Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 03.06.1982, Blaðsíða 3
Næstkomandi sunnudag, 6. júní kl. 20.30 - Hálf níu - verður frumflutt af Passíu- kómum á Akureyri tónverkið African Sanctus eftir enska tónskáldið David Fanshawe. Þetta verður í fyrsta sinn sem verk þetta er flutt í Evrópu utan Englands. Verkið er samið fyrir kór hljómsveit og segulbönd og verður þannig í flutningi Passíukórsins. David þessi Fanshawe ferð- aðist um Afríku fyrir ca. 13 árum og hljóðritaði einhver reiðinnar býsn af söngvum og hljóðfæraleik hinna ýmsu þjóða sem þar búa. Þegar heim kom hófst hann síðan handa við að semja sjálfur músík og flétta hana við upptök- urnar frá Afríku og var útkoman African Sanctus sem Passíukór- inn flytur á sunnudagskvöldið næsta. Að vanda stendur Roar Kvam við stjórnvölinn en einnig leikur átta manna hljómsveit og tveir einsöngvarar koma fram með kórnum. Síðan er meining- in að kórinn fari til Reykjavfkur með African Sanctus og flytji það á Listahátíð. Nánar verður fjallað um verk- ið í viðtali við Sverri Pál Er- lendsson í Helgar-Degi sem kemur út á morgun. Franskur látbragðsleikur í Samkomuhúsinu Vorvakan heldur áfram og alltaf ber eitthvað nýtt við. A mánudagskvöld gefst Akur- eyringum og öðrum list- elskandi Norðlendingum kostur á að kynnast frönskum látbragðsleik í Samkomu- húsinu. Þar verða á ferðinni tveir franskir látbragðsleikarar, Farid Chopel og Ged Marlon sem flytja okkur leiksýningu sem fjallar um tvo orustuflugmenn í síðari heimstyrjöldinni með lát- bragðsleik í bland við ensk dæg- urlög úr stríðinu. Sýning þessi hefur verið sýnd víða um heim við frábærar undirtektir og má því segja að hér sé um einstakt tækifæri að ræða fyrir okkur heimskautalýðinn að kynnast franskri látbragðslist. Sýningin hefst kl. 20.30 og verður aðeins þetta eina sinn. Sænskur vísnasöngur Á miðvikudagskvöldið næsta, 9. júní syngur sænski vísnasöngv- arinn Olle Adolphson og spilar á Hótel KEA kl. 21.00.. Olle er sagður þekktastur vísnasöngvara og vísnasöng- höfunda í Svíaríki og syngur einnig á Listahátíð í Reykjavík. Sænskur vísnasöngur er eins og kunnugt er rómaður víða um heim og er ekki lítill fengur í öðru eins stórmenni á þessu sviði hér á Akureyri. Forsala aðgöngumiða á öll atriði Vorvöku fer fram í 3 daga fyrir hvert atriði í Bóka- búðinni Huld á Akureyri og er hún opin til kl. 20 á hverju kvöldi. Þeir sem eiga lengra að sækja geta pantað símleið- is, (24444). Einnig verða mið- ar seldir á sýningarstað klukkutíma fyrir hverja sýn- ingu. Sporthú^id Nú bjodum víd ■atta kuHínga ■■velkomna -Eyfjörd auglýsir- Ekta gúmmíslöngur sem endast og endast í öllum stærðum: 1/2“ 3/4“ 1 “ 11/4“ 11/2“ 2“ Afar hagstætt verð. Eyfjörð sími 25222, Akureyri Sölumenn frá okkur verða staddir á Akureyrí dagana 5.-7. júní. Höfum sýnishorn af kappastöngum, ömmu- stöngum, einföldum, tvöföldum, þreföldum viðar- fylltum plastbrautum ásamt mörgum tegundum gluggatjaldaefna. Brautir og Stangir Ármúla 32, Reykjavík, sími 86602. Jgkógardagur A Laugardaginn 5. júní kl. 13,30 í Kjarnaskógi 1. Kynning á skógrækt í Kjarnaskógi 2. Sýnikennsla í gróðursetningu og klippingu trjáa. Allt áhugafólk velkomið. Skógræktarfélag Eyfirðinga, Útivistarsvæðið í Kjarna. Frá öldunga- deild M.A. Innritun í öldungadeild M.A. verður til 15. júní nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skól- ans og þar verður kennslustjóri til viðtals kl. 17-18 mánudaga - föstudaga fram til 15. júní. Sími skólans er 22422. Við innritun skal greiða kennslugjald sem hefur verið ákveðið kr. 850 fyrir næstu haustönn. Næstu haustönn verða kenndir upphafsáfangar í ensku, félagsfræði, íslensku, líffræði, stærðfræði og þýsku. Kennslustjóri. NLF-vara Nýkomið Kías slang fitubani Töfrapillur til megrunar 3. júní 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.