Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167 SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Furðulegur málflutningur „Ég vona, að samstarf meiri- og minnihluta í bæjarstjórn megi vera farsælt og að fulltrúarn- ir geti sameinast um að vinna af heilindum. Það skiptir e.t.v. mestu máli, þegar upp er staðið," sagði Sigurður Óli Brynjólfsson, full- trúi framsóknarmanna í bæjarstjórn í samtali við Dag, skömmu eftir kosningar, þegar Fram- sóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og Kvennaframboðið höfðu myndað meirihluta í bæjarstjórn. Þessi von Sigurðar Óla Brynjólfssonar brást hrapallega. Sjálfstæðismenn ástunda nú lág- kúrulegan áróður, sem er þeim tæpast sæm- andi. Fyrr á þessu ári samþykktu bæjarfulltrúar fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akureyrar. Éins og oft áður gátu þeir ekki orðið við öllum þeim beiðnum sem bárust og miðuðu fjárveit- ingar við getu bæjarins. Þetta átti við um fram- kvæmdir í Hlíðarfjalli eins og svo margt annað hjá Akureyrarbæ. Þáverandi bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna samþykktu síðustu fjár- hagsáætlun og þá um leið þann niðurskurð, sem hafði verið gerður. Þeir gerðu sér nefni- lega grein fyrir þeirri staðreynd, að það er ekki hægt að framkvæma allt í einu. í skammdeg- inu sýndu sjálfstæðismenn af sér þá ábyrgð, sem kjósendur gera til stjórnmálamanna, en núverandi fulltrúar hægri aflanna virðast ekki eiga til þessa kjölfestu. Þess í stað ástunda þeir loddaraleik, sem almenningur hefur megnustu andúð á. Á dögunum geystust sjálfstæðismenn fram á sjónarsviðið með tillögu um aukafjárveit- ingu til byggingar undirstaða fyrir lyftu í Hlíð- arfjalli. Þegar henni hafði verið hafnað, æstist leikurinn, málgagn sjálfstæðismanna, íslend- ingur, fylltist vandlætingu og sakar meirihlut- ann um að vera andsnúinn íþróttastarfi í bænum. Með öðrum orðunj: Það að sýna gætni í fjármálum er ekki að skapi sjálfstæðismanna. Þessi málflutningur sjálfstæðismanna kemur á óvart, og ef þeir kynnu að halda, að hann yki fylgi flokksins, er það misskilningur. Nú skiptir mestu máli að hraða byggingu nýju íþróttahallarinnar við Þórunnarstræti. Sú bygging er mjög dýr, en það er ákaflega mikil- vægt, að íþróttafólk á Akureyri komist þar inn sem allra fyrst, og með tilkomu hennar batnar öll aðstaða skólanna til íþróttakennslu. Það er ekki hægt að gera alla hluti í einu og bæjarfélag á borð við Akureyri verður að sníða sér stakk eftir vexti. Ef bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar vilja í raun vinna bænum gagn, verða þeir að skilja einfalt atriði á borð við þetta. Áskell Þórisson. 4-DAGUR- 25júní 1982 - Þú átt kannski eftir að verða eins og Olaf Palme, alltaf í sjónvarpinu? „Nei, ég ætla aldrei að vera í sjónvarpinu. Afi er stundum í hugvekju í sjónvarpinu.“ (Um- ræddur afi er séra Bjartmar Kristjánsson prestur að Syðra- Laugalandi). - Já, hann afi þinn er prestur, trúir þú á Guð? „Ekki jafn mikið og afi. Jú, Guð er kannski til, en hann er bara svo hátt uppi - hærra en geimurinn. En ég veit að Jesús var til.“ Kaupa, kaupa „Nei, það er ekkert gaman að eiga mikla peninga. Þá er maður alltaf að kaupa og kaupa og á allt. Maður á kannski alveg eins og það sem maður fær í afmælis- gjöf. Og ef maður á kannski svona milljón, þá er bara verið að stela því.“ - Áttu mikið af peningum? „Nei, sjötíu krónur.