Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 6

Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 6
Þórsteinn Ragnarsson, prest- ur að Miklabæ í Skagafírði, hefur þjónað því brauði síðan 1978. Jafnhliða prestskapnum rekur hann myndarbú og stundar auk þess kennslu á vetrum. Þórsteinn er sonur séra Ragnars Fjaiars Lárus- sonar, prests í Reykjavík, og Herdísar Helgadóttur, konu hans. Þórsteinn fæddist í Sól- vangi á Akureyri um það leyti, sem Ragnar faðir hans réðist sem prestur að Hofsósi. Þar var hann í 2 ár, en fluttist þá til Siglufjarðar, þar sem þau bjuggu í 13 ár. Naut Þór- stcinn þar skólagöngu fram yfír landspróf. Hann settist í 3. bekk Menntaskólans á Ak- ureyri, en fluttist til Reykja- víkur sumarið eftir ásamt for- eldrum sínum og settist þar í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík, þaðan sem hann lauk stúdentsprófí 1971. Vet- urinn eftir fór hann í guð- fræðideild Háskólans og lauk þaðan guðfræðiprófí 1978. Þórsteinn er kvæntur Elsu Guðmundsdóttur, sem er Siglfírðingur eins og hann, og eiga þau hjón 3 dætur, Svan- hildi Ólöfu, 13 ára, Herdísi, 8 ára og Guðnýju, 2 ára. Miklibær er vildarjörð - Ég varkominn með fjölskyldu strax í menntaskóla og urðum við bæði aö vinna mikið. Jafn- hliða skólanum vann ég á sumrin sem lögregluþjónn og leigubíl- stjóri og viö landmælingar. Elsa vann íbankalengst afalltáriðog hélt þessu gangandi. Það var margt, sem réði því, að ég réöist hingað. Afar mínir tveir voru prestar hér. Fyrst Björn Jónsson, prófastur, sem kom hingaö frá Bergsstöðum í Svartárdal 1902 og var til 1918. Pá tók Lárusafi minn Arnórsson við. Hanri var litríkur persónu- leiki og skemmtilegur. Ég er því ættaður héðan og var hér sem strákur í smátíma. Sóknarbörn- in hvöttu mig einnig til að koma hingað og réöi það miklu um ákvörðun okkar. Við höfðum ekkert komiö nálægt búskap, þegar við komum hingað, en vorum samt strax ákveðin í að taka við búinu. Miklibær er vild- arjörð og hefur staðið undir nafni lengst af. Jörðinni var skipt fyrir nokkrum árum, en er enn ágætis meðaljörð. Við kom- um hingað 1978, en það var reyndar ekki fyrr en í fyrra, að viö tókum við jörðinni að fullu og heyjuöum túnin í fyrsta skipti. Það hefur verið nóg að gera hjá okkur. Við byggðum fjárhús og hlöðu hérna niðri á Kerhóli. Ég held, að þar hafi staðið blönduker í fyrndinni til að svala ferðamönnum og sé Blönduhlíðin e.t.v. heitin eftir því. Hlaðan er 1120 rúmmetrar, með steyptu gólfi, súgþurrkun og stokícakerfi. Fjárhúsin eru með stálmottum og taka 200 kindur. í fyrra ræktaði ég upp 10 hektara hérna niðri á flatanum og stefni að öðru eins í sumar. Bústofninn er 150 kindur, 20-30 hross og 10-15 kálfar. Stofn- stærðin fer eftir markaðsástand- inu hvert ár. Þessa stundina er markaður fyrir nautakjöt, en eins og kunnugt er þurfa sauð- fjárbændur að stríða við ægilega offramleiðslu - það er vanda- mál, sem nauðsynlega þarf að leysa, annað hvort með því að finna nýja markaði eða að draga framleiðsluna saman. Það hefur nú þegar verið fullreyn.t, að nýir markaðir finnast ekki og standa menn því frammi fyrir því að þurfa að minnka framleiðsluna til muna. Nýlendur og nýlenduveldi - Ég er þeirrar skoðunar, að eina leiðin til að leysa þetta vandamál sé, að bændur vinni betur úr vöru sinni heima í sveit- unum. Með því gætu þeir minnkað framleiðsluna jafn- framt því, sem þeir gætu aukið verðmæti vörunnar og fengið meira fyrir minna. Nú er ríkj- andi mikil miðstýring þeirra fyrirtækja, sem vinna úr land- búnaðarafurðum. Svo að dæmi séu tekin héðan, þá eru tvö slát- urhús á Sauðárkróki og eitt mjólkurbú og þurfa bændur hér að keyra vöruna alla leið niður á Krók. Ég tel, að við þurfum að minnka einingarnar og dreifa þeim betur út um sveitirnar. Það þættu skrýtin