Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 9
Skoraði 8
mörk í
einum leik!
Mikil
spenna
1. deild
Fáir hefðu spáð því fyrirfram
að fyrsta deildin yrði jafn jöfn
og spennandi og raun ber
vitni, hefðu þeir átt að spá
fyrir um fjórar fyrstu umferð-
irnar í deildinni. Það sem ef til
vill flestir hefðu flaskað á, var
það að þau lið sem fyrirfram
voru talin verða í botnbaráttu,
hafa sýnt ágæta Ieiki og komið
mjög á óvart í leikjum við þau
lið sem fyrirfram voru talin
sterkust.
Að loknum þessum fjórum
leikjum eru tvö félög sem ekki
hafa tapað leik, en þau eru KA
og KR. Bæði þessi lið hafa gert
þrjú jafntefli og unnið einn leik.
KR sigraði Vestmannaeyjar í
Eyjum, en þangað er talið erfitt
að sækjajitig, því það eru ekki
bara 11 leikmenn að leika gegn
þeim, heldur einnig 5 til 700
áhorfendur, sem þykja standa
mjög vel við bakið á sínum
mönnum, og er það mikils virði í
þessum erfiðu leikjum. KA sigr-
aði Fram nokkuð sannfærandi,
en þess má geta, að þeir hafa á
að skipa landsliðsmarkmanni og
tveimur varnarleikmönnum sem
valdir hafa verið í landsliðið
gegn Englendingum.
Vegna landsleikja við Eng-
lendinga og Möltubúa verður nú
um tveggja vikna hlé á leikjum í
fyrstu deild, en þeir hefjast ekki
aftur fyrr en 11. júní. Þetta hlé
kemur þeim liðum mjög í koll
sem hafa verið í stuði, eins og
sagt er, og þar á meðal er lið
KA. Þeir eiga hins vegar heima-
leik við Keflvíkinga 11. júní, og
þá kemur í ljós, hvort þeir detta
úr stuði í þessu hléi, og ef til vill
hvort hléið hefur ekki komið sér
vel fyrir Keflvíkinga, sem segja
verður að hafi ekki átt sem besta
byrjun í mótinu.
Að lokum skal svo látin fylgja
staðan í mótinu:
l.ÍBÍ
2. ÍBV
3. UBK
4. KA
5. KR
6. Víkingur
7. ÍA
8. Valur
9. ÍBK
lð. Fram
Um helgina
Ekkert verður leikið í fyrstu
deildinni um þessa helgi vegna
landsleikja. Á laugardaginn fer
Þór í Hafnarfjörðinn og leikur
við FH í annari deild. Þetta
verður örugglega erfiður leikur
fyrir Þór, með marga menn á
sjúkralista, en vonandi tekst
þeim að klekkja á göflurunum.
Völsungar fá Þrótt Reykjavík
í heimsókn og verður þar einnig
um hörkuleik að ræða, þar eð
Þróttur er talin vera með mjög
sterkt lið. í þriðju deild leika á
föstudagskvöldið Árroðinn og
Magni. Á laugardaginn fá Sigl-
firðingar Sindra í heimsókn og í
Mývatnssveit leika HSÞ og
Tindastóll. Þá hefst einnig
fjórða deildin á laugardaginn og
þar leika Hvöt og Vaskur annar-
svegar og Svarfdælir og Leiftur
hinsvegar. Einnig leika Glóðaf-
eikir og Dagsbrún saman og svo
Vorboðinn og Reynir Árskóg-
strönd.
Einn leikur fór fram í Eyja-
fjarðarmóti á föstudagskvöldið
og fór hann fram á Dalvík. Þar
léku UMF. Þorsteinn Svörfuður
og Dagsbrún. Dagsbrún sigraði
örugglega í leiknum, en þeir
skoruðu 12 mörk, en Svarfdælir
aðeins eitt. Markhæstur hjá
Dagsbrún var Valdimar Júlíus-
son, en hann skoraði 8 mörk, og
verður það að teljast mjög sjald-
gæft í knattspyrnuleik, að sami
maður skori svo mörg mörk,
jafnvel þótt mörg mörk séu
gerð.
Valdimar Júlíusson.
Þór og Völsungur
skiptu stigunum
Á laugardaginn léku í annari
deild í knattspyrnu Þór og
Völsungur, og fór leikurinn
fram í kalsaveðri á Þórs-
vellinum. Fyrir þennan leik
voru bæði liðin með fullt hús
stiga, eða taplaus eins og sagt
er, en það voru þau reyndar
einnig eftir leikinn þar eð
honum lauk með marklausu
jafntefli. Ekki vantaði þó
markfærin í leikinn, voru þau
nýmörg hjá bðum liðum, og
þrátt fyrir það að Þórsarar
sóttu heldur meira, verða
úrslitin að teljast sanngjörn.
