Dagur - 15.06.1982, Page 5

Dagur - 15.06.1982, Page 5
ólfur í Baldursheimi, Sigurður á Arnarvatni, Jón Gauti Péturs- son á Gautlöndum og Pétur í Reykjahlíð. í Bárðardalnum kynntist ég fólki í Víðikeri, á Bjarnastöðum og Kálfborgará svo að dæmi séu tekin af merk- um heimilum. En hin volduga hreyfing, sem kallaði fólk til dáðríkra starfa um land allt á síðustu áratugum liðinnar aldar og á nú 40 þúsund skráða félaga, snart vöggu þess fólks, er hér var nefnt og þá kynslóð alla. Allar búa sveitir Þingeyjar- sýslu yfir fjölbreyttri náttúrufeg- urð, hver með sínum hætti og er auðvelt að njóta hennar, þegar blítt lætur, hvort heldur sem er út við sjó eða inn til dala. En Laxárdalinn hlýt ég að nefna sérstaklega, því að hann hreif mig mest. Heilladísir dalsins hafa lílega gefið mér næmleika til að nema töfra hans. Þar er hin fagra Laxá, blómstóð í hólmum, hrauntungur, vallgrónir bakkar og fuglafjöld. Algrónar heiðar rísa upp af dalbotninum. Á þeim tíma, sem ég dvaldi meðal Þing- eyinga, bjó glæsimennið Hall- grímur Porbergsson á Halldórs- stöðum í Laxárdal og rak allan drunga ýt í hafsauga og lengra, ef hægt var. Á sömu jörð bjó söngkonan Elísabet Þórarinsson eða Lissy, skoskættuð kona, sem ung flutti í dalinn með manni sínum og átti ást og hrifn- ingu sveitunga sinna og sýslunga í svo ríkum mæli, að sumir töldu hana vart af þessum heimi. Á sama bæ voru fram að þeim tíma reknar á Halldórsstöðum tó- vinnuvélar Magnúsar Þórarins- sonar í 38 ár, og var það stórt skref stigið í ullariðnðinum. Á næsta bæ, Þverá, bjó Jónas Snorrason, hreppstjóri Reyk- dælahrepps. í baðstofunni á þeim bæ var elsta kaupfélag landsins stofnað fyrir einni öld. Er þess nú minnst með margvís- legum hætti á hinu merka afmæl- isári. Stofnendur höfðu víðan sjóndeildarhring og áttu nægj- anlegt hugrekki til að takast á við rótgróið verslunarvald í hér- aðinu. Þeir brutust móti straumnum, sem á þessum árum, hörðum og vonlitlum, lá vestur um haf. Miskunnarlaust harðæri í veðurfari, verslunar- ánauð, menntunarskortur, vöntun á samvinnu, erlend stjórn og landflótti efldu hina bjartsýnu samvinnumenn, sem komu saman á Þverá í Laxárdal 20. febrúar 1882 og voru svo- hamingjusamir, að samvinnu- hreyfingin festi rætur í félagi þeirra. Þegar ég læt hugann reika til þeirra ára, er ég dvaldi með Þingeyingum og meðan ég rita þetta, koma mér í hug orð og atvik um þau mál. Nær undan- tekningarlaust var samvinnu- hreyfingunni treyst til mikilla og góðra verka, mönnum var mjög annt um kaupfélag sitt, Kaupfé- lag Þingeyinga á Húsavík. Það var sem það væri kaupfélag hvers og eins, og svo sterk ítök átti það í hugum fólks, að mér virtist félag sem það og í þess að- stöðu geta gert kraftaverk á hvaða sviði sem var. Aðrar raddir um samvinnumál heyrði ég, en þær voru fáar og virtust hjáróma, líklega vegna þess hve fáar þær voru. Undanfari stofnunar Kaup- félags Þingeyinga voru nokkur eldri félög, sem urðu skammlíf, en létu eftir sig reynslu. Þau fengust öll við verslunarmál og voru meðal annars, Félagsversl- unin við Húnaflóa, Gránufélag- ið, ennfremur félag bænda í Hálshreppi og Ljósavatns- hreppi. Áldarafmælis Kaupfélags Þingeyinga var minnst í vetur og nú á afmælisárinu minnast sam- vinnumenn þess eftir fáa daga, hvar vagga samvinnuhreyfingar- innar stóð, en þá verður tveggja daga aðalfundur Sambands ís- lenskra samvinnufélaga haldinn á