Dagur - 10.06.1982, Side 9
Bs ' a , •«'-(»> h mm
Jónas Róbertsson á gott skot að marki Siglfirðinga, en markvörðurinn náði að verja. Hinsvegar fylgdi Guðjón Guðjónsson vel á eftir og potaði
knettinum ■ nétið. Mynd: K.G.A.
Þór sló Siglfirðinga
út úr Bikarkeppninni
Það var hart barist í leik Þórs
og Siglfírðinga í fyrstu umferð
Bikarkeppni KSI, sem fram
fór á Þórsvelli í gærkveldi.
Þrátt fyrir það að Siglfirðingar
berðust eins og Ijón allan
tímann, voru þeir slegnir út úr
keppninni, en Þór sigraði með
tveimur mörkum gegn einu.
í fyrri hálfleik sóttu Þórsarar
heldur meira, en þrátt fyrir það
áttu Siglfirðingar mörg góð
marktækifæri, en þeir beittu
skyndisóknum sem oft á tíðum
komu Þórsurum í opna skjöldu.
Á sjöundu mínútu varði
Eiríkur hörkuskot í horn en það
koma eftir laglegan samleik Sigl-
firðinga.
Æfingartafla
knattspyrnudeildar
7. flokkur. Mánud., miðvikud., föstud., kl. 1-3. Drengir 8 ára
og yngri. Þjálfari Gunnar Gíslason.
6. flokkur. Mánud., miðvikud., föstud., kl. 3-5. Drengir 8-10
ára. Þjálfari Gunnar Gíslason.
5. flokkur. Þriðjud., föstud., kl. 5-6, sunnud., kl. 2-3. Drengir
11 og 12 ára. Þjálfari Tómas L. Vilbergsson.
4. flokkur. Mánud., miðvikud., föstud., kl. 6-7. Drengir 13 og
14 ára. Þjálfari Steinþór Þórarinsson.
3. flokkur. Mánud., miðvikud., fimmtud., kl. 7-8.15. Drengir
15 og 16 ára. Þjálfari Steinþór Þórarinsson.
2. flokkur. Þriðjud. kl. 7.30-9, fimmtud. kl. 8.15-9.30 og laug-
ard. kl. 11-12.30. Drengir 17-19 ára. Þjálfari Einar Pálmi
Árnason.
Kvennaflokkur. Mánud., miðvikud., kl. 8.15-9.30, föstud.
óákv. Þjálfari Trausti Haraldsson.
Ath. Frjálsir knattspyrnutímar á KA-velli á þriðjud. og
fímmtud. á millí 1 og 3. Leiðbeinandi Gunnar Gíslason.
Æfingagjald kr. 150 allir flokkar.
Leikjanámskeið KA innritun í Lundarskóla mánudaginn
21. júní frá kl. 10-12. Verðkr. 100. Hvert námskeið stendur í 2
vikur. Leiðbeinandi Gunnar Gíslason.
Innritun í 6. og 7. flokk, á milli 10-12 alla virka daga fram til
18. júní, í Lundarskóla.
Fáum mínútum síðar skaut
Siglfirðingur framhjá eftir djarft
úthlaup hjá Eiríki. Á 25. mínútu
átti Rúnar Steingrímsson hörku-
skot af löngu færi að Siglufjarð-
armarkinu, en það fór aðeins
framhjá.
Á 26. mínútu fengu Þórsarar
dauðafæri. Þeir spiluðu laglega á
milli sín og Bjarni Sveinbjörns-
son skaut úr mjög góðu færi,
en ágætur markmaður Siglfirð-
inga bjargaði meistaralega. Sigl-
firðingar fengu mjög gott mark-
tækifæri á 35. mínútu, en skutu
framhjá.
Á 40. mínútu kom fyrsta mark
leiksins. Þá spiluðu ungu strák-
arnir í Þórsliðinu laglega á milli
sín og Jónas Róbertsson skaut
hörkuskoti sem markmaður
Siglfirðinga varði en missti bolt-
ann frá sér fyrir fæturnar á Guð-
jóni sem skoraði. Aðeins einni
mínútu síðar bættu Þórsarar við
öðru marki. Þá fékk Bjarni
stungubolta upp hægri kantinn
og hljóp með Siglfirsku vörnina
á hælunum upp undir vítateig.
Markmaður Siglfirðinga valdi
þann kostinn að hlaupa á móti
Bjarna, sem þá skaut yfir mark-
manninn og í opið markið.
í síðari hálfleik sóttu Siglfirð-
ingar nær látlaust. Þeir sköpuðu
sér mörg hættuleg tækifæri, en
voru stundum of bráðir á sér og
skutu úr of þrögum færum.
