Dagur - 11.05.1982, Blaðsíða 12
Dömur - Herrar - Dömur
Mikið permanent - Lítið permanent.
Einnig klippingar, litanir og djúpnæring.
Allt fyrir hárið.
LAUGARDAGA KL. 9-5.
Verið velkomin.
OPIÐ ALLA
VIRKADAGA
FRÁKL. 1-6 OG
L
OftUNDARGEROI
Hárgreiðslustofan ADDA,
Hólsgerði 4, sími 22069.
Akureyringar
Sameiginlegur framboðsfundur:
Frambjóðendur við komandi bæjarstjórnarkosn-
ingar boða til almenns borgarafundar að Hótel
KEA fimmtudaginn 13. maí kl. 20.30.
Fundarstjórar:
Helgi M. Bergs
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir
Fundartíma verður skipt í 3 umræður og skriflegar
fyrirspurnir leyfðar.
Frambjóðendur.
Frá Hússtjórnarskóla
Akureyrar
Sýning á verkum nemenda og kaffisala til ágóða
fyrir listaverkasjóð, verður sunnudaginn 16. maí
frá kl. 14-18.
Brauð- og kökubasar verður í kjallaranum á sama
tíma. Nemendureru beðniraðskilamunumsínum
á fimmtudag og föstudag.
Skólastjóri.
Til leigu
í Gránufélagsgötu 4, (JMJ-húsinu) Akureyri, 100
fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð (1 salur): Möguleiki
að leigja það út í tvennu lagi, þá 50 fm í hvoru.
Hugsanlegt er að tengja þetta við 100 fm verslun-
arhúsnæði á jarðhæð sem verður leigt út seint í
sumar eða í haust.
Upplýsingar gefur Ragnar Sverrisson í síma
23599 á daginn og 21366 eftir kl. 18.
Til sölu
Vartburg station árg. 1981. Ekinn 3000 km. Lán
getur fylgt.
Upplýsingar á Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdi-
marssonar, Óseyri 6c, sími 22520 eða á kvöldin í
síma 21765.
Til leigu
í Gránufélagsgötu 4, (JMJ-húsinu) Akureyri, 100
fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð (1 salur). Möguleiki
að leigja það út í tvennu lagi, þá 50 fm í hvoru.
Hugsanlegt er að tengja þetta við 100 fm verslun-
arhúsnæði á jarðhæð sem verður leigt út seint í
sumar eða í haust.
Upplýsingar gefur Ragnar Sverrisson í síma
23599 á daginn og 21366 eftir kl. 18.
Opið bréf til frambjóðenda
til bæjarstjórnar Akureyrar
Nú þegar líður að bæjarstjórn-
arkosningum meta einstaklingar
og hagsmunasamtök störf frá-
farandi bæjarstjórnarmanna svo
og útgefnar stefnuyfirlýsingar
frambjóðenda um hin ýmsu mál-
efni. Þetta er gert til þess að unnt
sé að gera upp við sig, hvaða
frambjóðendahópi sé rétt að
veita atkvæði sitt í kosningun-
um.
Foreldrasamtökin á Akureyri
hafa það að meginmarkmiði að
gæta velferðar barna og ungl-
inga almennt og þó auðvitað sér-
staklega hér á Akureyri. Margar
ákvarðanir bæjarstjórnarinnar
hafa bein áhrif á velferð barn-
anna og unglinganna. Fram á
síðustu ár hefur verið mikill mis-
brestur á að sanngjarnt tillit hafi
verið tekið til þessa hluta bæjar-
búa. Vonandi er það þó óðum
að breytast. Foreldrasamtökin
leggja einmitt mikla áherslu á að
þarna verði breyting á og gera þá
kröfu til ráðamanna að jafnan sé
tekið fullt tillit til barna og ungl-
inga við alla ákvarðanatekt.
Samtökin eru reiðubúin til mark-
vissrara baráttu til þess að svo
verði, gerist þess þörf.
Hlutur hins opinbera í
uppeldi
Nú munu Akureyringar innan
18 ára aldurs vera 4700-4800.
