Dagur - 15.06.1982, Blaðsíða 9

Dagur - 15.06.1982, Blaðsíða 9
 i Hvernig ferá Spáni? Dagur, Sporthúsið á Akureyri og Adidas hafa ákveðið að gangast fyrir getraun í sam- bandi við Heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu sem stendur yfir á Spáni þessa dag- ana. í blaðinu í dag og í næsta Helg- arblaði sem kemur út n.k. föstu- dag birtast getraunaseðlar, og er leikurinn í því fólginn að fylla þá út og segja til um hvaða lið koma til með að leika til úrslita í Heimsmeistarakeppninni og hvernig þeirri viðureign lýkur. Sporthúsið á Akureyri gefur vegleg verðlaun til þess sem spáir rétt til um úrslit loka- • leiksins, og eru verðlaunin út- tekt á Adidasvörum fyrir 1000 krónur. Ef fleiri en einn segja rétt til um úrslitin á HM verður dregið úr vinningsseðlum. Lausnir þurfa að hafa borist ritstjórn Dags fyrir 25. júní, merktar „HM-getraun 1982.“ HM-GETRAUN Þau lið sem leika til úrslita eru: Úrslit: .................. Nafn: .................... Heimili: ................. Sími: ..................... adidas w Sporthúyd Stórsigrar hjá strákunum Á sunnudaginn fóru yngri flokk- ar KA til Sauðárkróks og léku í íslandsmótinu. Að sögn Eiðs Eiðssonar fararstjóra KA-strák- anna, voru þetta góðir leikir og KA sigraði í öllum flokkum nokkuð auðveldlega. í fimmta flokki sigruðu þeir með sex mörkum gegn einu, í fjórða tvö gegn einu og í þriðja flokki varð sigurinn stærstur en þar sigraði KA með átta mörk- um gegn einu. Vaskur tapaði Á sunnudagskvöldið fór fram einn leikur í fjórðu deildinni. Þá léku saman Leiftur frá Ólafsfirði og Va.skur frá Akureyri. Vaskur skoraði fyrsta markið í leiknum en Leiftur jafnaði í fyrri hálfleik. í þeim sfðari bættu Leifturs- menn þremur mörkum við án þess að Vaski tækist að skora. Leiftur sigraði því örugglega með fjórum mörkum gegn einu. Þriðja deildin Á föstudagskvöldið léku HSf* og Árroðinn í þriðju deildinni. HSÞ sigraði í sæmilegum leik með tveimur mörkum gegn einu. Þá léku á Grenivík á laug- ardaginn Magni og Austri. Eftir að staðan hafði verið núll-núll í hálfleik skóruðu báðir aðilar sitt markið hvor í þeim síðari og lauk leiknum með jafntefli. Staðaní 1. deild Að loknum fimm umferðum í fyrstu deild er staðan mjög jöfn. KA er eina liðið sem ekki hefur tapað leik en hafa hins vegar gert flest jafnteflin og aðeins unnið einn leik. Stigataflan er því svona. 1. UBK 2. Víkingur 3. KA 4. ÍBV 5. ÍBÍ 6. Valur 7. KR 8. Fram 9. ÍA 10. ÍBK stig: 7 6 6 5 5 5 5 4 4 3 Besta tækifæri KA-manna í lyrri hálfleik. Ásbjöm Bjömsson á skot að marki Keflvíkinga úr þröngri aðstöðu. Þorsteinn markvörður varði með tilþrifum Mynd: K.G.A. Enn eitt jafntefli KA í 1. deildinni Það var fátt, sem gladdi augu áhorfenda sem mættu á leik KA og ÍBK á föstudagskvöld- ið. Eftir mjög góða byrjun í mótinu hjá KA-mönnum áttu flestir von á því, að Keflvík- ingar yrðu þeim auðveld bráð. Það fór hins vegar ekki svo, því að þrátt fyrir það, að íeiknum lyki með markalausu jafntefli, voru Keflvíkingar betri aðilinn í leiknum, þegar á heildina er litið. Þetta er fjórða jafntefli KA í fimmleikjumogj afnframt þriðj i leikurinn, sem endar án þess að mark sé skorað. Þegar litið er í minnisbókina frá leiknum, eru bókuð þrjú horn hjá hvoru félagi fyrsta hálf- tíma leiksins. Á 32. mín. kom besta marktækifæri leiksins. Þá. myndaðist mikil þvaga við Keflavíkurmarkið og Ásbjörn náði að pota í boltann, en Þor- steinn í marki Keflvíkinga varði með tilþrifum. Það sem eftir var hálfleiksins