Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 5
B A R N AVA < i INIINN Heiðdís Norðfjörð: Öll þekkið þið hann krumma eða Hrafninn eins og hann heitir. Þið hafið oft séðhann, ýmist á flugi eða sitjandi á húsþökum, staurum eða kirkjuturnum. En hvað vitið þið um hann? Hrafninn er fremur stór fugl, svartur og gljáandi. Nefið hans er stórt, vængirnir eru langir og einnig stélið enda á hann auðvelt með að leika ýmsar Iistir á flugi. Hann er staðfugl, það er að segja, hann er hér allt árið. Sagnii líru^A i herma að hann verpi níu nótt- um fyrir sumar, eða nálægf sumarmálum, en það er þó breytilegt eftir tíðinni. Hrafninn er einkvænisfugl. Hjónin halda tryggð hvort við annað ævilangt. Hann er tal- inn langlífur en nær sjaldan háum aldri hér vegna ófriðar af manna völdum. Hann verpir oftast á kletta- syllum í gljúfrabörmum, sjáv- arhömrum eða á hraunnybb- um eða borgum og stundum meira að segja í kirkjuturn- um. Hreiðrið er stór dyngja úr kvistum og lurkum, sem oft er skeytt með hvítum beinum, skeljum og ýmsu sem hann hefur hnuplað, þvi hann er mjög glysgjarn og svolítið þjófgefinn. Tekur það sem hann á ekki. Að innan er hreiðrið klætt stráum og ull. Eggin eru oftast 4-5. Þau eru fremur smá, grágræn með dökkum dröfnum eða blettum. Þau klekjast út á 24 dögum og þegar líður á klak- tímann, liggur krumma- mamma svo fast á, að krumma-pabbi verður að færa henni mat. Þegar ungarnir koma úr eggjunum eru þeir fremur ófrýnilegir greyin og ákaflega matgráðugir. Krummahjónin hafa þá nóg að gera við að afla þeim fæðu. Þau láta sér mjög annt um börnin sín. Snemma í júní, fara ungarnir að yfirgefa hreiðrið og um sólstöður eða Jónsmessu eru þeir orðnir fleygir. Fyrst í stað eru þeir með for- eldrunum en sagt er, að þegar þeir séu orðnir nægilega sjálf- bjarga reki foreldrarnir þá í burtu. A veturna, þegar hart er í ári dreifa hrafnarnir sér um byggðir landsins og leita þá oft á náðir okkar mannanna í þeirri von að við gefum þeim eitthvað ætilegt. Hrafninn er auðtaminn og getur orðið hændur að mönnum. Hann er talinn mjög vitur fugl og næmur og getur jafnvel lært að segja ýmis orð. Og hann er mesta hermikráka, því að hann get- ur hermt eftir allskonar hljóðum, til dæmis röddum annarra dýra. krummi getur verið mesti prakkari og ráða- góður með afbrigðum. Huglausi krummi í kirkj uturninum í mörg ár hafa hrafnar gert sér hreiður í turnum Akureyrar- kirkju, og gera enn. Margir hafa fylgst með þessum hrafnafjölskyldum, sér til mikillar ánægju. Eitt sumarið horfðu menn á er ungarnir yflrgáfu hreiðrið. Þrír unganna voru flognir og tylltu þeir sér hreyknir á nær- liggjandi staura og þök og görguðu mikið. Krumma-mamma og pabbi fylgdust montin með og einnig nokkrir krumma-frændur og frænkur. En einn krumma-strákur var þó eftir í hreiðrinu og horfði skelfingaraugum út í þennan stóra og viðsjárverða heim. Hann var svo hræddur, að hann þorði alls ekki að yfír- gefa hreiðrið sitt mjúka og hlýja. Þar var hann svo öruggur. AUir hinir krummarnir görg- uðu eins og þeir ættu lífið að leysa og hvöttu ungann til þess að fljúga nú strax út. Krumma-mamma og pabbi voru alveg eyðilögð yfir þess- um hugleysingja sem þau áttu og voru meira að segja farin að hugsa um að rífa utan af honum hreiðrið, ef annað dygði ekki. Hvað annað gátu þau gert? - Flýttu þér, flýttu þér, fljúgðu, görguðu allir krumm- arnir. - Þetta er enginn vandi, krunkaði krumma-mamma allt annað en blíðlega. Hún skildi ekkert í þessu hugleysi hjá unganum hennar. - Breiddu bara út vængina og stökktu. Litli vesalingurinn í hreiðrinu gægðist upp fyrir brúnina. Atti hann að þora? Nei, þetta var svo ægilega hátt, hann þorði alls ekki. - Svona, komdu nú aulinn þinn, krunkaði krumma- pabbi og hoppaði óþolinmóð- ur upp og niður á annarri turn- spýrunni. - Ef þú kemur ekki, færðu ékkert að éta, gargaði krumma-mamma. Og þetta hreif. Krummaung- inn, sem alltaf var sísvangur gat ekki hugsað um annað en að fá eitthvað í gogginn. Hann var svo svangur að það gaul- uðu í honum garnirnar. Allt í einu fór hann upp á hreiðurbarminn, breiddi út kolsvörtu vængina sína, garg- aði nokkrum sinnum og lét sig síðan svífa út í loftið blátt. Mikið fagnaðarkrunk kvað við frá öllum hinum krumm- unum og þeir menn, sem fylgdust með af jörðu niðri, þóttust þess fullvissir að hrafnarnir væru að krunka húrra, á hrafnamáli. HN í Barnavagninu þann 16. apríl, féll niður vegna mistaka teikning sem Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir hafði sent okkur. Hér birtum við þá teikningu og biðjum Rósfríði afsökunar á mistökunum. Kynnum traktora, heyvinnuvélar, vörubíla og þungavinnuvélar í nýjum og glæsilegum húsakynnum Véladeildar KEA viö Óseyri 2 Laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 10-17 n ♦ VÉIADEIID KEA 101 7. jnaí 1982.^- DAGUR.-5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.