Dagur - 15.06.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 15.06.1982, Blaðsíða 12
Alltaf vex vöruúrvalið « Vinsamlegast komið og skoðið Þrír Pólverjar til Akur- eyrar Þrír pólsku flóttamannanna, sem komu til íslands á dögun- um, eru nú fluttir til Akureyr- ar. Hér er um að ræða einhleypa konu, sem er sjúkraþjálfari að mennt, og hefur hún þegar hafið störf við Fjórðungssjúkrahúsið. Þá komu hjón hingað um helgina, hún er hjúkrunarfræðingur og mun starfa á Kristneshæli, en hann er sagnfræðingur. Þegar haft var samband við Rauða kross- skrifstofurnar í Reykjavík, var sagt að ekki væri endanlega frá því gengið, hvar hann myndi starfa. Sjálfs- björg vill selja Fyrir nokkrum dögum samþykkti stjórn Sjálfsbjargar áskorun til bæjaryfirvalda um að selja bílinn, sem keyptur var fyrr á árinu og átti að flytja fatlað fólk á Akur- eyri. Stjórnin óskaði einnig eftir því að keyptur yrði í staðinn sams konar bíll og notaður er á vegum Sjálfsbjargar í Reykjavík. Bíliinn sem er í notkun á Akureyri hentar ekki fyrir fatlaða. Nýir fiski- kassará markaðinn Eins og kunnugt er hóf Plast- einangrun h.f. á Akureyri framleiöslu á 70 lítra fiskiköss- um á síöasta ári. Þá voru fram- leiddir og seldir 50 þúsund kassar og má segja að byrjunin lofi góðu um framhaldið. í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur á þessum tíma hafa nú verið gerðar breytingar á köss- unum. Lögun endagafls hefur verið breytt verulega sem gerir það að verkum að burðargetu- aukning í stöflun vex verulega og einnig verður mun auðveldara að beita lyftingargripkló á kassana. Þá hefur botni kassanna verið breytt til þess að fá meiri stöðug- leika í stöflun og frárcnnslis- götum á botni hefur verið fjölgað. Síðar á árinu er áformað að hefja framleiðslu 90 lítra kassa en fram til þessa hafa einungis verið framleiddir 70 lítra kassar. Stefnt er að því að bæði 90 og 70 lítr. kassarnir verði ávallt til á lager. 90 lítra fiskikassinn frá Plasteinangr- un hf., sem framleiðsla verður hafin á síðar á árinu. Húsið logaði stafnanna á milli þegar slökkviliðið kom á staðinn, en þegar hér var komið sögu hafði að mestu tekist að ráða niðurlögum eldsins. Fullorðnu svínin snerust gegn okkur Slökkvilið Akurey rar var kall- að út aðfararnótt föstudags- ins, en þá hafði kviknað í úti- húsi á Hamraborg, sem er bær sunnan og ofan við Akureyri. Húsið var alelda þegar slök- kviliðið kom á staðinn. í hús- inu voru 20 fullorðin svín og um 200 grísir. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins tókst að bjarga öllum dýrun- um nema einum grís. „Skepnurnar voru ekki svo órólegar, en það var verst að koma þeim út. Fullorðnu svínin snerust gegn okkur þegar við vorum að reyna að ýta þeim út og ég var alveg búinn að vera þegar því verki var lokið,“ sagði slökkviliðsmaður í samtali við Dag. „Við stungum grísunum út um glugga og dyr og þeir sýndu engan mótþróa.“ Það er ekki búið í Hamraborg og voru það vegfarendur sem til- kynntu um eldinn til lögreglunn- ar. Þegar slökkviliðið kom á vettvang logaði útihúsið stafn- anna á milli. Eldsupptök eru ókunn. Að sögn slökkviliðs- mannanna er húsið ónýtt. Slökkvistarf tók u.þ.b. tvær klukkustundir. Eigandi svínanna er Kristinn Björnsson. Lögreglumenn á Akureyrí: Fjöldaupp- sagnir koma til greina „Laun lögreglumanna í dag teijast vart mannsæmandi og aðferðir undanfarandi ára í kjarabaráttunni virðast lítt vænlegar til árangurs, þannig að fjöldauppsagnir lögreglu- manna virðast vera það örþrifa- ráð, sem helst kemur til greina, Fáist ekki viðunandi kjarabætur eftir hefðbundnum leiðum,“ segir í samþykkt, sem gerð var á fundi í Lögreglufélagi Akur- eyrar. Fundurinn lýsti yfir stuðningi við framkomnar tillögur Lands- sambands lögreglumanna um að- gerðir í launamálum, en síðan sagði í samþykktinni: „Launakjör lögreglumanna hafa farið síversn- andi undanfarin ár og nú er svo komið, að eigi verður við unað lengur. “ Leikir frá HM Knattspyrnuáhugamenn þurfa ekki að sitja aðgerðarlausir þessa dagana því íslenska sjón- varpið mun sýna fjöldann allan af leikjum frá HM á næstunni, þótt ekki verði þar um beinar sýningar að ræða. í kvöld kl. 22.30 er leikur Ítalíu og Póllands á dagskrá. Á mið- vikudag kl. 18 Skotland - N-Sjá- land og Ungverjaland - E1 Salva- dor. Á miðvikudagskvöld er leik- ur Brazilíu og Sovétríkjanna. 