Dagur - 05.10.1982, Side 4

Dagur - 05.10.1982, Side 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÖLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSÍMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ABYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ASKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTjANSSON auglYsingastjórl frImann frImannsson ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT H.F. Bylting í samgöngumálum Gífurlegar framfarir hafa orðið í vegamálum á Norðurlandi og raunar um allt land á undan- förnum tveimur til þremur árum. Málflutning- ur einstakra stjórnarandstæðinga um annað breytir þar engu, en gerir almenningi hins vegar kleift að leggja raunsætt mat á það sem þeir hafa fram að færa í pólitískri umræðu. Staðreyndirnar tala sínu máli og fólk finnur þá miklu breytingu sem orðin er til batnaðar. Þeir sem lítið vilja gera úr vegaframkvæmdum gera sjálfa sig að ómerkingum. Töluverður hluti vega á Norðurlandi er kom- inn með bundið slitlag. Nefna má vegi í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum, sem enginn kemst hjá að taka eftir sem þar ekur um. Veg- urinn milli Dalvíkur og Akureyrar er nær allur kominn með bundið slitlag og ný brú er komin á Svarfaðardalsá. Þá hefur á síðustu árum náðst merkur áfangi í samgöngumálum Þing- eyinga. Þar má nefna að bundið slitlag er kom- ið á leiðina frá Húsavík að Skjálfandafljóti og sífellt er unnið að Víkurskarðsveginum, sem auðvelda mun samgöngur milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýsla. Er gert ráð fyrir að vegurinn um Víkurskarð verði tekinn í notkun á næsta ári. Síðast en ekki síst má nefna þá geysilegu samgöngubót sem er af Sléttuveginum, sem öðru nafni hefur verið nefndur hafísvegur. Aukafjárveiting fékkst á sínum tíma til að hraða uppbyggingu vegarins um Melrakka- sléttu vegna hafíshættu. Nauðsynlegt var talið að gera samgöngur á landi tryggari svo byggðirnar á Norðausturlandi einangruðust ekki alveg þó hafís hamlaði samgöngum á sjó. Nú er merkum áfanga náð því búið er að byggja upp veginn frá Leirhöfn að Raufarhöfn. Enn er ólokið framkvæmdum við vegarkafla á leiðinni milli Raufarhafnar og Þórshafnar og frá Þórshöfn til Vopnafjarðar. Verður fram- kvæmdum haldið áfram á næsta ári. Mikilvægt er að ekki þurfti að skerða fé til annarra vegaframkvæmda í Norðurlandi eystra vegna hafísvegarins, þar sem til hans fékkst sérstök fjárveiting að verulegu leyti. Þegar Víkurskarðsvegurinn verður kominn í gagnið verður rutt í burtu mesta vegartálman- um milli mið- og austurhluta Norðurlands, sem er vegurinn um Vaðlaheiði. Þegar búið verður að lagfæra veginn um Hörgárdal og Öxnadal má segja að nokkuð tryggar sam- göngur verði einnig komnar við Norðvestur- land. Ein meginforsendan fyrir viðgangi hinna strjálu byggða út um landið er að samgöngur séu með sæmilegum hætti. Þeim framkvæmd- um sem lýst hefur verið hér má líkja við bylt- ingu. Vel hefur verið að málum staðið. Þessi bylting stendur enn. Afrakstur hennar getur orðið sá að fleiri fáist til að vinna við fram- leiðslustörf út um landið, sem brauðfæða þessa þjóð. Hvað er að teljast marktækur? í gömlum blaðabunka á heimili mínu rakst ég á eintak af Degi frá 21. september sl., þar sem blöstu við mér myndir af tveim efnilegum alþingismönnum. Annar þeirra var Stefán Guðmundsson, sem vill að „framkvæmdastjórinn finni orðum sínum stað“. Við nánari aðgæslu kom í Ijós, að Stefán Guðmunds- son var 'áð krefja framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norð- lendinga um að finna orðum sínum stað, sem hann setti fram í skýrslu sinni á síðasta fjórðungsþingi, og Dagur mun hafa birt 2. september sl. Tilefni þess, að Stefán biður framkvæmdastjórann að finna orð- um sínum stað er m.a. það, að þau eru sett fram af manni „sem maður skyldi ætla að