Dagur - 11.05.1982, Page 6

Dagur - 11.05.1982, Page 6
Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga Miklar fjár- fest i ngar I upphafi ársins 1981 ræddi stjórnin ítarlega fjárfestingaáætlun fyrir árið og fjárfestingar og verklegar framkvæmdir voru síðan ítrekað til umræðu á stjórnarfundum. Heildarfjárfestingar félagsins á árinu 1981 uröu kr. 24.543.557,19. Seldar voru eignir á árinu að fjárhæð kr. 1.417.710,00, þannig að nettófjárfesting varð kr. 23.125.847,19. Sundurliðun fjárfestinganna eftir megin þáttum: Kr Lóðir 278.594,00 Huseignir 13.417.271,17 Vélar og tæki 3.662.632,58 Versl.- og skrifst.áh. og innrétt. . 4.031.142,00 Bifreiðar 3.153.917,44 Samtals kr. 24.543.557,19 Eftir byggðalögum sundurliðast fjárfesting- arnar þannig: Akureyri Kr. 19.760.205,11 Grenivík 1.307.937,86 Grímsey 75.448,00 Hauganes 43.306,67 Hrisey 2.400.468,82 Dalvik 956.190,73 Fjárfestingar á Akureyri voru að sjálfsögðu eins og áður að miklu leyti í viðfangsefnum, sem þjóna félagssvæðinu öllu. Af einstökum stærstu fjárfestingum má nefna, að varið var kr. 5.476.638,05 til endurbóta á gömlu mjólkur- stöðinni í Grófargili og til frágangs á nýrri brauðgerð þar í húsinu, með tilheyrandi vélum og tækjum. Til kaupa á vöruskemmu á Togara- bryggju var varið kr. 3.500.000,00. Til viðbygg- ingar við Frystihúsið í Hrísey, svo og til kaupa á vélum og tækjum fyrir frystihúsið, var varið kr. 2.400.468,82. Á árinu var lokió vió fjárfestingu í nýju kornhlöðunni á Oddeyrartanga, en til þeirrarframkvæmdarvar varið kr. 1.656.137,34. Til kaupa á bifreiöum og tengivögnum fyrir Bif- reiðadeild var varið kr. 1.574.016,54. I nýrri þjónustumiðstöð á Grenivík voru fjárfestar kr. 1.307.937,86. Til viðbyggingar við Sláturhúsið á Akureyri var varið kr. 1.079.958,99. Til fjárfest- ingar í Mjólkursamlaginu var varið kr. 908.636,20 vegna kaupa á vélum, tækjum, raf- magnslyftara og bifreið fyrir fjósaeftirlit. Til kaupa á verslunaráhöldum og innréttingum í kjörbúðinni í Kaupangi var varið kr. 900.000,00. Fjárfesting í nýju húsnæði fyrir Véladeild fé- lagsins að Öseyri 2 nam kr. 881.472,85 og í nýrri kjörbúð íverslunarmiðstöðinni að Sunnuhlíð 12 á Akureyri kr. 778.544,70. Keypt voru tæki og lyftarar fyrir Frystihúsið á Dalvík fyrir samtals kr. 772.727,72 og hafa þá verið nefndir einstakir fjárfestingarliðir, sem námu yfir hálfri milljón kr. Til þessara miklu fjárfestinga fengust ný lang- tímalán að fjárhæð kr. 13.690 þús., en afborg- anir af eldri langtímalánum námu kr. 8.876 þús. Innlánsdeild félagsins jókst um kr. 11.561 þús. Veruleg verðtrygg- ing stofnsjóðs Vextir af stofnsjóði og hugsanleg verðtrygg- ing stofnsjóðs var til meðferðar hjá stjórninni á árinu. Samkvæmt lögfræðilegri athugun á veg- um Sambandsstjórnar er ekki grundvöllur sam- kvæmt núgildandi lögum fyrir verðtryggingu stofnsjóða, en hinsvegar talið eðlilegt að verð- tryggja stofnsjóði eftir föngum með vaxta- greiðslum. Stjórnin ákvað í ársbyrjun 1981 að reikna 28% vexti af almennum stofnsjóði á árinu 1980, en lagði síðan til við aðalfund vorið 1981 viðbótarvexti, þannig að heildarvextir fyrir árið 1980 yrðu 34%. Var sú tillaga samþykkt af aöalfundi. í árslok 1981 samþykkti stjórnin svo að reikna 34% vexti af almennum stofnsjóði fyrir 