Dagur - 23.07.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Skapa þarf 4000
nýstörf
Fjórðungssamband Norðlendinga hefur gert
spá um mannafla á Norðurlandi eftir atvinnu-
greinum á áratugnum frá 1980-1990. Heild-
arniðurstaða þessarar spár er sú að þörf er
fyrir 4 þúsund ný atvinnutækifæri fram til árs-
ins 1990. Þar af er gert ráð fyrir að rúmlega
1300 manns fari til starfa í úrvinnslugreinum
og tæplega 2700 manns í þjónustugreinum.
Talið er að Norðurland eystra þurfi að mæta
um 75% þessarar aukningar og Norðurland
vestra 25%.
í skýrslunni segir m.a. á þessa leið: „Það er
ljóst að í frumvinnslugreinunum, landbúnaði
og fiskveiðum, er fyrirsjáanlegur samdráttur.
Báðar greinarnar eiga það sameiginlegt að
vera komnar á endimörk framleiðslugetunnar
og mun framleiðniaukning vegna tækniþróun-
ar í þessum greinum skila sér í færri launþeg-
um og þeim þarf að skapa atvinnu við annað. “
Þá segir að í úrvinnslugreinum þ.e. fiskiðn-
aði, öðrum iðnaði, veitum og byggingastarf-
semi, sé gert ráð fyrir aukningu mannafla sem
nemi rúmlega 1300 störfum. HlutfaUslega er
þó gert ráð fyrir samdrætti í byggingariðnaði
og kyrrstöðu í fiskiðnaði en aftur á móti vexti í
öðrum iðnaði. „Miðað við þá þenslu sem verið
hefur í byggingastarfseminni á síðasta áratug
er eðlilegt að reikna með hlutfallslegum sam-
drætti í henni í næstu framtíð," segir í spá
Fjórðungssambandsins.
„Hlutdeild þjónustugreina í mannaflanum á
Norðurlandi mun skv. spánni vaxa úr 36,8% í
45,1 % á umræddu tímabili. Þar er aðallega um
að ræða störf fyrir um 1100 manns í verslun og
viðskiptum og rúmlega 1400 manns í annnarri
þjónustu en innan hennar er opinber þjónusta
lang fyrirferðarmest . . . Til samanburðar má
geta þess að hlutdeild þjónustunnar í mann-
aflanum á höfuðborgarsvæðinu 1980 var
66,5%.“
í spánni er gert ráð fyrir betri nýtingu
mannaflans á næstu árum m.a. vegna þess að
hlutastörfum fækki. Þar kemur fram að mann-
fjölgun á Norðurlandi á síðasta ári hafi verið
töluvert undir landsmeðaltali eða aðeins
0,68% á móti 1,23% fjölgun á landinu öllu og
0,82% fjölgun á landsbyggðinni í heild. Á höf-
uðborgarsvæðinu varð fjölgunin hins vegar
1,61%. „Haldi þessi þróun áfram er samdrátt-
ur fyrirsjáanlegur á öllum sviðum miðað við
það sem spáð hefur verið og þá verulegri á
Norðurlandi vestra en eystra," segir í spá
Fjórðungssambandsins.
Þó taka verði spár sem þessa með fyrirvara
virðist hún gefa nokkuð ljósa vísbendingu um
það sem framundan er á Norðurlandi. Nauð-
synlegt er að efla þjónustustarfsemi á svæð-
inu og úrvinnslugreinar, einkum í iðnaði. Ekki
er að vænta aukningar í frumvinnslugreinum,
landbúnaði og fiskveiðum.
Aðalstræti 4.
Fjaran og innbærinn:
Aðalstrætí 4
gamla
apótekið
Aðalstræti 4, gamia apótckið,
er mjög sérstakt hús af ýmsum
ástæðum. í fyrsta lagi er húsið
sjáift merkilegt aldurs síns
vegna, en þó fyrst og fremst
vegna gerðar og stærðar. Það
var talið fallegasta hús bæjar-
ins í marga áratugi, og eins og
sjá má af gömlum Ijósmynd-
um hefur það verið mjög
skrautlegt. Húsið var lengi
það stærsta í bænum, það stóð
ofar en flest önnur hús og
blasti víða við. Apótekið er
það húsa bæjarins, sem einna
mestan svip hefur sett á bæinn
síðustu öldina. í öðru lagi er
húsið merkilegt vegna þeirra
athafna, sem þar hafa farið
fram. Það var apótek bæjar-
ins í meira en hálfa öld og þar
bjuggu ýmsir af merkismönn-
um bæjarins.
