Dagur - 20.07.1982, Síða 4

Dagur - 20.07.1982, Síða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUFIEYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 Fjórðungssamband Norðlendinga: Spáir samdrætti á Norðurlandi RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Líta verður málin í samhengi Dagur hefur á undanförnum misserum bent á það hvað eftir annað hvílíkt misrétti fólk á landsbyggðinni býr við í ýmsum efnum. Til dæmis var nýlega sagt frá ráðstöfun fjár úr Framkvæmdasjóði aldraðra, sem að mestu fer til uppbyggingar aðstöðu fyrir aldraða á Reykjavíkursvæðinu. Þó er þessi sjóður byggður upp af fjárframlögum allra skatt- greiðenda á landinu og greiða þeir allir sömu upphæð. Þetta er eitt litið dæmi, en nefna mætti fjöldamörg. Einna ljósast kemur þessi munur fram í framfærslukostnaði, en hann er hæstur á Austurlandi og Norðurlandi eystra. Meðal kostnaðarhða sem hærri eru í strjálbýlinu má nefna símakostnað, rafmagnskostnað, flutn- ingskostnað og meiri kostnað vegna lélegri samgangna. Þá má nefna það, að menntun- arkostnaður úti á landi er miklum mun hærri en á höfuðborgarsvæðinu því þar eru flestar æðri menntastofnanir landsins. Á fjölmörgum sviðum þjónustu er þessu á sama veg farið og virðist oft á tíðum litlu skipta hvort um er að ræða þjónustu opinberra og hálfopinberra aðila eða þjónustu á vegum einstaklinga og félaga. Þjónustustarfsemi úti á landi er víða langt fyrir neðan það sem íbúa- hlutfall réttlætir. Af þessum sökum og öðrum er atvinnuframboð einnig mjög einhæft á landsbyggðinni. Þennan mun þarf að leið- rétta. Nú er mikið rætt um kjördæmamálið og kosningaréttinn, jöfnun kosningaréttar, eins og það er gjarnan kallað. Þetta er réttlætismál sem þarfnast leiðréttingar við. En þeir sem harðast berjast eru fyrst og fremst þeir sem hafa sjónsvið sem takmarkast við Faxaflóa- svæðið. Þó eru jafnvel til einstaklingar úti á landi, t.d. á Akureyri, sem virðast hafa sömu þröngu sjónarmiðin. Þeir sjá ekkert nema jöfn- un kosningaréttarins og kalla mannréttinda- mál. Þessum mönnum þarf að benda á að þau eru fleiri mannréttindamálin en jöfnun kosn- ingaréttarins. Lífsaðstaða fólks í strjálbýlinu er líka mannréttindamál. Sjálfstæðismenn tala t.d. um jöfnun kosningaréttarins eins og um eitthvert einangrað fyrirbæri sé að ræða. Framsóknarmenn hafa haldið því fram að jöfn- un kosningaréttar verði ekki aðskilin jöfnun lífsgæða í landinu að öðru leyti. Nú er það svo að þótt íbúar sumra lands- hluta búi við meira vægi atkvæða í þingkosn- ingum en aðrir s.s. Reykvíkingar og Reyknes- ingar, þá hafa íbúar þessara sömu landshluta átt undir högg að sækja í mörgum efnum. Fjár- streymið er til Reykjavíkur og þangað þarf að sækja alla meiriháttar fyrirgreiðslu. Hvað skyldu t.d. útgerðarmenn á landsbyggðinni þurfa að fara margar ferðir til Reykjavíkur vegna einfaldra rekstrarörðugleika sem þarf að leysa? Kosningaréttinn þarf að leiðrétta, en menn mega ekki gleyma því að fjölmörg önnur rétt- indamál þarfnast leiðréttingar við. Líta verður á þessi mál í samhengi. Úr skýrslu Hafþórs Helgasonar starfsmanns Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Mannfjöldi - mannafli Gert er ráð fyrir að mannfjölgun á Norðurlandi verði hlutfallslega undir landsmeðaltali á árabilinu 1980-1990 og er það í samræmi við þróunina á landsbyggðinni í heild. Er spáð að mannfjöldi á Norðurlandi vaxi úr 36.331 í 39.441 á þessum tíma. Höfuð- borgarsvæðið mun því á næstu árum taka til sín enn stærra hlut- fall af íbúum landsins. Aftur á móti virðist hlutfallsleg- ur vöxtur í mannafla ætla að verða meiri