Dagur - 25.05.1982, Side 12

Dagur - 25.05.1982, Side 12
LiMUM BORÐA RENNUM SKÁLAR Skóli fyrir atferlistrufluð börn: Búið að kaupa einbýlishús í Glerárhverfi Olafur Vagnsson: Lítið kal Mok- afli við Grímsey „Aflabrögð hafa venjulega ver- ið léleg í maímánuði, en nú brá svo við að það hefur verið mok- afli,“ sagði Steinunn Sigur- björnsdóttir, fréttaritari Dags í Grímsey. „Landbátar hafa komið hingað í stórum hópum, enda er lítið sem ekkert að hafa nær landi.“ Steinunn sagði að aflinn væri nær eingöngu þorskur. Aflinn er saltaður. Nú er gerður út einn tæplega 30 tonna bátur frá Gríms- ey og þrír ellefu tonna bátar. Trillukarlarnir eru sem áður að búa sína báta á veiðar. Ekki er hægt að vera með mikið stærri báta en 30 tonn í Grímsey þarsem höfnin er ekki nógu góð. Handleggs- brotnaði í átökum Aðfaranótt laugardags kom til átaka fyrir austan Hótel Akur- eyri. Karlmaður um þrítugt var handleggsbro t inn. Að sögn lögreglunnar átti þessi atburöur sér stað við nætursöluna um kl. 04. Nokkrir menn stóðu í biðröð við lúguna og kom til rif- rildis milli tveggja manna, sem síðar leiddi til átaka. Sá sem handleggsbrotnaði féll í jörðina með fyrrgreindum afleiðingum, en hinn hraðaði sér á brott. Klukkustundu áður þessa sömu nótt fannst maður liggjandi hjá næstursölunni við Geislagötu. Aö sögn lögreglunnar var sá sami með slæmt fótbrot. Lögreglan biður alla þá sem geta veitt ein- hverjar upplýsingar um þessa tvo atburði að hafa samband við sig sem allra fyrst. Þakkir til stuðnings- manna Að loknum bæjarstjórnarkosn- ingunum á Akureyri viljum við þakka öllum þeim sem studdu og kusu lista framsóknarmanna. Við þökkum því fjölmarga áhugafólki, sem síðustu vikurnar fyrir kjördag vann ótaldar vinnu- stundir við undirbúning kosning- anna. Sérstakar þakkir færum við þeim sem unnu á kosningaskrif- stofum okkar á kjördag og þeim sem stóðu fyrir glæsilegum kaffi- veitingum á Hótel KEA. Án ykkar stuðnings hefði ár- angur ekki náðst. Frambjóðendur framsóknar- manna á Akureyri. í síöustu viku festi ríkissjóður kaup á húsi við Bröttusíðu í Glerárhverfi. í því verður skóli fyrir atferlistrufluð (tauga- veikluð) börn á grunnskóla- aldri. Gert er ráð fyrir að skól- inn taki til starfa næsta haust, en nú er búið að auglýsa eftir skólastjóra og kennara. Alls verða um fjögur stöðugildi við skólann, sem er dagskóli fyrir flmm til tíu börn. Kaupverð hússins, sem er ein- býlishús, 260 fm á tveimur hæðum, var 1.3 millj. króna. Skólinn á að þjóna öllu kjördæm- inu. Börnin munu fá að borða á staðnum, en skólastarf verður að jafnaði frá kl. 09 til 17. „Ég tel að þetta sé heppilegt hús, það er t.d. skammt frá Gler- árskóla og börnin geta sótt þang- að tíma í leikfimi og handmennt svo eitthvað sé nefnt. Þarna skammt frá er opið leiksvæði," sagði Ingólfur Ármannsson fræðslustjóri. „Við teljum að þetta sé merkur áfangi. Þarna verða börn á grunnskólaaldri, sem hefur ekki verið hægt að sinna fram til þessa og stundum flosnað upp í skólastarfinu, eða hefur orðið að senda til Reykja- víkur.