Eiríkur, markmaður Þórs
varði margsinnis mjög vel, en
meiddist seint í hálfleiknum og
þurfti að fara útaf.
Á 40. mínútu sendu Siglfirð-
ingar langan bolta fyrir Þórs-
markið og leikmaður númer 11
skallaði örugglega í markið.
Þrátt fyrir stöðuga pressu
tókst Siglfirðingum ekki að gera
fleiri mörk, en lið þeirra er ágætt
og tvímælalaust besta þriðju-
deildarlið sem hér á Akureyri
hefur leikið á þessu sumri.
Dómari leiksins var Þóroddur
Hjaltalín, en það erfurðulegt að
dómari úr Þór skildi dæma þenn-
an leik, enda fékk hann oft að
heyra það hjá Siglfirðingum,
sem þarna voru, að hann væri
heimadómari. Það býður bara
heim leiðindum að láta dómara
úr sama félagi og leikur, dæma
leikinn.
Næstu andstæðingar Þórs í
bikarkeppinni verða Ólafsfirð-
ingar og einnig leika saman
Tindastóll og Vöisungar og fara
þeir leikir fram 23. júní.
Yngri
flokkar
Islandsmót yngri flokka er nú
hafið og um helgina léku bæði
lið Þórs og KA, Þór gegn Völs-
ungi en KA gegn KS.
I fimmta flokki sigruðu Þórs-
strákarnir með 13 mörkum gegn
engu. Þrír Þórsarar skoruðu
þrjú mörk hvor, en það voru
Árni Þ. Árnason, Þórir Áskels-
son og Páll Gíslason. 1 fjórða
flokki sigraði Þór með fimm
mörkum gegn engu, en Völs-
ungar sigruðu í þriðja flokki
með einu marki gegn engu. í 5.
flokki sigruðu Siglfirðingar KA
með tveimur mörkum gegn
engu.
KA sigraði í fjórða flokki með
níu mörkum gegn engu, og þar
var Árni Hermannsson marka-
hæstur með þrjú mörk. KA sigr-
aði síðan í þriðja flokki með sex
mörkum gegn engu.
Jafnt hjá
stúlkunum
Fyrsti leikurinn í kvennabarátt-
unni fór fram á sunnudaginn. Þá
áttust við í vormóti Akureyrar-
félögin Þór og KA. KA náði for-
ystu í leiknum með marki Sól-
eyjar Einarsdóttur, og skömmu
síðar bætti Sirra Sævarsdóttir
öðru marki við fyrir KA. Þannig
var staðan í hálfleik, tvö mörk
gegn engu fyrir KA.
1 síðari hálfleik minnkaði Inga
Huld Pálsdóttir muninn fyrir
Þór í tvö mörk gegn einu, og á
síðustu mínútum leiksins fengu
Þórsstúlkur víti, eftir að KA
stelpa hafði handleikið knöttinn
innan síns vítarteigs.
Anna Einarsdóttir skoraði ör-
ugglega úr vítinu og jafnaði fyrir
Þór og rétt um leið var leikurinn
flautaður af. Dómari var Geir
Guðsteinsson.
Vormót
KRA
Vormót KRA er nú hafið. Ann-
ar flokkur Þórs og KA er búinn
að leika og lauk leiknum með
jafntefli, eitt mark gegn einu. Á
þriðjudagskvöldið léku síðan
fimmtu flokkar þessara liða.
I A-liði fóru leikir jafnt, eitt
mark gegn einu, en í B-liði sigr-
aði KA með einu marki gegn
engu, og KA sigraði einnig í C-
flokki með þremur mörkum
gegn engu.
Um helgina
Sá leikur sem hæst ber um helg-
ina er fyrstudeildar leikurinn, en
þá fá KA menn Keflvíkinga í
heimsókn. Sá leikur verður á
föstudagskvöldið á KA-velli og
hefst kl. 20.00. Á laugardaginn
leika síðan í annari deild Þór og
Reynir frá Sandgerði og verður
sá leikur á Þórsvelli kl. 14.00 á
laugardaginn. Sama dag fara
Völsungar til Borgarnes og leika
við Skallagrím. A laugardaginn
eiga einnig að leika í þriðju deild
Tindastóll og Sindri, Huginn og
KS, Árroðinn og HSÞ og Magni
og Austri. í fjórðu deild eiga að
leika Vaskur og Leifur, Hvöt
og Svarfdælir, Dagsbrún og
Reynir Ársk. og Glóðafeykir og
Vorboðinn. Einsogsjámáverð-
ur mikið úrval knattspyrnu-
leikja fyrir alla knattspyrnu-
áhugamenn.
10. júní 1982 - DAGUR - 9