væri marktækur“. Eins og lesendur Dags geta sagt sér sjálfir verður að fást úr því skorið, hvort maður í starfi framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norð- lendinga teljist marktækur. í grein Stefáns er því varpað fram, að ummæli mfn, í áður- nefndri skýrslu, um Framkvæmda- stofnun ríkisins séu „án nokkurs rökstuðnings komi óorði á Fram- kvæmdastofnun ríkisins“. Hefði Stefán kynnt sér betur þann kafla skýrslunnar, sem fjallar um byggðastefnu, þá hefði hann getað kynnt sér að ég hrakti þau tvö meginatriði í þeim áróðri sem nú er uppi um vinnubrögðin í Fram- kvæmdastofnun. Orðrétt sagði ég í skýrslu minni: „Menn hafa eignað það byggðastefnu að of margir skuttogarar eru í landinu. Séu hins vegar athuguð skipakaup síðustu ára hefur bróðurparturinn farið á suðvesturhornið." Þessi ásökun hefur verið megináróðurinn gegn byggðastefnu í dag. Það hefur ver- ið blásið út, þegar" Stefán Guð- mundsson og aðrir landsbyggðar- menn hafa barist innan Fram- kvæmdastofnunar í að tryggja byggðarlögum úti á landi skuttog- ara, sem ella hefði blætt út atvinnu- lega séð. Skömmu eftir að ég flutti skýrslu mína á síðasta fjórðungs- þingi upplýsti Árni Benediktsson, stórnarmaður í fiskveiðasjóði, bæði í Tímanum og Degi, að aukn- ing fiskiskipaflotans á suðvestur- horninu hefði verið 54% á síðustu árum, en á sama tíma hefði flotinn aðeins aukist um 18% fyrir vestan, norðan og austan. Ennfremur sagði ég orðrétt í skýrslu minni: „Reynt er að koma óorði á byggðastefnuna, þegar þessum rekstri þ.e. fisk'veiðum óg fiskvinnslu er veitt skuldajöfnun- arlán úr Byggðasjóði." Áður hafði ég vikið að því að fiskvinnslan og útgerðin hefur ekki haft viðunandi rekstrargrundvöl. Skömmu eftir að skýrsla þessi var flutt var fiski- skipastóllinn stöðvaður, vegna rekstrarerfiðleika. Nú kom í ljós að ekki áttu í hlut eingöngu fyrirtæki úti á landsbyggðinni, heldur miklu frekar fyrirtæki á suðvesturhorn- inu. Skýrslur Framkvæmdastofn- unar ríkisins bera það með sér, að Byggðasjóður hefur í stórum stíl lánað fé til sérstakra fyrirgreiðslna og fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar til Reykjaness og Reykja- víkur. Slíkar lánveitingar til Faxa- flóasvæðisins hafa farið vaxandi með breyttri samsetningu stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins og e.t.v. vegna fyrirmæla ríkisstjórn- ar. Engan skyldi undra, að í árs- skýrslu Framkvæmdastofnunar fyrir þetta ár komi í ljós að lánveit- ingar til skuldaskila á vegum Byggðasjóðs, vegna fiskvinnslu og útgerðar fari vaxandi, án nokkurs tillits til byggðasjónarmiða. Fátt hefur verið meira notað sem áróður gegn byggðastefnu og starf semi Framkvæmdastofnunar, en þessar lánveitingar, sem stafa af ófullnægjandi rekstrarskilyrðum sjávarútvegsins. í skýrslu minni sýndi ég að þessi áróður gegn stofn- uninni er rangur og á sér ekki stað í raunveruleikanum. Ég hefi hér á marktækan hátt sýnt fram á, að byggðastefna og stjórn Fram- kvæmdastofnun ar sé höfð fyrir rangri sök um að bera ábyrgð á óeðlilegri stækkun fiskiskipaflot- ans, og einnig að lán til skuldajöfn- Áskell Einarsson. unar og sérstakrar fyrirgreiðslu í sjávarútvegi, til að fjármagna hallarekstur, sé sérstakt byggða- mál. Það getur ekki stafað af óvildarhug til byggðarstefnu og áratugastarf- semi Framkvæmdastofnunar ríkis- ins að ég lét frá mér fara eftirfar- andi ummæli í skýrslu minni til fjórðungsþings um framkvæmd byggðastefnu: „Hinu gleyma menn að byggða- stefna áttunda áratugsins var sú framleiðslustefna, til lands og sjávar, sem sýndi og sannaði að þjóðin gæti búið í landi sínu á inn- lendum atvinnuvegum. Þetta er uppbyggingarstefna, sem skapaði þjóðinni góð lífskjör.