Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 8

Dagur - 25.06.1982, Blaðsíða 8
UREINUIANNAÐ Snjólaug Bragadóttir Skammastu þín. Nú er mér allri lokið í bili og það JL ' svo að klausan, sem ég ætlaði A Degi á undan þessari, verður að B » bíða. í þætti um myndlistar- ^L. B U.1 rlf 131 • menn í sjónvarpinu áðan (sunnud. 20. júní), gekk hann Guðbergur Bergsson hreinlega fram af mér. (Hvað er hann ann- ars að vilja í myndlist, ég hélt að hann væri í bókmenntum, en að bróðir hans málaði kúlur?). Guðbergur fullyrti sem sagt, að almenningur á íslandi hefði mjög góðan smekk fyrir lélegri myndlist. Auk þess heyrði ég ekki betur en að hann kallaði alla aðra en SÚM-ara fúskara! (Hvers vegna íósköpunumerþá SÚM ekki lengur til?). Jæja, við almenningur þökk- um kærlega fyrir! Ég held áfram að vitna orðrétt í Guðberg: „Fúskarar framleiða myndlist af allt öðrum hvötum," sagði hann og átti þá við ágirnd, ef ég hef lcsið hugsanir hans rétt, sem lá í augum uppi, þegar framhaldið kom: „Þeir fara kannski á þriggja mánaða námskeið hjá listmálara og fara síðan að sýna . . . ogseljaallt! Þetta síð- asta sveið honum greinilega sárast. Pegar hér var komið, tók ég undir mig stökk að ritvélinni. Af forvitni gægðist ég fram fyrir dyrastafinn, þegar ég var búin að koma ofanskráðu á blað . . . og hvað blasir þá við? Jón Gunnar, mæddur að venju, og í þetta sinn að mæðast yfir stríðsáráttunni og ófriðinum í mannkindinni hvar sem er í heiminum. Verkin hans voru líka í samræmi við það, grimm, eins og viðmælandinn orðaði það, hnífar og alls kyns eggjárn á hreyfingu og þau slík að fyrir- ferð, að enginn nema vopna- framleiðandi hefði rými eða löngun til að kaupa þau. Hvernig er það með þessa menn, eru þeir svoddan skýja- glópar, að nenna ekki að líta niður til að athuga hvernig hitt fólkið hugsar? Hvers konar ein- feldni er að halda, að almenn- ingur láti segja sér með hverju það á að skreyta þau híbýli, sem tekið heur áralangt strit að koma upp? Sjálfskipaðir menningarvitar (snobbarar), geta sett sinn lista- stimpil á heysátur, hraðsuðu- katla, klósettskálar eða æðisköst á striga, sem getur þess vegna snúið á fjóra vegu, en stimpill þeirra gerir það ekki eftirsókn- arvert; slíkum afgangshlutum hendir fólk á haugana. Þeir, sem vilja öðlast hljóm- grunn hjá kaupendum og unnendum myndlistar, verða að taka tillit til þessa andrúmslofts sem ríkir og það finnst best hjá „sauðsvörtum almúganum“. Þar ganga staðreyndirnar nefnilega fyrr og betur inn í hugi fólks en í „æðri kredsum" þar sem alls kyns kennisetningar og fyrir- tektir tefja leiðina. Það sem við venjulega fólkið viljum núna, er andstæðan við það sem við lifum í, mótefni við óttann og kvíðann, eitthvað fallegt, friðsælt og rómantískt. (Skyldu menningarvitarnir hafa velt fyrir sér úrslitum úr söngva- keppninni, til dæmis textum efsta og neðsta lagsins? Þar er sláandi dæmi!). Fj......n vorkenni mynd- listarmönnum, sem vinna gegn þeim straumum, sem ríkja með- al fólksins á hverjum tíma. Nema þeir lifi eftir þeirri kenn- ingu, að enginn sé listamaður nema hann svelti og helst ekki viðurkenndur fyrr en hann er löngu dauður úr hungri og sjálfs- meðaumkun. Svo er það þetta með „fúskar- ana“ sem fara á námskeið hjá