1981 og leggur nú til við aðalfund, að reiknaðir verði viðbótarvextir, þannig að heildarvextlr fyrir árið 1981 verði 40%. Með þessu móti er leitast við að ná fram verulegri verðtryggingu hins almenna stofnsjóðs. og stofnsjóðir hækkuðu um kr. 3.442 þús., þannig að þessir liðir skiluðu fjármagni til ráð- stöfunar samtals að fjárhæð kr. 19.817 þús. Heildarbirgðir íefnahagsreikningi hækkuðu um kr. 61.988 þús. frá árinu á undan, en til þeirra fengust að sjálfsögðu ýmiskonar reksturslán. Fjármagnsmyndun í rekstri var umtalsveð á ár- inu, svo sem síðar verður að vikið, þannig að þrátt fyrir miklar fjárfestingar og mikla birgða- aukningu jókst hreint veltufé félagsins um kr. 4.519 þús. Greiðslustaðan má þó ekki þrengri vera og þarf að leitast við að bæta hana á kom- andi árum þótt slíkt verði efalaust vandkvæðum bundið vegna mikilla fjárfestingaverkefna, sem enn bíða úrlausnar, og þó sérstaklega ef verð- bólguþróun heldur áfram með svipuðum hætti og á undanförnum árum. Það bætti greiðslu- stöðu félagsins á síðasta ári, að nettóstaða við- skiptareikninga félagsmanna batnaði um kr. 5.766 þús í árslok miðað við áramótin á undan. Hinsvegar versnaði nettóstaða viðskiptareikn- inga utanfélagsmanna og fyrirtækja um kr. 9.009 þús. og eigin fyrirtæki bættu stöðu sína við félagið um aðeins kr. 227 þús., þannig að í heild versnaði staða viðskiptareikninga hjá fé- laginu. Það virðist því þörf fyrir aukið aðhald í útlánum á árinu 1982. Frá aðalfundinum. Reksturinn batnaði verulega á árinu Heildarvelta Kaupfélags Eyfirðinga á árinu 1981 í aóalrekstri, að afurðareikningum við- bættum, var kr. 792.370.946,00 og hafði aukist um 55,7% frá árinu 1980. Velta samstarfsfyrir- tækjannavar kr. 217.339.778,00og hafði aukist um 58,6% frá fyrra ári og var þá heildarvelta kaupfélagsins og fyrirtækja þess á árinu 1981 kr. 1.009.710.724,00 og hafði aukist um 56,3% frá fyrra ári. Að launatengdum gjöldum með- töldum voru heildarlaunagreiðslur félagsins á árinu kr. 110.125.862,00, án þess að sam- starfsfyrirtæki séu meðtalin, og höfðu þær aukist um 51,8% frá árinu á undan. Miðað við tryggingarskyldar vinnuvikur var meðalfjöldi starfsmanna hjá fólaginu 944 á árinu 1981, en 941 á árinu 1980. Opinber gjöld, sem færð eru til gjalda í rekstursreikningi, fyrir utan launatengd gjöld og fasteignagjöld, voru kr. 5.809 þús og fast- eignagjöld voru kr. 2.440 þús. Ofrádráttarbær opinber gjöld, þ.e. tekjuskattur, eignaskattur og kirkjugarðsgjald var kr, 1.417 þús. og vörugjald var kr. 586 þús. Söluskattur, sem félagið inn- heimtir fyrir hið opinbera, var kr. 25.141 þús. Rekstursreikningur ársins sýnir hagnað að fjárhæð kr. 800.118,44. Hafa þá verið reiknaðar allar venjulegar fyrningar fasteigna, véla og tækja, svo og aukafyrningar aö fjárhæð kr. 4.500.000,00 og fyrning viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 2.000.000,00. Fjármunamyndun í rekstri var kr. 23.483 þús. auk hluta KEA í fjár- munamyndun sameignarfyrirtækja, kr. 1.806 þús., eða samtals kr. 25.289 þús. Fjármuna- myndun á árinu 1980 var hinsvegar kr. 10.878 þús., þannig að reksturinn þatnaði verulega á árinu. Efnahagsstaða félagsins styrktist enn. Eigið fé og stofnsjóðir í árslok 1981 voru kr. 240.588 þús., en voru kr. 149.963 þús. í