt merki-
legt, en við skulum nú athuga
nokkrar fréttir sem birtust í
blaðinu umrætt ár.
Fótamennt í Hrísey
Þann fimmta janúar voru Hrís-
eyingar á kafi í vörutalningu.
Fréttaritari Dags segir þó:
„Um jól og nýár voru fimm
dansleikir hér og þeir fjörug-
ustu brugðu sér á sjötta dans-
leikinn upp á Árskógsströnd.
Þrjár stúlkur, hér hjá útibúi
KEA eru allar að festa ráð sitt,
ýmist giftar eða trúlofaðar.
Eldri menn eru svo að hugsa
um hrognkelsin.“ Sumir hafa
þó e.t.v. litið í áttina til stúlkn-
anna í útibúinu, svona þegar
gafst tækifæri til þess frá amstr-
inu í sambandi við hrognkels-
in.
Góður fundur ungra
framsóknarmanna
Þeir voru ekki síður pólitískir
árið 1971 en í dag. I febrúar
efndu ungir framsóknarmenn
til fundar í Borgarbíói og var
umræðuefnið staða og framtíð
vinstri hreyfingarinnar á ís-
landi. Frummælendur voru
þeir Ólafur Ragnar Grímsson,
Baldur Óskarsson og Hákon
Hákonarson. Fundarstjóri var
Hákon Eiríksson. Þetta var í
þá daga er Ólafur og Baldur
voru sannir framsóknarmenn!
Snjórinn eins og
dúnsæng
Hann var góður snjórinn sem
féll í Ólafsfirði, en svohljóð-
andi fréttabréf barst þaðan 15.
febrúar: „Hér hefur kyngt
niður snjó síðan á föstudags-
kvöld og er nú jafnfallinn snjór
orðinn á annan metra. Veður
hefur verið kyrrt og snjórinn
því hrúgast upp eins og þykk
dúnsæng yfir jörðina.“
Fallbyssuhlaupin
í Degi frá því í mars er mynd af
manni er hugar að bryggju-
polla. Undir myndinni
stendur: „Þegar Akureyrar-
kirkja hin eldri var reist 1963
var því fagnað með fallbyssu-
skotum, ásamt veifum á hverri
stöng og siglutré. Og fyrrum
voru leiksýningar á Akureyri
tilkynntar með fallbyssu-
skotum. En hvað varð af fall-
byssunum? Sagt er, að við
hlaup þeirra séu skip bundin
við ytri Torfunefsbryggjuna.“
Og nú spyr Dagur árið 1982: Er
ekki ástæða til að tryggja það
að þessar fallbyssur verði ekki
eyðilagðar þegar vegurinn
verður lagður yfir Torfunefs-
bryggjurnar?
Mótmælfu æskulýdshúsi
Bæjarstjóm kom saman um
miðjan aprfl og var þá m.a. lagt
fram mótmælabréf frá ca 30
íbúum við sunnanverða
Brekkugötu, þar sem lýst er
eindreginni andstöðu við þá
hugmynd að íbúðarhúsið
Brekkugata 4 verði gert að
æskulýðshúsi og áskilji þeir sér
rétt til að krefjast skaða-
bóta af bæjarráði.
Ekkert varð úr æskulýðshúsi
við Brekkugötu.
í bland við tröllin
Smátt og stórt var til árið 1971
og þar stóð þessi klausa: „Lár-
us Jónsson birtir í blaði sínu
hlýlega grein um hina gömlu
heimabyggð sína, Ólafsfjörð,
og hefur að einkunnarorðum
kvæðið góða, eftir Jón Helga-
son, „Ærið er bratt við Ólafs-
fjörð, ógurleg klettahöllin
o.s.frv“. Þykir honum þá jafn-
framt hlýða, að minna á það
skilningsleysi, sem hann telur
Eyfirðinga hafa sýnt Ólafsfirð-
ingum fyrir 30 árum. En nú
þegar Lárus er kominn til Ak-
ureyrar og vill verða Jring-
maður Eyfirðinga, mun Ólafs-
firðingum að líkindum koma í
hug það sem einnig stendur í
kvæðinu góða:
„Ein er sú kona krossi vígð,
komin í bland við tröllin.“
Breskir sjómenn í
steininn
„Svangur þjófur, sem enn hef-
ur ekki hafst upp á, fór á föstu-
daginn inn í fjárhús og hænsna-
hús og tók með sér poka af
heilfóðri. Á sunnudagsnótt
voru breskir sjómenn af
skuttogara, sem hér var
staddur, á ferð um bæinn.