var steindautt og að- eins bókaðar nokkrar horn- spyrnur. Keflavík sótti mun meira fyrsta hálftímann, en KA hins vegar síðustu 15 mín. hálf- leiksins. Menn bjuggust nú við, að KA myndi ná yfirhöndinni, þegar til síðari hálfleiks kom, en allt kom fyrir ekki, Keflavík sótti heldur meira og þau mark- tækifæri, sem sköpuðust í síðari hálfleik voru flest við KA- markið. Á 23. mín. var skallað að KA-markinu, en boltinn hafnaði í stöng og þaðan í hend- ur Aðalsteins markmanns, sem náði að slá boltann út, en síðan var bjargað í horn. Nokkrum mín. síðar varði Aðalsteinn hörkuskot frá Ólafi Júlíussyni. Það var vörn KA, sem kom best frá þessum Ieik, þ.e.a.s. Guðjón, Haraldur, Erlingur, Eyjólfur og Aðalsteinn. Hjá Keflavík voru þeir Ólafur Júl- íusson og Sigurður Björgvinsson bestir, en Þorsteinn Bjarnason varði auðveldlega þau fáu skot, sem að marki hans komu. „Dómaratríóið“ var frá Akur- eyri, Rafn, Þóroddur og Kjartan og áttu þeir mjög góðan dag. Þórsarar máttu þakka fyrir Öm skoraði fyrír Þór. Stúlkurnar skoramikið Þótt knattspyrnumönnum okkar gangi illa að gera mörk, þá var því ekki eins komið hjá stúlkun- um nú um helgina. Á laugardag- inn léku í annarri deild kvenna Þór og Keflavík. Þórsstúlkurnar unnu stórsigur skoruðu sjö mörk gegn engu. Þarna var um algjör- lega yfirburði Þórsstúlknanna að ræða eins og markatölur bera með sér. Mörkin gerðu Anna Einarsdóttir3, Inga Pálsdóttir2, Laufey Pálsdóttirl og Sigurlína Jónsdóttir 1. Á sunnudaginn léku síðan KA stúlkurnar við stöllur sínar úr Keflavík í sama móti. KA stúlkurnar bættu um betur því þær skoruðu tíu mörk gegn engu. Eins og í fyrri leiknum var þarna um yfirburði að ræða, enda munu keflvísku stúlkurnar vera byrjendur í þessari íþrótta- grein. Mörk KA gerðu Sigrún Sævarsdóttir 3, Hrefna Magnús- dóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir og Sóley Einarsdóttir 2 hvor og Borghildur Freysdóttir 1. Á laugardaginn léku í annarri deild í knattspyrnu Þór og Reynir frá Sandgerði. Leikið var á malarvelli Þórs í norðan strekkingi. Eins og leikur KA, olli leikur Þórs vonbrigðum. Þeir voru ekki eins frískir eins og búast mætti við af þeim og máttu þeir þakka fyrir að ná jafntefli í leiknum. Hvort Iiðið skoraði eitt mark. Á 11. mín. kom fyrsta mark- tækifærið. Gefin var saklaus bolti utan af kanti að Þórsmark- inu. Einn leikmanna Reynis náði að skalla boltann og hann stefndi í bláhornið en á síðustu stundu náði Eiríkur að verja í horn. í fyrri hálfleik fengu Reynis- menn samtals fimm hornspyrnur en Þór enga, og sýnir það nokk- uð sóknarþunga þeirra. Fyrsta mark leiksins kom á 41. mín. Þá léku Reynismenn upp miðjan völlinn, boltinn var gef- inn út til hægri og síðan skotið viðstöðulaust í hornið fjær. í síðari hálfleik var búist við að Þór myndi ná upp þungri sókn á undan golunni, en það tókst oft á tíðum illa. Þeirra besta sóknar- aðferð var að fara upp hægri kantinn hjá Bjarna, en hann skilaði boltanum vel fyrir markið. Þrátt fyrir það var Bjarni oft á tíðum sveltur úti á kantinum og mikið leikið upp miðjuna en án árangurs. Jöfnunarmark Þórs kom á 39. mín. Þá fékk Bjarni stungubolta upp hægri kantinn og fór alveg upp að endamörkum og gaf draumabolta fyrir markið og Örn skallaði örugglega í netið. Tveimur síðustu leikjum Þórs, sem báðir voru á heimavelli, lauk með jafntefli en Þórsarar verða að vera grimmari, a.mk. í heimaleikjunum. a*5-fmí ;1 9 9 2.-*’P;AG -j ;9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.