Dagur - 12.10.1982, Qupperneq 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUFl: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SÍMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON
BLAÐAMENN: ASKELL ÞÓRISSON OG GYLFI KRISTjANSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT H.F.
Umræðu er þörf
Hvaða áhrif mun örtölvubyltingin hafa á ís-
lenskt þjóðfélag? Það eru margir sem velta
þessari spurningu fyrir sér og svörin eru á
ýmsa lund. Svartsýnismenn sjá fyrir sér aukið
atvinnuleysi, en talsmenn aukinnar tækni í
iðnaði telja hins vegar að örtölvubyltingin
muni, þegar til lengdar lætur, auka til muna
framboð á atvinnu. Á þessari stundi er illt að
kveða upp úr með það hvor aðilinn hefur á
réttu að standa, en svo mikið er víst að íslend-
ingar verða að fylgjast náið með framvindu
mála og gæta þess vel að taka aðeins þau skref
sem munu leiða til aukinnar hagsældar.
Páll Theodórsson, eðhsfræðingur, er einn
þeirra manna sem ritað hafa um hugsanleg
áhrif örtölvubyltingarinnar á atvinnuhf hér á
landi. Hann komst svo að orði í grein sem hann
ritaði í tímaritið Rétt fyrir tveimur árum að ýms-
stöðu um hríð, þ.e. með því að berjast gegn
hinni nýju tækni, „en þjóðfélagið er þá svipt
því að njóta þeirra kosta, sem hin nýja tækni
býður upp á og samkeppnisaðstaðan gagn-
vart öðrum tæknivæddum þjóðum rýrnar. Af
þessum sökum er mikilvægt að íslensk laun-
þegasamtök taki þessi mál til rækilegrar at-
hugunar og umræðu og leitist við að hafa af-
gerandi áhrif á alla þróunina.“ Það er e.t.v.
vægt til orða tekið að íslendingar eigi eftir að
sjá byltingu í ýmsum atvinnugreinum, en hún
er hafin í fiskvinnslunni, svo dæmi sé tekið.
Hinsvegar hefur umræðan, sem PáU bað um,
ekki hafist svo orð sé á gerandi. Það er t.d. af-
skaplega sjaldgæft að sjá greinar á prenti eftir
málsmetandi menn í verkalýðshreyfingunni
þar sem þeir fjalla um einstaklinginn og ör-
tölvubyltinguna. Vel má vera að þeir—og fleiri
- vakni upp við vondan draum eftir nokkur ár,
vilji spyrna við fótum, vilji fá að hafa áhrif á
þróunina, en þá sé orðið of seint að fá nokkuð
að gert.
Páll segir ennfremur að ahar horfur séu á að
með hjálp örtölvutækninnar sé unnt á 15 tU 20
árum að ná svo mikiUi framleiðiaukningu í ís-
lenskum atvinnufyrirtækjum að aðeins þurfi
um helming þeirrar vinnu sem nú er nauðsyn-
leg. Þessi spá Páls ætti síður en svo að hafa
breyst þrátt fyrir að hún sé nú um 2ja ára
gömul. Þvert á móti — ef eitthvað er þá er sá
tími styttri sem íslenskir atvinnurekendur og
verkalýðsforingjar hafa til að ræða um framtíð-
ina.
„Svo byltingarkenndum breytingum gæti
fylgt verulegt atvinnuleysi og hörð átök á
vinnumarkaðinum, þannig að meiri ógæfa
fylgdi breytingunum en gæfa, “ segir PáU enn-
fremur. Við skulum minnast þessarra orða og
gera hvað við getum tU þess að tækni nútím-
ans verði okkur stoð í uppbyggingu nýs og
betra samfélags.
Glerárskóli 10
ára í dag
I dag er mikið um dýrðir í
Glerárskóla. Nemendur,
kennarar og foreldrar fagna
merkum áfanga í sögu
skólans, en í dag eru liðin 10
ár síðan kennsla hófst i skól-
anum. Það er foreldrafélag
Glerárskóla sem stendur að
baki þessum hátíðahöldum,
sem hefjast eftir hádegi og
lýkur ekki fýrr en seint í
kvöld. Að sögn Vilbergs Al-
exanderssonar, skólastjóra,
eru aliir boðnir hjartanlega
velkomnir í skólann í dag og í
kvöld. Foreldrafélagið sér til
þess að enginn fari svangur til
baka, en á borðum eru kökur
og kaffí. Pylsur og gosdrykkir
standa þeim tíl boða sem vilja
fremur slíkar veitingar.
