Dagur - 15.06.1982, Blaðsíða 1

Dagur - 15.06.1982, Blaðsíða 1
GULLKEÐJUR 8 K. OG 14 K ALLAR TEGUNDIR VERÐ FRÁ KR. 234,00 GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, þriðjudagur 15. júní 1982 63. tölublað Slökkvilið Blönduóss: Ekkert útkall í rösklega ár Frá 7. desember 1980 til 6. mars 1982 var slökkvilið Blönduóss aldrei kallað út vegna elds. Þorleifur Arason, slökkviliðs- stjóri, sagði að á hverjum bæ á svæði Brunavarna Austur- Húnavatnssýslu væru til hand- slökkvitæki og reykskynjarar. „Það er margsannað mál, að þessi tæki hafa komið í veg fyrir stórtjón,“ sagði Þorleifur í samtali við blaðið. Fyrir nokkrum árum gekkst björgunarsveit Slysavarnarfélags- ins Blöndu fyrir dreifingu á handslökkvitækjum og reyk- skynjurum á svæði Brunavarn- anna. Þorleifur sagði, að tækin væru hlaðin á slökkviliðsstöðinni á Blönduósi. „Ég ræð það af við- tölum við fólk, að tækin séu búin að koma í veg fyrir óhemju mikið tjón. í>að er ljóst, að slökkviliðið á Blönduósi hefði oft verið kallað út á undanförnum mánuðum, ef þau hefðu ekki verið til staðar,“ sagði Þorleifur. Þorleifur var fastráðinn slökkviliðsstjóri í nóvember á sl. ári. Umsvif þess embættis hafa aukist mikið á síðustu árum, en Þorleifur gegnir m.a. brunavörslu á flugvellinum, annast eldvarna- eftirlit í fyrirtækjum, og hann sagðist hafa í hyggju að feta í fót- spor félaga í björgunarsveitinni og fara á sveitabæi. Áður en Þor- leifur var ráðinn slökkviliðsstjóri, gegndi hann því starfi með öðru. Þess má geta, að þann 15. apríl sl. var tekið upp neyðarnúmer á Blönduósi. Númer þetta er 4111 og er eingöngu ætlað til notkunar, ef um neyðartilfelli er að ræða. Með því að hringja í þetta númer, er hægt að kalla út slökkvilið, sjúkrabíl eða lögreglu. Verkföll á föstudag? Meistarar og sveinar í bygging- ariðnaði hafa samið og sátta- semjari er búinn að kalla samn- inganefndir ASÍ og VSÍ á fund. Jón Helgason, formaður Ein- ingar, sagði að á þessu stigi væri ómögulegt um það að segja, hvort umræddur samningur létti róðurinn fyrir ASÍ og VSÍ. „Ef þessi samningur er eitthvað svipaður þeim sem reifaður var um daginn milli meistara og sveina þá er ég ekki viss um, að hann auðveldi okkur starfið. Vinnuveitendur voru ekki til- búnir til að ræða við okkur á þeim nótum um daginn, þóttu þær of háar.“ Jón sagði, að hátt í þrjú þúsund manns á félagssvæði Einingar myndu leggja niður vinnu nk. föstudag, ef samningar hefðu ekki tekist fyrir þann tíma. Félagar í Iðju og Félagi verslunar- og skrif- stofufólks munu einnig leggja niður vinnu. Með öðrum orðum mun allt athafnalíf lamast við Eyjafjörð frá og með nk. föstu- degi. A verkaiýðsskrifstofu Húsavík- ur fengust þær upplýsingar, að á föstudag myndi ganga í gildi yfir- vinnubann og hafnarvinnubann. Athafnalíf í Þingeyjarsýslu mun því ganga sinn vanagang að mestu leyti. Starfsemi Kaupfélags Sval- barðseyrar mun stöðvast, nema hvað útibú þess á Fosshóli verður opið þar sem starfsmenn þess eru í Verslunarmannafélagi Húsavík- ur. Það kom fram í viðtölum við félaga verkalýðsfélaga á Akur- eyri, að þeir eru óánægðir yfir því, að verkalýðsfélög í Þingeyjar- sýslu og víðar skuli ekki grípa til sams konar aðgerða og þeir. % Séð yfir Sauðárkrókshöfn. dýptar. Örin bendir á þann hluta viðlegukantsins, sem ekki nýtist togurunum sökum ónógrar (Mynd: KGA.) Sauðárkrókshöf n: Stöðug barátta við Ægi „Höfnin er alls ekki nógu góð, eins og hún er núna,“ sagði Steingrímur Aðalsteinsson, hafnarstjóri á Sauðárkróki, er hann var inntur eftir hafnar- málum á staðnum. „Höfnin er ekki nógu djúp, og einnig er mikill órói í henni - þegar er norðan vitlaust veður, þeytast skipin þetta 4-5 metra í bönd- unum, en þá er erfitt fyrir menn að vinna um borð.