Dagur - 15.06.1982, Blaðsíða 7

Dagur - 15.06.1982, Blaðsíða 7
....alltaf ákveðinn í að verða kaupfélagsstjóri“ Rætt við Olaf nýráðinn kaupfélagsstjóra á Að Birkimel 10 á Sauðárkróki býr Ólafur Friðriksson, ný- ráðinn kaupfélagsstjóri á staðnum, ásamt konu sinni, Freyju Tryggvadóttur, og börnum þeirra tveim. Þegar tíðindamenn Dags voru á ferð á Króknum í fyrri viku, heim- sóttu þeir Ólaf, og forvitnuð- ust nánar um hinn nýja kaup- félagsstjóra. Ungur kaupfélagsstjóri „Nákvæmlega tiltekið er ég fæddur þann 5. júní 1953, að Asi við Kópasker, og ólst þar upp hjá foreldrum mínum. Strax og maður var farinn að geta eitt- hvað, var farið að vinna í kring um kaupfélagið, við verslun og almenn verkamannastörf. Þegar barnaskóia lauk fór ég í ung- lingaskóla að Lundi í Öxnar- firði, en var síðan eitt ár í Reyk- holtsskóla og lauk þaðan gagn- fræðaprófi. Um haustið ‘72 byrjaði ég í Samvinnuskólanum og útskrif- aðist þaðan vorið ‘74, en skömmu áður hafði ég verið ráð- inn kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Þá hafði ég reyndar verið búinn að fá skólavist í Englandi og var þar við nám um sumarið. Síðan kem ég heim og tek við kaup- félagsstjórastöðunni á Þórshöfn í október ‘74, þá 21 árs gamall. Þegar ég á sínum tíma tók þá ákvörðun að gerast kaupfélags- stjóri, var mér gerð grein fyrir því af mínum kennurum - sem ég mat mikils - til dæmis Snorra Þorsteinssyni sem þá var yfir- kennari að Bifröst, að það væri tvennt til. Annaðhvort tækist manni vel upp og þá væri maður ofan á, eða að maður kafsigldi sig, og þá gæti tekið mörg ár að vinna sig upp aftur.“ - Var þetta ekki nokkuð mikið í einu, að taka próf í Sam- vinnuskólanum og vera ráðinn kaupfélagsstjóri á sama tíma? „Þegar ég var strákur var ég alltaf ákveðinn í að verða kaup- félagsstjóri, og eins og ég nefndi áðan, hafði ég starfað mjög mikið við kaupfélagið og gjör- þekkti kaupfélagsrekstur. En hins vegar hafði ég aldrei unnið bein stjórnunarstörf og þekkti til dæmis lítið til bókhalds. Þegar ég fór til Þórshafnar var í mér nokkur kvíði en þó spenningur, að takast á við þetta verkefni. Maður var ungur og gárungarnir voru að minnast á að ég væri ekki nema rétt orðinn fjárráða. En það kom mér eiginlega á óvart hvað mér var tekið vel og mér gekk ákaflega vel að lynda við starfsfólkið. Ég hafði mjög góða samstarfsmenn á skrifstofu kaupfélagsins, sem hjálpuðu mér að komast inn í hlutina. Reksturinn á kaupfélaginu hafði gengið heldur illa, en strax á fyrsta árinu eftir að ég byrjaði, tókst að rétta það verulega við. Ég held að það hafi fyrst og fremst verið því að þakka að reynt var að koma reglu á hlut- ina. Það er boðorð númer eitt, að þar sem ekki er reglusemi er rekstur ekki í lagi. Á Þórshöfn var ég í tvö ár, og á seinna árinu var reksturinn kominn í gott lag.“ Heim á Kópasker „Síðan gerist það að kaup- félagsstjórastaðan á Kópaskeri losnar. Ég hafði nátturulega sterkar taugar til þess staðar, auk þess sem kaupfélagið þar var stærra að umfangi - þótt verslunarsviðið væri minna, var afurðasalan svo miklu stærri - og það varð úr að ég réð mig þang- að og byrjaði þar í ágúst ‘76. Nú, ég þekkti hvern einasta mann, þannig að það var tiltölulega létt að taka þar við. Sumir höfðu reyndar spáð því að það yrði erfiðara fyrir mig að koma þang- að vegna þess að ég væri heima- maður, en ég varð á engan hátt var við slíkt. Og ég held að það sé nauðsynlegt, að áður en menn taka við ábyrgðarstöðum, fari þeir að heiman og sýni eitthvað af sér annarsstaðar. Og á Kópa- skeri var ég í sex ár, þangað til ég lét þar af störfum núna í lok maí.“ Nýtt blóð - Áttu ekki von á að það verði erfiðara fyrir þig að byrja hér, þar sem þú þekkir lítið til, en á Kópaskeri? „Auðvitað er alltaf kostur að þekkja til, en það getur líka ver- ið ókostur. I vissum tilfellum getur verið mjög gott að komi nýtt blóð - ég segi í vissum til- fellum. Ég tel mig þekkja vel til reksturs kaupfélaga, og rekstur- inn hér er í sjálfu sér ekkert frá- brugðinn þeim rekstri sem ég hef verið að fást við, en hann er miklu margþættari og um að ræða mun stærri einingar. Auðvitað fer mikill tími hjá mér í það að setja mig inn í aðstæður og reyna að kynnast þeim sem best. En hin rekstrarlegu vandamál eru yfirleitt hin sömu, hvort sem kaupfélagið er lítið eða stórt. Og þótt ég sé ekki búinn að vera hér lengi, finn ég að ég hef mjög trausta samstarfsmenn og það hjálpar geysilega mikið og er mikill styrkur.