á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu. Orsök þess að nýtingin fer batnandi á lands- byggðinni er sennilega að hluta til fólgin í því að þar hafa hlutastörf vegið hlutfallslega þyngra en á höfuðborgarsvæðinu en viðbúið er að sá mismunur minnki. Rétt er að benda á að stór hluti eigin- kvenna bænda svo og eldra fólk í sveitum telst hluti mannaflans, eru slysatryggð, en rétt væri að vissu marki að draga úr hlutdeild þessa fólks frá því mannaflaspár eru unnar út frá slysatryggðum vinnuvikum og hluti þessa fólks vinnur ekki fullan vinnudag utan heimilis. En það má reikna með að nýtingin fari heldur batnandi á Norðurlandi á næstu árum og það kallar á fleiri atvinnutækifæri að öðru óbreyttu. Mannaflaspár fyrir einstakar greinar Þegar spáð var fyrir um þróun mannafla einstakra greina til árs- ins 1985 var tekið mið af þróun hans innan þeirra á árabilunum 1970-1975 og 1975-1980 og síðara tímabilið látið vega helmingi þyngra en hið fyrra. Á sama hátt var spáð fyrir um þróunina frá 1985-1990- þ.e. tímabilið 1980- 1985 vóg helmingi þyngra en 1975-1980 sem svo vóg helmingi þyngra en 1970-1975. Auðvitað má deila um hvort þetta séu hin einu réttu vinnubrögð og hefði brjóstvitið e.t.v. ívissum tilfellum gefist betur en það er jú hverjum og einum frjálst að notast við það eftir sem áður. Og í raun er ekki verið að leita eftir neinum alls- herjar sannleika heldur fyrst og fremst verið að skoða þá þróun sem átt hefur sér stað og nota hana til að spá fyrir um framtíð- ina. Mannaflaskipting á Norðurlandi 1980-1990 Þaö er ljóst að í frumvinnslugrein- unum, landbúnaði ogfiskveiðum, er fyrirsjáanlegur samdráttur. Báðar greinarnar eiga það sam- eiginlegt að vera komnar á endi- mörk framleiðslugetunnar og mun framleiðniaukning vegna tækniþróunar í þessum greinum skila sér í færri launþegum og þeim þarf að skapa atvinnu við annað. Að fækkunin verði í sam- ræmi við það sem spáin segir, 1023 störf, er auðvitað óvíst en nokkuð ljóst er að hún verður ein- hver. í úrvinnslugreinum, fiskiðnaði, öðrum iðnaði, veitum og bygg- ingastarfsemi, er gert ráð fyrir vexti í mannafla sem nemur 1323 störfum á þessu tíu ára bili. Hlut- fallslega er þó gert ráð fyrir sam- drætti í byggingariðnaði og kyrr- stöðu í fiskiðnaði en aftur á móti vexti í öðrum iðnaði. Miðað við þá þenslu sem verið hefur í bygg- ingastarfseminni á síðasta áratug er eðlilegt að reikna með hlut- fallslegum samdrætti í henni í næstu framtíð. Hlutdeild þjónustugreina í mannaflanum á Norðurlandi mun skv. spánni vaxa úr 36,8% í 45,1% á umræddu tímabili. Þar er aðallega um að ræða störf fyrir um 1100 manns í verslun og viðskipt- um og rúmlega 1400 manns í ann- arri þjónustu en innan hennar er opinber þjónusta langfyrirferðar- mest en íþróttir, menningarmál, skemmtanir og opinber stjórn- sýsla einnig verulegur hluti. Til samanburðar má geta þess að hlutdeild þjónustunnar í mannafl- anum á höfuðborgarsvæðinu 1980 var 66,5%. í heild má því segja að þörf verði fyrir að skapa á Norðurlandi ný atvinnutækifæri fyrir rúmlega 4000 manns á árabilinu 1980- 1990, rúmlega 1300 manns í úr- vinnslugreinum og tæplega 2700 manns í þjónustugreinum. Ekki er fjarri lagi að áætla að Norður- land eystra þurfi að mæta 75% þessarar aukningar og Norður- land vestra 25%. Auðvitað er ljóst að ekki er víst að þróunin á áratugnum 1980-1990 verði í beinu framhaldi af þróuninni á áratugnum 1970-1980. Líklegast er þó, engu að síður, að hún muni ekki víkja mjög mikið frá henni og kostur við spána er að liðin tímabil nærri spátímabili vega þyngra en þau sem fjær eru. Rétt er að geta