Dagur


Dagur - 10.06.1982, Qupperneq 12

Dagur - 10.06.1982, Qupperneq 12
MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFAR Í FLESTA BÍLA Þungatakmarkanir á vegum: Tvöfaldur kostnaður við mjólkur- flutninga Þungatakmörkunum á vegum hefur nú víðast hvar verið aflétt. Öxulþungi er nú aðeins takmarkaður á nokkrum heið- um, s.s. Vaðlaheiði, Lágheiði og um Mývatnsöræfi. Þunga- takmarkanir hafa nú staðið mun lengur en venjulega, vegna þess hve tíðarfarið hefur verið óvenju slæmt. Hefur þetta komið hart niður á ýmsum, s.s. vörubílstjórum og öðrum, sem mikið þurfa að notast við þungaflutninga. Blaðið hafði samband við Þor- gils Gunnlaugsson, bónda á Sökku í Svarfaðardal og sagði hann þungaskatt og takmarkanir hafa komið hart niður á bændum þar. „Ég gæti trúað, að kostnaður við mjólkurflutninga héðan hefði tvöfaldast á þessum tíma. Bændur hér hafa verið að mjatla áburði heim á heyvögnum og er það sér- staklega óhagkvæmt fyrir þá, sem þurfa að fara lengra. Ég álít, að vegagerðin geti ekki boðið okkur upp á þetta. Hér í Svarfaðardal mátti aka hlöðnum vörubílum um veginn mun fyrr en leyft var. Hér voru tveir eða þrír pyttir, sem lítill vandi hefði verið að lagfæra með ofaníburði.“ Ennfremur sagði Þorgils, að sjálfsagt væri að hafa þungatak- markanir á vegum á vorin, en ófært, að nokkrir menn á Akur- eyri hefðu það á valdi sínu, hve- nær þungaflutningar yrðu leyfðir í Svarfaðardal. Eins væri ófært, að vörubílstjórar yrðu fyrir atvinnu- missi og tapi af þessum sökum, án þess að einhverjar bætur kæmu til. Listakosning í Hrafnagilshreppi 26. júní nk. fara fram kosningar til sveitarstjórna í hreppum landsins. Algengast er, að kosningar þessar séu óhlut- bundnar, þ.e. kosnir eru ein- staklingar, en þó er töluvert um það, að boðnir séu fram listar. í Hrafnagilshreppi hafa verið lagðir fram tveir listar - annars vegar H-listi fráfarandi hrepps- nefndar og hins vegar I-listi áhugamanna um sveitarstjórnar- mál. Listakosninghefurekki farið fram í hreppnum í 20 ár og lék blaðam. forvitni á að grennslast um, hvað réði að nú kæmu fram listar og hringdi í efstu menn á hvorum lista, Harald Hannesson af H-lista og Önnu Guðmunds- dóttur af I-lista. Haraldur sagði, að hann væri heldur á móti svona kosningum, en þetta kæmi upp með ákveðnu millibili að ungt fólk vildi spreyta sig og væri það ekki óeðlilegt. Anna sagði, að listi hennar hefði verið boðinn fram af ýmsum ástæðum, en fyrst og fremst vegna þess, að á síðustu árum hefði fjölgað mjög í hópi launafólks í hreppnum, en það ætti ekki full- trúa í hreppsnefndinni, sem skip- uð væri bændum. Bæði voru þau samnrála um það, að ekki væri nein vonska í kosningunum og allt væri þetta í góðu meint. Mikill vöxtur hefur verið í ám og lækjum í hitunum að undanförnu. Þessi mynd var tekin af vinnusvæði brúarsmiða við Árgerði í Svarfaðardal. Þeir voru heldur betur á flæðiskeri staddir og gátu fátt gert annað en beðið eftir því, að flóðið sjatnaði. Mynd hh Bruni í Hafnarstræti Á þriöjudagseftirmiðdag kom upp eldur viö húsið Hafnar- stræti 81 þar sem verslunin Ein- ir hefur verið til húsa. Eldurinn kom upp fyrir utan húsið að vestanverðu en flutning- ar stóðu yfir hjá fyrirtækinu. Komst eldurinn í léttan vegg og síðan inn í húsið á annari hæð um það bil er slökkvilið Akureyrar kom á vettvang. Þar urðu tals- verðar skemmdir af reyk og vatni. Þegar Dagur hafði samband við rannsóknarlögregluna fengust þær upplýsingar að eldsupptök væru ókunn en málið