Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 12

Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 12
Smiðjan er opin frá kl. 12-14 og frá kl. 18.30 alla daga. Ur gömluin Degi áríð 1959 Sprengjuhlaðinn hundur Lítil er greinin, en merkilegt innihaldið, þann 6. febrúar, um mann einn á Jótlandi sem hugðist drepa hund sinn. Maóurinn vildi ekki skjóta rakkann og greip til þess ráðs að binda hann við staur og festa sprengju við hann. Síðan forðaði maðurinn sér í skjól. En hundurinn losnaði frá staurnum og að sjálfsögðu hljóp hann beint til húsbónd- ans eins og góðra hunda er siður. Ekki var þó húsbóndinn yfir sig hrifinn af hollustu hundsins að þessu sinni og tók hvað mest hann mátti til fót- anna. Sprengjuhlaðinn hund- urinn á eftir. Manninum tókst að sleppa inn í bæ sinn og slengja hurðinni á hundinn, sem sprakk andartaki síðar. Nýr Drangur Neinei, þetta er ekki fréttin sem var í blaðinu í gær, heldur greindi Dagur einnig frá því 4. fcbrúar 1959 að nýr Drangur væri væntanlegur til að leysa af þann gamla, sem hafði þjónað frá 1946. Sá nýi kom nýsmíð- aður frá Noregi og kostaði um þrjár og hálfa milljón ísl. króna. Kálfur af djúpfrystu sæði I>ann 21. mars er greint frá fæðingu kálfs, sem er að því leyti merkileg, að það er fyrsti kálfurinn sem er getinn með djúpfrystu sæði. Sæðið er fryst til langrar geymslu, við -79 gráður, en þýtt í köldu vatni áður en það er notað. Um- ræddur kálfur var bleiklit kvíga, undan Gránu og Sjóla og fæddist í Reykhúsum í Eyja- firði, hjá Jóni bónda Hall- grímssyni. Blautur bílþjófur Dagur segir frá því 6. apríl, að maður nokkur hafi nótt eina fyrir skemmstu, gerst djarf- tækur til bifreiða bæjarbúa og sest undir stýri og ekið sex eða sjö, lcngur eða skemur þessa nótt. Voru bílar þessir flestir opnir og það sem meira var, kveikjulykillinn var í fjórum þeirra. Nú, bílþjófurinn renndi bílnum undan brekku þar sem því varð við komið, einkum á ytri brekkunni og skildi við þá niðri í bæ. Einum ók hann út í Glerárhverfi en var þá kominn með lögregluna á hælana. Þeg- ar hann varð þess var, hljóp hann úr bifreiðinni og suður yfir túnin. Tafðist eitthvað við að bægslast yfir Glerána, en náðist í brekkunni sunnan við Gefjun. Maðurinn mun hafa verið í þessum leiðangri undir stjórn Bakkusar. Ofdrykkjuhundar Þann 21. maí er sagt af ame- rískum rannsóknum á drykkju. Vísindamaður einn hafði til- raunahóp hunda, og lét þá í 13 mánuði drekka vatnsblandað brennivín. í fyrstu vildu hund- arnir ekki drekka ósómann, en þegar á leið urðu þeir að fyrsta flokks drykkjuhundum og svolgruðu mjöðinn af áfcrgju. Það hafði heldur áhrif á skapjð og skinnið. Þeir horuðust, gengu úr hárum og voru fúlir og sífellt með illindi. Annar hópur hunda sem einungis fékk vatn - óblandað - tók engum breytingum, þeir héldu þyngd og hárum og voru ákaf- lega góðlyndir eins og hunda er siður. Þegar svo drykkjuhund- arnir fóru í afvötnun, fóru þeir að lagast, fitna og halda hári, auk þess sem þeir endurheimtu sitt góða skap. Frúarskot „Fremur mun það óalgengt að konur handleiki skotvopn og virðist þeim það ógeðfellt.