“ Fyrir um það bil mánuði hafði rússneskt flutningaskip áætlað að koma til hafnar á Sauðárkróki, en varð frá að hverfa vegna þess að það risti of djúpt. „Á stórstraums- fjöru er dýpið hérna 17 fet,“ sagði Steingrímur, „en þetta rússneska skip, til dæmis, risti 21 fet.“ Árið 1980 var höfnin dýpkuð í 6 metra, en Steingrímur sagði, að það hefði alls ekki verið nóg. „Ef vel á að vera, þarf höfnin að vera 8 metra djúp og útilokað annað en það verði gert, ef hér á að rísa steinullarverksmiðja. Það berst fram óhemju mikið magn af sandi með ánum og inn í höfnina. Á nokkru svæði hérna yst hefur höfnin grynnst um þrjá metra, sökum þessa sandburðar, á þeim tveim árum frá því hún var dýpkuð." Sandfangari er við höfnina, það er að segja grjót- garður til að koma í veg fyrir að þessi sandframburður ánna berist inn í höfnina. „En það sem þarf að gera er að fá straum- og öldu- mælingu í höfninni. Þá fáum við að vita, hvort þessi garður er til gagns og hvernig hann þarf að vera. Hér er sífellt barist við Ægi með því að lengja þennan garð. Viðlegukanturinn í höfninni er alls um 200 metra langur, en innstu 80 metrarnir nýtast að engu leyti fyrir togarana og stærri skip. „Vegna þess, að stálið í kantinn var keypt of stutt, og varð að steypa ofan á það tveggja metra háan vegg til að hægt yrði að reka það nógu langt niður. Hérna innst tókst ekki að reka það nógu djúpt, og því verður aldrei hægt að dýpka þar nægjanlega fyrir stærri skip. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð,“ sagði Steingrímur. Aðalfundurá Húsavíkog hátíðarsamkoma á Laugum ..v._c_i:_i.r;ill __„í.i.: i_c_í*_. •_* i_ ,Nei, yfirvofandi verkföll munu ekki koma í veg fyrir að þessir fundir verði haldnir, þó þau skapi að sjálfsögðu töluverða erfið- leika,“ sagði Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri sam- starfsnefndar um afmælishald Samvinnuhreyfíngarinnar í sam- tali við Dag um aðalfund SIS og hátíðarfund samvinnumanna að Laugum í Reykjadal. í tilefni af 80 ára afmæli Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og 100 ára afmæli Kaupfélags Þingey- inga var ákveðið að halda aðalfund SÍS á Húsavík, en venjulega er hann haldinn í Bifröst í Borgarfírði. Haukur sagði, að aðalfundur- hreyfingarinnar aðalmál fundar- inn hæfist kl. 13 á Hótel Húsavík ins og sagði Haukur, að væntan- nk. föstudag. Fundarmenn lega yrði hún afgreidd á fundin- verða um 150 talsins. Að þessu um. sinni er stefnuskrá Samvinnu- „Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað í sambandi við þessa stefnuskrá, sem verður sú fyrsta, sem Samvinnuhreyfingin hefur nokkru sinni átt. Það er því vel við hæfi á 100 ára afmæli hreyfingarinnar, að hún eignist stefnuskrá sem þessa. Þau drög, sem lögð verða fyrir aðalfund- inn, eru vel unnin, enda hafa þúsundir samvinnumanna átt hlut að máli,“ sagði Haukur. Sunnudaginn 20. júní verður hátíðarsamkoma á Laugum í Reykjadal. Samkoman, sem haldin er sameiginlega af Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga og Kaupfélagi Þingeyinga, verð- ur í íþróttahúsinu. Fundarstjóri er Valur Arnþórsson, formaður stjórnar Sambandsins. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, kemur og flytur ávarp og Finnur Kristjánsson, formaður afmæl- isnefndar, flytur ræðu. Á samkomunni verður sýnt leikrit um stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Það heitir „ísana leysir" og er eftir Pál H. Jónsson. Sigríður Ella Magnús- dóttir syngur og Robert Davies, fulltrúi Alþjóðasamvinnusam- bandsins flytur ávarp. Erlendur Einarsson flytur hátíðarræðu dagsins og Kirkjukórasamband S.-Þingeyjarsýslu syngur. Á undan hátíðinni leikur Lúðra- sveit Húsavíkur undir stjórn Sig- urðar Hallmarssonar. „Þessi samkoma hefst kl. 15 á sunnudag og ég hvet fólk ein- dregið til að koma,“ sagði Hauk- ur að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.