vinnubrögð, ef togari landaði afla á Sauðár- króki og honum væri keyrt fram í Lýtingsstaðahrepp til vinnslu. Ég veit, að breytingar sem þess- ar verða ekki gerðar í einu vet- fangi, en við gætum hugsað okkur, að þær gerðust smátt og smátt, jafnframt því sem þessar stóru vinnslustöðvar úreltust og byggja þyrfti fullkomnari vinnslu. Þetta er sú eina farsæla lausn, sem ég sé á þessu vanda- máli. Það er náttúrulega gott og gilt að stofna refabú og minka- bú, en mér finnst eðlilegra, að bændur vinni meira úr sinni framleiðslu heima. Hitt minnir mig dálítið á nýlendurnar forðum, þegar nýlenduveldin sóttu hráefnið til nýlendnanna og unnu úr þeim heima. Kirkjuhúsnæði illa nýtt - Ég hef frétt, að þú hafir bryddað upp á nýjungum í sam- bandi við nýtingu kirkjunnar hér. - Já, kirkjuhúsnæði hér á landi eru ansi oft illa nýtt. Kirkj- ur eru vel brúklegar til fleiri at- hafna en klassískra guðsþjón- ustna og þess vegna ákvað ég í samráði við tónlistarfélagið hérna að efna til plötukvölda hér á hátíðum kirkjunnar og var þar spiluð ýmiss konar tónlist. Stef- án Jónsson, bóndi á Grænumýri, er formaður félagsins og á hann eitt stærsta plötusafn á landinu. Hann hefur séð um kynninguna og hefur þetta gefist vel og þátt- taka verið góð.Á uppstigningar- dag fengum við svo Manuelu Wiesler og Helgu Ingólfsdóttur hingað og héldu þær konsert við góðar undirtektir. Þær hældu mjög hljómburðinum í kirkj- unni. Ég hef látið mér detta í hug að innrétta kjallara kirkj- unnar sem nokkurs konar safn- aðarheimili og e.t.v. bókasafn hreppsins. Kirkuna má þannig nýta mun betur til félagsstarfa en nú er gert, en samt innan vissra marka. Það er samt erfitt að koma því þannig fyrir, að þessir tveir þættir tengist árekstralaust. Það er t.d. ekki hægt að nota kirkjurnar sem almenn fundarhús. Kirkjan er vígð Guði og það er helgi yfir kirkjum. En við þurfum bara að líta til frumsafnaðarins til að sjá þar viðhöfð mjög frjálsleg messuform. í flestum hreppum eru sem betur fer ágætis félagsheimili, sem hýsa félagsstarfið, en vissu- lega skortir kirkjuna tilfinnan- lega tengslin við félagslífið og þess vegna verða starfsmenn kirkjunnar að leita fyrir sér á þeim vettvangi ekki síður en öðrum. í Miklabæjarkirkju þurfum við að stríða við það vandamál, að hún er svo stór og hitunar- kostnaður svo svakalegur, að sóknin stendur ekki undir því. Kirkjan er klædd innan með panil og verður að halda jöfnum hita í henni yfir vetrartímann til að panillinn giiðni ekki. í vetur varð að hætta að kynda upp í kirkjunni, af því að kostnaður- inn við það var orðinn svo gífur- legur. Lægst launaðir háskólamanna - Jafnframt prestskapnum og búskapnum stundarðu barna- kennslu. - Já, ég hef tekið að mér kennslu á Steinsstöðum til að geta fjármagnað framkvæmd- irnar hérna á búinu. Kennslan hlýtur að koma niður á prest- störfunum, en prestlaunin eru ekki það merkileg, að þau standi undir þeim framkvæmdum, sem ég hef staðið í síðustu ár. Prestar eru lægst launaðir háskóla- manna, undir 10.000 kr. á mán- uði og er skömm að því fyrir ríkið. Prestsetrin eru yfirleitt miðdepill sveitanna og er siður að gefa kaffi eftir messur. Það verða prestarnir allt að kosta úr eigin vasa. Prestar í kaupstöðum eru með hærri bílastyrki en til sveita, þrátt fyrir að sveitaprest- arnir þurfi að aka mun meiri vegalengdir en þeir í kaupstöð- unum. Kjaramáiin eru í óttaleg- um ólestri. T.d. áríkiðaðsjáum viðhald prestsetra, en stendur engan veginn við það. Það er af- skaplega niðurlægjandi að þurfa að sækja stíft í mörg ár eftir sjálfsögðum viðgerðum á raka og leka, en fá ekki neitt út úr því. Óskapleg breyting - Er ekki erfitt fyrir maiin, sem allan sinn aldur hefur búið í þétt- • • 6 - DAGUR - 25. júní 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.