Dagur


Dagur - 10.06.1982, Qupperneq 7

Dagur - 10.06.1982, Qupperneq 7
GLERARGOTU 20 — 600 AKUREYRI — SlMI 22233 — NAFNNUMER 0181-7825 Bæjarins bestu greiðslukjör GLERARGÖTU 20 — 600 AKUREYRI — SlMI 22233 — NAFNNUMER 0181-7826 Morgunstund í safna húsinu á Húsavík byggðasafnið flytur niður, stækk- ar húsrými þess fimm sinnum. Á neðstu hæðinni verður m.a. sér- stök stofa til minningar um Will- iam Pálsson, Halldórsstöðum í Laxárdal, sem andaðist í desem- ber 1980. Hann ánafnaði söfnun- um meginhluta eigna sinna. Par á meðal eru þrjú merk málverk, Borgundarhólmsklukka, sem er 120 ára gömul og gengur rétt enn þann dag í dag, fornt skatthol, og í skjalasafnið komu margs konar skjöl og handrit frá þessari fjöl- mennu fjölskyldu, sem bjó lengi á Halldórsstöðum. í gjöfWilliams- eða Willa Frans - var einnig ýmis- legt til náttúrugripasafnsins, en það voru aðallega bækur um nátt- úrufræðileg efni og landafræði, ennfremur bankainnistæður, pen- ingar, hlutabréf og frímerkjasafn. Willi Frans hafði áður gefið tölu- vert til náttúrugripasafnsins, enda hafði hann ætíð mikinn áhuga á náttúrufræði. Finnur sagði, að gjöf Willa Frans, sem var sonur hjónanna Páls Þórarinssonar, bónda á Hall- dórsstöðum og Lizziar Pórarins- son, skosku söngkonunnar, væri í rauninni ómetanleg. 1 Safna, riti inu er hægt að finna myndir af því og í byggðasafninu eru munir frá því. Margt af því fólki sem tengist þessum söfnum er líka duglegt að gefa til þeirra. í því sambandi má minnast Þórólfs Jónssonar í Stórutungu, sem er Mýrarmaður, hann hefur gefið mikið í náttúru- gripa- og skjalasafnið. Fólkið frá Þverá í Laxárdal tengist öllum þessum söfnum svo við tökum annað dæmi.“ Og það kom í ljós er við gengum fram í byggðasafnið að þess er getið frá hverjum munirnir eru komnir. Finnur sagði að það vekti alltaf ánægju meðal safngesta, sem eru af þingeysku bergi brotnir, að sjá þar muni sem til- heyrðu forfeðrum þeirra. „Að sjálfsögðu er þetta mun meiri vinna að merkja hvern og einn hlut á þennan hátt, en það er miklu skemmtilegra fyrir fólk að skoða safnið þegar það getur tengt hlutina einhverjum ákveðn- um persónum,“ sagði Finnur. Theodor Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. „Hann er mikill fróðleiksmaður og á marga góða gripi í náttúrugripasafnið. Theodor kemur hingað nær daglega,“ Safnahússins, segir Finnur: „Bestu stundir Williams voru ef- Saumuðu út stafina í dúka og kodda Hún Hjördís er að fletta Guð- brandsbiblíu. Þessi biblía kom í safnið frá Halldórsstöðum í Bárðardal. Einhverju sinni var bókin lánuð í Engidal, sem er á heiðinni milli Bárðardals og Mývatnssveitar, og um svipað leyti brunnu bæjarhúsin á Halldórsstöðum. Það varð bókinni sem sagt til bjargar að hún var í öðrum húsum og nú er hún tryggilega geymd í Safnahúsinu. „Það er alveg með ólíkind- um hve vel þetta eintak hefur varðveist,“ sagði Hjördís, og benti ljósmyndaranum á hve fallegir stafir eru í upphafi hvers kafla. Þeir eru hið mesta augnayndi, útflúraðir í alls- konar hlykkjum og bogum. Það er talið að Guðbrandur biskup hafi sjálfur teiknað staf- ina. Það var ekki tækninni fyrir að fara þegar biblían var prent- uð 1584, talið er að sjö prentar- ar hafi unnið við hana í fjögur ár. Alls er til röskur tugur ein- taka af biblíu þessari hér á landi. En af hverju var bókin lánuð milli bæja? Hjördís sagðist hafa sína kenningu um það. Hún taldi að bóndakonum hafi þótt stafir Guðbrands fallegir og tekið þá upp og er þær voru að sauma út stafi í dúka, kodda og þ.h. „Ég held að þetta liggi í augum uppi,“ sagði Hjördís og hló. laust, þegar hann var að veiðum niður við Laxá og sveiflaði flugu- stönginni, því að þá nutu sín best sterkir eiginleikar hans, heims- borgarinn, náttúruskoðarinn og sveitamaðurinn, sonur Laxárdals- ins, sem umfram allt var hans dalur.