Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 5

Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 5
Útvegsmannafélag Norðurlands þingar á Akureyri: Mörg útgeroarfyrirtæki standa mjög illa — segir Sverrir Leósson Utvegsmannafélag Norður- lands hélt fund á Akureyri í síð- ustu viku þar sem fjallað var um sjávarútvegsmál. Stein- grímur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, og Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ komu á fundinn. Ýmis mál bar á góma, svo sem friðuðu svæð- in úti fyrir Norðurlandi, rekstr- arstaða flotans og framtíðar- horfur í þeim málum og sfld- veiðarnar í haust. AIIs sóttu fundinn 45 manns. Sverrir Leósson, formaður fé- lagsins, sagði að aflaleysið í vetur hefði verið rætt á fundinum, auk þess sem slæma afkomu togar- anna hefði borið á góma. „Frá áramótum hefur þorskur í afla minnkað um 40%,“ sagði Sverrir. „Það er ljóst að mörg útgerðarfyr- irtæki standa mjög illa í dag.“ Fundarmenn ræddu einnig óvissuna í samningamálum og hvað væri framundan á þeim vett- vangi, og þeir voru sammála um að útlitið væri svart. Stærð flotans kom til umræðu, en margir töldu, að flotinn væri orðinn allt of stór. „Það er talað um, að næsta haust megi veiða 50 þúsund tonn af síld og það eru líkur til þess að flotan- um verði skipt í tvennt, annar helmingurinn fær að veiða í haust en hinn næsta haust. Að öllum líkindum verður tekin endanleg ákvörðun í málinu á næstunni og að þetta verði niðurstaðan. Nú er búið að skipa nefnd sem á að endurskoða landhelgislögin og fundarmenn ræddu hana og henn- ar hlutverk. Hún mun m.a. fjalla um hafsvæðið norðan við landið, en hluti þess er lokaður fyrir tog- veiðum og alfarið friðaður. Ég og fleiri erum þeirrar skoðunar, að þegar landhelgin var færð út í 200 mílur, hefði það m.a. verið gert til þess að íslendingar nýttu sjálfir landhelgina, við erum sem sagt þeirrar skoðunar, að það þurfi að athuga hvort ekki sé rétt að nýta þessi hafsvæði fyrir togveiðar. Það var gert hér áður fyrr með góðum árangri. En það er ekki eining um málið, Húsvíkingar og Þórshafnarbúar eru til dæmis á móti, og eru þá með hagsmuni sinna netabáta í huga. Þessi atriði mun landhelgisnefndin vega og meta, en til þess er ætlast af út- vegsmannafélögum að þau fjalli um mál af þessu tagi og komi áliti sínu til nefndarinnar," sagði Sverrir að lokum. Frá fundinum í Útvegsmannafélagi Norðoriands. Sumarnámskei 7.-18. júní Leikfimi - 2ja vikna námskeið hefst mánudaginn 7. júní. Byrjenda og framhaldsflokkar fyrir konur á öllum aldri. Sérstakir tímar fyrir unglinga. Kennt veröur alla virka daga frá kl. 18. Kennslustaður er leikfimi- salur M,A. innritun í síma 21086 og (91)84727 Kennari Hafdís Árnadóttir. Kennarar, annað áhugafólk Muniö „opié4w6“ á Furuvöllum 13 laugardaginn 5. júníkl. 13.00-16.00 Fræðsluskrifstofa Norðuriandsumdæmis eystra. Lausstaða Viö embætti bæjarfógetans á Akureyri og Dalvík og sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu er laus til um- sóknar staöa skrifstofumanns. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrrí störf óskast sendar undirrituöum fyrir 29. júní n.k. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 1. júní 1982. Stórglæsilegur fatnaður fyrir aUa fjölskylduna rennur út.... eins og heitar lummur Herrafatnaður Gffurlegt úrval sumarstakka og frakka. Skyrtur í tonnatali. Herradeild. Reiðhjól, 3ja gíra. Reiðhjól, 5 gíra. Reiðhjól, 10 gíra. Sportvörudeild. Glæsilegur sumar-kvenfatnaður streymir inn þessa dagana. Vortískan frá Gazella, kápur og stakkar. Líttu viö, þaö borgar sig. Fyrir saumaskapinn Nýkomið Mjög falleg gardínuefni í milliþykkt, 3 m. breið. Einnig röndótt og köflótt efni. Vefnaðarvörudeild. Táningaskór ný sending, margir litir. Skódeild. World Carpets gólfteppin ný sending komin. Einnig plastdreglar og dreglar í forstofur og ganga. Sníðum, leggjum og mælum. Teppadeild. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400 3.‘júrií 1982 —ÖÁGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.