Raunar má rekja sögu Glerár-
skóla allt aftur til ársins 1908
þegar skólastarf hófst í litlu húsi
í Sandgerðisbót, en árið 1938
var hafin kennsla í húsi sem nú
er notað sem barnaheimili. Vil-
berg Alexandersson hóf þar
starf sem skólastjóri 1967. Eftir
því sem byggð óx í Glerárhverfi
(eða Glerárþorpi eins og Vil-
berg segir) kom æ betur í ljós að
gamli skólinn dugði engan veg-
inn fyrir hverfið. Fyrsta skóflu-
stungan að núverandi skóla var
tekin þann 26. ágúst 1971. Þar
var að verki Sigurður Óli Brynj-
ólfsson, þáverandi formaður
skólanefndar Akureyrar. Rösk-
lega einu ári síðar hófst kennsla í
syðri álmunni, nánar tiltekið
þann 12. október, eða fyrir 10
árum síðan. Um leið hófst í
fyrsta skipti kennsla sjöunda
bekkjar. Kennt var í sjö
kennslustofum og fyrsta vetur-
inn voru 280 nemendur í skólan-
um. Þegar kennsla var hafin í
haust voru rétt rúmlega 700
nemendur í skólanum í tíu
bekkjardeildum. í fyrrahaust
var ný álma tekin í notkun, en
eftir er að byggja stjórnunar-
álmu við skólann. Þrengslin í
skólanum eru mikil, svo mikil að
ein deild sjö ára barna í Glerár-
hverfi stundar nám við Bama-
skóla Akureyrar, auk nokkurra
nemenda í eldri bekkjardeild-
um. Að sögn Vilbergs sér þó
fyrir endann á þrengslunum þar
sem vonir standa til að hafist
verði handa við byggingu nýs
skóla í Síðuhverfi á næsta ári og
að kennsla geti hafist þar haustið
1983. „Menn segja þó að þetta
sé of mikil bjartsýni,“ sagði
Vilberg, „en ég held þó að þetta
geti tekist ef allir standa saman,
enda er hér um að ræða verk sem
má ekki bíða öllu lengur.“
„Já, við byrjuðum í nýja
skólanum þann 12. október, en
frá 1. september vorum við í
gamla húsinu. Þennan vetur vor-
um við í fyrsta skipti með sjö-
unda bekk. Frá þeim tíma að
skóli hófst og þar til við fiuttum,
gátum við lítið sinnt þessum
nemendum. Að vísu kölluðum
við þá nokkmm sinnum í skól-
ann og settum þeim fyrir, en það
var víst allt og sumt.“ Bygging-
arframkvæmdum var haldið
áfram við nyrðri álmuna og hún
kom í gagnið í september 1973.
Vilberg sagði að skólaárið 1973-
74 hefði verið það eina sem segja
mætti um að rými hefði verið
nægjanlegt. „Við vomm meira
að segja svo vel sett að við gátum
tekið heila deild úr Barnaskóla
Akureyrar. Upp úr því fer held-
ur að síga á ógæfuhliðina með
húsnæði og fjölda nemenda.
Þegar flest var í þessum tveimur
álmum vorum við með rösklega
500 nemendur í 14 stofum."
- Er ekki erfitt að stjórna
stærsta grunnskólanum á Akur-
eyri?
„Starf skólastjóra gmndvall-
ast mjög mikið á því að með
honum starfi góðir kennarar.
Auðvitað finnst mér að ég hafi
mikið að gera, en ég hef gott
kennaralið sem kemur vel
saman og mér semur vel við það.
En ég tel að skólinn í núverandi
mynd sé of stór eining, að mínu
mati er skóli með 500 nemend-
um heppileg stærð, ef það em
tvær deildir í hverjum árgangi.“
- Má segja að hver smuga sé
notuð til kennslu í dag?
