Dagur - 11.05.1982, Qupperneq 16
VIFTUREIMAR
I FLESTA BILA
Véla-
deildin
flytur í
nýtt
húsnæði
Véladeild KEA sem verið hefíi
til húsa að Glerárgötu 36 síðani
1963, flytur nú í Óseyri 2, eni
þar hefír hún til umráða alla
götuhæð hússins fyrir verslun,
sýningarsal fyrir bíla, auk vara-
hluta- og hjólbarðalagers.
Opnað hefír verið inn ■ verk-
stæðishúsið, þar sem varahlutir
verða afgreiddir til viðgerðar-
manna. Ætlunin er að flytja
hjólbarðaviðgerðina í hluta
verkstæðishússins, en aðstaða
þeirrar starfsemi er orðin mjög
slæm á gamla staðnum í Strand-
götu llb, þar sem hún hefír
verið frá upphafí, eða frá 1945.
Nokkrar breytingar þarf að
gera á eldra húsinu innanhúss,
vegna rekstrar gúmmíviðgerð-
ar ásamt vélaviðgerðum.
Árið 1979 var gert samkomulag
á milli Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar og Kaupfélags Eyfirðinga
um byggingu húss á lóðinni Ós-
eyri 2.
Húsið er byggt upp að verk-
stæðishúsi, þar sem viðhald á
landbúnaðarvélum o.fl. hefir far-
ið fram. Lóðin, Óseyri 2, er 8094
fm og liggur hún að Krossanes-
braut og Öseyri. Lóðin sem þarna
fékkst verður góð til verslunar og
þjónustu, eftir að brúin á Glerá
kemur, en hún tengir saman
Hjalteyrargötu og Krossanes-
braut. Nýja húsið er á tveimur
hæðum, 691,5 fm hvor hæð. Á
lóðinni er gert ráð fyrir auknum
byggingamöguleikum. Starfsemi
Búnaðarsambandsins ásamt ann-
arri þjónustu við landbúnaðinn er
á efri hæð.
Starfsmenn Véladeildar eru
fjórir auk starfsmanna verkstæðis
og gúmmíviðgerðar, en þar munu
starfa um átta manns. Deildar-
stjóri Véladeildar er Gylfi Guð-
marsson. Hann hefur ennfremur
umsjón með verkstæði og
gúmmíviðgerð.
Gísli Konráðsson:
Við viljum vera með
í þessum „flugfiski“
„Við ætluðum að senda sex
tonn af ferskum físki suður til
Reykjavíkur með bfl, en þaðan
átti hann að fara til Bandaríkj-
anna með flugvél. Vegna ó-
færðar var hætt við þetta, en
verður eflaust reynt síðar“,
sagði Gísli Konráðsson, fram-
kvæmdastjóri Ú.A. í samtali
við Dag. „Við viljum vera með
í þessum „flugfíski“ og sjá
hvernig dæmið kemur út, þó
svo að við verðum að láta aka
með fískinn suður“.
En af hverju er ekki hægt að
senda farm af ferskum fiski með
flugvél beint frá Akureyri? Gísli
sagði að flugv.öllurinn á Akureyri
væri ekki nógu langur fyrir flutn-
ingavélarnar, sem flytja fiskinn til
Bandaríkjanna, en þessar vélar
flytja 40-50 tonn í hverri ferð.
Fram til þessa hafa Bandaríkja-
menn einkum keypt karfaflök, en
Gísli sagði að samkvæmt beiðni
þeirra hefði átt að selja þeim grá-
lúðu frá Ú.A. Að undanförnu
hefur grálúðan verið mögur og
því hæpið að hún félli bandarísk-
um neytendum í geð.
Það er Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna sem stendur fyrir sölu á
ferskum fiski til Bandaríkjannna.
Fram til þessa hefur fiskurinn ein-
göngu komið frá fyrirtækjum á
SV-horni landsins. „Ef nýjasti
hluti flugbrautarinnar væri mal-
bikaður, gætu vélarnar lent og þá
væri mögulegt fyrir okkur að
koma einum og einum flugvélar-
farmi af ferskum fiski á erlendan
markað“, sagði Gísli.
Ungir Akureyríngar.
Mynd: K.G.A.
Grálúða frá ÚA kom
í veg fyrir uppsagnir
— Mun minni afli á Grenivík en á sama tíma sl. ár
Grenivík 10. maí.
