Dagur - 14.05.1982, Side 2

Dagur - 14.05.1982, Side 2
Lesendahomið Götunni okkar veröi sinnt á sama hátt og öðrum götum Það var á fimmtudaginn - dag- inn þegar aftur fór að hlýna og vonir manna að snúast um það að kannski væri nú sumarið komið, amk. í bráð, að Dagur sagði frá því hversu mikið á að malbika í sumar. Það er ánægju- efni að lesa um allt þetta malbik, sem á að leggja á götur bæjarins í sumar , 6.615 metra + 8000 fermetra á gangstéttar o.s.frv. o.s.frv. Ekki er það ætlan mín að am- ast við þessu malbiki eða þeim sem vilja minna á útbreiðslu þess miðað við lengd + breidd, þykkt eða þess háttar. Hins veg- ar stjakar þetta tal örlítið við mér sjálfum, þó einkum og sér í lagi fótum mínum og þess fólks, sem býr við götu sem nefnd er Klettaborg, og ku VERA í bæjarfélagi því, hverju við til- heyrum. Flestir íbúar nefndrar götu eru þó fyrir löngu farnir að efast um að bæjarfélagið kæri sig nokkuð um að kannast við þá, sem sína þegna nema á skatt- skýrslunni. Það hagar nefnilega þannig til hérna í Klettaborg, að við sem þarna búum og aðrir þeir sem þarna hafa búið svo lengi sem byggð hefur haldist á þessum slóðum, þurfum að vaða aur og drullu uppfyrir ökla svo lengi, sem vorum æðstu mátt- arvöldum, sem engin bæjar- stjórn hefur mér vitanlega, hing- að til tekist að drottna yfir, þóknast ekki að gefa okkur þurrk. Það er því svo sannarlega á hennar valdi hvort lðan okkar er góð eða vond í þessum efnum, því ekkert vald í þjónustu bæjar- ins hefur talið sér skylt að gera neitt með okkar umkvartanir í þessum efnum. Þó verður að nefna það hér, að þau tíðindi gerðust á liðnu vori, þegar vatnselgurinn var orðinn svo mikill að illmögulegt var fyrir fótgangandi að komast ferða sinna, nema eftir ýmsum króka- leiðum, að komið var á vettvang og grafinn skurður yfir götuna þvera til að veita vatninu í burtu. Síðan var gatan hefluð með sama gamla sniðinu, þannig að aftur fór að myndast stöðuvatn, því það er nú ekki éinu sinni svo vel að það sé holræsi í götunni, frekar en annað, sem nauðsyn- legt má teljast, en ekki verður nefnt í þetta sinn. Geta má þess að það er ekki framkvæmdar- aðilum að þakka að ekki hlutust slys af nefndum skurði. En af hverju að vera að nöldra um þetta núna? Það er vegna þess að fyrir kosningar er mönn- um svo mikið niðri fyrir að þeir ná varla andanum af umhyggju fyrir þegnum bæjarins,og því sem þeir hafa afrekað í fortíð og nútíð, að mér datt í hug að ein- hversstaðar í þessum hópi væri sá maður, sem vildi leggja því lið að úrbætur yrðu gerðar í um- ræddri götu, þó ekki nema ó- merkilegt holræsi. Það mætti hugsanlega nota í það ódýrt plaströr eða eitthvert gamalt dót, ef að ástæðan er sú að ekki má leggja í þetta of mikla peninga. Okkur líkar þó ekki mjög vel ef á að gleyma til- veru okkar og þörfum hér í Klettaborg, við gerum kröfu til að gatnamálum okkar verði sinnt á sama hátt og annarsstað- ar í bænum. Július Thorarensen Burt með drulluna! Hafnarverkamaður hafði sam- band við Dag og vildi kvarta undan því að bryggjurnar á Ak- ureyri væru ekki þrifnar. „Mér blöskrar hvernig á- standið er. Það má segja að það sé óvinnandi á bryggjunum fyrir skít og drullu, og við erum að ganga um og vinna í sama skítn- um mánuðum saman. Hvernig væri nú að bæjaryf- irvöld tækju sig saman í andlit- inu og reyndu að koma þessum málum í