Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 1
MIKIÐ ÚRVAL AF SKARTGRIPA- SKRÍNUM GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR ' AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fimmtudagur 3. júní 1982 58. tölublað Nvr meirihluti í bæiarstjórn Akurevrar Fyrsti fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar var haldinn sl. þriðjudag. Á fundinum var Helgi M. Bergs endurráðinn bæjarstjóri til næstu 4 ára með 7 atkvæðum og Valgerður Bjarnadóttir var kjörinn forseti bæjarstjórnar með jafn mörg- um atkvæðum. Helgi Guð- mundsson var kjörinn fyrsti varaforseti. Sigurður Óli Brynjólfsson kvaddi sér hljóðs í upphafi fundar og gerði grein fyrir nýjum meiri- hluta, sem í eru: Framsóknar- flokkur, Alþýðubandalag og Kvennafrámboð. Auk þess las Sigurður Óli upp málefnasamning þann sem þessir aðilar hafa gert með sér. Sá samningur birtist í opnu blaðsins í dag. Mjög miklar breytingar urðu í nefndum á vegum bæjarins og það vakti athygli að í skólanefnd völd- ust eingöngu konur. í opnu blaðsins er viðtal við Sigurð Óla um nýja meirihlutann, auk þess sem blaðið birtir mál- efnasamninginn, eins og áður sagði. Eina og hálfa milljón vantar til Systrasels Þórhallur horfir yfir einn blettinn sem brenndur var í síðustu viku „Mér finnst þetta skortur á mannúð“ „Framkvæmdir við Systrasel hafa ekki stöðvast, en-ganga þó hægar en æskilegt hefði verið. Okkur vantar nú 1,5 millj. kr. til að geta Iokið við húsið. Sam- kvæmt síðustu fréttum mun 1 millj. fást frá ríkinu, en það hefur ekki fengist staðfest. Við eigum erfitt með að fara af stað með fjársöfnun fyrr en þetta liggur Ijóst fyrir“, sagði Ásgeir Höskuldsson, framkvæmda- Kæran í Kærumál Alþýðuflokks- mannsins Jóns Karlssonar vegna kosninganna á Sauðár- króki er nú til athugunnar. Kæran var send bæjarstjórn Sauðárkróks, og hún sendi kjör- stjórn kæruna til umsagnar, og er álitið að kjörstjórnin muni skila áliti sínu í lok vikunnar. Síðan mun bæjarstjórnin afgreiða stjóri FSA. Framkvæmdum við Systrasel átti að 'vera lokið, en nú er gert ráð fyrir að það líði um 2 mánuðir þar til fyrstu sjúklingarnir geta flutt inn. í Systraseli verður hægt að hýsa 20 öldrunarsj úklinga, sem aðeins er brot af raunverulegri þörf. Nokkrir iðnaðarmenn hafa gefið vinnu sína við Systrasel og sagði Ásgeir að slík gjafavinna væri ákaflega mikilvæg. athugun kærumálið frá sér, en eftir það hafa aðilar rétt til þess að afrýja úrskurði bæjarstjórnar til Félags- málaráðuneytisins. Ef viðkomandi aðila líkar ekki sá úrskurður sem þar kemur fram er heimild til að afrýja til hæsta- réttar, og er Ijóst af þessu að þetta kærumál getur verið í gangi eitt- hvað frameftir árinu. í síðustu viku kveiktu starfs- menn golfvallarins í sinu innan vallargirðingarinnar. Þórhallur Pétursson, umsjónarmaður með jarðeignum bæjarins, fór á vettvang, en fékk þau svör, að bæði fógeti og slökkviliðsstjóri hefðu gefið leyfi til að kveikja í sinunni. Lögreglan kom einnig á staðinn og ætlaði að hefta út- breiðslu eldsins, en hætti við það, er hún fékk umræddar upplýsingar. Örn Sigurðsson, starfsmaður Dómsmálaráðu- neytisins hefur upplýst, að það sé með öllu bannað