Dagur


Dagur - 15.06.1982, Qupperneq 4

Dagur - 15.06.1982, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM,: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Krafaum fríð Krafan um afvopnun og frið gerist nú æ hávær- ari. Um helgina efndu fjölmörg bandarísk sam- tök til mótmælafundar gegn kjarnorkuvígbún- aði í New York og talið er, að fundarmenn hafi verið hátt í eina milljón, sem er það mesta sem um getur í sögu borgarinnar. í síðustu viku var annar mótmælafundur í Bonn og áður hefur kjarnorkuvopnum verið mótmælt á mjög fjölmennum fundum í London og Róm. Ýmsir stjórnmálaskýrendur telja, að þessi hreyfing muni hafa veruleg áhrif á stjórnmálamenn á Vesturlöndum, en vara jafnframt við of mikilli bjartsýni. Það ber líka að hafa í huga, að sam- bærilegar friðarhreyfingar eru ekki leyfðar austan járntjalds. Hreyfing eins og sú, sem sprottið hefur upp á Vesturlöndum er ekki ný undir sólinni. Það eru aðeins 32 ár síðan fréttir bárust af ráð- stefnu í Stokkhólmi, en þar var eftirfarandi ávarp samþykkt: □ Vér heimtum skilyrðis- laust bann við kjarnorkuvopnum, vopnum til að skelfa og myrða með friðsaman almúga. □ Vér heimtum að komið sé á ströngu alþjóðlegu eftirliti til tryggingar því, að þessu banni sé framfylgt. □ Vér lítum svo á, að hver sú ríkis- stjórn, sem fyrst beitir kjarnorkuvopnum gegn hvaða þjóð sem er, fremji brot gegn mannkyn- inu og geri sig seka um stríðsglæpi. □ Vér heit- um á alla góðviljaða menn hvarvetna um heim að undirrita þetta ávarp. Þetta ávarp er enn í fullu gildi og sorglegt til þess að vita, að mannkynið er enn í sömu spor- um og fyrir rúmum þremur áratugum. Ef eitt- hvað er, þá er það statt nokkuð aftar. Vopna- búr heimsins er orðið mun fullkomnara og nógu stórt til að eyða heiminum nokkrum sinnum. Kenningin um takmarkað kjarnorku- stríð á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en enn eru til þeir menn, sem halda dauðahaldi í hana. íslendingar mega ekki láta sitt eftir liggja, þegar rætt er um afvopnunarmál, þeim koma þau við ekki síður en öðrum. Og þeir geta tekið sér í munn orð Alberts Einsteins sem sagði þegar hann ræddi um vetnissprengjur: „Vér getum ekki hætt að vara menn við án afláts og hvað eftir annað. Vér getum ekki slegið slöku við tilraunir vorar að fá þjóðir heimsins og framar öllu ríkisstjórnir þeirra til að gera sér grein fyrir þeirri óumræðilegu ógæfu, sem þær munu vissulega kalla yfir sig, ef þær breyta ekki afstöðu sinni hver til annarrar og viðhorfi sínu til framtíðarinnar. “ Nú er haldið annað afvopnunarþing Sam- einuðu þjóðanna í New York og sækja það fjór- ir íslenskir þingmenn. Sameinuðu þjóðirnar virðast vera sá vettvangur, sem einna helst er hægt að treysta á í sambandi við lausn á hern- aðarkapphlaupi stórveldanha. En öflugt al- menningsálit gegn kjarnorkukapphlaupinu mun flýta fyrir jákvæðri niðurstöðu og þagga niður raddir stríðsæsingamanna. Af þeirri ástæðu meðal annars, verða íslendingar að fylkja sér ákveðið í hóp þeirra þjóða, sem berj- ast hvað harðast gegn hernaðarbrölti og vít- isvélum. Áskell Þórisson c4—'ÐAGliIR- -tS.: j únf ;1982 Eriingur Davíðsson: Kveðja til KÞ Atvikin höguðu því svo, að fyrir fimmtíu árum dvaldi ég við nám í héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal, og litlu síðar var ég þar nokkur ár ráðsmaður eða bryti, eins og það var nefnt. Var starf mitt meðal annars í því fólgið að sjá fjölmennasta heim- ili héraðsins fyrir fæði og ýmsum öðrum nauðsynjum, en í mötu- neyti skólans voru á annað hundrað manns. Mjólk og mjólkurvörur keypti ég í ná- grenninu, en aðrar vörur flestar hjá Kaupfélagi Pingeyinga eða