Dagur - 08.06.1982, Page 9

Dagur - 08.06.1982, Page 9
Þótt Vaskur ynni ekld leikinn, hafði unum og áttu Hvatir oft í vök að liðið betur í mörgum orrust- verjast - hér sluppu þeir síðar- Jafnt hjá þeim „gömlu“ Lið ÍBA, sem tekur þátt í ís- landsmóti þeirra, sem 30 ára eru og eldri, lék sinn fyrsta leik í mótinu á laugardaginn. Þeir léku gegn Breiðabliki í góðu veðri og á ágætum mal- arvelli KA. Þrátt fyrir það, að ÍBA kæmist í tvö mörk gegn engu, náðu Blikamir að jafna og lauk leiknum með jafntefli, tvö mörk gegn tveimur. Ég er ekki fyllilega sammála því, að þessi Old-Boys deild eigi rétt á sér hér á landi. Þegar deildirnar eru orðnar fjórar og svo þessi Old-Boys, fer ekki hjá því, að leikirnir fara að verða ansi margir, svo er kostnaður við þetta ævintýralega hár. Mjög Ííklegt er, að leikir svona liða komi eitthvað niður á aðsókn á aðalleikina, þ.e.a.s. í fyrstu og annarri deild, og svo þegar líða tekur á keppnistímabilið fara áhorfendur að verða þreyttir ekki síður en leikmennirnir og hreinlega hætta að nenna að koma á leikina. Þegar aldurstak- markið er komið niður í 30 ár, má búast við, að einhverjir Ieik- menn aðalliðanna, sem komnir nefndu naumlega með skrekldnn. Mynd: K.G.A. Vaskur tapaði í fyrsta leiknum Nýstofnað íþróttafélag á Ak- ureyri, íþróttafélagið Vaskur, tekur nú þátt í íslandsmótinu í fjórðu deild í knattspyrnu. Félagið Iék á föstudagskvöld- ið sinn fyrsta leik og þá gegn Hvöt frá Blönduósi. Nokkur fjórðu deildar bragur var á leik þessara aðila, en Blönduósbúar voru sterkari og sigruðu örugglega með þremur mörkum gegn einu. Hvöt sótti meira í fyrri hálf- leik og fyrsta mark þeirra kom á 10. mín., en þá komst einn fram- línumanna þeirra inn fyrir Vasksvörnina og skoraði óverj- andi fyrir Úlfar, markmann Vasks. Á 22. mín. átti Hafberg Svansson gott skot að Hvatar- markinu, en boltinn hafnaði í þverslá. Á35 . mín. bættu Hvatarmenn öðru marki við. Þá tóku þeir langa aukaspyrnu upp að Vasks- markinu og skallað var óverj- andi í markið. Strax á sjöttu mín. síðari hálf- leiks skoruðu Vasksmenn úr víti, en þá hafði boltinn verið handleikinn innan vítateigs. Það var Anton Haraldsson, sem skoraði úr vítaspyrnunni. Eftir þetta frískuðust Vasksmenn nokkuð og sóttu stíft að marki Hvatar. Allt kom hins vegar fyrir ekki, og markmaður Hvat- ar varði oft á tíðum mjög vel. Á 37. mín. bætti Hvöt við einu marki og gulltryggði sigur sinn. Eins og áður segir, var knatt- spyrnan lík því, sem búast má við í 4. deild, en Hvatarliðið virkaði nokkuð jafnt. Bestir hjá Vaski voru Anton og Gunnar Berg jr. Dómari var Haukur Torfason og línuverðir Guð- mundur Lárusson og Guðmund- ur Svavarsson, og dæmdu þeir vel. Hermann var hetja Næstved 16 ára Akureyringur, Her- mann Haraldsson, hefur getið sér mjög gott orð sem mark- vörður með danska knatt- spyrnuliðinu Næstved og tals- vert verið fjallað um frammi- stöðu hans í dönskum blöðum. Hermann leikur með ung- lingaliði félagsins og hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum. Þegar lið hans lék gegn B-1901 varði hann mark Næstved eins og berserkur og kom í veg fyrir að lið hans tapaði með meiri mun en 1:2. Leikmenn B-Í901 gerðu harða hríð að marki Næst- ved þrátt fyrir að þeir léku ein- um færri mestan hluta síðari hálfleiksins, en Hermann var sá þröskuldur, sem þeim gekk illa að yfirstíga og var hann hetja liðs síns. Þessi 16 ára piltur sem lék með KA, áður en hann hélt utan, er geysilegt markmanns- efni, og verður fróðlegt að fylgj- ast með honum í framtíðinni. eru að þrítugu, hætti í aðalliðinu fyrr en ella, og fara að taka það rólega og leika með svona liði. Þrátt fyrir þessi „niðurrifs- skrif“, var ýmislegt sem gladdi auga áhorfandana hjá þessum leikmönnum. Á 11. mín. var brotið á Árna Gunnarssyni innan vítateigs Blikanna, og röggsamur dómari leiksins, Rafn Hjaltalín, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Árni tók spyrnuna sjálfur og skoraði af öryggi. Þrátt fyrir það, að Blikarnir spiluðu heldur betur í fyrri hálf- leik, bætti ÍBA við öðru marki á 23. mín. Það var Þormóður, sem skor- aði með „vinstri“ eftir góðan samleik við Kára og Árna Gunnars. Á 24. mín. skora Blik- arnir eftir góða fyrirgjöf utan af kanti. Tveimur mín. síðar skora Blikarnir annað mark. Þá ætlaði Gunnar Austfjörð að gefa bolt- ann til Ragnars markmanns, en Bliki náði boltanum og skoraði örugglega. Fleiri urðu mörkin ekki, en ÍB A sótti nær stanslaust mestall- an síðari hálfleikinn. Margir þóttust sjá gamla ÍBA- spilið, en reynt var að spila bolt- anum alveg inn í markið hjá andstæðingunum. Það vantaði Magga Jónatans í liðið með góð langskot. Hermann Haraldsson Frestað hjáÞór Leik Þórs og FH var frestað, þar eð FH átti einn mann í landslið- inu, sem lék á Möltu um helgina. Þróttarar unnu Völsunga og hafa nú forustu í deildinni. Fylk- ir og Njarðvík gerðu jafntefli, Reynir (S) sigraði Einherja og Skallagrímur sigraði Þrótt frá Neskaupstað. Bikar- keppni annað kvöld Bikarkeppni Knattspyrnu- sambands íslands er að hefj- ast um þessar mundir, og í kvöld og annað kvöld verður leikið á Norðurlandi. í kvöld leika Dagsbrún og Leifur, Völsungur fær Árroðann í heimsókn og á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Magni. Annað kvöld Ieika svo Þór og KS og verður sá leikur á Þórs- velli og hefst kl. 20. 8.. júní, 1,982 - DAGUR - 9

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.