Dagur - 10.06.1982, Side 4

Dagur - 10.06.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Erfiðleikar á vinnumarkaði Samkvæmt þeim upplýsingum, sem hafðar voru eftir forystumönnum vinnumarkaðarins í morgun (9. júní) er vonlítið um að samningar takist um nýja kjarasamninga áður en kemur til víðtækra verkfalla. Mörg stærstu launþega- félögin hafa boðað verkfall á fimmtudag og föstudag í þessari viku og síðan ótímabundið verkfall frá og með 18. júní, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Áhrif þessara fyrirhuguðu vinnustöðvana er þegar farið að gæta í ýmsum þáttum þjóðlífsins, til dæmis hvað varðar úthald fiskiskipa, hamstur á vörum í verslunum, ferðir erlendra ferða- manna til landsins og utanlandsferðir íslend- inga svo eitthvað sé nefnt. Auk þess er talin hætta á að einhver þeirra atvinnufyrirtækja, sem erfiðast eiga vegna tapreksturs og rekstrarfjárskorts komist varla af stað aftur ef verkföll ná til að lama starfsemi þeirra enn frekar en orðið er. Þó ekki sé dregin í efa nauðsyn á kjarabót- um fyrir ýmsar starfsstéttir, þá er það almenn skoðun að kjarasamningar sem gerðir eru við núverandi efnahagsástæður muni ekki leiða af sér hærri rauntekjur launþega. Kjarasamning- ar í dag muni fyrst og fremst verða þáttur í keppni milli hinna ýmsu launþegahópa um það hvar þeir skipast í launastigann, miðað við aðrar launastéttir í landinu. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegs- ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lýsir hinu alvarlega ástandi í efnahagsmálum þjóðarinnar í ítarlegu viðtali við Tímann í gær. Þar segir Steingrímur meðal annars: „Talan 2 til 3 af hundraði samdráttar í þjóðartekjum hljómar e.t.v. ekki svo óskaplega, en þetta gæti þýtt samdrátt í gjaldeyristekjum, 10 til 15 af hundraði. Það lýsir líklega betur áhrif- unum . . . Gjaldeyrisútstreymið hefur verið of- boðslegt. Mér skilst að gjaldeyrisstaða bank- anna hafi versnað um 679 milljónir króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins . . . Með svona mikilli aðsókn í gjaldeyri, langt umfram það sem aflast, erum við að éta upp forðann . . . Fyrir launahækkunum er ekki til einn einasti eyrir í þjóðarbúinu. Staðreyndin er sú að minna er til nú en í fyrra. Ljóst er að í stað þess að hækka laun þurfum við að dreifa þeim birgðum sem af ástandinu skapast sem sann- gjarnt á alla þegna þjóðfélagsins. Þá verða þeir að taka þyngstu birgðirnar sem þola mest . . Það er sama hvað samið er um, það getur ekki orðið almenn kjarabót þegar þjóð- artekjur fara minnkandi. “ Með þessi alvarlegu orð Steingríms í huga er vonandi að samningsviðræður skili árangri, stuðli að friði á vinnumarkaðnum, án þess að efnahagslífi þjóðarinnar sé stefnt í meiri erfið- leika en við blasa í dag. Sigurður Jóhannesson. Amtsbókasafnið: 141500 bækur lánaðar út ári Skyldu Akureyringar lesa meira eða minna en aðrir landsmenn? Það hefur ekki verið kann- að en svo mikið vitum við að síðastliðið ár fengu þeir lánað- ar rúmlega 10 bækur hver af Amtbókasafninu, alls 141500 bækur. Þessar upplýsingar fékk Dagur hjá Lárusi Zopanías- syni yfírbókaverði á Amt- bókasafninu um daginn, ásamt því sem hér fer á eftir. Hvers konar bókmenntir lesa Akureyringar helst? - Þeir lesa allt sem að kjafti kemur. Helst vilja þeir eitthvað nýtt, en annars er ekki til nein úttekt á lestrarvenjum bæjar- búa. Hér hafá menn aðgang að öllum bókum safnsins og ég held að það eitt að menn geti grams- að hér að vild í hillum, geri það að verkum að menn lesi mun fjölbreyttara efni en annars og fari héðan út með bækur, sem aldrei væru lesnar af öðrum kosti. Er meira lesið á veturna en sumrin? - Hér áður fyrr var það mjög áberandi hvað mikið meira var lesið á veturna en á sumrin, en nú hefur þetta breyst og er nú nokkurn veginn jöfn útlán árið um kring. Ég veit ekki hvað