Húsavík og síðan samvinnu- hátíð að Laugum í Reykjadal í tilefni hins merka afmælis og 80 ára afmælis Sambandsins, sem stofnað var í Ystafelli í sama héraði 1902. Markmið fyrsta kaupfélagsins og síðan annarra var í stórum dráttum hið sama og eyfirskir samvinnumenn færðu í letur og samþykktu á fundi á Öngulstöð- um á einu fyrsta ári samvinnu- hreyfingarinnar og hljóðaði meðal annars á þessa leið: Að útvega félagsmönnum góðar vörur og ná hagfelldum kaupum á þeim. Að efla vöruvöndun og koma innlendum vörum í sem hæst verð. Að sporna við skuldasöfnun og óreiðu í viðskiptum. Að safna fé í sjóði til trygging- ar fyrir framtíð félagsins. Öll eru þessi atriði enn í fullu gildi og sígild, þótt starfsgreinar margra félaga spanni nú yfir mörg önnur svið en verslun. Nú eru 40 þúsund manns í íslensku samvinnufélögunum, sem starfa um land allt, frjáls og óháð, hvert í sínu byggðarlagi. Að baki þeirra er ótrúlegt afl og framkvæmdamáttur. Samvinnu- hreyfingin er án efa öflugasta félagsmálahreyfingin hér á landi fyrr og síðar. Kaupfélög landsins eru stofn- uð til þess að þjóna hagsmunum fólksins, sem stofnaði þau og starfar í þeim, fyrst og fremst með bættri verslun, en verkefn- um fjölgar. Samvinnufólk kýs að fela samtökum sínum fram- kvæmd þeirra verkefna, sem einstaklingar ráða ekki við. Lýðræði er eitt af leiðarljós- um samvinnustefnunnar. Innan samvinnufélaga eiga ríkir menn og fátækir jafnan atkvæðisrétt í öllum málum. Félagsfólkið kýs sér fulltrúa og stjórn og árs- reikningar eru opinberir. Eignir samvinnufélaga, fastar og laus- ar, eru staðbundnar, samkvæmt lögum. Verðmætin, sem við samvinnustarf skapast verða ekki flutt úr héraði. Samvinnu- félög eru ekki byggð upp sjálfra sín vegna, heldur vegna fólksins og fyrir það. Þess vegna eru þau óskyld auðhringum. Áður en ég lýk þessum orðum leyfi ég mér að fullyrða, að engin félagsmálahreyfing hefur bætt lífskjör almennings hér á landi eins mikið og samvinnuhreyf- ingin. Mætti ég einnig minna á, að Sameinuðu þjóðirnar hafa staðnæmst við úrræði samvinnu- stefnunnar í leit sinni að áhrifa- miklum leiðum til hjálpar bág- stöddum þjóðum. Þau úrræði hafa reynst öðrum aðgerðum varanlegri. Og enn vil ég minna á orð dr. Halldórs Pálssonar, fyrrverandi búnaðarmálastjóra og gera að mínum. Hann sagði: „Allt frá því ég man eftir mér hefur fyrsta skilyrðið til að byggðarlag blómstraði, verið það, að kaupfélag fólksins væri öflugt. Þetta hefur hvarvetna, þar sem ég þekki til, fylgst að. Sé kaupfélag byggðarinnar ekki í lagi, er afkoma fólksins og bjart- sýni það ekki heldur." Megi hið aldna kaupfélag og önnur samvinnufélög ávallt eiga einarða og glögga gagnrýnendur og búa við örvandi samkeppni. Megi þau ætíð njóta víðsýnis og djarfhuga forystumanna, á borð við þá menn, sem stofnuðu elsta kaupfélag landsins í baðstofunni á Þverá í Laxárdal fyrir hundrað árum. Með samvinnukveðju frá Eyjafirði, Erlingur Davíðsson grímsson, Birgir Marinósson Varamenn: Stefán Jónsson, Jón Þor- steinsson, Jónas Bjarnason, Pétur Torfason Krossanesstjórn: Bæjarstjóri sjálfkjörinn. Aðalmenn: Valur Arnþórsson, Hilmir Helgason, Franz Árnason, Leó Sigurðsson Varamenn: Jón E. Aspar, Kristján Hannesson, Gísli Bragi Hjartarson, Friðrik Þorvaldsson Fulltrúar á iandsþing Sambands ís- lenskra sveitarfélaga: Bæjarstjóri sjálfkjörinn. Aðalmenn: Sigurður Jóhannesson, Sigfríður Þorsteinsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Freyr Ófeigsson Varamenn: Sigfríður Angantýsdótt- ir, Helgi Guðmundsson, Sigurður Hannesson, Jórunn Sæmundsdóttir Fjallskilastjórn: Aðalmenn: BaldurHalldórsson, Ás- geir Halldórsson, Kristbjörg Gests- dóttir, Víkingur Guðmundsson, Sverrir Hermannsson Varamenn: Árni Magnússon, Háa- lundi 2, Haukur Gíslason, Helga Eiðsdóttir, Jónas Ellertsson, Áshlíð 17, Sigurður Gestsson Iþróttaráð: Formaður Í.B.A. sjálfkjörinn. Aðalmenn: Gísli Lórenzson, Hreið- ar Jónsson, Páll Stefánsson, Einar Pálmi Árnason Varamenn: Svavar Ottesen, Sig- ríður Haraldsdóttir, Hermann Har- aldssson, Bergljót Rafnar Framtalsnefnd: Aðalmenn: Hallur Sigurbjörnsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Gísli Jónsson, Sveinbjörn Vigfússon Varamenn: Laufey Pálmadóttir, Sólvéig Gunnarsdóttir, Reynir Helgason, Óli D. Friðbjörnsson, Jón Bjarnason Leikvallancfnd: Bæjarverkfræðingur sjálfkjörinn. Aðalmenn: Sigrún Höskuldsdóttir, Halldóra Haraldsdóttir, Hrefna Jakobsdóttir, Hulda Eggertsdóttir Varamenn: Valgerður Bragadóttir, Odda M. Júlíusdóttir, Sólveig Guð- bjartsdóttir, Kristín Gunnarsdóttir Hússtjórnarskólancfnd: Hússtjórnarfélagið tilnefnir 2 nefnd- armenn og ráðherra skipar formann til viðbótar. Aðalmenn: Sigríður Jóhannesdóttir, Guðný Pálsdóttir Varamenn: Gunnhildur Þórhalls- dóttir, Soffía Ófeigsdóttir Náttúrugripasafnsnefnd: Aðalmenn: Árni Jóhannesson, Elín Stefánsdóttir, Rafn Kjartansson Varamenn: Jóhann Sigurjónsson, Minnie Eggertsdóttir, Jón Sigur- jónsson Náttúruverndarnefnd: Bæjarstjórn kýs formann úr hópi nefndarmanna. Aðalmenn: Pétur Brynjólfsson, Hólmfríður Sigurðardóttir, Erlingur Sigurðarson, Gunnar Arason, Lilja Hallgrímsdóttir Varamenn: Kristján Rögnvaldsson, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir, Aðalstr. 14, Þorgerð- ur Hauksdóttir, Pétur Gunnlaugsson Ein tilnefning kom fram við kjör formanns: Erlingur Sigurðarson. Lýsti forseti hann réttkjörinn. Skipulagsnefnd: Aðalmenn: Jónas Karlesson, Sig- urður Jóhannesson, Sigfríður Þor- steinsdóttir, Sigurður J. Sigurðsson, Tryggvi Pálsson Varamenn: Aðalgeir Pálsson, Brynjar I. Skaptason, Lára Elling- sen, Björn Jósef Arnviðarson, Margrét Kristinsdóttir Heilbrigðisnefnd: Bæjarstjórn kýs formann úr hópi nefndarmanna. Aðalmenn: Jóhannes Sigvaldason, Snjólaug Aðalsteinsdóttir, Gunn- hildur Bragadóttir, Eiríkur Sveins- son, Karólína Guðmundsdóttir Varamenn: Eva Pétursdóttir, Mar- grét Emilsdóttir, Helga Eiðsdóttir, Erna Pétursdóttir, Borghildur Blöndal Ein tilnefning kom fram við kjör formanns: Jóhannes Sigvaldason Umferðarnefnd: Bílstjórafélag Akureyrar tilnefnir 1 mann. Lögreglustjóri sjálfkjörinn, bæjarverkfræðingur sjálfkjörinn. Aðalmenn: Þóroddur Jóhannsson, Gísli Ólafsson Varamenn: Árni V. Friðriksson, Sveinbjörn Guðmundsson Stjóm verkamannabústaða: Aðalmenn: Þóra Hjaltadóttir, Þor- gerður Hauksdóttir, Sigurður Hann- esson Varamenn: Björn Snæbjörnsson, Jóhanna Júlíusdóttir, Óli D. Frið- björnsson Dvalarheimilastjórn Akureyrar: Aðalmenn: Auður Þórhallsdóttir, Svava Aradóttir, Annetta B. Jensen, Freyja Jónsdóttir, Sigurður Hannes- son Varamenn: Heiðdís Norðfjörð, Ragnhildur Bragadóttir, Geirlaug Sigurjónsdóttir, Guðfinna Thorla- cius, Birna Eiríksdóttir Stjóm eftirlaunasjóðs: S.T.A.K. tilnefnir 2 menn, bæjar- stjóri er sjálfkjörinn formaður. Aðalmenn: Úlfhildur Rögnvalds- dóttir, Jón G. Sólnes