Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 7
5 ,s': 1 ; Sigurður Óli Brynjólfsson: Þetta er nýtt form a meirihluta Ný bæjarstjórn hélt fyrsta fund sinn sl. þriðjudag og á þessum fundi var Helgi M. Bergs endurkjörinn bæjar- stjóri og Valgerður Bjarna- dóttir kosin forseti bæjar- stjórnar. Alþýðuflokkurinn er nú kominn í minnihluta ásamt Sjálfstæðisflokknum, en eins og margoft hefur kom- ið fram er meirihlutinn mynd- aður af Kvennaframboðinu, Framsóknarflokknum og Al- þýðubandalaginu. Þessir þrír flokkar eiga sex af ellefu bæjarfulltrúum. Eins og oft vill verða var aðdragandinn að meirihlutanum nokkuð sögulegur og munu menn e.t.v. minnast þess lengst, að Alþýðuflokkurinn hljóp frá borði eftir að samkomulag hafði tekist um myndun meiri- hluta. Vinstri meirihlutinn, sem hélt um stjórnartaumana féll og ljóst var að nýtt afl, Kvennaframboð- ið, var komið til sögunnar og í upphafi var ekki með öllu víst á hvort borðið það myndi halla sér. Sjálfstæðisflokkurinn bað Kvennaframboðið um við- ræður, en það var síðarnefndi aðilinn, sem að lokum kvað upp úr með hvers konar „mynstur" væri heppilegast að þess mati. Annars vegar var um að ræða samstarf A-, G-, V- og B-lista eða hins vegar A-, G-, V- og D- lista. Fulltrúaráð Framsóknar- flokks Akureyrar sýndi fljótt áhuga á að hefja alvarlegar við- ræður við A-flokkana og Kvennaframboðið. Um það leyti sem allt sýndist vera fallið saman, skarst Alþýðuflokkur- inn úr leik. „Alþýðuflokksmenn léku Frey Ófeigsson illa, en ég vil fyrir mitt leyti þakka honum fyrir hans framlag í samninga- viðræðunum. Freyr Ófeigsson er ekki öfundsverður af hátta- lagi Alþýðuflokksins,“ sagði Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi, í samtali við Dag. Nýtt form á meirihluta Sigurður Óli var því næst spurð- ur um hver væri þáttur Sjálf- stæðisflokksins í viðræðunum um myndun meirihluta. - Það er ekki mitt að svara því, en ég veit að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins ræddu við Kvennaframboðið og höfðu til athugunar meirihluta, sem væri settur saman af þeim tveim og A-flokkunum að auki. En sjálf- stæðismenn leituðu þá fyrst og fremst eftir samstarfi við A- flokkana eingöngu og ætluðu að skilja Framsóknarflokkinn og Kvennaframboðið eftir úti í kuldanum. - Gamli meirihlutinn var kenndur við „vinstri", talað var um vinstri meirihluta. Er hægt að setja nýja meirihlutann á svipaðan bás? - Þettaerírauninninýttform á meirihluta, form sem á sér enga hliðstæðu. Það er ákaflega hæpið að kalla þetta vinstri meirihluta, en þó engan veginn hægt að kenna hann við hægri. Ég held, að þeir sem sitja í meirihlutanum gætu aldrei fall- ist á það. Og hvað Kvennafram- boðið varðar, þá tel ég að þegar nýtt afl býður fram, afl sem fær 17,4% atkvæðaogtvobæjarfull- trúa, þá sé full ástæða til að það> komist í meirihluta, og við skul- um minnast þess, að Kvenna- framboðið kom fram sem ótví- ræður sigurvegari út úr þessum kosningum. Er tími gömlu flokkanna liðinn? - Segir sigur Kvennaframboðs- ins að nú sé tími gömlu flokk- anna senn að líða undir lok? - Það er ekki þar með sagt, að mínu mati varð þessi hreyfing til fyrst og fremst vegna áhuga á jafnréttismálum, en þar er mikill akur óunninn. Og ef við ræðum um núverandi meirihluta, þá er Töluverður fjöldi fólks kom í bæjarstjórnarsalinn til að fylgjast með fyrsta fundinum. ekki hægt að segja annað en vel hafi tekist til frá sjónarhóli jafn- réttissinna. í meirihlutanum eru sex fulltrúar, þar af eru þrjár konur, tvær úr Kvennaframboð- inu og ein úr Framsóknarflokkn- um. - Er þetta sterkur meirihluti? - Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er hann það ekki, m.a. vegna þess að Kvenna- framboðið skortir pólitískt afl á Iandsvísu. En ef við lítum til þeirra karla og kvenna, sem mynda þennan meirihluta, þá tel ég að hann sé sterkur. Þarna er