væri í rannsókn. Aðfaranótt þriðjudagsins var brotist inn í Flugstöðina á Ak- ureyri. Mun innbrotið hafa átt sér stað eftir miðnætti. Þjófurinn komst í peninga í flugstöðvarbyggingunni en litlar skemmdir voru unnar á staðnum. Málið er í rannsókn hjá Rann- sóknarlögreglunni á Akureyri. Ný brauð frá KEA Brauðgerð KEA á Akureyri er þessa dagana að senda á mark- aðinn tvær nýjar tegundir af brauði. Er hér um að ræða gróf, sykurlaus brauð sem bera heitin Trimmbrauð og Þriggja korna brauð. í Trimmbrauðinu er hveiti, grúska (gróf kornblanda), heil hveitikorn, rúgmjöl, maltöl, ger, alt og leyfileg aukaefni. Þriggja korna brauðið inniheldur hveiti, sigtimjöl, mulinn rúg, hörfræ, salt jurtafeiti, ger, súrdeig, maltmjöl, valmúafræ og leyfileg aukaefni. Þetta eru nýjustu brauðin frá Brauðgerð KEA, en fleiri tegund- ir eru reyndar nýkomnar á mark- aðinn. Má af þeim nefna sykur- lausa Víkingabrauðið, sykurlausa Heilsubrauðið og Sojabrauð, en það síðast talda hefur þegar náð gífurlegum vinsældum. Þessi brauð eru öll seld niður- skorin í smekklega hönnuðum plastpokum sem innihalda um 20 sneiðar hver. Þau brauð sem nefnd hafa verið hér að framan eru aðeins lítill hluti framleiðsl- unnar á grófum brauðum hjá KEA því að þar eru framleiddar 12 tegundir af grófum brauðum fyrir utan rúgbrauð, franskbrauð og mörg fleiri. >T /TYfT trp 'T r"" dJi ÍlL /liy IS S Jií. # Margir í nefndum Á fyrsta bæjarstjórnarfundin- um þurfti bæjarstjórn Akur- eyrar að kjósa ekki færri en 340 aðalmenn og varamenn í um það bil 50 nefndir, stjórnir, ráð og stofnanir bæjarins. Ef hver maður hefðí verið kosinn í eina nefnd (algengt er, að einn maður sitji í tveimur nefndum), er ekki fjarri lagi, að 4-5% bæjarbúa hefði hlot- ið kosningu í einhverja nefnd eða stjórn. Af þessu má ráða, að stjórn eins bæjarfélags er viðamikið verk og nefndirnar eru bráðnauðsynlegar, svo að hlutirnir geti gengið eðli- lega fyrir sig. # Ættiaðselja bílinn? Dagur sagði frá því fyrir skömmu, að bíll sá, sem keyptur var til að flytja fatlaða, hefði lítið sem ekkert að gera, auk þess lýsti forstöðumaður SVA því yfir, að bíllinn væri óhentugur til síns brúks. Margir hafa komið að máli við starfsmenn Dags og spurt, hvers vegna í ósköpunum bíllinn sé ekki seldur og keypt- urannar-ef þörfertalináþví. Það getur ekki verið neinum í hag að sitja uppi með bíl, sem getur ekki gegnt því hlutverki, sem honum var ætlað í upp- hafi. # Ungirsjálf- stæðismenn óánægðir Það er opinbert leyndarmál, að ungir sjálfstæðismenn á Akureyri eru ákaflega óánægðir með efstu menn listans, ungu mennirnir telja, að þeir gömlu hafi síður en svo staðið sig vel í meirihluta- viðræðunum. Að sjálfsögðu munu þeir gömlu ekki hlusta á ungu flokksmennina, slíkt er ekki siður á þeim bæ. # Forðagæslu- stjóri og löggilt klof Götustrákur íhaldsblaðsins sagði aðeins hálfan sannleik- ann fimmtudaginn 3. júní. Þann góða dag stóð í íhalds- blaðinu, að Jón Sigurðarson hafi viljað gera vin sinn, Benedikt Ólafsson, að forða- gæslustjóra við nefndarkosn- ingar í bæjarstjórn. Einnig sagði götustrákurinn að Jón hefði ekki heldur fengið það í gegn, að Benedikt yrði gerður að fjallskilastjóra. Hinn helm- ingurinn af sannleikanum er þessi: Benedikt kom aldrei til álita eftir að búið var að kanna líkamsvöxt mannsins, það kom nefnilega í ijós, að hann hafði hvorki iöggilt klof eða iöggiltan faðm. Benedikt var sem sagt hafnað á faglegum forsendum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.