„Já, það er óhætt að segja
það. í nýjustu álmunni em átta
stofur, þar af er sérstök stofa
fyrir stuðningskennslu og stofa
fyrir tónmenntakennslu sem auk
þess er notuð fyrir almenna
kennslu. Þessi álma bætti úr
brýnni þörf, en tilfellið er að
nemendafjöldinn óx hraðar en
það pláss sem kom til viðbótar
svo við stöndum enn á ný í sömu
spomm, það vantar fleiri skóla-
stofur. Þörfin fyrir nýtt skólahús
í Glerárþorpi er mjög brýn og ég
held að þegar öll kurl koma til
grafar þá sé ekki stætt á því að
draga framkvæmdir lengur. En
þegar Síðuskólinn verður að
vemleika þá fer heldur betur að
rætast úr okkar málum. Ég geri
mér vonir um að tilkoma hans
þýði að í Glerárskóla verði um
500 nemendur og þá getum við
farið að gera ýmislegt sem okkur
hefur langað til að gera en ekki
getað.“
- Hvað um stjórnunarálm-
una?
„Enn hefur ekkert verið
ákveðið hvenær framkvæmdir
hefjast, en tilfellið er að okkur
vantar tilfinnanlega þessa
stjórnunarálmu. í kjallaranum á
að vera samkomusalur og félags-
miðstöð fyrir íbúa í hverfinu.
Þar að auki verður í húsinu
kennarastofa, skrifstofur fyrir
kennara o.fl.“
Víkjum aftur að veislunni í
dag. Vilberg sagði að það mætti
eflaust kalla hana „veislu aldar-
innar“ og bætti því við að það
væri einstakt að foreldrafélag
stæði fyrir öðrum eins mann-
fagnaði. Nemendur skólans eru
rösklega 700 eins og fyrr sagði,
og ef flestir aðstandenda nem-
endanna koma, má gera ráð
fyrir hátt í tvö þúsund gesti. For-
eldrafélagið hefur haldið ótal
fundi á undanfömum vikum og
skipulagt veisluna, sem hefst
klukkan eitt í dag en þá koma
yngstu nemendumir. Klukkan
þrjú verður hlé í klukkustund,
en þá eiga nemendurnir í 3., 4.
og 5. bekk að mæta. Klukkan
sex verður aftur hlé til klukkan
átta, en þá eiga elstu nemend-
urnir að mæta. Aðstandendum
nemendanna er heimilt að koma
hvenær dagsins sem er og þiggja
veitingar og skoða skólann en
aðalsamkoman verður um
kvöldið. „Ég ábyrgist það að
menn geta fengið a.m.k. kaffi-
sopa hvenær dagsins sem þeir
kjósa að koma,“ sagði Vilberg.
Krakkamir geta fundið ýmislegt
við sitt hæfi því um daginn verð-
ur í gangi leikjastofa, bingó,
kvikmyndasýningar og
skemmtiatriði.
Vilberg, sem búinn er að
starfa við kennslu í 23 ár, var að
lokum spurður um hvort hann
teldi að börnin hefðu breyst á
þessum tíma. Hann hugsaði sig
um en sagði síðan að oft hefði
hann lagt þessa spurningu fyrir
sjálfan sig. „Svei mér þá, ég er
ekki viss um að ég sjái neinn
mun. Og þó - böm í dag em bet-
ur heima í ýmsu og það er ekki
laust við að þau séu frakkari en
bömin sem ég hafði afskipti af
fyrstu árin.“
Ég þakkaði Vilberg fyrir
spjallið og við gengum að útidyr-
unum. Nokkrir strákar vom að
sparka bolta á malbikuðum fót-
boltavelli skammt sunnan við
skólann. Það var líf og fjör í
ungu mönnunum. Ég held að
óhætt sé að fullyrða að innan
veggja skólans ríki líka líf og
fjör - með hæfilegri blöndu af
alvöru.
Og væri ekki rétt að ljúka
spjallinu við Vilberg með því að
hvetja alla nemendur, aðstand-
endur þeirra, auk vina og vel-
unnara skólans að heimsækja
hann í dag - á 10 ára afmælinu.
Að lokum óskar Dagur afmælis-
baminu til hamingju með
afmælið.
Vilberg Alexandersson, skólastjóri.
4 - DAGUR -12. október 1982