“ Naemi, Broteva og Övida Þegar unnið er í söfnum, kemur ýmislegt í ljós, sumt er þess eðlis, að menn brosa út í annað munn- vikið, en gleyma því síðan. Ann- að bregður birtu á atburði, sem ekki mega hverfa úr manna minni. Sérkennileg mannanöfn teljast tæplega til síðarnefnda flokksins, en þó verður gerð grein fyrir þeim hér. Þegar verið var að ljósrita Þingeyingaskrá eftir Kon- ráð Vilhjálmsson (sem er faðir Gísla Konráðssonar, framkv.stj. Ú.A.) kom í ljós, að þar er að finna mörg nöfn, sem hafa þó e.t.v. ekki þótt undarleg á sínum tíma. Á síðustu öld hétu konur Bergvina, Lofis, Ermenga, Egídína, Bentsína, Arína, Hólm- kelína, Naemi, Broteva, Övida og Abelína. Karlar hétu t.d. Ljónharður, Rustikus, Hólm- tryggur, Mýrkjartan, Steinmóð- ur, Aðalbrigt og Elliðagrímur. Menn völdu rökkum sínum ýmis nöfn. Árið 1912 hefur verið gerð úttekt á heitum hunda á Tjörnesi og er ekki annað hægt að sjá, en þar komi margt kunnug- lega fyrir sjónir. Hundurinn á Bakka hét Vaskur, Hnyðra hét tík á Hóli og Sjúlla hét vinkona hennar, sem þá bjó á ísólfsstöð- um. Hertir er talinn til heimilis á Ytri-Tungu og Pópi var í Hring- veri. Neró var í Tungugerði og Brana í Tröllakoti. mikið í skjalasafninu. Hann hefur gefið sagði Finnur. Saga landnemans í Ameríku í skjalasafninu sýndu þau hjón blaðam. nokkur fagurlega skrifuð sveitablöð og á mynd, sem er í opnunni, má sjá þau hjón við stafla af öskjum, sem í er safn Jóns Jónssonar frá Mýri, sem flutti til Ameríku með 11 börn upp úr aldamótunum 1900. Ein dóttir hans, Aðalbjörg, varð eftir hér heima og út frá henni er kom- inn mikill ættbogi, nægir að minn- ast tveggja manna, þeirra Páls H. Jónssonar, Áskels Jónssonar og þeirra systkina. „Sjáðu þessa mynd,“ segir Hjördís og dregur mynd úr einni öskjunni. „Þarna er Jón með hópinn sinn, nýkominn til Ameríku. Sjáðu þessa ungu konu. Þetta er afskaplega lagleg ung kona. í þessum öskjum eru einkum bréf frá Jóni til dóttur sinnar, Aðalbjargar. Það má segja, að þetta sé saga landnem- ans í Ameríku." Menn voru síður en svo latir við að skrifa hér áður fyrr. Þegar við litum af öskjum Jóns Jónssonar, benti Hjördís á annað safn. „Þetta er með því fyrsta, sem við röðuðum upp. Þetta er safn Sig- urðar Sigurðssonar, hreppstjóra á Landamóti. í því eru 1882 bréf til Sigurðar. í öðrum söfnum eru bréf frá Sigurði og sjálfsagt eru þau ekki færri. Þessi Sigurður var m.a. umboðsmaður Jóns Jóns- sonar, en á þessum tíma var Bárð- dælahreppur og Kinnarhreppur einn og sami hreppurinn.“ „Það er mikið atriði að hafa svona mörg söfn í einu og sama húsinu,“ segir Finnur. „Það er svo mikið skemmtilegra að vinna við þau. Við svifum okkur á milli safnanna, vinnum í þeim til skiptis. í skjalasafninu getum við lesið um fólkið, í ljósmyndasafn- Keypti stokkabelti fyrir fyrstu ritlaunin Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, öðru nafni Hulda skáldkona, átti einna verðmæt- ustu hlutina sem geymdir eru í Safnahúsið á Húsavík. • ' K ' • byggðasafninu. Hér er um að ræða ýmislegt af skarti skáldkon- unnar, s.s. stokkabelti og lindi. Sigurður Bjarklind eiginmaður Unnar, var kaupfélagsstjóri á Húsavík í 16 ár. „Það er sagt að hún hafi keypt stokkabeltið fyrir fyrstu ritlaunin sín og að maður hennar hafi gefið henni lindann," sagði Finnur er við svipuðumst um í byggðasafninu. í