Dagur - 07.09.1982, Síða 7
Ráðstefna,
aðalfundur
eru kallaðir, en fáir útvaldir,
þegar til þess kemur að benda á
meistaraverkin. En því fleiri
sem stunda listræna iðju því
meiri líkur eru til þess að meist-
araverk séu unnin. Listgáfan ein
nægir ekki til þess að skapa lista-
verk. Án vinnu og verkgleði get-
ur ekkert gerst á því sviði fremur
en öðrum. Um það bera vitni
ummæli mikilla listamanna hér-
lendis og erlendis. Vinna og
áhugi er nauðsynlegt hreyfiafl í
heimi listanna. En vitrir menn
hafa ekki síður lagt áherslu á
menntunina í þessu sambandi,
það að „læra“ að búa til myndir,
„læra“ að þekkja eðli og lífslög-
mál myndlistar. Enginn verður
góður listamaður nema hann
vinni af áhuga og sýni vilja til að
menntast. Skólaganga er í því
efni góð, en engin höfuðnauð-
syn, heldur menntunarhugarfar-
ið, viljinn til þess að læra og
þroskast.
Ég flyt Menningarsamtökum
Norðlendinga heillaóskir og
þakka öllum, sem hlut áttu að
stofnun þeirra, vel unnin störf í
því sambandi.“
Að lokinni opnun sýningar-
innar hófst málþing eða ráð-
stefna í Gagnfræðaskólanum.
Jónas Jónasson, deildarstjóri út-
Ráðstefnugestir ræddu um skipulag listastarfsins á Norðurlandi.
Ungir sem aldnir fjölmenntu á sýninguna sem vakti mikla athygli.
varpsins á Norðurlandi, flutti
framsöguerindi um fjölmiðla og
listir. Ræddi hann einkum um
þátt ríkisútvarpsins og sýndi
fram á hversu mjög leitast er við
að þjóna listum í landinu í ríkis-
útvarpinu. Leitaði hann eftir
samstarfi við listamenn um allt
Norðurland og kvað verulega
undir þeim komið hversu vel til
tækist að koma listamálefnum á
framfæri. Síðan voru umræður
um skipulag listastarfseminnar á
Norðurlandi.
Á laugardagskvöld bauð
bæjarstjórn Húsavíkur til kvöld-
verðar og þar sáu þingeyskir
listamenn um blandaða dagskrá.
Á sunnudag var umræðum hald-
ið áfram og síðan var aðalfundur
Menningarsamtakanna. í stjórn
voru kosnir Kristinn G. Jó-
hannsson, formaður, Bragi Sig-
urjónsson, Þórey Aðalsteins-
dóttir, Óli G. Jóhannsson og
Atli Guðlaugsson, öll frá Akur-
eyri. Var þessi ráðstöfun nokk-
uð umdeiid þar sem samtökin
spanna allt Norðurland. Mótrök
voru þau að stjórnin yrði starf-
hæfari með þessu móti. í vara-
stjórn voru kosnir fimm, einn frá
Akureyri og hinir fjórir úr Þing-
eyjarsýslum.
Á laugardag og sunnudag var
haldin á Húsavík ráðstefna
um listir og skipulag listastarf-
semi á Norðurlandi í tengslum
við aðalfund Menningarsam-
taka Norðlendinga. Þá var
einnig opnuð á laugardag
samsýning á myndverkum
norðlenskra listamanna í
Safnahúsinu á Húsavík.
Sýningin var opnuð með
ávörpum Bjarna Aðalgeirs-
sonar, bæjarstjóra á Húsavík,
og Níelsar Á. Lund, fulltrúa
menntamálaráðherra. Tuttugu
og sjö listamenn tóku þátt í þess-
ari sýningu, sem stendur til
næstu helgar. Ingvar Gíslason
menntamálaráðherra skrifar
eftirfarandi í sýningarskrá:
„Eitt af fyrstu verkefnum ný-
stofnaðra Menningarsamtaka
Norðlendinga er að efna til þess-
arar myndlistarsýningar norð-
lenskra listamanna á Húsavík.
Hér er um mjög víðfeðma þátt-
töku listamanna að ræða og
ánægjulegt til þess að vita,
hversu margir finna yndi sitt í
því að skapa listaverk. Auðvitað
verður það ávallt svo, að margir
7. september 1982 - DAGUR - 7