“ - Hvað gerirðu við pening- ana þína? „Eg safna þeim og kaupi svo eitthvað sérstakt. Ég kaupi aldrei nammi - það er ekkert gaman. Núna ætla ég að kaupa mér fótbolta.“ - Já, það kostar allt pen- inga . . . - Ekki það sem maður gerir sjálfur. Maður getur alveg feng- ið sér spýtur og hjól og búið til kassabíl. Ja, hjólin hafa kannski kostað eitthvað fyrir þann sem átti þau . . .“ - Ætlarðu einhverntímann að kaupa þér bíl? „Bíl? Það getur verið - en það er ekki víst, mamma á engan bíl. Maður getur bara fengið hann lánaðan. Eða hjólað eða notað strætó.“ Ekki ráðherra Það er ekki á hverjum degi að menn koma á ritsjórn Dags og vilja komast í viðtal. Og enn sjaldgæfara (vægast sagt) að um- ræddir menn séu aðeins 9 ára gamlir. En einmitt þetta gerðist nú í vikunni. Bjartmar Freyr Arnarsson, 9 ára, vildi endilega kom- ast í blaðið. Og ekkert var sjálfsagðara. Við byrjum á dáiítilli ættfræði eins og venja er, og Bjartmar segir okkur að mamma sín heiti Fanney Hildur Bjartmarsdóttir og pabþi hans Arnar Guðmundsson. „Eg er búinn að vera í Svíþjóð í þrjú ár með mömmu, hún er að læra,“ segir Bjartmar. „Svíþjóð er miklu stærra en ísland, og miklu meira fólk. Það er betra að vera á íslandi. í Svíþjóð er alltaf svo mikið af köttum í sandkössunum og maður þarf að reka þá burtu ef maður ætlar að fara að leika sér.“ - En hvað veldur því að 9 ára strákur vill óður og uppvægur komast í blað? finna ekki neitt upp hjá sér sjálfir." - Eru aldrei viðtöl við stráka í blöðum í Svíþjóð? „Nei. Það er bara sagt frá því „Maður sér alltaf í Degi svona er einhver strákur hjálpar ein- kalla sem fá viðtal, það er eng- hverjum." Leiðindakallar Guð er svo hátt uppi „En Guð er bara svo hátt uppi . . .“ — spjallað við Bjartmar Frey Amarsson 9 ára Bjartmar Freyr Arnarsson. inn einasti strákur. Svo mér fannst tími til kominn að kæmi einhver strákur.“ - Segja þessir kallar ekkert merkilegt? „Nei. Þeir tala bara um um- sóknir og húsaleigu og svoleið- is . . .“ - Hvað eiga þessir kallar að segja? „Líka hvernig þeir hafa það. Ekki bara hvað þeir gera í vinnunni og svoleiðis - það finnst mér ekkert gaman. Svo þegar þeir eru að tala í fréttun- unt segja þeir alltaf það sama - „Það eru líka alltaf svo þekktir kallar sem eru viðtöl við. Maður þekkir þá alveg. Það þekkir mig enginn. Eins og Olaf Palme, hann er voða þekktur í Svíþjóð. Oft viðtöl við hann, örugglega hundrað sinnum á ári - og meira. Og hann er alltaf að segja það sama - alveg eins og menn- irnir hérna - talar aldrei um neitt nýtt. “ - Hvað ætlarðu svo að verða þegar þú verður stór? „Ég veit það ekki. Þegar ég var lítill, hérna á íslandi, ætlaði ég að verða lögreglumaður og taka alla bófa fasta - en það gengur nú ekki. En maður á ekki að segja hvað maður ætlar að verða þegar maður verður stór, því það er ekki víst að maður geti orðið það. Ef maður ætlar kannski að verða lögregluþjónn þarf maður að vera einn og sjö- tíu og það er ekki víst að maður verði svo stór.“ - En það er hægt að segja hvað mann langar að verða? „Já, já. Mig langar að verða málari eða prestur eða smiður. Afi minn er prestur og svo smíð- ar hann líka stundum. Ég smíða stundum - ef ég finn dáinn fugl þá smíða ég kross fyrir hann. Svo er pabbi minn málari, máiar hús og svo teiknar hann stundum myndir af mér og bróður mínum.“ - Jæjajá, svo þú ætlar að verða málari. „Kannski." - Þér hefur ekki dottið í hug að verða ráðherra? „Nei. Þá vissi maður nú ekk- ért hvað maður ætti að gera.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.