“ Stórhýsi - Og hvað er framundan? „Ég byrjaði á því að reyna að átta mig svolítið á fjármálunum - þau eru alltaf það erfiðasta í rekstrinum. Nú, svo er ég búinn að fara út í allar deildir kaup- félagsins og útibú. Hef þannig verið að skoða alla sterfsemina, og ég get sagt þér að það tekur þó nokkurn tíma. En stærsta verkefni kaupfé- lagsins í dag, er bygging aðal- stöðvar, sem er þegar hafin. Jarðhæð hússins er 3600 fer- metrar, en ofan á koma tvær hæðir sem hvor um sig er 700 fer- metrar. Verslanir félagsins, sér- staklega á Sauðárkróki, eru fyrir lögnu búnir að sprengja utan af sér starfsemina. Þegar um slík þrengsli er að ræða skortir oft á hagræðinguna - vörurnar sjást ef til vill ekki, jafnvel þó að til séu. En þegar þetta nýja hús verður risið, skapast grundvöll- ur til að leggja niður 4—5 verslan- ir og færa á einn stað. Og þegar til kemur verður þetta sennilega Hin nýja bygging kaupfélagsins Mynd: K.G.A. Ólafur Friðriksson. í flokki stærstu verslana utan Reykjavíkursvæðisins. Við ger- um okkur vonir um að hægt verði að flytja inn í þetta hús eftir um það bil ár. í öðru lagi stendur til að byggja í sumar fyrsta áfanga fóð- urvöruhúss. Sú starfsemi hefur einnig sprengt allt utan af sér.“ „Nýir vendir sópa best“ „Ég er þeirrar skoðunar að viss færanleiki í svona störfum sé nauðsynlegur. Auðvitað mega alls ekki verða of ör manna- skipti, hvort sem um er að ræða kaupfélagsstjórastöðu eða aðra framkvæmdastjórastöðu. En það er heldur ekki gott að menn sitji lengi í sama starfi. Það er nú einu sinni svo að nýir vendir sópa best. Þegar menn eru búnir að vera lengi í svona starfi er hætt við að fari framhjá þeim svona eitt og annað sem alÞs ekki má fara framhjá þeim. Auðvitað er þetta einstaklingsbundið, sumir eru alltaf ferskir en aðrir eru fljótir að staðna. Það er ef til vill ein af ástæðunum fyrir því að égfór hingað, að égvildi sjáhvar ég stæði. Og það er engin laun- ung, að í mér er viss metnaður, og ég segi það alveg hiklaust að sá maður sem ekki hefur neinn metnað kemst ekkert áfram.“ Erfítt fyrir fjölskylduna - Nú ert þú með fjölskyldu, var ekki erfitt fyrir ykkur að rífa ykkur upp og flytja hingað? „Jú, það var mjög erfitt. Um leið og við komum á Kópasker fórum við að byggja okkar eigin íbúðarhús og vorum flutt í það fyrir fjórum árum. Við unnum mikið í því sjálf og höfum þann- ig gert það að miklu leyti eftir eigin höfði - og manni finnst nú einhvernveginn að maður eigi miklu meira í hlutunum þegar maður hefur gert þá sjálfur. Auk þess eiga foreldrar mínir heima á Kópaskeri, og fyrir börnin, til dæmis, er alltaf gott að geta heimsótt afa og ömmu. Þetta er auðvitað mjög erfitt fyrir þau, svona fyrst í stað. Maður varð fyrst og fremst að gera þá ákvörðun, að flytja hingað, upp við sjálfan sig og fjölskylduna. Ogþóttfjölmargir kollegar mínir og vinir hafi hvatt mig til að takast á við þetta verk- efni, hlaut auðvitað endanleg ákvörðun og uppgjörið að vera við sjálfan sig og fjölskylduna.“ Bjartsýnn - Og hvernig lýst þér svo á Krókinn? „Ákaflega vel. Það liggur ljóst fyrir að ekki þarf að kvíða verk- efnaskorti. Hér hefur átt sér stað gríðarlega mikil uppbygging síð- ustu ár, og sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að reisa hér stein- ullarverksmiðju kemur til með að skapa mörg ný atvinnufyrir- tæki. Þannig að ég get ekki ann- að en verið bjartsýnn á framtíð- ina.“ 6 - DAGUR -15. júní 1982 Ef þú lítur inn hjá okkur, sérðu margt á ótrúlega góðu verði í öllum deildum Vöruhússins, en til þess að telja það allt upp, yrðum við að leggja undir okkur allt blaðið, svo að við stiklum aðeins á stóru. Snyrtingin tekst vel og veitir konunni vellíðan með snyrtivörum frá okkur Biodroga - Sans Soucis - Revlon Bjóðum einnig úrval af slæðum, hárböndum, hálsmen, eyrnalokka, armbönd og nælur. Snyrtivörudeild. HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400 15. júní 1982- DAGUR-7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.