Dagur - 25.05.1982, Síða 1

Dagur - 25.05.1982, Síða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65.árgangur Akureyri, þriðjudagur 25. maí 1982 55. töiublað Kosningarnar á Akureyri: Stórsigur Kvennaframboðsins — mikið fylgistap A-flokkanna og aukning hjá Sjálfstæðisflokknum — Framsóknarflokkurinn stóð í stað Verulegar breytingar urðu á skipan bæjarstjórnar Akureyr- ar í kosningunum um helgina. Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt og bætti við sig einum full- trúa, fékk fjóra, Kvennaframb- oðið fékk 2 fulltrúa, en AI- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið töpuðu sitt hvorum bæjarfulltrúanum og hafa nú einn hvor flokkur. Framsókn- arflokkurinn hélt sínum hlut og hefur áfram þrjá bæjarfulltrúa. Kosningaþátttaka á Akureyri varð ekki nema 78,9% og hefur þátttaka farið sífellt minnkandi í undanförnum bæjarstjórnar- kosningum. Árið 1970 var þátt- takan 87,7%. Á kjörskrá voru 8.433, en 6.655 kusu. Alþýðuflokkurinn tapaði mjög miklu fylgi. Hann hafði 21,5%fylgi árið 1978 en fékk ekki nema 9,8% af greiddum og gild- um atkvæðum núna. Hann tapaði 683 atkvæðum eða 51,1% frá kosningunum 1978. Þess má einn- ig geta að fjölgun á kjörskrá nam 11,2%. Sjálfstæðisflokkurinn jók hlut sinn úr28,l% af greiddum at- kvæðum 1978 í 34,6% núna. Kjósendum Sjálfstæðisflokksins fjölgaði um 526 frá 1978 eða um 30,3%. Alþýðubandalagið fékk 88 atkvæðum færra nú en 1978 og er það 9,3% minnkun. Hann hafði 15,3% greiddra atkvæða 1978 en fékk nú 13,1%. Fram- sóknarmenn bættu við sig 103 at- kvæðum frá 1978, sem er 6,7% aukning. Þeir fengu 25,1% greiddra atkvæða nú, eða aðeins meira en 1978, en þá var hlutfallið 24,9%. Kvennaframboðið fékk 17,4% greiddra atkvæða, en Sam- tökinfengu 1978 10,1%. Atkvæð- atölur listanna voru sem hér segir: A-listi fékk 643 atkvæði, B-listi 1640, D-listi 2261, G-listi 855 og V-listi 1136 atkvæði. Að loknum þessum kosningum eru bæjarfulltrúar Akureyringa þessir: Freyr Ófeigsson fyrir Al- þýðuflokkinn, Sigurður Óli Brynjólfsson, Sigurður Jóhannes- son og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir fyrir Framsóknarflokkinn, Gísli Jónsson, Gunnar Ragnars, Jón G. Sólnes og Sigurður J. Sigurðs- son fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Helgi Guðmundsson fyrir Alþýð- ubandalagið og Valgerður Bjarn- adóttir og Sigfríður Þorsteins- dóttir fyrir Kvennafram- boðið. Á kjörstað. Mynd: áþ. Staða okkar er sterk — segir Sigurður Óli Brynjólfsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins á Akureyri um niðurstöður kosninganna Mikil hægri sveifla Mikil hægri sveifla varð í kosn- ingunum á laugardag, þegar lit- ið er á heildina. Sjálfstæðis- flokkurinn jók fylgi sitt um 6,6%. Framsóknarflokkurinn stóð nær því í stað, eða jók fýlg- ið um 0,8%. Alþýðuflokkurinn tapaði 5% af fylgi sínu yfir Iandið allt, en mest var fylgis- tapið hjá Alþýðubandalaginu, sem missti 7,8% af fylgi. Kvennaframboðið í Reykjavík fékk 10,9% atkvæða og á Ak- ureyri 17,4%. Sjáfstæðismenn í Reykjavík fengu hreinan meiri- hluta, 12 fulltrúa af 21 og yfir 52% atkvæða. Þegar