að kveikja í sinu á þessum tíma, og að undanþágur séu óheimilar. Starfsmennirnir munu hafa verið að „snyrta til“ á velUnum. „Mófuglar eru farnir að verpa og ég veit, að undanfarin ár hafa verið hreiður á þeim stöðum, sem sinan var brennd. Vissulega hefur það komið fyrir, að sina hefur ver- ið brennd innan bæjarlandsins, sem er óleyfilegt, en ég hef álitið það meira barnaskap. Því er ekki til að dreifa í þessu tilfelli,“ sagði Þórhallur Pétursson er hann sýndi blaðam. svarta fláka á golfvellin- um. Þeir voru meðfram brautun- um og í skurðum, þar sem helst er von mófugla. „Þetta hefði verið hægt að gera í apríl, þá hefðu þessir menn ekki stofnað neinu lífi í hættu. Mér finnst þetta líka vera skort- ur á mannúð. Vorið er svo sannar- lega búið að vera nógu hart í garð þessara fleygu vina okkar, þótt við förum ekki að bæta gráu ofan á svart með því að brenna hreiðr- in þeirra.“ Blaðið hafði samband við Elías I. Elíasson bæjarfógeta í tilefni af sinubrunanum og sagði hann að aldrei hefði verið veitt leyfi til sinubruna á hans vígstöðvum. „Ég er búinn að tala við alla lög- fræðinga hér og kannast enginn við að hafa veitt leyfi fyrir þessu. Ég geri ekki ráð fyrir að skrif- stofustúlkur hafi gefið sér umboð til þess. Þetta leyfi hefur aldrei verið veitt“, sagði Elías. Herkules vélin fermd á Akureyrarflugvelli. My ndin var tekin um klukkan átta að kvöldi hvítasunnudags, en flökin hafa væntanlega verið komin í fiskbúðir í Boston hálfum sólarhring síðar. Mynd: áþ. Flökin flutt með herf I utn i ngavél Að kvöldi hvítasunnudags fór Herkules flutningaflugvél frá Akureyri áleiðis til Boston í Bandaríkjunum. í flugvélinni voru um 20 tonn af ferskum fiskflökum, karfa og grálúðu, og er þetta í fyrsta sinn sem slík- ir flutningar eiga sér stað með flugvél frá Akureyri. Flökin komu úr kæligeymslum Út- gerðarfélags Akureyringa, sem sendi fyrir skömmu flök með bflum til Keflavíkur, en þaðan fóru þau líka á Bandaríkja- markað. Um það bil hálfur sól- arhringur leið frá því að flug- vélin lagði af stað og þar til flökin voru komin í fiskbúðir í Boston. Gísli Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Ú. A., var staddur á flugvellinum sl. hvítasunnudag, þegar flugvélin var fermd. Hann sagði að forráðamenn Ú.A. vildu kanna það til hlítar, hvort flutn- ingar af þessu tagi gætu borgað sig. „Töluvert er flutt út af flökum með stærri flugvélum frá Kefla- vík, 4050 tonn í hverri vél, en þær eru of stórar fyrir Akureyrarflug- völl. Slíkar vélar geta ekki lént hér fyrr en við fáum nýju 500 metra viðbótina malbikaða." Gísli sagði einnig að hér væri ekki um að ræða verðmætustu fisktegundirnar, sem hægt væri að senda, en fátt annað var til að senda. „Svo sendum við nokkrar stórar lúður, okkur langar til að vita, hvernig þær falla Ameríkön- um í geð.“ Herkules vélin var í flutningum í Evrópu og átti að fara til Banda- ríkjanna og var fengin til að koma við á Akureyri. Hún er í eigu flug- félags sem heitir Southern Air Transport, og hefur aðsetur á Mi- ami á Florida. Herkules flutn- ingaflugvélar hafa einkum verið notaðar til hergagnaflutninga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.