Varamenn: Þóra Hjaltadóttir, Gunnar Ragnars Jarðeignanefnd: Sjálfkjörnir í nefndina eru lóða- skrárritari, umsjónarmaður jarð- eigna og bæjarverkfræðingur. Aðalmenn: Ólafur Ásgeirsson, Vik- ingur Guðmundsson Varamenn: Ingvi Ólason, Stefán Bjarnason Forðagæslumaður: Aðalmaður: Þórhallur Pétursson Varamaður: Árni Magnússon, Háa- lundi 2 Áfengisvarnamefnd: Ráðherra skipar formann. Aðalmenn: Ásta Sigurðardóttir, Valgerður Jónsdóttir, Arnfinnur Arnfinnsson, Magnús Jónsson, Lýð- ur Bogason, Stefán Snælaugur Varamenn: Jón Kristinsson, Guð- finna Gunnarsdóttir, Gunnar Helga- son, Jón Viðar Guðlaugsson, Jón Oddgeir Guðmundsson, Anna Berg- þórsdóttir Atvinnumálanefnd: Aðalmenn: Jón Sigurðarson, Val- gerður Bjarnadóttir, Páll Hlöðves- son, Gunnar Ragnars, Jón G. Sólnes Varamenn: Hákon Hákonarson, Jófríður Traustadóttir, Kristín Hjálmarsdóttir, Aðalgeir Finnsson, Valdemar Baldvinsson Stjórn strætisvagna Aðalmenn: Jóhannes Sigvaldason, Jóhann Sigurðsson, Ragnheiður Benediktsdóttir, Ingi Þór Jóhanns- son, Hólmsteinn Hólmsteinsson Varamenn: Pálmi Sigurðsson, Ás- geir Arngrímsson, Helgi Már Barða- son, Steindór Steindórsson, Gísli Jónsson, Kolgerði 2 Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár: Aðalmaður: Karl Jörundsson Varamaður: Jóhann Sigurðsson, Stórholti 6 Fulltrúar Brunabótafélags íslands: Aðalmaður: Stefán Reykjalín Varamaður: Pétur Valdimarsson Fulltrúar á aðalfund Minjasafnsins: Aðalmenn: Erlingur Davíðsson, Ragnhildur Jónsdóttir, Kristín Helgadóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Höskuldur Stefánsson, Gísli Jónsson, Fríða Sæmundsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Steindór Steindórsson Varamenn: Björn Þórðarson, Þor- steinn Davíðsson, Ragna Eysteins- dóttir, Þóranna Þórðardóttir, Jó- hannes Hermundarson, Sverrir Her- mannsson, Þóra Sigfúsdóttir, Ragn- heiður Valgarðsdóttir, Jónas Stef- ánsson Hitaveitustjórn: Aðalmenn: Hákon Hákonarson, Pétur Pálmason, Brynjar I. Skapta- son, Sigurður J. Sigurðsson, Einar Tjörvi Elíasson Varamenn: Sigurður Óli Brynjólfs- son, Örn Gústafsson, Páll Hlöðves- son, Ingi Þór Jóhannsson, Hjörtur Fjeldsted Stjórn Sparisjóðs Akureyrar: Aðalmenn: Gísli Konráðsson, Jón Kr. Sólnes Varamenn: Páll H. Jónsson, Júlíus Snorrason Stjóm húsfriðunarsjóðs: 1 tilnefndur af Minjasafninu á Akur- eyri. Aðalmenn: Sigfríður Þorsteinsdótt- ir, Gísli Jónsson Varamenn: Helgi Guðmundsson, Haraldur Sigurðsson Skrúðgarða- og vinnuskólanefnd: Fegrunarfélagið tilnefnir 1 mann og Garðyrkjufélag Akureyrar tilnefnir 1 roann. Aðalmenn: Hallgrímur Indriðason, Ingibjörg Auðunsdóttir, Margrét Kristinsdóttir Varamenn: Þorgerður Guðmunds- dóttir, Torfhildur Stefánsdóttir, Páll A. Pálsson Stjórn Heilsuverndarstöðvar: Sjúkrasamlag Akureyrar skipar 1 mann og ráðherra skipar 1 mann og skal hann vera formaður stjórnar- innar. Aðalmaður: Kristín Aðalsteinsdótt- ir Varamaður: Annette B. Jensen Minjasafnsstjórn: Aðalmenn: Páll Helgason, Jónína Marteinsdóttir, Haraldur Sigurðs- son Varamenn: Árni Jóhannesson, Hrefna Jóhannesdóttir, Haraldur Sigurgeirsson Menningarsjóðsstjórn: Forseti bæjarstjórnar sjálfkjörinn formaður. Aðalmenn: Tryggvi Gíslason, Rósa Júlíusdóttir, Kristinn G. Jóhanns- son, Þorvaldur Jónsson Varamenn: Hermann Sveinbjörns- son, Soffía Guðmundsdóttir, Rut Hansen, Freyr Ófeigsson • 15.' júní 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.