Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 2

Dagur - 07.05.1982, Blaðsíða 2
 - Lesendahomið Hafnarstræti göngugata Vegfarandi skrifar! Nú er sumarið komið og senn fer að léttast brúnin á mörgum, en hún hefur víða verið þung í vetur vegnaótíðarogsnjóa. Það líður óðum að því að maður geti farið að labba niður í miðbæ Akureyrar í þeim tilgangi einum að spóka sig þar um og skoða fólkið. En það gæti verið mun skemmtilegra að spóka sig þar ef forráðamenn bæjarins létu verða af því að hrinda einum ákveðnum hlut í framkvæmd. Mín tillaga er nefnilega sú að Hafnarstrætið verði gert að göngugötu, og það strax. Það á bara að loka götunni frá Lands- bankanum og inn að Kaup- vangsstræti fyrir bílaumferð. Komi gott sumar, sem ég efast ekki um, þá er tilvalið fyir kaup- menn að flytja sýnishorn af vöru sinni út á gangstétt og þar á að hafa bekki fyrir fólkið að sitja á. Þetta gæti nægt í sumar, en síðar yrði hafist handa um enn frekari framkvæmdir til þess að glæða Hafnarstrætið og miðbæinn meira lífi. ad kaupa nyjan Skoda Nonni litli þarf ekki einu sinni að bijóta baukinn sinn og lána þér, því verðið er aðeins frá 62358 kr. og greiðsluskilmálamir eins góðir og hugsast getur. Enda selst hann grimmt þessa dagana nýi Skódinn og því betra að tryggja sér bíl strax. Skúlaffell sf. Draupnisgata 4F Akureyri Sími 22255 Eigendur húsa í miðbænum hvattir til að mála - Bærínn breytisst til batnaðar með nýja miðbæjarskipulaginu Guðmundur skrífar: Á hverjum degi á ég leið um miðbæinn og sé því þau hús sem mest hafa verið til umræðu á les- endasíðu Dags. Víst eru þau ljót sum hver og mætti vel mála þau og laga, en ég held hins vegar, að það megi ekki skella skuldinni eingöngu á Akureyrarbæ því að þessi hús eru í eigu einstaklinga. Akureyrarbær hefur ekkert með útlit þeirra að gera, enda er með öllu ófært að bæjaryfirvöld séu að kássast í öllum sköpuðum hlutum. Ég minnist þess að í Degi hef- ur verið sagt frá því að miðbæ- jarskipulagið svokallaða sé komið í gagnið. Ef að líkum læt- ur þá verður farið að vinna eftir þessu skipulagi innan skamms, og raunar er sú vinna byrjuð, því að farið er að fylla upp í höfnina og undirbúa nýjan veg. Ég trúi og veit að þegar miðbæjarskip- ulagið verður komið vel af stað þá mun miðbærinn okkar líta mun betur út. Það er svo sem gott og blessað að krefjast aðgerða af hálfu bæjaryfirvalda, en hver bær er ekki betri en þeir sem búa í honum. Það skiptir mestu máli að íbúarnir sjálfir séu þrifnir og hirðusamir. Éf þeir mála hús sín reglulega, bæði þau sem standa við Hafnarstræti og annars stað- ar í bænum, mun hann fá allt annað yfirbragð. Merkið hús og dyrasíma 0713-2948 hringdi. Mig langar að koma á fram- færi ábendingu eða áskorun til fólks hér á Akureyri. Þannig er að ég starfa við að keyra út vöru til fólks og ég rek mig á það daglega í því starfi, að fólk merkir ilia hús sín og dyra- síma. Þetta veldur miklum óþægindum því oft fer talsverð- ur tími í það að leita uppi þá sem sendingarnar eiga að fá. Því vil ég koma þeirri ósk á framfæri að fólk merki vel dyra- síma og hús sín, það er ekki mikill kostnaður því samfara en kemur í veg fyrir vandræði er leita þarf uppi hvar sá býr sem maður á erindi við. Að sjálf- sögðu gildir þetta sérstaklega um fjölbýlishús og ný hús önnur. Ekkl aWr jafn ánægðlr Bæjarstarfsmaður skrifar: í síðasta tölublaði Dags birtir Erlingur formaður STAK, kauphækkanir úr sérkjarasamn- ingum STAK. Hann segir að meðaltalshækkun á laun hafi verið 4.5%. Ekki fengu þó allir þá hækkun og fengu t.d. fast- ráðnir vélamenn enga hækkun. Auðvitað voru það topparnir sem fengu mesta hækkun, eða þeir sem eru í hæstu launaflokk- unum. Hefur heyrst að þeir hafi sumir hverjir hækkað um allt að 7 launaflokkum í einu stökki. Var þessi hækkun að sögn til þess að samræma laun þeirra við samninga BHM. En ekki mátti hækka vélamenn og hina til að halda jafnvægi við menn í hlið- stæðum störfum hjá Einingu. Við vitum hinsvegar að véla- menn hjá öðrum fyrirtækjum hafa allt að 150% hærra kaup en samningar STAK gera ráð fyrir og finnst sjálfsagt að vekja at- hygli á þessu óréttlæti. 2 - DAGW - 7>'fnaM982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.