KÞ á Húsavík. Þegar ég hóf þarna starf, árið 1935, hvarf Sigurður Bjarklind, maður þingeyskrar ættar, frá kaupfélagsstjórastörfum á Húsavík, en við tók næstu miss- eri Karl Kristjánsson, síðar al- þingismaður, en 1937 tók við kaupfélagsstjórastörfum Aust- firðingurinn Þórhallur Sig- tryggsson og hafði þau á hendi til ársins 1953. Kynntist ég þarna ofurlítið þrem kaupfélagsstjór- um KÞ og mörgum öðrum starfsmönnum á skömmum tíma og til viðbótar hafði ég dvalið með þeim fjórða í Laugaskóla, þar sem við vorum báðir við nám og það var Finnur Kristjánsson frá Halldórsstöðum í Kinn, er tók við af Þórhalli og var samtals kaupfélagsstjóri í fjóra áratugi, fyrst hjá Kaupfélagi Svalbarðs- strandar. Um sama leyti kynnt- ist ég, og einnig í Laugaskóla, þeim manninum sem síðar átti eftir að verða stjórnarformaður KÞ um langt árabil og er enn, en það er Teitur B jörnsson, bóndi á Brún í Reykjadal. Báðir voru piltar þessir greindir vel, rólynd- ir og rökvísir í besta lagi. Við kaupfélagsstjórastarfi af Finni Kristjánssyni tók Hreiðar Karlsson frá Narfastöðum í Reykjadal 1979. Hann var, þeg- ar ég dvaldi meðal Þingeyinga, enn í húfu Guðs. En foreldra hans þekkti ég þess betur, hjón- in Karl Jakobsson frá Narfastöð- um og Herdísi Sigtryggsdóttur, systur Björns á Brún. Ég man það vel, að eitt sinn veiktist ég og var fluttur á spítala á Húsavík. Þangað flutti Karl Jakobsson mig á vörubíl sínum. Snjór var nokkur en færi gott. Ekki held ég mér hafi verið hlát- ur í hug á leiðinni. Þó vék alvara lífsins frá mér, þegar ökumaður allt í einu hélt á hinni löngu og miklu gírstöng í hendi sér. Án þess að stöðva bi'linn reyndi hann að koma stönginni í sitt fyrra far í bílgólfinu, en það gekk illa. Bráðlega rann þó sú óskastund upp, að það tókst. Á Húsavíkurspítala heimsótti mig nokkrum sinnum hinn kunni samvinnufrömuður og gáfumaður, Benedikt Jónsson frá Auðnum í Laxárdal, þá bókavörður á Húsavík, og bauð mér góðar bækur, var einstak- lega alúðlegur, vakandi og skor- inorður. Þótt hann stæði stutt við í hvert sinn, mátti búast við snjöllum og bragðmiklum setn- ingum í samræðum við hann. Vel sé þessum aldna heiðurs- manni fyrir hugulsemina. Vegna dvalar minnar á fjöl- mennum skólastað, Laugum, og starfa minna, kynntist ég mörgu fólki, kom á allmörg heimili og eignaðist vini og kunningja. Margir héraðsmenn áttu einnig erindi að Laugum. Þar voru t.d. margir fundir haldnir um hin ýmsu félags- og menningarmál. Auðvitað var það hin mesta til- viljun, hverjum ég kynntist mest og af þeim eru mér minnisstæðir menn eins og Ketill á Fjalli í Aðaldal, Þorgeir á Brúum í sömu sveit, Jón Sigurðsson í Ystafelli í Kinn, Kristján í Fremstafelli, bróðir Jónasar frá Hriflu, Baldur á Ófeigsstöðum og Kristján á Halldórsstöðum, allir í sömu sveit. í Reykjadaln- um eru mér minnisstæðir Björn Sigtryggsson á Brún, Jón Har- aldsson á Einarsstöðum, skáld- bóndinn Sigurjón Friðjónsson á Litlu-Laugum og Guðmundur á Sandi, bróðir hans, sem allir kannast við og bjó í næstu sveit. Þá komu oft að Laugum Þór- Akureyrarbær: Hverjir sitja í nefndum? Bæjarráð: Aðalmenn: Sigurður Óli Brynjólfs- son, Valgerður H. Bjarnadóttir, Helgi Guðmundsson, Gunnar Ragnars, Sigurður J. Sigurðsson. Varamenn: Sigurður Jóhannesson, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Gísli Jónsson, Jón G. Sólnes. Hafnarstjóm: Aðalmenn: Stefán Reykjalín, Gunnlaugur Guðmundsson, Elín Stephensen, Jón G. Sólnes, Vilhelm Þorsteinsson. Varamenn: Bjarni Jóhannesson, Hilmir Helgason, Guðlaugur Ara- son, Hjörtur Fjeldsted, Jónas Þor- steinsson. Rafveitustjórn: Aðalmenn: Sigurður Jóhannesson, Ragnhildur