Dagur - 07.09.1982, Síða 6
Verðum að viðurkenna
20% kjaraskerðingu
sem orðin er
—segir Marteinn Friðriksson framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauðárkróks
„Þetta gengur illa og bullandi
tap bæði á veiðum og vinnslu,“
sagði Marteinn Friðriksson,
framkvæmdastjóri Fiskiðju
Sauðárkróks og stjórnarfor-
maður Úgerðarfélags Skagfirð-
inga í stuttu spjalli við Dag.
„Ég er sammála mörgum um
það að efnahagsaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar komu allt of seint
fram og með þeim erenganveginn
tekið nægjanlegt tillit til þeirra
kostnaðarhækkana sem orðnar
eru og verða í framhaldi af þess-
um aðgerðum. Það verður bara
einfaldlega að viðurkennast að
það hefur orðið 20% kjaraskerð-
ing í landinu. Atvinnuvegirnir
þola ekki að á þá sé hlaðið allri
þeirri þjónustu sem gert hefur
veriö. Ég tel að þjónustukostnað-
urinn sé orðinn einum þriðja
hluta meiri en atvinnuvegirnir
sem standa eiga undir öllu saman
geta þolað. Eg tel að á sumum
sviðum sé hægt að minnka þjón-
ustuna, gæta meiri sparnaðar og
nauðsynlegt er að bæta rekstrar-
skilyrði undirstöðuatvinnuveg-
anna. Þó held ég að rekstrarskil-
yrðin verði aldrei bætt svo að
atvinnuvegirnir standi undir
þessu öllu. Það er nauðsynlegt að
draga í land.“
„Má ekki að sumu leyti bæta
rekstur fyrirtækjanna?“
„Jú, vafalaust má gera það, en
til þess að fyrirtækin geti bætt sig
hvað þetta snertir og bætt tækja-
kost sinn þurfa þau miklu meira
svigrúm og meira fjármagn. Þau
hafa verið kvalin áfram undanfar-
in ár. Allar framkvæmdir til fram-
fara kosta mikið einkum þegar
fjármagnskostnaðurinn er svona
hár. Ég held að snögg lækkun
fjármagnskostnaðarins gæti lækk-
að dýrtíðina í landinu.
Svo er það náttúrlega fyrir
neðan allar hellur að sætta sig við
að atvinnureksturinn sé ekki rek-
inn með gróða. Ef fyrirtækin eru
rekin með hagnaði er hægt að
gera kröfur til þeirra um bættan
rekstur."
„Nú gerir Útgerðarfélag Skag-
firðinga út þrjá togara. Hvernig er
með endurnýjun á þeim?“
„Skipin eru öll á svipuðum
aldri, yngsta byggt 1975 og hin
1972 og 1973. Það er mjög nauð-
synlegt að gera ráðstafanir til þess
að endurnýjunin verði ekki öll á
sama tíma. Hins vegar er lítið
hægt að gera því það eru engir
peningar. Við höfum verið að
gera áætlanir um endurbyggingu
og endurbætur á skipunum til að
lengja líftíma þeirra. Slippstöðin
á Akureyri er nú að gera áætlanir
um endurbyggingu Hegranessins.
Um síðustu áramót skulduðum
við sem svaraði 11-12 milljónum
á hvert skip. Þrátt fyrir þetta er
reksturinn mjög erfiður og ég fæ
ekki skilið hvernig hægt er að reka
ný skip sem kosta 60-90 milljónir
króna. Þess má geta að við erum
að stækka fiskvinnsluhús Fiskiðj-
unnar. Þegar þetta nýja hús er
komið í gagnið gerum við ráð fyrir
að geta tvöfaldað afkastagetuna.
Aðstaðan í dag er óskaplega
þröng. Þetta hefði þurft að vera
komið í gagnið 1978 eða 79 en
framkvæmdir hafa sífellt dregist
vegna fjárskorts. Nú standa vonir
til að hægt verði að taka vinnslu-
salinn í notkun fyrir árslok.“
„Nú ástundið þið fiskmiðlun
milli Sauðárkróks og Hofsóss,
sem fær afla úr einu skipanna.
Hvernig hefur þetta gengið?,,
„Öllum aflanum er landað hér á
Sauðárkróki og þeim hluta sem
fer til Hofsóss er ekið þangað.
Það er ódýrara að flytja fiskinn
þessa 40 kílómetra leið heldur en
að koma upp löndunaraðstöðu og
mannskap á Hofsósi. Þetta hefur
gengið vel. Hráefnisöflunin er við
það miðuð að allir hafi alltaf nóg
að gera, en aflinn fer í tvö hús á
Sauðárkróki og eitt á Hofsósi.
Við gætum aukið þetta samstarf
t.d. við Skagstrendinga ef vegur
væri kominn yfir Þverárfjall, sem
stytti leiðina á milli um helming,"
sagði Marteinn Friðriksson að
lokum.
Marteinn Friðriksson.
6 - DAGUR - 7. september 1982