Dagur - 08.06.1982, Síða 7
ður engin hætta á að
rðum atvinnulausir
larlögreglumennina
g Ófeig Baldursson
Iwi
best það kann. En þjófurinn er
ófundinn enn.
Blm: Má kenna það reynsiuleysi
ykkar við að fást við svona flókin
mál?
Ó: Þjófnaðir hafa verið stundað-
ir í gegn um aldirnar og alltaf
hefur einn og einn þjófur slopp-
ið og svoleiðis verður það sjálf-
sagt áfram.
Yfírheyrsiur
Blm: Hvernig fara yfirheyrslur
fram? Notið þið lampa og
skrúfur?
Ó: Nei, við höfum mjög strangar
reglur að fara eftir, sem kveðið
er á um í lögum um meðferð op-
inberra mála. Það er mjög
misjafnt, hvað fær menn til að
játa á sig afbrot. Sumir eru fegn-
ir að geta létt á samvisku sinni,
aðrir þráast við. í byrjun yfir-
heyrslu gerum við viðkomandi
grein fyrir því, að honum beri
ekki skylda til að svara spurning-
um. Við megum ekki ljúga að
manninum og ekki spyrja vill-
andi spurninga eða leiða hann í
gildrur. En það er ekki þar með
sagt, að við gerum honum grein
fyrir því, að við vitum ekki neitt.
Ef tveir eða fleiri eru í yfir-
heyrslu út af sama málinu, þá
megum við ekki ljúga að einum,
að annar hafi leyst frá skjóð-
unni, en hann fær heldur ekki að
vita, hvort einhver hafi sagt eitt-
skýrslu um fimm falsaðar ávísanir, 36
Mynd KGA.
hvað. Ef maður neitar í upphafi
að hafa framið afbrot, en málin
snúast síðan þannig, að allar lík-
ur bendi til, að hann sé sekur, þá
getur verið erfitt fyrir hann að
éta allt ofan í sig aftur. Þá reyn-
um við að gefa honum séns á því
að komast þannig frá þessu, að
hann brotni ekki alveg niður eða
finnist mannorð sitt að engu
orðið.
Blm: Veitist ykkur ekkert erfitt
að koma svona fram sem mann-
orðsbrjótar fyrir þá, sem þið
yfirheyrið?
Ó: Ég vil nú meina, að þeir hafi
fyrirgert mannorðinu, áður en
við komum til skjalanna. Við
rífum ekki bara niður, við verj-
um líka rétt þeirra, sem þolað
hafa tjón af völdum þessara
manna. Einnig sönnum við sak-
leysi manna.
Blm: Nú gerið þið meira en að
fást við þjófa og ræningja
D: Já, það má eiginlega segja,
að við sjáum um allar rannsókn-
ir á vegum lögreglunnar. T.d. í
umferðarslysum, þegar meiðsli
verða á fólki, þurfum við að fara
á staðinn, gera vettvangskönn-
un, taka ljósmyndir, taka skýrsl-
ur af ökumönnum og farþegum
og vitnum sem til næst. Þetta er
gríðarlega mikil vinna og
óhemju magn af pappír, sem í
þetta fer. Ég held við séum sam-
mála um, að rannsóknarlög-
reglumönnúm hér mætti fjölga,
ef vel ætti að vera.
Handavinna
Blm: Er þettá starf þá ekki fyrst
og fremst pappfrsvinna?
D: Jú, það má e.t.v. segja það.
Að stórum hluta er starfið hrein
handavinna og uppfylling form-
legheita. 7
Blm: En tefja! ekki reglurnar og
formlegheitin1 sem þið þurfið að
fara eftir fyrir, að afbrot komist
upp? I
Ó: Það hringja stundum menn,
sem biðja okkur að handtaka
einhvern ákveðinn mann, hann
hafi gerst brotlegur við lögin
o.s.frv. Auðvitað væri lang-
fljótlegast að bruna beint af stað
og rífa manninn glóðvolgan upp
úr rúminu. En þið sjáið, að svo-
leiðis vinnubrögð geta ekki
gengið. Við verðum að fá ýmis-
legt á hreint á^ur.
Blm: En ef þið eruð 100% vissir
um, að maðúrinn hafi framið
afbrot, en eitthvað vantar upp á
formlegheitiní horfið þið þá
ekki aðeins framhjá reglunum?
Ó: Nei.
Blm: Er þetta skemmtilegt
starf? /
Ó: Já, það finnst okkur, annars
værum við ekki að fást við það.
Málin geta verið býsna snúin og
spennandi, þó svo að þau séu
sjaldnast eins og í leynilögreglu-
sögunum. Það fylgir þessu starfi,
að maður er alltaf að hugsa um
það, ekki bara meðan maður er
að vinna, heldur líka, þegar
Mynd: K.G.A.