“ Fátt lýsir betur árangri áttunda áratugsins í byggðamálum og árangri af starfi þeirrar stofnunar, sem stofnuð var fyrir áratug, til að hafa forystu um framkvæmd byggðastefnu. Ég von- ast fastlega til, að Stefán Guð- mundsson og aðrir í Framkvæmda- stofnun telji slík ummæli marktæk. En hverju reiddust þá goðin í glerhöllinni við Rauðarárstíg? Stefán hefur orðrétt eftir mér eftir- farandi ummæli í skýrslu minni: „Það er búið að koma óorði á byggðastefnuna svonefndu. Þetta má að mestu rekja til handarbaka- vinnubragða í Framkvæmdastofn- un ríkisins á kauphallarmarkaði hinna pólitísku hrossakaupa.“ Hér að framan hefur verið rakið, hvernig óvildarmenn hafa komið óorði á byggðastefnu, varðandi skipakaupalán og vegna lána til skuldajöfnunar. Ákvæði laga um Framkvæmdastofnun ríkisins um hlutverk Byggðasjóðs markar verulega verksvið hans. Hér er um að ræða skýr lagaákvæði, að það sé hlutverk sjóðsins að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins með fjárhag- slegum stuðningi til framkvæmda og til eflingar atvinnulífs, með hlið- sjón af landshlutaáætlunum. Þá er einnig kveðið svo á um að sjóður- inn skuli aðstoða til að bæta búsetuskilyrði í einstökum byggð- arlögum og koma í veg fyrir að líf- vænlegar byggðir fari í eyði. Þessi lagaákvæði eru það afdráttariaus, að ekki ætti að vera ástæða til að sjóðsstjómin væri í nokkmm vafa um hlutverk sitt. Á dögum fyrstu stjórnar Framkvæmdastofnunar ríkisins var dregin markalína frá Þorlákshöfn að Akranesi, það svæði var ekki talið koma til greina um lánveitingar úr Byggðasjóði. En á dögum næstu stjórnar var byrjað að lána inn á Reykjanes- svæðið til skipakaupa, ef andvirðið færi til nýsmíða á þeim svæðum, sem nytu almennra lána úr Byggða- sjóði. Á síðari ámm er svo komið að fiskveiðar og fiskvinnsla í Reykjavík og Reykjanesi nýtur orðið sömu fyrirgreiðslu og önnur landsbyggð frá Byggðasjóði. Næsta stigið var stigið, þegar Suðumesjasvæðið naut sömu fyrir- greiðslu hjá Byggðasjóði og svæðin utan Faxaflóa. Nú má segja að lokastigið sé hafið þegar farið er að lána til höfuðborgarsvæðisins til tölvustöðva, gatnagerðar, fólk- vangsvegar og gangna fyrir hesta- menn við Rauðavatn. Við þetta bætist lánveiting til Þingvallavegar, sem að vísu telst til Suðurlands, en stuðlar ekki að sérstökum sam- göngutengslum, eins og vegur yfir Þverárfjallið á milli Skagafjarðar og Húnaflóa. Menn spyrja hverju svona þróun sæti. í fyrstu stjórn Byggðasjóðs átti enginn Reyknes- ingur sæti. Meirihluti stjórnar var af Vestfjörðum og Norðurlandi. í þeirri stjórn, sem nú situr eru jafn- margirstjórnarmenn af Reykjanesi og frá Vestfjörðum og Norður- landi. Þróun útlána og útlánaverk- efni sýna að taka verður tillit til breyttra hlutfalla í stjóminni, þrátt fyrir skýlaus lagafyrirmæli um verkefni Byggðasjóðs. Þetta sann- ar þá fullyrðingu mína um hrossa- kaup. Ráðstöfun Byggðasjóðs eru handarbakavinnubrögð, þar sem ekki er fylgt lagaákvæðum um stefnumið sjóðsins. Á sínum tíma, þegar fé fékkst til samgönguáætlunar Vestfjarða og atvinnumálaáætlunar Norður- lands, að láni frá Viðreisriarsjóði Evrópu, var það afmarkað fjár- magn til þeirra verkefna, sem við- komandi áætlun fjallaði um. Slík vinnubrögð eru fyrir löngu aflögð og má segja að samgönguáætlun Norðurlands hafi verið síðasta verkefnið í þessum hópi. Árlega vinnur Byggðadeild að byggðaá- ætlunum, sem telja má landshluta- áætlanir í skilningi Framkvæmda- stofnunarlaganna. Nú erekki leng- ur til siðs að marka fjármagn Byggðasjóðs slíkri áætlanagerð. Það er engin launung á því að þær áætlanir, sem gera ráð fyrir veru- legri fjármagnsbeiningu til verk- efna í samræmi við áætlunargerð- ina njóta ekki náðar hjá stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins. Viðbár- an er sú að stjórnin geti ekki bund- ið hendur sínar fram í tímann. Kjami málsins er sá, ef fjármagn sjóðsins er markað eftir samþyk- 4 - DAGUR - 5. október 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.