listmálurum. Þarna getur verið margt að baki og skyldi ekki einu sinni „myndlistarmaður- inn“ Guðbergur Bergsson leyfa sér að alhæfa eða dæma. Til að byrja sem næst honum, skulum við gera ráð fyrir, að viðkom- andi listmálari sé af þeirri teg- undinni, sem aldrei getur selt neitt og þurfi að drýgja tekjur makans með því að selja al- menningi þekkingu sína í með- ferð lita. Slík þekking er nefni- lega ekki meðfædd nema sumum og því miður fylgja henni ekki alltaf hæfileikar. í öðru lagi eru til mannlegir listmálarar, einmitt þessir, sem Guðbergur kallar fúskara og fólk vill hafa heima hjá sér. Þeir þekkja fólkið og gera sér grein fyrir, að meðal þess leynist margur listamaðurinn, sem hef- ur verkin klár í kollinum eða fingrunum, en kann ekki að nota litina.Slíka leiðbeinendur vil ég kalla sanna listamenn. í þriðja lagi er til fólk, sem langar til að máia, þó það dreymi aldrei um að halda sýn- ingu, hvað þá að selja. Oft fer þannig fyrir slíkum náttúru- börnum, að vinir, ættingjar, velgerðarmenn og það allt, leggjast á eitt um að ota „naivist- anum“ fram í dagsljósið. Hvað gerist? Eigum við ekki viður- kennda listmálara af þeirri stefnu? Nei, Guðbergur, haltu þig við vindmyllurnar og lofaðu hinum að gera það sem þeir vilja. Ef SÚM-arar (fyrrverandi) hafa litlar tekjur af listinni, er best að þeir fari í verkamannavinnu eða á sjó og dútli við málningu í frí- stundum. Slíkt skerpir andann og bætir samviskuna og gæti kannski orðið til þess að eitt- hvað brytist út, sem hugurinn raunverulega þráir. BARNA VAGNINN Heiðdís Norðfjörð Kunningi64 Ég ætla að segja ykkur frá of- urlitlum kunningja sem ég eignaðist í vor. Árla hvern morgun ek ég til vinnu minnar, skammt utan við bæinn. Ég er alltaf svo glöð þegar ég ek þessa leið, því að þarna er svo fallegt og sífellt er ég að sjá eitthvað nýtt, sem ég hefi ekki tekið eftir áður. Sitt hvoru megin vegarins eru reisuleg bænda- býli og víöáttumikil tún, sem glitra af dögg í morgunsárinu. Þar eru kindur með lömb, sem leika sér alsæl kringum mömmurnar sínar. Þau hoppa og skoppa og vita hreint ekki hvernig þau eiga að láta, þau eru svo ánægð með lífið. Á einum stað nálægt veginum er hestagirðing. Þar eru nokk- ur hross, sem ég hefi oft gefið auga á leiö minni framhjá. En þegar ég nálgaðist hesta- girðinguna fagran morgun í maí, fannst mér eitthvað vera öðruvísi en venjulega. Eitt- hvað hafði breyst þar. Ég var mjög snemma á ferð- inni og hafði þess vegna næg- an tíma. Ég stöðvaði bílinn á vegabrúninni og litaðist um. Þá sá ég það. Það hafði fjölg- að í hrossahópnum. Ég ákvað að athuga þetta nánar, steig út úr bflnum og gekk að girðingunni. Skammt frá mér stóð falleg rauðblesótt hryssa og pínulít- ið folald var að sjúga hana. Mamman horfði á mig og hneggjaði ofurlítið, eins og hún vildi segja: - Ekki trufla manneskja, sérðu ekki að barnið mitt er að næra sig? En nú hætti litla folaldið að sjúga og stóð um stund við hlið mömmu sinnar. Litur þess var aðeins Ijósari en hennar. Ó hvað það var fín- gert og fallegt. Mig langaði til að strjúka því og gæla við það. - Ég ætla ekkert að gera ykkur, ég er bara að horfa, sagði ég og var viss um að mamman skildi mig. Hún ýtti blíðlega við litla fol- aldinu sínu og síðan fór hún Eftir