þess að ekki er gert sér- staklega ráð fyrir aukinni atvinnu- þátttöku kvenna í þeirri mann- aflaspá sem hér er stuðst við en viðbúið er að sú verði raunin. Frumvinnslugreinar Landbúnaöur Fiskveiðar Úrvinnslugreinar Fiskiðnaður Annariðnaður Veitur Byggingastarfsemi Þjónustugreinar Samgöngur Verslun og viðskipti önnurþjónusta Frumvinnslugreinar: Úrvinnslugreinar: Þjónustugreinar: 1980 Ársverk % 4028 25.1 3086 19.2 942 5.9 6112 38.1 1619 10.1 2891 18.0 89 0.6 1513 9.4 5897 36.8 783 4.9 2086 13.0 3028 18.9 16037 100.0 1985 Aukning Ársverk ársverka “490 3538 -398 2688 - 92 850 599 6711 150 1769 351 3242 — 2 87 100 1613 1194 7091 8.4 867 480 2566 630 3658 1303 17339 1990 Aukning % ársverka - 533 - 425 - 108 724 171 447 — 30 136 1485 84 609 792 1676 Ársverk % 3005 15.0 2263 11.9 742 3.9 7435 39.1 1940 10.2 3689 19.4 57 0.3 1749 9.2 8576 45.1 951 5.0 3175 16.7 4450 23.4 19016 100.0 20.4 15.5 4.9 38.7 10.2 18.7 0.5 9.3 40.9 5.0 14.8 21.1 100.0 1023 1323 n 2679 f Fækkun ársverka 1980-1990: ~ 1023 Nýársverk 1980-1990:4002 Versnandi horfur Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir batnandi nýtingu mann- fjöldans á Norðurlandi á næstu árum, þ.e. sá hluti hans sem mun vinna a. m. k. 27 vikur á ári fer vax- andi, úr 44,1% í 48,2%. í dageru til tölur yfir svæðisbundna þróun mannfjöídans á íslandi fyrir tíma- bilið 1. des. 1980-1. des. 1981. Þar blasir við sú staðreynd að mannfjölgun á Norðurlandi er að- eins 0.68% þegar hún er fyrir landið í heild 1,23% og 1,61% fyrir höfuðborgarsvæðið og 0,82% fyrir landsbyggðina. A Norðurlandi eystra var hún 0,74% og 0,53% á Norðurlandi vestra. Haldi þessi þróun áfram er samdráttur fyrirsjáanlegur á öll- um sviðum miðað við það sem spáð hefur verið og þá verulegri á Norðurlandi vestra en eystra. Ekki er gott að segja til um hvað það er sem hér veldur en athyglis- vert er að þegar tekjur launþega á Norðurlandi á árinu 1980 eru bornar saman við landsmeðaltal kemur í ljós að aðeins í þremur úrvinnslugreinum af fjórum er Norðurland yfir meðaltalinu en í frumvinnslugreinunum og öllum þjónustugreinum eru laun á Norðurlandi undir landsmeðal- tali. Ennfremur má benda á að skráð atvinnuleysi á Norðurlandi 1981 var hlutfallslega hærra en í öllum öðrum landshlutum, 40348 atvinnuleysisdagar, sem jafngildir því að 155 manns hafi verið atvinnulausir allt árið. Norðurland Meðallaun Frávikfrálands- meðallali (%) Frumvinnslugreinar Landbunaður 37.617 -1.1 Fiskveiðar 137.582 -1.9 Úrvinnslugreinar Fiskiðnaður 71.629 1.0 Annariðnaður 75.385 3.4 Veitur 106.348 7.3 Byggingastarfsemi 73.183 -4.3 Þjónustugreinar Samgöngur 68.291 -12.8 Verslun og viöskipti 64.574 -6.8 önnurþjónusta 70.313 -4.2 I heild= 68.640 -6.4 Árstekjur á ársverk 1980 (Nýkrónur) Niðurlag Sú spá sem hér liggur fyrir um mannaflaþróun atvinnugreina á Norðurlandi á árabilinu 1980- 1990 er byggð á kerfisbundnum hlutfallareikningi, liðin tíð er á ákveðinn hátt látin spá fyrir um komandi ár. Það eru því allar lík- ur á því að ekki sé nákvæmlega sagt rétt til um þann fjölda atvinnutækifæra sem skapa þarf í einstökum greinum. En stefnan er nokkuð ljós; við getum fastlega reiknað með vaxandi hlutdeild þjónustu í mannaflanum og samhliða henni þarf til að koma annars vegar vöxtur í fiskvinnsl- unni, sem myndi fljótt á litið lýsa sér í frekari nýtingu sjávaraflans, og hins vegar vöxtur í öðrum iðn- aði, annað hvort í gegnum þenslu í þeim iðnaði sem hér er fyrir eða með tilkomu nýs iðnaðar í smærri stíl eða orkufreks iðnaðar í stærri stíl. 4 — DAGUR - 20. júlí 1982

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.