Afli hefur verið tregur frá því
um áramót, en það varð m.a. til
þess að bátar héðan fóru suður
á vertíð. Súlan hefur landað hér
undanfarnar vikur og fékk tvo
sæmilega túra í upphafí. Um
mánaðamótin kom hún inn
eftir átta daga útivist með fímm
tonn. Þar sem aflinn var svo
lítill, töldu forráðamenn frysti-
hússins sér ekki annað fært en
segja upp fólki, og áttu upp-
sagnirnar að taka gildi um helg-
ina. Þær urðu þó ekki að veru-
leika þegar á átti að herða, því
að frystihúsið fékk grálúðu til
vinnslu frá Ú.A. á Akureyri.
Frá áramótum er búið að taka á
móti 755 tonnum af fiski hjá
frystihúsinu, en á sama tíma í
fyrra var búið að taka á móti 900
tonnum. Afli var sérstaklega góð-
ur eftir áramót 1979. Pá var tekið
á móti 1460 tonnum frá áramótum
og fram í maí.
Síðan 1979 er búið að endur-
bæta frystihús Kaldbaks mjög
mikið, enda er afkastageta þess
mun meiri en sem nemur aflanum
sem lagður er á land á Grenivík.
Grenivíkurbátarnir Frosti og
Sjöfn eru nú komnir að sunnan og
fara á línu einhvern næstu daga.
Gert er ráð fyrir að Súlan leggi
upp afla sínum á Grenivík í
sumar. Ef fiskast ætti atvinna að
vera næg á Grenivík í sumar.
P.A.
Grenivík:
Vinna við höfn-
ina að hefjast
„Vinna við höfnina er að
hefjast. í sumar á að steypa
þekju á uppfyllinguna innan
við stálþilið, sem rekið var
niður í fyrra og árið þar á
undan“, sagði Pétur Axelsson,
fréttaritari Dags á Grenivík.
„Ég geri ráð fyrir að þetta verði
vinna fyrir fjóra til sex menn i
tvo til þrjá mánuði“.
Pétur sagði að minkagot á
minkabúum í Grýtubakkahreppi
hefði gengið vel og væri langt
komið. „Frjósemi er í góðu lagi“,
sagði Pétur. „Mér er sagt að nú sé
mikil eftirspurn eftir minkum, af
þeim sem hyggjast hefja ræktun á
þessum dýrum“.
I
L' 1 J
m
\h
aÉií
• Ljós
vitnisburður
um góða
stjórnun
Ljósari vitnisburð um góða
stjórnun Akureyrarbæjar er
vart hægt að hugsa sér, held-
ur en þann sem fram kemur í
skýrslu Framkvæmdastofn-
unar ríkisins og sagt er frá í
frétt á forsíðu blaðsins í dag
og fjallað er um í leiðara. I
skýrslunni er einnig fjallað
um „viðreisnarár" íhalds og
krata og talað um „hið langa
tímabil stöðnunar, sem
landsbyggðin bjó við“. Sein-
heppnir eru sjálfstæðismenn
í bæjarstjórn að þessi skýrsla
skuli endilega hafa þurft að
koma út þessa dagana.
# Sjálfstæður
haus á
allaballa
Seinheppnari voru þeir þó
þegar allt liðið mætti til
myndatöku í Lystigarðinum -
eða öllu heldur svo gott sem
allt liðið, því að það vantaði
fjóra. Góð ráð voru dýr og því
var gripið til þess að fá „stat-
ista“ til að sitja fyrir á mynd-
inni (sem birtist í síðasta ís-
lendingi). Einhver hagur
maður var svo fenginn til að
skipta um hausa og klippa
höfuð þeirra frambjóðenda
sem ekki mættu inn á mynd-
ina. Snyrtilega unnið, en þeim
í Kreml hefði líklega tekist
betur upp, enda vanari svona
myndafölsunum. Því fór það
svo að þegar þetta kvisaðist
gat hver sem vildi séð hand-
bragðið. Ef málflutningur
sjálfstæðismanna fyrir kosn-
ingar er almennt ekki vand-
aðri en þetta, virðast þeir ekki
hafa mikið álit á kjósendum.
Það skemmtilegasta við þetta
er nú samt það, að einn þeirra
sem kallaður var til að standa
á myndinni, þar sem hann var
nærstaddur, er yfirlýstur al-
þýðubandalagsmaður!
# Getraunin
í dag á að draga í ferðaget-
raun Dags og Samvinnuferða
Landsýnar. Dagur mun því
segja frá því nk. fimmtudag,
hver hlýtur vinninginn, sem er
ferð að verðmæti allt að 10
þúsund krónur. Einnig verður
dregið um aukavinning.
# Fundurannað
kvöld
Annað kvöld, miðvikudags-
kvöld, verður almennur fund-
ur í Glerárskóla. Þar munu
frambjóðendur Framsóknar-
flokksins kynna stefnu
flokksins í bæjarmálum og
eru íbúar Glerárhverfis sér-
staklega hvattir til að koma á
fundinn.