Dagur - 11.05.1982, Page 3
Sumaráætlun Flugleiða:
Nú er boðið
i
upp á „tæki-
færisverð“
Flugleiðir hafa nú ákveðið að
taka upp nýjan afslátt fyrir þá
farþega utan Reykjavíkur sem
ætla að halda áfram úr innan-
landsflugi í millilandaferðir,
hvort sem er áætlunarflug eða
leiguflug. Þessi afsláttur sem
nefnist „Tækifærisverð“ er
35% og nær til alls innanlands-
flugs Flugleiða. Miðarnir eru
bundnir við ákveðin flug og
ákveðnar ferðir og hægt er að
bóka frjálst í þessar ferðir, allt
að tveimur sólarhringum fyrir
brottför. Síðustu 48 tímana
fyrir brottför þarf þó sérstaka
staðfestingu á bókun.
Þetta „tækifærisverð" gildir í
flug FI-26 til Akureyrar alla daga
nema föstudaga og sunnudaga, og
í flug FI-21 frá Akureyri alla daga
nema föstudaga og sunnudaga.
Fyrir Húsvíkinga gildir „tæki-
færisverðið“ með flugi FI-54 og
FI-55 til og frá Húsavík mánu-
daga og miðvikudaga, og í flug FI-
56 og FI-57 til og frá Húsavík á
laugardögum.
Fyrir Sauðárkróksfarþega er
flug FI-132 og FI-133 til og frá
Sauðárkróki miðvikudaga og
föstudaga.
Sumaráætlun Flugleiða gekk í
gildi um síðustu mánaðamót, og
er áætlunin svipuð og í fyrra-
sumar. Frá Reykjavík til Akur-
eyrar verða 33 ferðir í viku, fimm
ferðir á dag nema þriðjudaga og
miðvikudaga en þá eru fjórar
ferðir. Frá Reykjavík til Húsavík-
ur verða 7 ferðir, þ.e. ein ferð
hvern dag vikunnar, og til Sauðár-
króks verður flug alla daga vik-
unnar nema laugardaga.
Flugfélag Norðurlands heldur
uppi reglubundnu áætlunarflugi
frá Akureyri til tíu staða nórðan-
lands og ennfremur til ísafjarðar
og Egilsstaða. Áætlanir Flugleiða
og Flugfélags Norðurlands eru
samræmdar, þannig að farþegar
eiga þess kost að fá beint fram-
haldsflug með Flugfélagi Norður-
lands sem flýgur frá Akureyri til
Egilsstaða, Grímseyjar, Húsavík-
ur, ísafjarðar, Kópaskers, Rauf-
arhafnar, Siglufjarðar, Þórshafn-
ar, Vopnafjarðar, Ólafsfjarðar og
ennfremur milli Ólafsfjarðar og
Reykjavíkur.
Þessa dagana er „Eftirlits-
maðurinn“ á fjölunum hjá
Leikfélagi Akureyrar. Eftir-
litsmaðurinn er gamanleikur
eftir Nikolaj Gogol í þýðingu
Sigurðar Grímssonar. Leik-
stjórarnir eru tveir, þær Guð-
rún Ásmundsdóttir og Ásdis
Skúladóttir og sjá þær ásamt
Jóni Hjartarsyni um leikgerð.
Leikmynd og búningar eru
eftir Ivan Török, lýsing er í
umsjá David Walters og leik-
hljóð og tónlist á Gunnar
Reynir Sveinsson heiðurinn
af.
Nikolaj Gogol fæddist í Úkra-
ínu en flutist tvítugur að aldri til
Pétursborgar þar sem hann
aflaði sér fljótlega vinsælda með
lýsingum sínum á Úkraísku
bændalífi sem yfirstéttin rússn-
„Eftirlits
maðurinn“:
eska hreifst mjög af. Frægastur
verður þó Gogol fyrir leikrit sín
enda tókst honum undravel að
flétta saman eitilharða þjóðfél-
agsgagnrýni og óborganlegt
spott og spé.
Eftirlitsmaðurinn vegur
harkalega að spillingu rússn-
eksra embættismannastéttar á
19. öldinni með hárbeittum
eggjum háðsins en eins og öll
sígild verk á það alltaf jafn brýnt
erindi við áhorfandann hvar og
hvenær sem er, hvort heldur það
er í Pétursborg 1836 eða á Akur-
eyri 1982.
í leikskrá segir: „Það gefur þó
auga leið að nútímamaðurinn
verður að nálgast verkin á annan
Marinó Þorsteinsson, Guðlaug Hennannsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen
í hlutverkum sínum.
Skemmtilegt
„uppbrot
hátt í dag en gert var fyrir 100 til
150 árum. Því hefur sýningu
L.A. á „Eftirlitsmanninum"
verið valinn nýr farvegur. Skop-
ið dregið fram, eins og hug-
kvæmi og hæfileikar hrökkva til
og síðast en ekki síst hefur form-
ið verið brotið upp, til þess að
gefa listamönnunum frjálsari
hendur og fjölbreyttari túlkun-
armöguleika. Hugmyndin er að
áhorfendur og leikarar upplifi
eitt allsherjarleikhús, þar sem
þeir geti skemmt sér saman og
hlegið að sjálfum sér eina
kvöldstund.“
Þetta „uppbrot" er skemmti-
lega gert með líflegum texta
Jóns Hjartarsonar á milli atriða.
Með helstu hlutverk fara:
Gestur E. Jónasson sem leikur
manninn sem borgarstjórinn,
Þráinn Karlsson, fjölskylda
hans, Guðlaug Hermannsdóttir
og Guðbjörg Thoroddssen og
embættismenn borgarinnar,
Heimir Ingimarsson, Þröstur
Guðbjartsson og Jónsteinn
Aðalsteinsson, halda að sé
ettirlitsmaður á vegum rikisins.
Aðrir leikarar eru: Marinó Þor-
steinsson og Theodór Júlíusson
sem leika höfund leikritsins og
leikhússtjórann sem setja leik-
ritið á svið, Andrés Sigurvins-
son, sannfærandi þjónn, drykk-
felldur póstmeistari Ingibjörg
Björnsdóttir og Sunna Borg.
Vinsælar sumarvörur
Sumarfatnaðurinn streymir inn á báðar hæðir
Vefnaðarvörudeildin minnir á:
sendingu af
kvenkápum frá Gazella
glæsilegar flíkur - nýjir litir, ný snið.
Kvenbuxur frá
Ðrandtex, Lee Cooper og
mikið litaúrval, falleg snið.
Jakkar og stakkar frá
Brandtex og Duffys.
Ath.: Blúndukapparnir voru að koma,
60 og 90 sm., m/og án kögurs.
... hins vegar stækkar „SNUGLI41
barnaburðarpokinn með barninu
Barnið vex en brókin ekki. .
BOLIR
langerma og stutterma
PEYSUR kr. 199,-
sumarstakkar
og frakkar
Herradeild
SNUGLI-pokinn sá allra sniðugasti. Sportvörudeild.
Munið SELKO fataskápana
Hrísalundi 5, neðri hæð.
HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SlMI (96)91400
11. maí 1982 -OAGUR-3