Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 11
 Trímmdagiir ISI: Nú fara allir út að trímma Ákveðið hefur verið að efna til sérstaks Trimmdags fyrir alla landsmenn og fyrir valinu hefur orðið sunnudagurinn 27. júní nk. Með þessu er ætl- unin að vekja athygli almenn- ings á íþróttastarfinu og hvetja sem flesta til þátttöku. AHir geta orðið þátttakend- ur í Trimmdeginum og hlotið fyrir eitt stig með þátttöku sinni í einni grein eftirfarandi íþrótta: 200 m sundi, 2000 m skokki, 5000 m göngu, 10000 m hjól- reiðum, 25 m sundi fatlaðra, hjólastólaakstri, boccia, bog- fimi, hestamennsku fyrir fatl- aða eða þátttöku í hvers konar íþróttaæfingum í 30-40 mín- útur t.d. fimleikum, badmin- ton, blaki, knattspyrnu, hand- knattleik, körfuknattleik o.s.frv. Keppni - Verðlaun - Happdrætti Keppt verður um þrjá veglega verðlaunagripi, gefna af Morg- unblaðinu, sem veittir verða sig- urvegara er hlýtur: í fyrsta lagi hæstu stigatölu miðað viðjbúa- fjölda, í öðru lagi hæstu”stiga- tölu miðað við íbúafjölda í kaupstöðum, sem hafa 10000 íbúa eða fleiri og í þriðja lagi hæstu stigatölu miðað við íbúa- fjölda í kaupstöðum, sem hafa 2000-10000 íbúa. Hverjum þátttakanda gefst kostur á að kaupa sér merki Trimmdagsins, sem gildir sem happdrættisnúmer. Vinningar verða 5 vönduð reiðhjól gefin af reiðhjólaversluninni Erninum. Merki dagsins verða seld á kr. 10,00 og hljóta framkvæmdaað- ilar allan ágóða af sölunni. Skilningur fólks á nauðsyn íþrótta og útivistar Hlutverk trimmnefndar ÍSÍ er að halda uppi útbreiðslu og kynningarstarfsemi í því skyni að glæða áhuga almennings á nauðsyn þess að stunda íþróttir og útivist - að trimma. Almenn- ur áhugi á líkamsrækt hefur auk- ist mjög á síðustu árum og skiln- ingur fólks á nauðsyn líkams- ræktar er ríkjandi í dag meðal alls þorra fólks og margir stunda reglubundna hreyfingu. Megin- tilgangur Trimmdagsins 27. júní nk. er að fá fleiri trimmara, að fá fleiri til að skynja og skilja nauð- syn þess að hreyfing gerir alla hæfari til starfa. í öðru lagi gæti Trimmdagurinn gefið vísbend- ingu um styrk íþróttahreyfingar- innar og hug þjóðarinnar til starfa hennar. Á Akureyri verður í fyrsta lagi sund allan daginn í sund- lauginni og einnig blak, í Kjarnaskógi verður skokk og ganga og e.t.v. blak, hjólað verður 10 km frá Glerárskóla kl. 10.30 og 14.00 undir stjórn lög- reglunnar. Skráning fer fram hálftíma áður en lagt er af stað. íþróttahús Glerárskóla verður opið svo og íþróttahúsið við Laugargötu fyrir þá, sem vilja iðka innanhússíþróttir svo sem badminton. Á Akureyrarpolli verða siglingar og golf fyrir alla á golfvellinum. Ef veður leyfir, verður handknattleikur utan- húss við Glerárskóla og Lundar- skóla og knattspyrna á íþrótta- svæðum KA og Þórs. Hesta- mennska verður einnig tekin gild, en skráning ákveðin síðar. J údónámskeið Miðvikudaginn 23. júní hófst í íþróttahúsi Glerárskólans júdónámskeið, sérstaklega ætluð drengjum og stúlkum á aldrinum 7 til 15 ára. Æft verður á miðvikudögum og fimmtudög- um frá kl. 16.00 til 17.00 báða dagana. Er hér um algjöra nýj- ung að ræða sem vart hefði verið hrint í framkvæmd ef ekki hefði komið til sérstaklega jákvæð af- staða Æskulýðsráðs Akureyrar sem og hitt að þjálfarinn á þessu námskeiði, Cees van de Ven, hefur ekki aðeins numið íþrótta- fræðin við virtan háskóla í Hol- landi heldur er ein sérgreina hans júdó og þó enn sé hann ungur að árum hefur hann mikla reynslu í þjálfun ungra júdó- manna. Hér er því einstætt tæki- færi fyrir ungar stúlkur og drengi að kynnast þessari íþrótt í raun undir góðri leiðsögn menntaðs íþróttakennara. Fyrirhugað er að námskeiðið standi yfir í júní, júlí og ágúst og þátttökugjaídið verði 50 kr. á mann fyrir hvern mánuð. Foreldrum er meira en vel- komið að koma með börnum sínum og fylgjast með því sem fram fer á æfingum. Sýnlng FÍM á Skemnuinni: Lýkur iiin helgina Myndlistarsýningu Félags ís- lenskra myndlistarmanna, sem stendur yfir í íþrótta- skemmunni, lýkur nk. sunnu- dag. Á sýningunni eru til sýnis um 100 myndir eftir 11 lista- menn, myndhöggvara, grafík- era, Iistmálara. Þetta er án efa umfangsmesta myndlistarsýn- ing, sem sett hefur verið upp norðan heiða, og nú eru að verða