einum kass- anum eru silfurskæri og Finnur sagði að þessi skæri hefði Val- gerður Tryggvadóttir (Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra) notað þegar hún vígði Skjálfanda- fljótsbrúna við Fosshól 1930. Tryggvi veiktist á Akureyri og komst ekki austur og fór Valgerð- ur í hans stað. Upp á vegg má sjá myndaröð af sveitabæjum. Finnurfræðir okkur á því að þessar myndir hafi Grím- ur Sigurðsson frá Jökulsá gefið „Jóhann Skaptason sannkallaður brautryðjandi“ „. . . Mest allra hefur þó Safnahúsið notið krafta Jó- hanns Skaptasonar, sem hefur verið formaður byggingar- nefndar hússins frá upphafi og fylgt hugsjón Safnahússins fram með óbilandi dugnaði og einurð ár eftir ár, því að ekki hafa málefni þess alls staðar og ávallt mætt jafn miklum skiln- ingi. Er Jóhann Skaptason hér sannkallaður brautryðjandi og faðir Safnahússins á Húsavík,“ sagði Sigurður Gizurarson þegar húsið var vígt. Ætíð stóð kona Jóhanns, Sigríður Víðis, við hlið manns síns, en án dugnaðar þeirra hjóna hefði Safnahúsið tæpast orðið að veruleika. Málverkin af þeim hjónum málaði Halldór Pét- ursson. Finnur sagði að þetta væru að öllum líkindum síð- ustu málverkin sem Halldór málaði, en hann lést skömmu síðar. safninu. „Þarna sérðu bæi sem voru í Flatey, á Flateyjardal, Þorgeirsfirði og Hvalvatnsfirði og í Keflavík. Þessum myndum fylgdu fjórar þykkar bækur og í þeim má sjá hverjir áttu heima á þessumbæjumfrá 1703 þartilþeir fara í eyði. Alls á safnið 25 myndir eftir Grím.“ Arkabrjótur beini gerður Já, það er svo sannarlega hægt að mæla með því við ferðamenn - og heimamenn - að þeir leggi leið sína í Safnahúsið. Þar er hægt að eyða löngum tíma inni og þeim tíma er vel varið. Þarna eru fuglar, ísbjörn, gamlir munir, ný og gömul málverk, sérkennilegir steinar og steingervingar. Þarna er stafur sem Guðmundur bíld- skeri skar út fyrir bónda nokkurn. Hnúðurinn á stafnum er ljóns- haus og í makka ljónsins er mynd af bónda. í sama kassa er hnífur úr beini, sem dóttursonur Bólu- Hjálmars skar út. Á blaðinu er eftirfarandi staka, rituð með rúnaletri: Arkabrjótur beini gerður hælis vill njóta í híbýlum Jóns Og beittri egg blaða milli skálda svo skörungi líki. Þarna er líka atgeir sem fannst þegar snjó tók upp í lág í Grísa- tungufjöllum. „Þessi atgeir var það eina sem við fengum, hin vopnin sem fundust eru öll í Þjóðminjasafninu. Árið eftir að vopnin fundust var aftur farið af stað og þá fannst ögn af litklæð- um, í rauðum, bláum og grænum lit. Þar sem þessir gripir voru er enn afar mikil fönn og það veit enginn hvað hún kann að geyma. Við vitum ekki heldur hvað gerðist í Vopnalág, e.t.v. urðu einhverjir úti þarna og e.t.v. var bardagi á þessum slóðum," sagði Finnur. Við kveðjum Safnahúsið á Húsavík. Það er ekki rúm til að greina frá náttúrugripasafninu í smáatriðum, en þar ræður ríkjum stór hvítabjörn eins og frægt er orðið. Þar er líka geirfugl sem Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi steypti úr froðuplasti og gaf safninu. Fuglinn er listavel gerður, hann er ekki síðri en sá geirfugl sem fyrir sunnan situr og var keyptur í útlöndum fyrir stórfé. Þessi stofa, sem er í salnum á 3ju hæð, er eftirlíking af stofunni á Þverá í Laxárdal, þar sem Kaupfélag Þingeyinga var stofnað fyrir 100 árum. Hjördís og Finnur. Á milli þeirra eru öskjurnar með skjölum Jóns Jónssonar frá Mýri. Safnahúsið á Húsavík var vígt í maí 1980. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Safna- húsið eflst og þroskast undir styrkri handleiðslu Finns Krist- jánssonar, safnvarðar og konu hans, Hjördísar Tryggvadóttur Kvaran. Blaðam. Dags leit við hjá þeim hjónum fyrir skömmu og drakk með þeim morgun- kaffíð. Þau hjón voru fús til að segja frá safninu og fóru með blaðam. í hvern krók og kima. kima. Upplýsingar um 15 þúsund Þingeyinga! Árið 1981 erfyrsta heila árið, sem söfnin í Safnahúsinu starfa opin- berlega, en fyrir utan héraðs- skjalasafnið er í Safnahúsinu byggðasafn, héraösbókasafn, náttúrugripasafn, Ijósmyndasafn og myndlistarsafn. Bókasafnið er á annarri hæð hússins, en hin söfnin eru á jarðhæð og á þeirri þriðju. Öll söfnin, fyrir utan hér- aðsbókasafnið, eru undir stjórn Finns og Hjördísar. Það verður að segjast eins og er, að okkur Finni og Hjördísi dvaldist einna lengst í skjalasafn- inu. Þau hjónin tíndu fram hverja öskjuna á fætur annarri og röktu sögu fjölskyldna, sem fóru til Vesturheims, svo að dæmi sé tekið. Inn í frásagnirnar fléttaðist fróðleikur, sem illt er að koma til skila, svo að nokkurt vit sé t, en þarna geta Þingeyingar og aðrir. sem áhuga hafa á sögu þeirra, sótt sér ómælda vitneskju. „Um öll söfnin má afdráttar- laust segja, að þau efla bræðra- bönd byggðanna í Suður-Þingeyj- arsýslu og tengsl þeirra við fortíð og uppruna og ættu að geta orðið ódáinsakur frjósams og fjöl- breytts menningarlífs," segir Sig- urður Gizurarson, sýslumaður, í grein er birtist í Árbók Þingey- inga og er það sannmæli. Elst safnanna í Safnahúsinu er héraðsbókasafnið. Það var á Gautlöndum í Mývatnssveit, að nokkrir menn komu saman 10. apríl 1889 og stofnuðu „einka- lestrarfélag". Kenndu þeir það við félagsskapinn Ófeig í Skörðum. Um aldamótin var safnið flutt til Húsavíkur, þar sem það var sameinað bókum Lestrarfélags Húsavíkur. Byggðasafnið í Safnahúsinu tengist safninu á Grenjaðarstað traustum böndum, en upphaf safnsins má rekja allt aftur til árs- ins 1957, þegar Bændafélag Þing- eyinga og sýslunefnd Suður-Þing- eyjarsýslu gerðu með sér samning um, að sýslunefndin tæki við munum, er félagið hafði safnað. Héraðsskjalasafnið, sem rætt var um í upphafi, veitir m.a. við- töku skjölum af þingeyskum upp- runa úr Þjóðskjalasafni, svo sem lög standa til. í þess fórum eru margvísleg skjöl, bréfasöfn, dag- bækur og aðrar ritaðar heimildir frá ýmum mönnum. í því sam- bandi má minnast hins mikla ætt- fræðisafns feðganna Indriða Þórkelssonar og Indriða Indriða- sonar frá Ytra-Fjalli, sem Indriði yngri gaf héraðinu 1974. Og ekki má gleyma hinni gildu Þingey- ingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar frá Hafralæk. Sú skrá inniheldur upplýsingar um hvern einasta Þingeying, sem fæddist á síðustu öld, samtals um 15 þúsund manns. Náttúrugripasafnið er ungt að árum, en það var á aðalfundi sýslunefndar í apríl 1963, að sam- þykkt var að leita eftir samstarfi við Norður-Þingeyjarsýslu og Húsavíkurkaupstað um stofnun náttúrugripasafnsins. Einstæð gjöf Margir listamenn hafa sýnt í Safnahúsinu. Finnur sagði, að nú væru 100 verk í eigu þess, en hluta verkanna hefur það keypt af lista- mönnunum, önnur hafa verið gefin. Það er samdóma álit þeirra listamanna, sem Dagur hefur rætt við, að það sé sérlega gott að sýna á Húsavík, aðstaða til fyrirmynd- ar í sýningarsal og síðast en ekki síst, Húsvíkingar kaupa mikið af verkum. í fyrra sýndu átta lista- menn í Safnahúsinu og seldust um 40-50% myndanna. Stjórn safnanna tók þá ákvörð- un á síðasta ári, að neðsta hæðin yrði tekin undir meginhluta byggðasafnsins, sem er á 3. hæð í dag, eins og áður sagði. Þegar 6-DAGUR-10. juní 1982 10. júní 1982 - DAGUR - 7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.