þetta fylgdist ég daglega með litla folaldinu og sá að það óx og dafnaði með degi hverjum. Meira að segja var ég búin að gefa því nafn svona með sjálfri mér og nefndi það „Kunn- ingja“. Stundum stansaði ég við girðinguna og heilsaði upp á þau mæðginin. „Kunningi“ var farinn að leika sér og hljóp um sæll og glaður. bara að bíta gras, eins og ekk- ert hefði í skorist. Folaldið fylgdi henni fast eftir, svo há- fætt og reist. Ég horfði um stund á eftir þeim, steig síðan upp í bílinn og hélt áfram ferð minni. En hann var býsna forvitinn og stundum hljóp hann að girðingunni og horfði á bfl- ana, sem þutu eftir veginum. Ef til vill var hann að hugsa um það, hvort hann gæti hlaupið hraðar en þeir óku. Einu sinni kom hann í áttina til mín og staðnæmdist aðeins örfáa metra frá mér. Ég þorði varla að anda ég var svo hrædd um að hann færi strax aftur. Það var svo gaman að hafa hann svona nálægt sér. En hann stóð alveg kyrr og horfði á mig forvitnum augum. - Góðan daginn Kunningi, sagði ég í gælutón og rétti fram ofurlítinn brauðbita, sem ég hafði komið með. - Komdu til mín og bragðaðu þetta góðgæti. „Kunningi“ gerði sig ekki lík- legan til að koma nær. En hann var áreiðanlega að hugsa um það hvort hann ætti að þora. Hann langaði auðsjáan- lega til þess. - Þér er alveg óhætt að koma nær, ég ætla bara að gefa þér gott, sagði ég. Nú kom mamman gangandi og kallaði á barnið sitt í um- vöndunartón. Það var engu líkara en hún segði: - Komdu strax, er ég ekki búin að marg banna þér að gefa þig á tal við ókunnugar tvífætlur? „Kuningi“ litli leit prakkara- lega til móður sinnar og snéri sér síðan aftur að mér, þar sem ég stóð með brauðbitann í útréttri hendi. Hann hneggjaði aðeins og ég var viss um að hann sagði: - Borðaðu brauðið þitt sjálf, tvífætla mín góð. Ég vil heldur fá mér mjólkursopa hjá henni mömmu. Svo hljóp hann til mömmu sinnar og fékk sér vænan teyg. Hann var svo hlýðinn og góður. Hún leit stolt til mín, eins og hún vildi segja: - Er hann ekki fallegur? Eg er viss um að hann er fallegasta folaldið hér um slóðir og þó víðar væri leit- að. - Jú, víst er hann fallegur. Öll ungviði eru yndisleg og auð- vitað eru þau fegurst í augum hverrar móður. Stundum sóð „Kunningi“ og horfði út á fjörðinn. - Skyldi þetta vera allur heimurinn? gat hann verið að hugsa. Hann er stór þessi heimur. Ég yrði í marga daga og margar nætur að hlaupa um hann allan. En ég vil bara ekki gera það, því að ég ætla alltaf að vera hjá henni elsku mömmu minni, sem er það besta sem til er í öllum heiminum. En svo var það um daginn, að ég ætlaði að heimsækja „Kunningja“ og móður hans einu sinnis em oftar. Þegar ég kom að girðinguni var heldur en ekki tómlegt um að litast. Þar var enginn hestur sjáan- legur. Ég skyggndist um og leitaði þeirra, allt kom fyrir ekki. Þau voru horin eins og jörðin hefði gleypt þau. Ég var döpur í bragði. Hvar gátu þau verið? Ef til viU haf þau verið flutt á annan stað, þar sem gras- meira er og beit betri. Síðan, er ég ek þessa leið og sé hesta á túnunum eða í girðing- um, lít ég alltaf eftir því hvort „Kunningi“ minn frá því í vor sé þar á ferð. En aldrei hefi ég séð hann síðan. HN 8-DApUR-?5fjMn/,1?82

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.