Það er um 35% af öllum bæjar-
búum. Það ætti því að vera út af
fyrir sig eftir nokkru að slægjast
fyrir frambjóðendur að geta
komið nokkuð til móts við þenn-
an stóra hóp, sem á svo margt
sameiginlegt. Ef börnum og
unglingum líður almennt vel í
umhverfi sínu, er það meiri hátt-
ar ávinningur fyrir ráðamenn og
hefur góð áhrif á allt bæjarlífið.
Það er einmitt að talsverðu leyti
á valdi bæjaryfirvalda, hvernig
yngstu kynslóðunum í bænum
líður. Þær eru nefnilega undir
forsjá þeirra stóran hluta af tíma
sínum þangað til gengið er að
fullu út i atvinnulífið.
Flestir nýir borgarar bæjarins
sjá fyrst dagsins ljós á sjúkrahús-
inu og njóta síðan heilsuverndar
fyrstu mánuðina á Heilsuvernd-
arstöðinni, hvort tveggja undir
stjórn bæjarstjórnar. Þá tekur
Félagsmálastofnun við, en af-
skipti af henni hafa allir sem
dvelja á dagvist í bænum um ein-
hvern tíma og svo flestir sem
njóta umönnunar „dag-
mömmu“. Loks taka skóíarnir
við undir stjórn skólanefndar og
svo Æskulýðsráð, sem hefur
með unglinga að gera upp að 18
ára aldri.
Eins og sést af þessu, er þáttur
hins opinbera í uppeldi og um-
sjón barna og unglinga mjög
mikill. Heyrst hafa þær raddir að
foreldrar velti ábyrgð uppeldis-
ins yfir á opinberar stofnanir.
Foreldrasamtökin telja hins veg-
ar að hlutur foreldra ætti að vera
sem mestur, sérstaklega fyrstu
ár barnsins, enda er það almenn
skoðun fólks og er stutt áliti sál-
fræðinga. En vandamálið er að
bágborin launakjör þorra fólks
reka báða foreldra út á vinnu-
markaðinn. Einstæðir foreldrar
eiga engra kosta völ. Þeir verða
að vinna allan daginn til að sjá
sér og sínum farborða. Það er
því af illri nauðsyn sem flestir
foreldrar leggja á sig langan
vinnudag.
Til að foreldrar þurfi ekki að
treysta svo mikið á uppeldis-
stofnanir og raun ber vitni, verð-
ur að gera þeim kleift að sinna
sínu eðlilega uppeldishlutverki.
Þá verður dagvistin ekki ein-
hliða uppeldis- og geymslustofn-
un, heldur kemur sem viðbót og
aðstoð við foreldra.
Hver er stefnan?
Af því sem undan er sagt má
ljóst vera, að það skiptir mjög
miklu máli fyrir börn og ungl-
inga, og þá um leið fyrir alla
bæjarbúa, hvaða stefna eða
stefnur eru uppi um framkvæmd
þessara málaflokka. Á hinum
stutta tíma, sem Foreldrasam-
tökin á Akureyri hafa starfað,
hefur þeim orðið æ ljósara að
mörgu er ábótavant í stefnu-
mörkun bæjarstjórnarmanna á
Akureyri í málefnum barna og
unglinga, enda er framkvæmdin
eftir því. Segja má, að víðast sé
um alls enga stefnú að ræða.
Með bréfi dags. 15. okt. 1981
til Félagsmálaráðs Akureyrar
spurðust Foreldrasamtökin fyrir
um framtíðarstefnu ráðsins í
uppbyggingu dagvista. Sú fyrir-
spurn var fyrst og fremst borin
fram vegna hins alvarlega
ástands, sem varað hefur í mörg
ár í dagvistarmálum, þ.e. að
fjöldi barna á biðlista eftir dag-
vistarplássi á Akureyri hefur
jafnan skipt hundruðum. Við
þessu bréfi hefur ekkert svar
borist enn, þrátt fyrir eftir-
grennslanir.