Varð einum laus höndin og sló
niður mann, sem var síðan
lagður inn á sjúkrahúsið.
Sjómaðurinn var handtekinn.
Þegar togarinn var að fara á
mánudaginn, stökk háseti á
land og neitaði að fara með
togaranum. Var hann settur
inn hjá félaga sínum.“
Fyrsti áfangi
Glerárskólans
í júlí segir í Degi að fyrsti
áfangi Glerárskólans verði
boðinn út einhvern næstu
daga.
Bautinn og Emmessís, bjóða öllum
krökkum, 12 ára og yngri, sem borða í
Smiðjunni eða Bautanum, frían íspinna
eða klaka, eftir matinn.
„Maðurþekkt marga
en kynnist fáum náið“
„Mér hefur líkað ágætlega hér
á Akureyri. Auðvitað er ýmis-
legt sem maður saknar og hér á
maður fáa eða enga. Það er
ekki erfitt að kynnast Akureyr-
ingum, en mér fínnst eins og að
þegar maður hefur kynnst þeim
sé ekki hægt að komast mikið
lengra. Það fer því þannig að
maður þekkir mjög marga, en
kynnist fáum náið. Það er eins
og fólk hér lifi meira út af fyrir
sig, það gerir minna af því að
skreppa í heimsókn til hvers
annars, drekka kaffi saman og
spjalla.
Það er Guðjón Guðmundsson,
22 ára Hafnfirðingur sem hefur
orðið. Guðjón sem er að eigin
sögn „Gaflari“ (það þýðir víst að
hann er fæddur í Hafnarfirði)
flutti til Akureyrar fyrir rúmu ári
síðan, og hóf nám í rafvirkjun.
„Ég var búinn að reyna í tvö og
hálft ár að komast á samning fyrir
sunnan en ekkert gekk. Þegar ég
átti þess kost að komast á samning
hér og auk þess að spila með Þór í
1. deildinni í knattspyrnu sló ég
því til strax. Mér hefur líkað mjög
vel í náminu og er fegin að mér
tókst að komast á samning hjá
Ingva Rafni Jóhannssyni."
- Guðjón hefur, eins og margir
sem stunda nám, orðið að reyna
að auka tekjurnar með því að fá
sér aukavinnu. Hann hefur að
undanförnu starfað sem barþjónn
100. Hvernig hefur honum
það starf?“
að getur verið mjög þreyt-
starf að vinna innan um mis-
ega mikið Ndrukkið fólk. í
u starfi verður að sýna mjög
ida þolinmæði. Kvöldin geta
verið mjög misjöfn, það fer eftir
því hvernig fólkið er innstillt
hverju sinni, og einnig eftir því
hvernig maður sjálfur er upplagð-
ur til að takast á við starfið.“
- Nú hefur þú spilað með Þór
eitt sumar í knattspyrnunni og
einn vetur með félaginu í hand-
knattleiknum. Ekki er hægt að
segja að vel hafi gengið, fall í
knattspyrnunni í 2. deild og ekki
tókst að komast upp úr 3. deild í
handknattleiknum.
„Það var ergilegt að við skild-
um falla í knattspyrnunni. Við
vorum með mjög ungt lið, meðal-
aldur er innan við 21 ár. Ég held
því að reynsluleysi hafi orðið okk-
ur að falli fyrst og fremst, en við
sigrum bara í 2. deild í sumar og
endurheimtum sætið í 1. deild-
inni.
Ég held hinsvegar að áhuga-
leysi hafi orsakað það að okkur
tókst ekki að komast upp úr 3.
deildinni í handboltanum. Menn
mættu að mínu mati á æfingar
meira af skildurækni en áhuga, og
höfðu ekki áhuga og ánægju af því
sem verið var að gera. Slíkt kann
auðvitað ekki góðri lukku að
stýra, og því fór sem fór að mínu
mati.“
_ .
Guðjón Guðmundsson.
10% afmælisafsláttur
ara
í tilefni þessara merku
tímamóta, veitum við
10%
afmælisafslátt
af öllum vörum
verslunarinnar
vikuna 10.-14. maí nk.
Verið velkomin.