17. júní á Akureyri: Skátar sjá um hátíðahöldin Skátafélögin á Akureyri munu annast hátíðahöldin á Akureyri 17. júní að þessu sinni, og hófu þau undirbúning í febrúar að sögn Harðar Karlssonar. Hann tjáði Degi einnig að í tilefni af ári aldraðra væri kjörorð dags- ins „Aldamótakynslóðin“ og bæri dagskráin þess merki að nokkru leyti. Hátíðahöldin hefjast kl. 9 um morguninn með skrúðkeyrslu bif- reiða um bæinn, en kl. 10 hefst skemmtidagskrá á Akureyrar- polli. Þarverðurkeppniásjóskíð- um, keppt verður í róðri á bað- kerum, þyrla Landhelgisgæslunn- ar sýnir björgun og trúðar verða á svæðinu og skemmta fólki. Kl. 14 hefst hátíðadagskrá á túninu við Húsmæðraskólann og verður hún með nokkuð hefð- bundnum hætti. Þar verður guðs- þjónusta, ávarp fjallkonu, ræða dagsins. Þá verður brugðið upp svipmyndum frá aldamótaárun- um s.s. af garðveislu, af krambúð frá þessum tíma, sett verður upp götuhorn með aldamótasniði og fieira í þeim dúr. Sýnt verður fallhlífastökk og tívolí verður rekið á staðnum. Um kvöldið hefst skemmtun á Ráðhústorgi kl. 21. Þar leikur hornaflokkur nokkur létt lög, og flutt verður revía. Að lokum leik- ur hljómsveit Steingríms Stefáns- sonar til kl. 01 um nóttina. Loks má geta þess að merkja- sala hefst þennan dag og er ágóð- anum varið til málefna aldraðra. Ferðamanna- bæklingur um Akureyri F erðaman nabæklingurinn „Map of Akureyri“ en nú er kominn út í 4. útgáfu. Út- gefandi er Bernharð Stein- grímsson en bæklingurinn er prentaður í lit hjá Skjaldborg úg upplag hans er 15 þúsund. Ferðamannabæklingi þessum er dreift á hótelum víðsvegar um landið og hjá öðrum aðilum sem hafa með fyrirgreiðslu við ferða- menn að gera. Einnig er honum dreift á söluskrifstofur Flugleiða erlendis. í bæklingnum er stórt kort af Akureyri sem auðveldar ókunn- ugum að ferðast um bæinn. Þáeru einnig fjölbreyttar upplýsingar um það markverðasta sem ferða- menn gætu haft þörf fyrir að vita. Upplýsingar eru um hótel, banka, sögn, veitingastaði, opnunartíma sundlaugarinnar og lengi mætti telja. Allur texti bæklingsins er á ensku. jS L' JL J £=L # Leikiðlausum hala „Þær stoppuðu í dyrunum, hnusuðu út í loftið, stigu fyrstu sporin hikandi líktog til að prófa, hvort jörðin myndi nokkuð láta undan eða fæt- urnir ef til vill brotna. Það brakaði og hrikti í þeim eins og agúrkum. Alit í einu skrúf- uðust upp á þeim halarnir og eftir nokkrar sekúndur voru þær komnar á glórulaust stökk, lögðu kollhúfur, gáfu frá sér sjaldgæf hljóð og hlupu á eftir hænunum. Hund- arnir, kötturinn og krakkarnir forðuðu sér upp á hólinn og horfðu gapandi á þessi tonn sem venjuiega drattast áfram með viðrekstrum, taka þrístökk, langstökk og flikkflakk." # Þærnorð- lensku líka Þessa stórbrotnu lýsingu á þeim merkisatburði, er kún- um er hleypt út að vori, er að finna í skáldsögu Péturs Gunnarssonar, Punktur punktur komma strik. Og undanfarna daga hafa norð- lenskar kýr ef laust farið margt langstökkið, þrístökkið og flikkflakkið, því að þær hafa nú verið að sjá undir bert loft í fyrsta sinn á þessu ágæta vori. Guðmundur Steindórs- son, hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, sagði að á svæði sambandsíns væru í allt á bil- inu 6000-7000 kýr, svo að eitt- 111 hvað hefur nú verið spriklað. Guðmundur bætti við, að Norðlendingar væru heldur með seinni skipunum að sleppa kúm sínum, en nú væru þær þó sennilega allar komnar út. Og eru eflaust af- skaplega hamingjusamar með lífið og tilveruna. # Fundu 650 grömm af hassi Morgunblaðið skýrir frá því fyrir helgi, að f íkniefnahundar rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík hafi þefað uppi 650 grömm af hassi í póstinum. Karl og kona höfðu fyrir skömmu farið til Amsterdam, fest þar kaup á hassinu og sent það síðan í pósti til landsins, stílað á annan aðila. Enn einu sinni hafa hundar lögreglunnar sýnt hæfni sína og ættu lögregluyfirvöld landsins að fjölga þeim, þvf að hundarnir eru mjög mikil- vægt vopn gegn fíkniefna- smyglurum. # Næstkemur blaðá föstudaginn Þar sem 17. júnf ber upp á fimmtudag að þessu sinni, kemur ekki blað út þann dag, en Helgar-Dagur mun sjá dagsins Ijós á föstudaginn. Auglýsingar í það blað þurfa að hafa borist auglýsinga- deild Dags fyrir kl. 15 á mið- vikudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.