í byrjun leiksins áttu Þórsarar
skot í stöng , og skömmu síðar
átti Jónas gott skot að marki
Völsungs en það fór yfir.
Um miðjan hálfleik þurftu
tveir af leikmönnum Þórs að
yfirgefa völlin vegna meiðsla en
það voru þeir Halldór Áskells-
son og Þórarinn Jóhannesson,
en þeir fengu slæma tognun. Út-
litið var því ekkert glæsilegt fyrir
Þór að þurfa að leika mest allan
leikinn án þess að mega skipta
inn á varamanni. Á 42 mín. áttu
Völsungar eitt hættulegasta tæk-
ifærið í leiknum. Þá bjargaði
varamaður Þórs á línu eftir mis-
lukkað úthlaup hjá Eiríki. Hann
var hins vegar fljótur í markið
aftur og varði glæsilega annað
skot strax á eftir. Á 45 mín. var
Völsungnum Kristjáni Krist-
jánssyni vísað af leikvelli, en
hann hafði skömmu áður fengið
gult spjald fyrir grófan leik.
Síðara spjaldið fannst þeim er
þetta skrifar heldur strangur
dómur, þar eð brot hans var
minna en aðrir leikmenn sýndu
af sér hjá báðum liðum.
Strax í byrjun síðari hálfleiks
átti Guðjón hörkuskot en Gunn-
ar Straumland markvörður
Völsungs bjargar í horn.
Skömmu síðar átti Óskar
Gunnarsson góðan skalla, en
tétt yfir. Á 22 mín. áttu Völs-
ungar gott færi, og var það það
besta í síðari hálfleik. Þá hrein-
lega braust Björn Olgeirsson í
gegn um Þórsvörnina, og stóð
fyrir opnu marki í dauðafæri, en
skaut hörkuskoti beint í fangið á
Eiríki markmanni Þórs. Óskar
Gunnarsson átti síðan gott færi
en skaut framhjá.
Síðustu mínútur leiksins sóttu
liðin til skiptis, en Völlsungar
voru greinilega orðnir lúnir enda
búnir að leika aðeins 10 síðari
hálfleikinn. Fyrir Þórarinn kom
inná hjá Þór, ungur leikmaður
Birgir Marinóson, og stóð sig
mjög vel í leiknum, var fastur
fyrir í vörninni og reyndi að
byggja upp spil. Björn Ol-
geirsson var langbestur
Völsunga, barðist eins og ljón,
bæði í sókn og vörn.
Aku rey rarmót
fatlaðra
Laugardaginn 22. maí sl. var
Akureyrarmót í íþróttum fatl-
aðra í Iþróttahúsi Glerárskóla á
Akureyri og úrslit urðu þessi:
Borðtennis unglinga: 1. Stef-
án B. Thorarensen. 2. Elvar B.
Thorarensen. Borðtennis full-
orðinna: 1. Hafdís Gunnars-
dóttir. 2. Sigurrós Ósk Karls-
dóttir. Bogfimi: 1. Hafliði
Guðmundsson. 2. Aðalbjörg
Sigurðardóttir. Boccia: 1. Sig-
urrós Ósk Karlsdóttir. 2.
Tryggvi Haraldsson. 3. Björn V.
Magnússon. 4. Tryggvi Gunn-
arsson. Boccia unglinga: Stefán
B. Thorarensen. 2. Elvar B.
Thorarensen. Mótsstjóri var
Þröstur Guðjónsson.
Magni tapaði
á Sauðárkróki
Á laugardaginn léku í þriðju
deild Magni frá Grenivík og
Tindastóll, og fór leikurinn fram
á Sauðárkróki. Tindastóll náði
fljótlega góðri forystu og í hálf-
leik var staðan þrjú mörk gegn
einu fyrir Sauðkrækinga. Magni
sótti mun meira í síðari hálfleik
og minnkaði munin í eitt mark,
og þannig lauk leiknum, þrjú
mörk gegn tveimur. Mörk
Magna skoruðu Hringur Hreins-
son og Jón Ingólfsson. Á föstu-
dagskvöldið fór Árroðinn til
Eskifjarðar og lék við Austra.
Þetta var mikill baráttuleikur
sem lauk með markalausu jafn-
tefli. Leik KS og HSÞ var frestað
vegna snjólags á vellinum fyrir
austan.
, 3. júní") 982 - DAQUR - 9