Útliti hússins hefur verið
gjörbreytt með múrhúðun og
gluggabreytingum, en lögun
þess er óbreytt frá fyrstu tíð.
Að innan eru breytingarnar
sennilega minni, þó að allt
þurfí húsið mikilla endurbóta
við.
Lóðina þarf alla að snyrta
og endurbæta. Hús þetta er
eitt þeirra merkustu í Innbæn-
um og íhuga þarf hvort rétt sé
að friða það samkvæmt
þjóðminjalögum.
Saga: Oddur Thorarensen
Stefánsson, amtmanns, fékk
konungsleyfi til lyfjaverslunar á
Akureyri 17. des. 1819. Árið
1820 lét hann byggja fyrstu lyfja-
búð Akureyrar, rétt sunnan við
lækinn, skammt vestan við Tul-
iníusarhús. Oddur tók við lyfja-
búðinni í Nesi við Seltjörn 1823
og féll þá lyfsala á Akureyri
niður til ársins 1840 er Oddur
fluttist til Akureyrar á ný.
Sonur Odds, Jóhann Pétur
Thorarensen, lét reisa stórt og
glæsilegt hús fyrir lyfjaverslun-
ina árið 1859. Húsið byggði Jón
Chr. Stephánsson, timburmeist-
ari, og þótti það lengi bera af
öðrum húsum bæjarins. Jóhann
Pétur fluttist af landi brott til
Ástralíu árið 1864. Árið eftir tók
við lyfsölunni danskur maður,
Henrik Johan Peter Hansen;
hann keypti lyfjabúðina 1868 og
rak hana til 1886. Hansen var
alla ævi ókvæntur. Hann þótti
vel gáfaður, en undarlegur í tali
svo að ókunnugir menn héldu
oft að hann væri ekki með öllum
mjalla. Hann var manna gest-
risnastur og stóð hús hans opið
öllum mönnum. Seinustu ár ævi
hans kom enginn sá dagur fyrir
að ekki sætu 3 eða 4 menn morg-
unverð hjá honum og stóð hann
venjulega um þrjár klukku-
stundir. Maturinn var venjulega
góður íslenskur matur, og
brennivínsflaskan var alltaf við
höndina.
Árið 1885 tók við lyfjaversl-
uninni Oddur Carl Thoraren-
sen, sonur Stefáns sýslumanns
og bæjarfógeta. Á aldarafmæli
lyfjaverslunar Akureyrar tók
sonur hans og alnafni við versl-
uninni. Um 1865 bjó amtmaður-
inn í húsinu. Apótek, skrifstofa
og vörugeymsla var á neðri hæð-
inni en íbúð uppi. Árið 1869
byggði Hansen úthýsi við hús
sitt, sem nú er löngu horfið.
Oddur Thorarensen keypti
viðbótarlóð fyrir sunnan lyfja-
búðina árið 1896 og hóf þar
trjárækt og lét gera þar garðhýsi.
Árið 1921 var gerður stein-
steyptur skúr vestan við apótek-
ið.
Um 1930 var apótekið flutt
norður í miðbæinn en gamla
húsið leigt til íbúðar.
Bræðurnir Björn og Óli
Magnússynir keyptu húsið árið
1934. Var þá neðri hæðinni einn-
ig breytt í íbúð og bjó Óli þar.
Sölvi Sölvason keypti síðan hlut
Óla og nú hefur Hjalti Berg-
mann tekið við þeim hluta
hússins. Peir Björn og Óli létu
múrhúða húsið að utan fyrir
u.þ.b. 25 árum og var þá einnig
fjarlægður timburpallur, sem
var fyrir framan húsið.
Kafli þessi er tekinn upp úr
skýrslu Hjörleifs Stefánssonar
og Peters Ottosonar um húsin
í Fjörunni og Innbænum.
4-DAGUR-23. júlí 1982