fólk, sem stendur styrkum fót- um í bæjarfélaginu, fólk sem vill gera því gagn og hefur áhuga á málefnum þess. Þessi meirihluti er sterkari en mörg önnur póli- tfsk mynstur sem e.t.v. hefði verið hægt að mynda. - Nú snerist kosningabarátt- an mikið um atvinnumál, verða þau ekki eitt aðalverkefni nýrrar bæjarstjórnar? - Jú, það er rétt að atvinnu- mál komu mikið til umræðu í kosningabaráttunni og allir voru sammála um nauðsyn þess að grípa til vissra aðgerða í því sambandi. Hins vegar voru flokkarnir ekki sammála um ein- földun á lausn þessa vanda og greindi þar mest á Sjálfstæðis- flokkinn og Kvennaframboðið. En af öllu er ljóst að bæjar- stjórnarmeirihlutinn mun leggja mikla áherslu á aðgerðir til styrktar atvinnulífinu og beita þrýstingi á stjórnvöld svo að þau láti ekki sitt eftir liggja. En þótt atvinnumál hafi verið svona mikið til umræðu er önnur stjórn bæjarmála margþætt við- fangsefni og ég er sannfærður um, að framkvæmdastefnan fær sama hljómgrunn og áður. Víðtækum meiríhluta hafnað - Kom einhvern tíma til greina að mynda meirihluta, þar sem allir flokkar ættu fulltrúa? - Bæði fyrir og eftir kosning- ar lýsti ég yfir þeim vilja mínum að mynda víðtækan meirihluta. Þessari stefnu var greinilega hafnað af öðrum aðilum en Framsóknarmönnum. - Að lokum? - Ég vona, að samstarf meiri- og minnihluta í bæjarstjórn megi vera farsælt og að fulltrú- arnir geti sameinast um að vinna vel og af heilindum. Það skiptir e.t.v. mestu máli þegar upp er staðið. Nýi meirihlutinn: F.v. Sigurður Jóhannesson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Sigurður Óli Brynjólfsson, Valgerður Bjarnadóttir, Helgi Guðmundsson og Sigfríður Þorsteinsdóttir. Mynd: KGA. Samkomulag um samvinnu í bæjarstjórn Akureyrar Fulltrúar Framsóknarflokks samræmi við verðlagsþróun og (B-lista) Kvennaframboðs (V- lög eftir því sem ástæða þykir lista) og Alþýðubandalags (G- til. lista) eru sammála um að vinna samnn að stjórn og skipan Atvinnnmál• bæjarmála á Akureyri kjör- 2\lVinnumai. tímabilið 1982/1986 á grund- Leggja ber áherslu á eflingu velli stefnuyfirlýsinga sinna og þeirrar atvinnustarfsemi sem samkomulags þessa. þegar er fyrir í bænum, enn- I. Forseta bæjarstjórnar til- fremur hagnýtingu innlendrar nefnir V-listi ár 1982, 1983 orku og heimafenginna að- og 1984, B-listi ár 1985. fanga. 1. varaforseta tilnefnir G- Iðnþróunarfélagi Eyjafjarð- listi. arbyggða verði veittur stuðn- Ritara tilnefnir B-Iisti. ingur. Atvinnumálanefnd beiti Vararitara tilnefnir V-listi. sér fyrir aðgerðum sem stuðla II. Helgi M. Bergs verði að tryggu og vaxandi atvinnu- kjörinn bæjarstjóri kjörtíma- lífi, eftirþvi sem íhennar valdi bilið. stendur. III. í þessu samstarfi skal að Teknar verði upp viðræður öðru leyti miðað við eftir- við ríkisvaldið um eflingu og farandi: bætta stöðu skipasmíða á Ak- ureyri. Utgerðarfélag Akureyringa verði eflt og beitt aðgerðum til Tekjustofnar verði nýttir með að skapa grundvöll til samn- svipuðum hætti og verið hefur. inga milli félagsins og SIipp- Gjaldtaka fyrir selda og veitta stöðvarinnar h.f. um smíði þjónustu verði endurskoðuð i skipa til endurnýjunar togara- Tekjuöflun flota U.A. Aðilar eru óbundnir um af- stöðu til stóriðju við Eyja- fjörð. Fulltrúar V-listans taka fram, að þeir eru andvígir ál- veri eða sambærilegri stóriðju. Orkumál: Taka skal málefni Hitaveitu Akureyrar til athugunar með hliðsjón af þeim erfiðleikum sem fram hafa komið við vatnsöflun. Jafnréttismál: Kosta skal kapps um að gæta jafnréttissjónarmiða m.a. við ráðningu starfsfólks. Kosin skal jafnréttisnefnd í samræmi við samþykkt Jafn- réttisráðs frá 1975. breyttari heimilisþjónustu. Kostnaðarskipting ríkis og bæjar varðandi félagslega þjónustu verði skýrar afmörk- uð. Gerð verði ný áætlun í dag- vistunarmálum, þar sem m.a. verði leitað nýrra leiða í þeim efnum og könnuð