Stefnuleysið hefur því miður
birst víðar. Um stefnu í rekstri
og innra starfi dagvista hefur
afar fátt sést frá Félagsmálaráði
eða stjórnmálaflokkunum. í því
sambandi vakti athygli eftirfar-
andi klausa í nýrri stefnuskrá
eins stærsta stjórnmálaflokks-
ins, þar sem rætt er um dagvist-
armál:
„Beita verður aðhaldi í rekstri
og ætlast til þess að notendur
þessarar þjónustu taki aukinn
þátt í kostnaði við rekstur
dagvistunarstofnana. “
„Aðhald í rekstri“ er víða
lausnarorðið í yfirstandandi
efnahagskreppu, svo að ætla
mætti að því skyldi beita sem
víðast í rekstri bæjarins að þessu
sinni. En svo merkilega vill til að
í þessari stefnuskrá er aðeins í
einu öðru tilviki rætt um rekstur
og þá alls ekki í neinum aðhalds-
tón. Á e.t.v. að fjármagna þær
framkvæmdir, sem talað er um í
stefnuskránni, með því að beita
aðhaldi í rekstri dagvista?
Heildarskipulag í dagvistar-
málum, þar sem t.d. vistun hjá
dagmæðrum er tekin með í
reikninginn, virðist ekki vera til.
Enn viðgengst akstur skóla-
barna milli bæjarhluta, sér-
kennslumál eru í miklum ólestri.
Hafi Æskulýðsráð einhverja
stefnu í æskulýðsmálum, þá er
hún mjög ómarkviss. Hvað varð
t.d. um þann vísi að útideild sem
kominn var um árið? Þetta eru
dæmi um stefnuleysið í málefn-
um barna og unglinga hér í bæ.
Tilgangurinn með þessu opna
bréfi er að vekja athygli á því,
hver staðan er í málefnum barna
og unglinga á Akureyri að mati
stjórnar Foreldrasamtakanna á
Akureyri. Fram hefur komið að
lítið fer fyrir stefnumótun í þess-
um málum. Sé hún einhver,
virðist hún í besta falli felast í
því að bjarga tilfallandi neyðar-
ástandi fyrir horn hverju sinni.
Við viljum því skora á alla
frambjóðendur til bæjarstjórnar
Akureyrar 1982 að beita sér fyrir
markvissri stefnumótun sem
taki til allra þátta uppeldis- og
fjölskyldumála í bænum. For-
eldrasamtökin eru reiðubúin til
samstarfs við bæjaryfirvöld um
þessi mál hvar og hvenær sem er.
Stjórn foreldrasamtakanna
á Akureyri.
GALANT 2000 GLX
árgerð 1979til sölu.
Bíllinn er grænn að lit og
kom á götuna í maí 1980.
Ekinn 23.500 km. og í
fyrsta flokks ástandi
Uppl. gefur Jón Sigfússon í síma 96-23435 á kvöldln.
Minningarsjóður
Þorgerðar
Eiríksdóttur
Minningarsjóðurinn um Þor-
gerði S. Eiríksdóttur var stofn-
aður fyrir 10 árum og hefur að
meginmarkmiði að styrkja
efnilega tónlistarnemendur, er
stundað hafa nám við Tónlist-
arskólann á Akureyri, til fram-
haldsnáms.
Orlofshejmili
Vélstjórafélags íslands
Félagsmenn athugið að ennþá eru nokkur orlofs-
hús laus í sumará:
1. Laugarvatni.
2. Illugastöðum, Fnjóskadal.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Orlofsheimilanefnd Vélstjórafélags íslands.
Tekjur sjóðsins byggjast á sölu
minningarkorta, frjálsum fram-
lögum og ekki síst tónleikahaldi
tónlistarfólks í sjálfboðavinnu.
Ákveðið er að veita einum til
tveimur nemendum styrk úr
sjóðnum, sem afhentur verður við
skólaslit Tónlistarskólans þann
20. maí nk.
Umsóknir um styrkinn þurfa að
hafa borist til Tónlistarskólans á
Akureyri, pósthólf 593, 602 Ak-
ureyri, í síðasta lagi 15. maí næst-
komandi. Umsóknum þarf að
fylgja upplýsingar um nám og
námsáform.
12 -ÖAGUR -11. máí 1982