Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Látum ekki stilla okkur upp við vegg Öflugt atvinnulíf er undirstaða allra framfara. Megináhersla er lögð á þetta atriði í stefnu- skrá framsóknarmanna á Akureyri fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. Jón Siguðar- son, fimmti maður á lista framsóknarmanna á Akureyri segir í grein í Degi á þessa leið: „Að mati framsóknarmanna er það höfuðatriði við lausn aðsteðjandi vanda í atvinnumálum Ak- ureyrar, að þeim fyrirtækjum sem þegar eru starfrækt í bænum verði skapaður rekstrar- grundvöllur, sem geri þeim kleift að fjárfesta og auka umsvif sín og þar með atvinnufram- boð“. Framsóknarmenn á Akureyri telja rétt að innlend orka verði notuð til að efla atvinnulíf og bæta enn afkomu á Eyjafjarðarsvæðinu. Þeir vilja að haft verði mið af því, að lífríki svæðisins er viðkvæmt, meta verði félagslega röskun og kanna hagkvæmni stórfyrirtækja bæði fyrir þjóðarheildina og Eyfirðinga alla. Þeir vilja með öðrum orðum meta þær hug- myndir sem koma um orkufrekan iðnað á Eyja- fjarðarsvæðinu. Þeir vilja athuga þær hug- myndir sem nú eru uppi um álver, en benda á að leita þurfi fleiri hugmynda um orkuiðnað sem hentað gæti við Eyjafjörð. „Við megum ekki láta iðnaðarráðuneytið stilla okkur upp gagnvart tveimur valkostum, álveri eða eng- um orkufrekum iðnaði", segir Jón Sigurðarson m.a. í áðurnefndri grein. Akureyringar verða nú að gera það upp við sig, hvort þeir vilja umhugsunarlítið varpa frá sér þeim hefðum og þeirri rótgrónu atvinnu- starfsemi sem þróast hefur á undanförnum áratugum í nánum tengslum við sjávarútveg og landbúnað á Eyjafjarðarsvæðinu, eða hvort þeir vilja hlúa að því sem fyrir er og taka yfir- vegaða afstöðu til nýrra atvinnufyrirtækja, án þess að láta stilla sér upp við vegg. Akureyr- ingar verða að gera það upp við sig, áður en þeir ganga að kjörborðinu, hvort þeir vilja taka undir hræðsluáróður sundurlyndra sjálfstæð- ismanna og grípa athugasemdalaust til „ál- versbjarghringsins", eða hvort þeir vilja styðja stefnu framsóknarmanna um yfirveg- aða en uppbyggjandi og farsæla þróun í atvinnumálum. Að styðja til sjálfshjálpar Stefna framsóknarmanna á Akureyri er að fé- lagslega aðstoð eigi fyrst og fremst að veita til að styðja fólk til sjálfshjálpar og jafna aðstöðu manna til eðlilegrar þátttöku í félags- og atvinnulífi. Fyrst og fremst á að huga að þörf- um barnanna sjálfra, þegar dagvistarmál eru til umræðu. Sama gildir um aldrað fólk og sjálfsákvörðunarrétt þess, þegar málefni þess er annars vegar. Þegar þessir yngstu og elstu borgarar hafa verið til umræðu hefur of mikið borið á því að verið sé að leysa einhver vanda- mál aðstandenda þeirra. Þetta er rangt sjón- armið. Það er réttur hinna ungu og öldnu og þeirra sem minna mega sín, sem berjast á fyrir. Þeir mega ekki líða fyrir lífsgæðakapp- hlaup hinna. 4 - PAGUR - 7.' rtiaí 1982 FERÐAFÉLAG AKLJREYRAR: Með okkur ferðast fólk á öllum aldrí s - segir Jón Dalmann Armannsson formaður félagsins „Ég er ekki búinn að ákveða í hvaða ferðir ég ætla í sumar, en ég er að vísu búinn að fara í eina nú þegar,“ sagði Jón Dalmann Ármannsson formaður Ferða- félags Akureyrar, en nýlega kom út ferðaáætlun félagsins og að venju er úr mörgu að velja. Jón var því spurður hvert hann gæti hugsað sér að fara - ef hann mætti velja eina ferð með FFA í sumar. „Ég er meira fyrir öræfaferðirnar, enda hef ég oft verið fararstjóri í slíkum ferðum. En ég geri ráð fyrir að ég myndi velja ferð í Hvanna- lindir - Kverk fjöll og Hvera- gil, enda er langt síðan ég hef komið þangað. Þetta er ákaf- lega athyglisvert svæði.