lag. Þegar skipstjóri á einum af Fossum Eimskipafél- agsins er farinn að hafa orð á þessu við okkur sem störfum á bryggjunni eins og kom fyrir á dögunum er eitthvað að. Burt með drulluna af bryggjun- um“... Ósóttír vinnlngar Forráðamenn Handknattleiks- Þeir skora á vinningshafa að deildar íþróttafélagsins Þórs hafa gera vart við sig og vitja vinninga haft samband við blaðið og beðið sinna, en hafi vinningsnúmerin um að komið yrði á framfæri farið framhjá einhverjum koma að enn eru fimm vinningar ósóttir þau hér aftur. Þau voru þessi: 844, í happdrætti því sem deildin 2249, 2230, 362,1874 og 1488. gekkst fyrir á dögunum. Tómas Steingrimsson og Co er dreifingaradili fyrir Möinlycke-Tork vörumará Akureyri og Nordurlandi vesba TORK fjölskyldan og f Ijótandi handsápur frá Mölnlycke Tork er sænsk gæðavara Asiaco hefur um Neggja ára skeið selt hér á landi pappírs- og hreinlætisvörur frá Mölnlycke verksmiðjunum í Svíþjóð. Þar á meðal eru Tork klútarnir sem hafa fengið frábærar viðtökur enda fer saman af- bragðs vara og traust og örugg þjónusta. Tork-fjölskyldan er stór fjölskylda og hér getur að líta nokkra meðlimi hennar. Tómas Steingrímsson & Co. heildverslun, Fururvöllum 3 Akureyri, sími: 96-23280 M- og Mini-Tork fyrir vinnustaði og heimili M-Tork er handþurrkupappír, sem er upplagður til notkunar á vinnustöðum og annars staðar þar sem margir ganga um. M-Tork leysir handklæðin af hólmi og nýtist auk þess sem borðtuska, af- þurrkunarklútur, gólfklútur og þess háttar þegar þörf krefur. M-boxið, sem fáanlegt er í mörgum fallegum litum, tryggir hámarksnýtingu á pappírnum. Mini-Tork er smækkuð útgáfa af M-Tork og er tilvalið í eldhús og á baðherbergi heimilisins og ennfremur á minni vinnu- staði. T-Toric á salemið T-Tork er dúnmjúkur og þægilegur salernispappír í 430 og 525 metra löngum rúllum, tilvalinn fyrir alls konar fyrirtæki og stofnanir. T-Torkinu er komið fyrir í níðsterku og smekklegu T-boxi, sem þolir ágætlega bæði mikla og ómjúka meðhöndl- un. T-boxið er fáanlegt í öllum regn- bogans litum og er einfalt í uppsetningu. T-boxunum er læst með sérstöku áhaldi en þó er mjög fljótlegt að skipta um rúllu. E og A-Tork fyrir vélar og iðnað E-Tork er rayonklútur til hreinsunar í iðnaði og á vélum þar sem krafist er full- komins árangurs. E-Tork skilur alls ekki eftir sig ló eða trefjar. A-Tork er pappírsklútur til ýmiss konar þurrkunar á verkstæðum og í iðnaði. Hann drekkur mjög vel í sig alls kyns vökva og þolir flest uppleysiefni. Bæði E-og A-Tork klútarnir eru afgreiddir í rúllum, allt að 1600 metra löngum, sem komið er fyrir á færanlegum gólfstæðum. Savon no5 og Tvaal nol fljótandi handsápur Savon no5 er ný tegund fljótandi hand- og baðsápu. Savon no5 er mild sápa, en samt sem áður bakteríueyðandi og fullnægir ýtrustu kröfum um hreinlæti, hvort sem er við matvæli eða iðnað; á læknastofum, skrifstofum eða í skólum. Tvaal nol er sterkari handsápa sem ætluð er til að þrífa af sér meiriháttar óhreinindi svo sem í prentiðnaði, á bifreiðaverkstæðum og víðar. Sérstakir sápuskammtarar, Savon-box og Tvaal-box tryggja hámarksnýtingu sápanna. Vesturgötu 2, Sími 26733, P.0. Box826,101 Reykjavík Hafðu samband við okkur eða söluaðila okkar, við sendum upplýsingarit og gefum góð ráð 2 - DAGUR- 14. maí 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.