“ Þes skal getið að fræðsluyfir- völd voru búin að fá samþykki byggingarnefndar Akureyrarbæj- ar og bæjarstjórnar, áður en húsið var keypt. „Vorið hefur verið bændum sæmilegt. Það kom mjög góður kafli, sem endaði að vísu með hreti, en menn gera alltaf ráð fyrir kaupfélagsfundar- eða páskahreti. Horfur eru að mínu mati mjög góðar við innanverð- an fjöröinn, tún virðast koma falleg undan vetri og eru orðin græn. Framhaldið ræðst að sjálfsögðu af tíðarfari næstu daga og vikur,“ sagði Ólafur Vagnsson, ráðunautur. Kal er lítið í túnum og lítið frost í jörð. Ólafur sagði að sauðburð- ur hefði gengið vel. „Lambadauði er með minna móti og frjósemi er í góðu meðallagi. Á einstaka stað Hafnarstjórn hefur samþykkt framkvæmdaáætlun fyrir árið 1982. Ýmislegt er á dagskrá hjá hafnarstjórn, en á vegum henn- ar er nú t.d. unnið að teikning- um af höfn í Sandgerðisbót, sem á að geta tekið um 250 báta. Einnig er unnið í teikn- ingum af vöruhöfn og höfn á miðbæjarsvæðinu. Samkvæmt framkvæmdaráætl- uninni á að ljúka framkvæmdum við stálþil fyrir framan ÚA, þ.e. er frjósemin lítil, en það getur verið vegna tíðarfars í fyrrahaust. Víða er sauðburður langt kominn. Kartöflubændur eru sumir byrjaðir að setja niður kartöflur, einstaka gerði það fyrir nokkrum vikum. Garðar komu vel undan vetri til vinnslu, frost var óvenju lítið í þeim því snjór lagðist yfir þá snemma sl. haust og skýldi þeim í vetur og það er gott að vinna garð- ana. Það eru ekki margir búnir að láta kýr út, en ég geri ráð fyrir að menn munu almennt hleypa þeim út ef hlýnar næstu daga,“ sagði Ólafur að lokum. steyptan kant á stálþil og þekju ásamt tilheyrandi búnaði. Ætlun- in er að ljúka þeim hluta Slipp- kants sem enn er eftir, þ.e. þekju austast ásamt tilheyrandi búnaði, að ljúka framkvæmdum við vog og vogarhús, að reisa löndunar- krana í Sandgerðisbót, að halda áfram skipulagningu hafnarsvæð- isins, en eftirstöðvum fram- kvæmdafjárs á að verja til dýpk- unar og til byrjunarframkvæmda við hafnargerð í Sandgerðisbót. ikiuu # Spilaá Akureyri Um hvítasunnuna veröur Norðurlandamót f bridge á Akureyri. Alls munu 10 sveitir spila á mótinu, sem hefst á föstudaginn. Spilamennirnir verða í Galtalæk og hætta ekki fyrr en á sunnudag. Eftir því sem við komumst næst eru svona mót haldin 5. til 6. hvert ár á Akureyri. Núverandi Norðurlandameistarar er sveit Stefáns Ragnarssonar, en í henni eru, auk Stefáns, Pétur Guðjónsson, Þórarinn B. Jónsson, Páll Jónsson og Þormóður Einarsson. # Grímseyinga vantar kennara í vetur hafa ung hjón annast kennslu barna i Grímsey. Að sögn fréttaritara blaðsíns í eynni hefur eyjaskeggjum lik- að mjög vel við þau hjón og þykir illt að missa þau. I Grímsey er nýtt hús fyrir kennara og sagði fréttaritar- inn að það væri upplagt fyrir hjón að koma og kenna í ey- junni. # Fuglinn verpir við heimahús Nú er svo komið að fugli hefur fjölgað mjög mikið í Grímsey, enda er hann lítið sem ekkert nýttur. Fuglinn er farinn að verpa á nýjum stöðum því ekki er pláss fyrir öilu fleiri hreiður í björgunum. Sagði fréttaritarinn að það mætti sjá hreiður fugla við heimahús. # Sinubrunar Að undanförnu hafa margir sinueldar logað á Akureyri. í sumum tilfellum hefur hætta stafað af þessum eldum. Það er því full ástæða til að minna bæjarbúa á að það er bannað að kveikja í sinu í bæjarland- inu allt árið, nema með sér- stöku leyfi yfirvalda. Fyrir utan bæjarmörk er hins vegar leyft að kveikja í sinu til fyrsta maí ár hvert. # Öryggisbeltin Á síðata ári kannaði Dagur notkun öryggisbelta á Akur- eyri. í Ijós kom að hún var hverfandi. Eftir því sem S&S kemst næst hefur notkunin minnkað og nú er svo komið að það teelst til tíðinda ef sést til ökumanns í bænum með öryggísbelti eða bílbelti eins og menn vilja víst kalla þau. Unnið að teikningum

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.