“ Ungt fólk ferðast mikið með okkur Jón sagði að ferðir sumarsins væru fleiri í sumar en oft áður. Starfsemin hefst með göngu- ferðum af ýmsu tagi - t.d. getur fólk gengið í Bíldsárskarð nk. laugardag (8. maí) og skömmu síðar er hægt að fara upp á Kerl- ingu. Það er ekki fyrr en í lok mánaðarins að Ferðafélag Akur- eyrar býður upp á lengri ferð en einn dag. Þá verður farið í Herðu- breiðalindir, Öskju og Bræðra- fell. „Yfirsumariðermest afhelg- arferðum, en lengsta ferðina er átta dagar. Sú ferð er farin í sam- floti við Ferðafélag íslands og þá er farið í Hornvík - Hornstrandir, en á vegum FFA er farið í nokkrar sex daga ferðir í sumar.“ - Getur þú nefnt mér hve margir fóru með FFA sl. ár? „Nei, ég hef ekki töiurnar fyrir framan mig, en þeirskiptu hundr- uðum sem ferðuðust með félaginu í fyrra.“ - Hvað getur þú sagt mér um aldur þeirra sem ferðast með fé- laginu? „Þeir eru á öllum aldri. Það er mikið um fullorðið fólk, en ungt fólk ferðast mikið með okkur og ég held að mér sé óhætt að full- yrða að því fjölgi stöðugt.“ Gönguferð Ferðafélagsins á Kaldbak. - Viil fólk frekar skoða sitt eig- ið land en að fara utan? „Það er erfitt að segja nokkuð um þetta atriði. Ég held hins veg- ar að það sé vaxandi áhugi í ferðir yfirleitt - bæði hér innanlands og utan. Ferðafélag Akureyrar hefur lagt á það ríka áherslu að gefa fólki kost a því að ferðast ódýrt og Lambi á Glerárdal. að fararstjóri sé í hvert skipti. Það má segja að ferðir FFA séu seldar á kostnaðarverði og í lengri ferð- um er heitur matur og kaffi. Flestir af íslensku bergi brotnir - Eru það ekki aðallega íslend- ingar sem ferðast með FFA? „Jú, þetta eru að lang mestu leyti íslendingar sem fara með okkur, en þó kemur fyrir að út- lendingar slæðast með. Ég man eftir því t.d. í hittifyrra að við fór- um í gönguferð á Kaldbak, þá voru með í för menn af sjö þjóð- ernum. Norðurlöndin áttu öll full- trúa í þessari ferð.“ - Hvað um kynjaskiptingu í ferðum félagsins? „Þetta skiptist nokkuð jafnt. Þess má líka geta að við erum með tvo kvenmenn í fimm manna Stjórn. í ferðanefndinni er aðeins einn karlmaður - hitt er allt kvenfólk." Skrifstofa félagsins er í Skipa- götu 12 á 3ju hæð, síminn er 22720. Frá júníbyrjun og fram í miðjan september verður hún opinkl. 17 til 18.30 alla virka daga og auk þess mun símsvari gefa upplýsingar um tvær næstu ferðir sem eru á áætlun. Utan þess tíma verður skrifstofan opin kl. 18 til 19 á kvöldin fyrir hverja auglýsta ferð. Allar ferðir félagsins eru auglýstar í Degi. Stundum getur verið nauðsyn- legt að panta í ferðir með góðum fyrirvara, þar sem í stöku tilfelli etur þurft að takmarka þátttöku. lengri ferðir á vegum FFA er heitur matur, mjólk, kaffi og te (ekki brauð) venjulega innifalið í fargjaldi. í þær ferðir þarf að taka farmiða með viku fyrirvara. Nánari upplýsingar um hverja ferð eru gefnar á skrifstofu FFA og er fólk hvatt sérstaklega til að athuga vel, hvaða búnaður hentar fyrir hverja ferð. * Gengið á Herðubreið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.