Áhöld og efhi sem hafa þarf við fingrafaratöku, og leit af fingraförum,
maður er kominn heim á
kvöldin.
Blm: Reynið þið að gera eitt-
hvað meira fyrir t.d. afbrotaung-
linga en það að hafa upp á þeim
og refsa þeim?
Ó: í sambandi við unglingana,
þá reynum við að leiða þá á
réttar brautir. Við höfum sam-
band við Félagsmálastofnun í
sumum málum en við erum bara
tveir og höfum engan tíma til að
gera mikið fyrir þetta fólk.
Blm: Æfið þið skotfimi?
D: Já, við æfum skotfimi á vet-
urna niður í Skemmu og skjót-
um þá úr skammbyssum. Þetta
hljómar dálítið fjarstæðukennt,
en maður verður að horfast í
augu við það, að sú staða gæti
komið upp, að við þyrftum að
notast við kunnáttu okkar á
þessu sviði. Við höfum ekki
þurft að gera það ennþá og ég
ætla svo sannarlega að vona, að
það verði aldrei.
Að svo mæltu fer Daníel með
okkur í „sightseeing" um lög-
reglustöðina og sýnir okkur
meðal annars tæknideild rann-
sóknarlögreglunnar.
D: Við erum orðnir mjög vel
búnir tækjum og þurfum ekki að
kvarta, hvað það varðar. Hérna
erum við með mjög góða að-
stöðu til myndatöku og fram-
köllunar - segir hann á meðan
hann dregur upp úr töskunni
hverja myndavélina og linsuna á
fætur annarri, svo að ljósmynd-
ari Dags fær vatn í munn og
glampa í augu. Þá sýnir hann
okkur áhöld til að ná fingraför-
um, fíkniefnaprufu og annað,
sem komið getur að haldi við
rannsóknir afbrotamála.
í steininn
Þá liggur leiðin í fangelsið, og
fáum við til fylgdar við okkur
Erling Pálmason, yfirlögreglu-
þjón.
E: Hérna eru 13 fangaklefar
fyrir menn, sem koma inn
vegna ölvunar og svo er hér af-
plánunardeild með 4 klefum og
rúmar hún 5-6 menn í einu til af-
plánunar. Hér eru menn yfirleitt
stuttan tíma, af því að hér er
engin vinnuaðstaða, yfirleitt 1-2
mánuði. Menn koma hingað alls
staðar að af landinu. Hér var
kvennafangelsi, en nú er búið að
leggja það niður.
Fangelsið er tómt, þegar við
göngum um ganga þess og segir
Erlingur, að það sé heldur
óvenjulegt. - Þeir eru eitthvað
að slappast í afbrotunum fyrir
sunnan - segir hann og hlær.
E: Það er ekki óalgengt, að
menn óski þess frekar að koma
hingað en fara á Litla-Hraun.
Það eru menn, sem ekki vilja
vera of nálægt heimilum sínum í
afplánun. Hér koma hvítflibba-
menn, sem seilst hafa of langt
ofan í sjóðinn, sem þeim var
treyst fyrir.
Blm: Bætir það menn að vera
hérna?
E: Nei, það bætir engan. Það er
nokkuð klárt. Þetta heitir að
vísu betrunarhús, en það bætir
engan. Það eru skiptar skoðanir
á því, hverjum tilgangi þetta
þjónar eða hvað annað sé hægt
að gera. Og meðal þeirra, sem
hérna vinna, eru uppi allarskoð-
anir á þessu máli.
Blm: Hvað eru margir fanga-
verðir?
E: Það eru 3 lögregluþjónar,
sem ganga svokallaðar fanga-
vaktir. Hér er ýmsu ábótavant.
Það er sérlega bagalegt, að ekki
skuli vera meiri aðskilnaður
milli þeirra, sem eru í refsivist og
þeirra, sem koma hingað sökum
ölvunar eina nótt. Þeir öivuðu
hafa yfirleitt hátt og láta ófrið-
lega, og verður við það lítill
svefnfriður fyrir hina. Þá er
bagalegt að hafa enga vinnuað-
stöðu fyrir langtímafanga.
Við ljúkum við að skoða fang-
elsið í fylgd Erlings, sem hlær og
gerir að gamni sínu og er á
báðum áttum, hvort hann eigi
nokkuð að hleypa okkur út
aftur, - það er svo tómlegt að
hafa fangelsið svona mannlaust,
segir hann. Á endanum sleppum
við þó og skiljum að það er engin
framtíð í bófabransanum fyrir
okkur með aðrar eins löggur á
hælunum.
8. júní 1982 - DAGUR - 7