“ Þannig hefur Dagur frásögn þann 6. ágúst. Segir af hús- freyjunni á Þórsnesi norðan Krossaness, sem varð fyrir ásókn minks. Gerðist minkur- inn djarfur og snuðraði allt í kringum húsið og hljóp jafnvel yfir húströppurnar. Húsfreyj- an, Elsa að nafni, var orðin leið á þófinu og tók til við skotæf- ingar undir leiðsögn bónda síns. Mun gestum hafa brugðið í brún að sjá hiaðna hagiabyssu í eldhúsinu. Þá er minkurinn kom næst í heimsókn, grunlaus um launráð húsfreyju - enda vanur að fá að vera í friði við snudd siM hjá bænum. En skot- ið úr eldhúsglugganum geigaði ckki og grunlaus um illsku mannanna, fauk minkurinn yfírum. Var það sjöundi mink- urinn sem hjónin á Þórsnesi grönduðu. Frétt með pipar og salti Ritstjóri íþróttafréttablaðs eins í Bandaríkjunum hét því að éta frétt sína um heims- meistarakeppni í hnefaleikum, ef heimsmeistarinn myndi ekki verja titil sinn, segir Dagur 19. ágúst. Og mikið rétt, heims- meistarinn tapaði og ritstjór- inn tók hina 1200 orða grein sína, stráði á hana pipar og salti, kuðlaði saman og át. Ætli íþróttafréttaritarar Dags viti af þessu? Framleiöum heitan mat úr grilli frá kl. 8-23.30 alla daga. — spjallað við Gest Þorgrímsson keramiklistamann Akureyri, föstudagur 25. júní 1982 „Gaman að sjá viðbrögð fólks á mismunandi stöðum“ Á sunnudaginn kemur lýkur keramiksýningu Sigrúnar Guðjónsdóttur og Gests Þor- grímssonar að Klettagerði 6, þar sem þau sýna um 40 kera- misk verk. Dagur átti fáein orð við Gest, og til að byrja með forvitnuðumst við um keramik- vinnslu. „Þetta er steinleir, sem við notum, það er blanda af leir, kísil og feltspati. Þetta er brennt við 1260-1280 gráðu hita, þá sindrar leirinn og verður að steini. Nú, séu búnar til úr leirnum plötur, sem myndir eru málaðar á, er leir- inn flattur út, brenndur og settur á glerungur. Síðan er málað á gler- unginn og brennt aftur. Sé um að ræða vasa eða slíka hluti, er leir- inn hnoðaður og búin til kúla, sem er sett á skífu, sem snýst og verkið mótað, meðan hún snýst.“ - Er ekki mikið fyrirtæki að koma með sýningu sem þessa hingað norður? „Ja . . ég er á nokkuð stórum oíl og þessu var öllu pakkað í hann innan í froðuplast. Og hlut- irnir náðu allir heilu og höldnu norður. Annars er nú ekki svo langt að koma með sýningu til Akureyrar, einu sinni fórum við með svona sýningu frá Kaup- mannahöfn til Þrándheims í eigin bíl. Þessi sýning á Akureyri er sú þriðja, sem við erum með úti á landi, og það er mjög gaman að sjá viðbrögð fólks á mismunandi stöðum við því, sem maður er að gera. Því að maður gerir þetta jú til að fólk horfi á þetta. Og við erum mjög ánægð með aðsóknina og viðtökurnar hér fyrir norðan.“ - En hvernig þykir þér FÍM- sýningin koma út? „Nokkuð vel, hún hefur ákaf- lega mikla breidd, allt frá hefð- bundnu formi yfir í það, sem ungu mennirnir eru að gera núna. Mér þykir þessi sýning gefa góða heild- armynd af því, sem er að gerast í myndlist í dag.“ - Hvaða gildi hafa hátíðir eins og Vorvaka? „Listahátíð, til dæmis, hefur haft mikið gildi fyrir Reykjavík. En það má kannski segja, að þeg- ar um er að ræða svona saman- þjappaða hátíð, er þetta kannski heldur mikið fyrir fólk að gleypa í einu. Og mér dettur í hug, að vegna þess að Akureyri er það stór bær, að þar er alltaf eitthvað að gerast í menningarmálum - starfandi leikhús t.d. - geti orðið erfitt að ná upp hópstemmingu í sambandi við listir.“ Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrímsson. og frískleiki Munið _ v TdumjiJi I NTE RNATIONAL SUMAK 82 Fegurð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.