veldur, kannski sumarfríin. T.d. fer gríðarlega stór hópur manna í sumarfrí á sama tíma hérna á verksmiðjunum og ekki næstum því allir nota fríið tií ferðalaga. Sumir verja tímanum heima hjá sér í rólegheitum við lestur góðra bóka af safninu. Svo held ég líka að hér ráði breytt viðhorf. Það þótti áður fyrr leti og amlóðaháttur að líta í bók á sumrin og hefur sá hugsunar- háttur ríkt fram á okkar daga en er nú að breytast. Er lestrarsalurinn jafn mikið notaður á sumrin og á veturna? - Nei, hann er stundum tóm- ur heilu dagana. Samt er alltaf einhver slæðingur af fólki sem situr þar á sumrin, T.d. er ekki óalgengt að þeir sem eru í há- skólanámi verji einhverjum hluta sumarfrísins í lestur og nota þá gjarna aðstöðuna og þægileg-heitin hérna. Eins sitja hér stundum grúskarar og kafa í ættartölum og gömlum skjölum. Túristar leggja líka oft leið sína hingað og sitja þá stundum heilu dagana, sérstaklega þegar rignir. Veðráttanhefur mikil áhrif á alla starfsemi safnsins. Það er t.d. áberandi meira um útlán bóka eftir rigningarhelgi en eftir góðviðrishelgi. í grannlöndum okkar tíðk- ast sá siður að bókasöfn hafi ekki á boðstólum aðrar bækur en þær sem ná ákveðnu gæða- marki að mati þar til gerðrar nefndar. Hefur komið til tals að slíkur háttur verði tekinn upp hér? á boðstólum sem almenningur vill lesa, annað tel ég ritskoðun. Málið horfir líka öðru vísi við hér en hjá nágrannaþjóðunum. Við erum jú, ekki nema um 200 þúsund og gefum út mun færri bækur en þær og bókasöfnin hér þurfa ekki að velja eins þröngt og þar. Það er líka staðreynd að bókasöfn hér eru mun meira notuc af almenningi en þar. En i.á kaupið þið mis mikið inn af hverjum bókartitli. Eftir hverju farið þið þegar þið ákveðið hvað mikið á að kaupa af hverju? - Við förum eftir föstum línum, kaupum ákveðið magn af skáldsögum og ákveðið af ævi- sögum o.s.frv. Við reynum að kaupa mest af því sem við vitum að mest verður lesið en við verð- um oft að ráða það af líkum hvort bókin verður vinsæl eða ekki. Stundum kemur í ljós að meira er spurt eftir tiltekinni bók en gert var ráð fyrir í inn- kaupum, þá er bara að panta fleiri eintök. Safnið hér er eitt þriggja safna á landinu sem prentsmiðjur þurfa að standa skil á öllu sem þær gefa út. Hin eru Lándsbókasafnið og Há- skólasafnið. Hingað á sem sagt að koma allt prentað mál sem út kemur á landinu. Það verður nátturulega misbrestur á því þegar segja má að komin sé prentsmiðja í annan hvern bílskúr. Það liggur heilmikil vinna í því að afgreiða þessi prentskil. Dagblöðin þarf að binda inn og koma þeim í hillu og þau eru svo plássfrek að það horfir til vandræða. T.d. leggur Mogginn undir sig ca 90 cm. í hillu árlega og öll blöðin þurfa um 2 metra á ári. Þess verður vonandi ekki langt að bíða að allt þetta verði komið í míkró- filmu. Við það sparast heilmikið pláss en það verður óneitanlega ekki eins gaman að lesa bók af míkrófilmu eins og af spjöldum. Nú eruð þið að fara að setja upp sýningu hérna á safninu. Hvað getið þið sagt okkur af henni? - Þetta eru nú reyndar tvær sýningar sem báðar hefjast 12. júní. Annars vegar er þetta glerlistarsýning Leifs Breiðfjörð og hins vegar verður sett upp sýning sem haldin var í Lands- bókasafninu í tilefni af afmæli Halldórs Laxness. Þar verða sýnd handrit af íslandsklukk- unni og önnur gögn sem skáldið byggði á við smíði bókarinnar. Sýningarnar verða opnar á opnunartíma safnsins og ég held að það sé vel þess virði að skoða þær. - Nei, það tíðkast ekki hér á landi og ég vona að svo verði ekki í framtíðinni. Mér finnst fólk sjálft eigi að ráða því hvað það les en ekki einhverjir bóka- safnsfræðingar, bókmennta- fræðingar eða einhverjir aðrir álíka spekingar. Mér finnst að bókasöfn eigi að hafa þær bækur Lárus Zophoníasson. 4^DAG,UR-10. júní 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.