árslok 1980. Eigið fé og stofnsjóðir voru 43,7% af niðurstöðu efnahagsreiknings í árslok, en voru 41,4% í lok ársins 1980. Efnahagsstaðan hefur því batnað um 2,3% sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings, sem ber alveg sérstaklega að fagna. Það skal sérstaklega fram tekið, að í framangreindri fjármunamyndun er ekki með- talin tekjufærsla vegna verðbreytinga samkv. skattalögum að fjárhæð kr. 27.412 þús. Tæplega 3 milljónir veittar í afslátt Stjórn félagsins gerir að venju tillögur til aðalfundar um ráóstöfun eftirstöðva rekstursársins. -Gert er ráð fyrir endurgreiðslu tekjuafgangs aó fjárhæð kr. 150.000,00 af viðskiptum við Stjörnu-apótek, gert er ráð fyrir 6% viðbótarvöxtum af almenn- um stofnsjóði og gerðar eru myndarlegar til- lögur um framlög til ýmissa menningar- og framfaramála á félagssvæðinu. Grundvöllur fyrir endurgreiðslu tekjuafgangs af almennri verslun félagsins er hinsvegar ekki fyrir hendi, þar eð heildarverslunin er rekin með nokkrum halla. Hinsvegar skal það-upplýst, áð afslættir til félagsmanna samkvæmt afsláttarkortum í nóvember á árinu 1981 námu kr. 317 þús. Verölækkun í markaðsversluninni í Hrísalundi frá leyfilegum verðum á hverjum tíma nam kr. 1.487 þús. Auk þess tók svo félagið á sameiginlegan reksturskostnað flutningskostn- að til útibúanna í firðinum, sem leyfilegt hefði verið að bæta við vöruverð, en sá kostnaður nam kr. 1.153 þús. Samtals hefur því félagið lækkað vöruverð á þennan þrennan hátt frá leyfilegum verðum um kr. 2.957 þús. og má það kallast myndarlegur fyrirfram endurgreiddur tekjuafgangur. Styrkir sem stjóm félagsins úthlutaði Félaginu bárust allmargar styrkbeiðnir á ár- inu 1981 og afgreiddi stjórn félagsins þær með ýmsu móti eftir aðstæðum. Þannig var sumum þeirra vísað til stjórnar Menningarsjóðs fé- lagsins. Þrjár styrkbeiðnir afgreiðir fé- lagsstjórnin með tillögugeró til aðalfundar nú í vor, en það eru styrkbeiðnir frá Grundarkirkju, frá U.M.S.E. og frá Systraselssöfnun. Af öðrum styrkbeiðnum, sem afgreiðslu hlutu á árinu, má nefna, að kr. 5.000,00 voru veittar til Nökkva, félags siglingamanna á Akureyri. Til prestafé- lags Hólastiftis voru veittar kr. 5.000,00 vegna minnisvarða um Þorvald víðförla og Friðrik biskup af Saxlandi. Til Slysavarnafélagsins Varnar á Siglufirði var veittur styrkur að fjárhæð kr. 20.000,00 til kaupa á húsnæöi fyrir starfsemi félagsins og þess má svo geta að á stjórnar- fundi í mars 1982 var samþykkt styrkveitmg að fjárhæð kr. 15.000,00 til byggingar sundlaugar yið Hólaskóla, en styrkveiting þessi var ákveðin í tilefni af 100 ára afmæli Hólaskóla. Auk framangreinds má svo geta þess, að framlag kaupfélagsins til Minjasafnsins á Akureyri var ákveöið á árinu 1981 kr. 42.200,00 vegna reksturs og kr. 20.400,00 vegna framkvæmda, eða samtals kr. 62.600,00. Hugsanleg þátttaka félagsins í Grasköggla- verksmiðju í Reykjahverfi í Þingeyjarsýslu vartil umræðu í stjórn félagsins á árinu. Beiðni um þátttöku hafði borist frá undirbúningsstjórn Graskögglaverksmiðjunnar. Stjórnin samþykkti að félagið skyldi gerast aðili að Grasköggla- verksmiðjunni, en upphæð hlutafjárframlags hefur ekki enn verið ákveðin. 6 - DAGUR4-'11', maí 1:982 !

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.