Dagur - 09.09.1982, Síða 1

Dagur - 09.09.1982, Síða 1
GULLKEÐJUR 8 K. OG 14 K. ALLAR LENGDIR VERÐ FRÁ KR. 234.00 GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fímmtudagur 9. september 1982 98. tölublað Mikill áhugi eyfirskra bænda á nytjaskógrækt — 38 bændur vilja leggja fram samtals 900 ha lands Ðorun að hefjast í Flatey Upp úr hádegi í gær fór Drang- ur frá Akureyri og var áfanga- staður frekar óvenjulegur, því hann var á leið til Flateyjar á Skjálfanda. Flutningur Drangs til Flateyjar var bor frá Orkustofnun og ýmiss annar búnaður, en þar eru nú að hefjast setlagarannsóknir sem sumir ætla að geti orðið upphaf olíuævintýris, en flestir telja þó að muni ekki verða. En líf mun fær- ast í Flatey á næstunni, hver svo sem niðurstaða setlagarannsókn- anna verður. Mjög harður árekstur tveggja fólksbfla varð á gatnamótum Þórunnarstrætis og Hrafna- gilsstrætis í fyrradag. Annarri bifreiðinni var ekið vestur Hrafnagilsstræti sem er aðalbraut, en hinni bifreiðinni suður Þórunnarstræti. Á gatna- mótunum skullu bifreiðarnar saman, og kastaðist önnur þeirra yfir gangstétt og á hús sem er þarna á horninu. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús, en meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg þótt furðulegt megi teljast. Báðar bifreiðarnar eru mikið skemmdar.____________ Sinfónían á hringferð um landið í gær hófst hringferð Sinfóníu- hljómsveitar íslands um landið með tónleikum á Blönduósi. Stjórnandi hljómsveitarinnar í ferðinni er Páll P. Pálsson en einsöngvari verður Kristján Jóhannsson, sem kemur gagn- gert frá Ítalíu til að taka þátt í söngferðinni. Samtals verða um 60 manns í för. Efnisskráin verður blönduð og reynt að höfða til sem flestra. Að loknum tónleikunum á Blönduósi verða tónleikar á Sauðárkróki í dag síðan á Siglu- firði á morgun, Ólafsfirði á laug- ardag, Akureyri á sunnudag og Húsavík og Skjólbrekku á mánu- dag. Miðaverð á tónleika Sinfóníu- hljómsveitarinnar er 120 krónur. Bændur við Eyjafjörð hafa sýnt nytjaskógrækt mikinn áhuga. Þannig hafa 38 bændur boðið fram iand til skógræktar, sam- tals tæplega 900 hektara. Þegar er búið að girða rösklega 100 hektara þessa lands og talið er að um 300 hektarar séu gott skógræktarland, að sögn Odds Gunnarssonar, formanns Skógræktrarfélags Eyfirðinga. Upphaf þessa máls var það að á aðalfundi skógræktarfélagsins í Á uppleið. fyrra var samþykkt að kanna áhuga bænda við Eyjafjörð á skógrækt. Þetta var kynnt í frétta- bréfi Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og svör bárust frá 38 bændum, eins og áður sagði. Por- bergur Hjalti Jónsson, sem er við nám í skógræktarfræðum, var síð- an fenginn til að gera könnun á þessum landspildum í sumar og var hún síðan kynnt á aðalfundi Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var á Akureyri nýlega. í könnuninni er lagt til grund- vallar að ræktaður verði nytja- skógur til framleiðslu á borðviði úr lerki og stafafuru. Miðað er við að trén geti náð 10-12 metra hæð á 30-40 árum. Oddur sagði að lauslegar áætlanir gerðu ráð fyrir að kostnaðurinn við girðingar, plöntur, og plöntun væri um 1 milljón króná á ári í 10 ár miðað við þessa 300 hektara sem best væru fallnir til skógræktar. Þeir staðir eru í Saurbæjar,- Hrafna- Mynd KGÁ gils,- Öngulstaða,- Arnarness- og Skriðuhreppi. Enn hefur ekki verið rætt að ráði hvernig mætti fjármagna þetta verkefni. Talað hefur verið um að bændur legðu fram landið, sem í mörgum tilfellum nýtist ekki til annarrar ræktunar, og jafnvel girðingar, en fengju síðan plönturnar og plöntunina. Oddur sagði að erlendis væru svona verk- efni víðast hvar fjármögnuð af op- inberum aðilum. Unnið verður að þessu máli í vetur. Jarðborinn Narfi: Enginn árangur í Ólafsfirði Jarðborinn Narfí hefur verið í Ólafsfírði undanfarnar vikur og borað þar rétt hjá þeirri holu sem bærinn fær aðallega heitt vatn úr. Sú hola er 1160 metra djúp, en núna hefur verið boruð 1200 metra hola. Hefur þessi borun gengið fremur illa, og árangur er ekki góður. Áætlað er að fara niður á 1500 metra dýpi, en menn í Ólafsfirðl eru ekki bjartsýnir á að þessi hola muni gefa árangur. I Ólafsfirði hefur að undan- förnu verið unnið við lengingu flugbrautarinnar. Er áformað að lengja hana um 300 metra til suðurs. Það fer eftir því hvernig gengur að fjármagna þessar fram- kvæmdir hvenær þeim lýkur, en eftir lenginguna verður flug- brautin rúmlega 1000 metrar á lengd. Vörubílstjórar á Akureyri: Farnir að huga að því að selja bílana „Ástandið hefur lagast lítillega síðustu dagana. T.d. voru fímm bflar frá okkur að keyra fyrir Dalvíkinga ■ síðustu viki og var hún sæmileg. í heildina hefur sumarið verið ferlega lélegt og sáralítið að gera, eins og reynd- ar hefur komið fram hjá ykkur áður. Ætli megi ekki segja að bflarnir hafí haft verkefni þriðja hvern dag, þegar yfir heildina er litið,“ sagði Stefán Árnason hjá Bifreiðastöðinni Stefni í viðtali við Dag. „Annars hefur þetta verið svo- lítið mismunandi, því segja má að allir kranabílarnir á stöðinni hafi haft nær stanslausa vinnu í sumar. Það sem við erum fyrst og fremst óánægðir með er skipting opin- bers fjár til ■ vegaframkvæmd^. Nóg virðist vera að gera fyrir vörubíla bæði fyrir vestan okktir og austan og þar eru þeir jafnvel í vandræðum hvernig þeir eiga að eyða peningunum, en hér nánast ekki neitt. er Horfurnar í vetur eru bágborn- ar og.það þarf að koma eitthvað ■ sérstakt' til ef ekki á að koma til meiri varidræða. Ég reikna með að nokkur hópur bílstjóra hætti þessu og þegar er komið svolítið los á menn. Menn eru þegar farnir að huga að því að selja bíla sína,“ sagði Stefán Árnason að lokum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.