þörf fyrir vöggustofu. Næstu verkéfni á sviði dag- vista eru: Dagvist við Pórunnarstræti. Pálmholt verði endurbætt og Iðavellir endurbyggðir. Á vegum bæjarins skal hald- ið áfram smíði verkamanna- bústaða og leiguíbúða í líkum mæíi og verið hefur undanfarin tvö ár. Sérstök athugun fari fram á byggingu íbúða og dag- vista fyrir aldraða. Skipulagsmál: Félagsmál. Aðalskipulag Akureyrar verði Áfram verði unnið að bættri endurskoðað þar sem brýn félagslegri þjónustu í bænum þörf er orðin á nýjum svæðum og hugað sérstaklega að fjöl- til íbúða- og iðnaðarbygginga. Unnið verði áfram að deili- skipulagi nnbæjarins. Gert verði nýtt deiliskipulag Odd- eyrar. Lokið verði gerð skipu- lags fyrir Akureyrarhöfn. Leggja skal áherslu á aukna samvinnu Akureyrar og ann- arra sveitarfélaga á Eyjafjarð- arsvæðinu um landnýtingu og skipulagsmál. Meðferð umhverfis- ognátt- úruverndarmála verði tekin til endurskoðunar. Fræðslu- og menningarmál: Haldið verði áfram uppbygg- ingu grunnskólanna og skal lögð áhersla á byggingu Síðu- skóla og íþróttahúss við Odd- eyrarskóla. Varðandi fram- haldsskólastigið verður lögð áhersla á uppbyggingu verk- menntaskólans, styrkja þær námsbrautir sem fyrir eru og stofna nýjar. Unnið verði að eflingu námsflokkanna og fullorðins- fræðslu ísamvinnu viðyfirvöld skóla og þau samtök sem hafa fullorðinsfræðslu á sinni starfsskrá. Vinnuskólinn verði endur- skipulagður og efldur og stefnt að því að starfsemi hans tengist atvinnulífinu meira en verið hefur. Styrkja skal stöðu Amts- bókasafnsins sem miði að auk- inni fjölbreytni í starfi. Hugað skal að stofnun útibúsíGlerár- hverfi. íþróttamál: Hraðað verði lokafrágangi íþróttahallarinnar. Fylgt verði framkvæmda- áætlun um byggingu sundlaug- ar við Glerárskóla. Efla skal vetraríþróttaaðstöðuna í bæjarlandinu. Lýst er yfir stuðningi við starf íþróttafélaganna í bænum og lögð áhersla á mikilvægi þeirra fyrir íbúa bæjarins. Æskulýðsmál: Félagsaðstaða í hverfum bæjarins verði bætt og starf- semin í Dynheimum efld m.a. með stækkun á húsnæðinu. Styrkja skal starfsemi áhugamannafélaga sem vinna að æskulýðsmálum, efla fyrir- byggjandi starf og upplýsinga- miðlun um skaðsemi vímu- gjafa. Heilbrigðismál: Staða og verksvið Fjórðungs- sjúkrahússins verði styrkt og aukið ísamræmi við fyrri áætl- anir og lögð áhersla á að hraða uppbyggingu þess. Skipan heilbrigðisþjónustu í bænum verði tekin til endur- skoðunar. Gatnagerð: Vinna þarf að uppbyggingu miðbæjarins í samræmi við skipulag. Gerð verði fjögurra ára áætlun um verkefni á veg- um bæjarins íþví sambandi. Lokið verði fullnaðarfrá- gangi gatna og gangstétta jafnhliða því að hverfin byggjast. Stjórnsýsla: Leitað verði leiða til aukinna tengsla og upplýsingamiðlunar við bæjarbúa, t.d. með skipu- lögðum viðtalstímum við bæjarfulltrúa. Hraðað verði endurskipu- lagningu á stjórnkerfi bæjarins sem nú fer fram, m.a. í því skyni að bæta aðstöðu kjör- inna bæjarfulltrúa til að gegna starfi sínu. Samþykkt um stjórn Akur- eyrar frá árinu 1962 verði endurskoðuð. Hagsýsludeild gerí árlega rekstrar- og tekjuáætlun, fil tveggja ára í senn, sem liggi fyrir við gerð fjárhagsáætlun- ar. Samstarfsaðilar haldi fundi til undirbúnings málum í bæjarstjórn. Tillöguflutningur skal að jafnaði vera í nefndum. Nefndaskipan: Samkomúlag um skipan nefnda til 4 ára birtast á 1. aðalfundi bæjarstjórnar en nefndir til eins árs skulu til- nefndará eftirfarandi hátt: Bæjarráð: 13, G, V. Hafnarstjórn: B, B/G, V. Rafveitustjórn: B, G, V. Kjörstjórn: B, B/V. Endurskoðendur bæjarreikninga: B. Endurskoðendur Sparisjóðs Akureyrar: B. Akureyri 30. maí 1982. Sigurður Óli Brynjólfsson Sigurður Jóhannesson Úlfhildur Rögnvaldsdóttir Valgerður Bjarnadóttir Sigfríður Þorsteinsdóttir Helgi Guðmundsson 6 - DAGUR - 3. júní 1982 3. júní 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.