Bragadóttir, Gunnar Helgason, Gunnlaugur Fr. Jóhanns- son, Sigtryggur Þorbjörnsson Varamenn: Ingvi R. Jóhannsson, Svava Aradóttir, Jósef Sigurjóns- son, Einar Bjarnason, Jóhannes Kristjánsson. Kjörstjórn: (Gegni jafnframt starfi yfirkjör- stjórnar við bæjarstjórnarkosninga). Aðalmenn: Hallur Sigurbjörnsson, Ásgeir Pétur Ásgeirsson, Sigurður Ringsted. Varamenn: Sólveig Gunnarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Haraldur Sig- urðsson. Endurskoðendur bæjarreikninga: Aðalmenn: Arngrímur Bjarnason, Stefán Sigtryggsson. Varamenn: Birgir B. Svavarsson, Erling Einarsson. Endurskoðendur Sparisjóðs Akur- eyrar: Aðalmenn: Gestur Ólafsson, Einar Hafberg. Varamenn: Jakob Björnsson, Ottó Pálsson. Kosning nefnda til 4ra ára: Fuiltrúar á Fjórðungsþing Norð- iendinga: Bæjarstjóri sjálfkjörinn. Aðalmenn: Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, Helgi Guðmundsson, Gunn- ar Ragnars, Stefán Stefánsson. Varamenn: Sigurður Óli Brynjólfsson, Valgerð- ur H. Bjarnadóttir, Margrét Krist- insdóttir, Bergljót Rafnar. Launanefnd sveitafélaga: Aðalmenn: Sigurður Jóhannesson, Hólmfríður Jónsdóttir, Sigurður Jóh. Sigurðsson. Varamenn: Örn Gústafsson, Helgi Guðmundsson, Sigurður Hannes- son. Markavörður: Aðalmaður: Baldur Halldórsson. Varamaður: Þórhallur Pétursson. Bygginganefnd: Aðalmenn: Gísli Magnússon, Sig- fríður Þorsteinsdóttir, Helgi Guð- mundsson, Margrét Kristinsdóttir, Sigurður Hannesson. Varamenn: Sigurður Jóhannesson, Arnbjörg Þórðardóttir, Gunnar Óskarsson, Halldór Rafnsson, Páll Pálsson. Félagsmálaráð: Aðalmenn: IngimarEydal, Valgerð- urH. Bjarnadóttir, Sigríður Stefáns- dóttir, Bergljót Rafnar, Björn Jósef Arnviðarsson. Varamenn: Sólveig Gunnarsdóttir, Ingþór Bjarnason, Soffía Guð- mundsdóttir, Margrét Yngvadóttir, Rut Ófeigsdóttir. Bókasafnsncfnd: Aðalmenn: Tryggvi Gíslason, Val- gerður Magnúsdóttir, Ingibjörg Jón- asdóttir, Gísli Jónsson, Ólafur Sig- urðsson. Varamenn: Fjóla Gunnarsdóttir, Áslaug Axelsdóttir, Geirlaug Sigur- jónsdóttir, Guðmundur H. Frí- mannsson, Guðlaug Sigurðardóttir. Leikhúsnefnd: Leikfélag Akureyrar tilnefnir 1 mann í nefndina, húsameistari bæjarins sjálfkjörinn. Aðalmaður: Svanur Eiríksson Varamaður: Kristjana Jónsdóttir Æskulýðsráð: 3 aðalmenn og 3 til vara. Auk þeirra eiga í ráðinu sæti 4 menn tilnefndir af félagasamtökum. Aðalmenn: Snorri Finnlaugsson, Elín Antonsdóttir, Bjarni Árnason Varamenn: Jóhann K. Sigurðsson, Unnur Pálsdóttir, Margrét Yngva- dóttir Skóiancfnd: Aðalmenn: Sigfríður Angantýsdótt- ir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Nanna Þórsdótt- ir, Þórunn Sigurbjörnsdóttir Varamenn: Steinunn Sigurðardóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Helga Frímannsdóttir, Guðmundur H. Frímannsson, Rafn Hjaltalín Vatnsveitustjórn: Aðalmenn: Ingvar Baldursson, Freyr Ófeigsson, Nanna Mjöll Atla- dóttir, Aðalgeir Finnsson, Jónas Þorsteinsson Varamenn: Karl Steingrímsson, Hákon Eiríksson, Björk Guð- mundsdóttir, Róbert Árnason, Baldvin Ásgeirsson Sjukrasamlagsstjórn: Ráðherra skipar formann til viðbót- ar. Aðalmenn: Sigfríður Ólafsdóttir, Aldís Lárusdóttir, Magnús Björnsson, Guðfinna Thorlacius Varamenn: Kolbrún Guðveigsdótt- ir, Þóranna Þórðardóttir, Jón Viðar Guðlaugsson, Óli D. Friðbjörnsson Sjúkrahússtjórn: 2 tilnefndir af starfsmannaráði F.S.A. Aðalmenn: Jón Sigurðarson, Konný Kristjánsdóttir, Gunnar Ragnars Varamenn: Jón S. Arnþórsson, Gunnhildur Bragadóttir, Ingi Þór Jóhannsson Iðnskóianefnd: Ráðherra skipar formann til viðbót- ar. Aðalmenn: Ingimar Friðfinnsson, Áslaug Axelsdóttir, Stefán Hall-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.