litið er á landið í heild varð breyting á fulltrúafjölda flokkanna sem hér segir: A-listi tapaði 8 fulltrúum og fékk 23, B- listi bætti við sig 7 fulltrúum og missti engan og fékk 42, D-listi bætti við sig 20 fulltrúum, fékk 90, G-listi tapaði 12 fulltrúum, fékk 26. Kvennaframboð í Reykjavík fékk 2 og einnig 2 á Akureyri. Á Norðurlandi varð víða mjög góður árangur hjá Framsóknar- mönnum. Þeir bættu við sig manni á Dalvík og fengu þar hreinan meirihluta, 4 fulltrúa. Þeir bættu einnig við sig verulegu fylgi á Húsavík. „Þó að við framsóknarmenn á Ákureyri komum ekki út sem sigurvegarar út úr þessum kosningum, má benda á það, að B-listinn hlýtur 30% af þeim atkvæðum sem hinir hefð- bundnu stjórnmálaflokkar fengu. Þannig séð höfúm við því óbreyttan eða jafnvel meiri stjórnmálastyrk, miðað við þá, en áður. Miðað við landið í heild varð útkoman fyrir Fram- sóknarflokkinn viðunandi,“ sagði Sigurður ÓIi Brynjólfs- son, bæjarfulltrúi í viðtali við Dag. „Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að glæsileg út- koma kvennalistans kemur til með að skapa nokkra óvissu um framhaldið næstu daga. Það er ljóst að margt fyrrverandi stuðn- ingsfólk Framsóknarflokksins kaus kvennalistann, jafnvel fleiri en stuðningsmenn annarra flokka. Það er rangt að líta á þennan hóp sem andstæðinga, heldur jafnvel frekar sem sam- herja, sem vilja setja annan blæ á stjórnmálin en verið hefur. Þar sem við höldum stöðu okkar, þrátt fyrir að við missum fylgi yfir til kvennalistans, er aug- ljóst að fjölmargir nýjir kjósendur komu til liðs við okkur, bæði vegna stefnu okkar og eins vegna þess að glæsilegur hópur nýrra liðsmanna kom fram á sjónarsvið- ið á listanum. Því er staða okkar sterk og bjart framundan. Um myndun meirihluta nú vil ég vera fáorður á þessu stigi, en tel það að auðvelt ætti að vera að ná samstöðu um þá stefnu að gera Akureyri að enn betri bæ,“ sagði Sigurður Óli Brynjólfsson að lokum. »Eger undir allt búinn“ „Ég er að taka til,“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri er við höfð- um samband við hann í morgun og spurðum hann hvort hann væri hættur störfum sem bæjar- stjóri á Akureyri. „Það má segja það að ég bíði eftir því hvort hér komi upp meirihluti í bæjarstjórn fyrir fundinn á þriðjudag sem vill eitt- hvað við mig tala.“ Við spurðum Helga hvað hann hyggðist fyrir ef svo færi að starfs- krafta hans yrði ekki óskað áfram og hvort hann hyggðist þá fara úr bænum. „Ég er ekkert farinn að leita fyrir mér að annarri atvinnu ef af því verður, það verður bara að koma í ljós. Eg er undir allt búinn í þessum efnurn," sagði Helgi. Enn er of snemmt að segja nokk- uð um hugsanlega meirihluta- myndun í bæjarstjórn Akureyrar. Kvennaframboðskonur voru með fund í gærkvöldi, þar sem þessi mál voru rædd. Þær voru þá búnar að óska eftir óformlegum við- ræðum við framsóknarmenn en fundi sem vera áttií morgun var frestað. Þess í stað var haldinn fundur með sjálfstæðismönnum og kvennaframboðinu.Þreifingar eru sem sagt í fullum gangi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.