síðustu forvöð að koma við í Skemmunni og sjá þessa einstæðu sýningu. Sænskur lefk- hópur sýnlr á Norðurlandi Sænskur leikhópur sem kallar sig Teater Sargasso, mun í lok þessa mánaðar heimsækja Is- land í boði Alþýðuleikhússins og mun leikhópurinn halda sýningu á Akureyri, meðal annarra staða. Meðlimir hópsins eru allir sænskir, utan einn sem er ís- lenskur. Leikrit það sem hópur- inn mun sýna á íslandi heitir „Pá flykt frán den tid“ og er frum- saminn af hópnum. Leikritið fjallar um flótta mannanna og tilraunir þeirra til að komast hjá að takast á við aðsteðjandi vandamál og deilur, varpa af sér ábyrgðinni og skella skuldinni á aðra. í fréttatilkynningu frá hópnum segir um sviðsetningu verksins: „Við notumst við at- burði úr mannkynssögunni aftur að miðöldum og hugmyndafræði hvers tíma til að setja þetta á svið. Til að flétta þessa atburði í samhengi ferðumst við sem far- andleikhús á leik frá einum stað til annars, frá einni tíð til annarr- ar, aftur í tímann gegnum sögu okkar menningar og hugmynda- fræði og speglum gegnum það þau vandamál sem upp koma í svo hversdagslegum mannlegum tengslum sem hjá meðlimum farandleikhúss.“ Sýningar á leikritinu verða sem hér: I dag í Félagsheimili Húsavíkur; laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. í íþróttahúsi Glerárskóla á Akureyri; og mánudaginn 28. í félagsheimil- inu Bifröst á Sauðárkróki; og víðar. Allar sýningarnar hefjast kl. 20.00. Auk leiksýninganna mun leik- hópurinn verða með götusýn- ingu/skrúðgöngu á aðaltorgi þess kaupstaðar sem hann heimsækir. Fyrirlestur í Myndlistarskóla Sænski listamadurinn Jens hátíð í Reykjavík, hann hélt þar Matthiasson, kennari við fyrirlestra og var einnig með Vallandsskóla mun n.k. sérstaka vinnustofu fyrir börn. fimmtudag halda fyrirlestur Hingað er hann komin á vegum og ræða við myndlistar- Myndlistarskólans á Akureyri, kennara og aðra listamenn á og verður fyrirlesturinn í húsa- Akureyri. kynnum skólans að Glerárgötu Matthiasson tók þátt í Lista- 34. Biskupsvígsla að Hólum Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir sr. Sigurð Guðmundsson vígslubiskup Hólastiftis hins forna í Hóla- dómkirkju á sunnudag kl. 14.00. Sr. Sigurður Guðmundsson var vígður til prestsþjónustu á lýðveldishátíðinni 1944. Hann hefur þjónað Grenjaðarstaðar- prestakalli æ síðan og verið pró- fastur Þingeyjarprófastsdæmis síðustu 20 árin. Hann hefur setið á kirkjuþingi frá 1964 og situr nú í kirkjuráði. Hann hefur auk þessa gegnt fjölda annarra trún- aðarstarfa í þágu kirkju og menningarstofnana. Sr. Sigurður er 62 ára að aldri. Kona hans er Aðalbjörg Hall- dórsdóttir og eiga þau 5 börn. Á Hólum er hin besta aðstaða til þessarar kirkjuhátíðar og eru allir velkomnir þangað. Verður athöfninni í kirkjunni sjónvarp- að inn í fundarsal og kennslu- stofur á staðnum og geta þar hundruð manna fylgst með at- höfninni, auk þeirra sem komast í kirkju. Eftir biskupsvígsluna verður öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju heima á Hólum. Síðdegis kl. 16.30 verður síðan samkoma í Hóladómkirkju. Listamenn frá Raufarhöfn, Svava Stefánsdóttir, söngvari og Stephen Yeats, organleikari flytja þar tónlistardagskrá. Um kvöldið býður kirkju- málaráðherra til biskupsveislu að Sauðárkróki. Hljómsveitin Fríðryk úr Reykjavík er á ferðalagi um Norður- og Austurland þessa dagana. Þeir félagar léku á dögunum á Ólafsftrði og einn- ig voru þeir í Valaskjálf á Egilsstöðum um síðustu helgi. „Undirtektir hafa verið frá- bærar,“ sögðu þeir félagar er þeir litu við hjá okkur á Degi, en Friðryk skipa þeir Pétur Hjalte- sted, Björgvin Gíslason, Sigurð- ur Karlsson og Tryggvi Hubner. í kvöld verða þeir Friðryks- menn í Dynheimumog annað kvöld í Skjólbrekku í Mývatns- sveit. Peir sögðust vera með „létta nýrómantíksveiflu" eins og þeir orðuðu það og hafa með- al annars fengið í lið með sér „rafmagnstrommuheila“. Friðryk er gamalkunn hljóm- sveit sem hefur unnið sér gott orð í „þeim bransa" og nú er bara að sjá hvort þeir heilia ekki unglingana í Dynheimum í kvöld upp úr skónum, áður en þeir gera innrás í Mývatnssveit. T iH i i i'illíj , Cj nui j — u r 25. júní 1982-DAGÚR-11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.