Dagur - 12.10.1982, Síða 13
Tveir góðir sigrar hjá KA
KA náöi sér í fjögur stig úr
tveimur leikjum sínum um helg-
ina í annarri deild í handbolta.
Fyrri leikurinn var á föstudags-
kvöldið gegn Gróttu, en þeir
voru fyrir þann leik eina liðið í
deildinni sem engum leik hafði
tapað. Fyrstu fimm mín. leiksins
voru nokkuð jafnar en þá var
staðan 6 gegn 5, KA í vil. Síðan
tók KA leikinn í sínar hendur og
hafði náð yfirburðastöðu í hálf-
leik 18 mörk gegn 8. Þeir gerðu
enn betur í síðari hálfleik og
þegar leikurinn var flautaður af
var staðan 36 mörk gegn 22 og
stórsigur KA í höfn.
Síðari leikurinn var gegn Ár-
manni og var leikið í Laugar-
dalshöllinni. Það er mun stærri
völlur en KA æfir á hér á Akur-
eyri, og þar lentu þeir í miklum
erfiðleikum, en sigruðu samt
með einu marki, 25 gegn 24.
Ármenningar komust í 5 gegn
1, en KA náði að jafna 6 gegn 6.
KA hafði síðan eitt yfir í hálf-
leik, og í þeim síðari var yfirleitt
jafnt á öllum tölum, en KA oft-
ast fyrri til að skora. Rétt fyrir
leikslok komst KA í tveggja
marka forustu 22 gegn 20, en
þeir náðu að jafna. Síðustu mín.
höfðu Ármenningar boltann en
þeim tókst ekki að jafna.
Flest mörk í fyrri leiknum
gerðu Flemming 10, Friðjón 8,
Kjeld 6, Kristján, Guðmundur
og Erlingur 4 hver.
Flemming var einnig marka-
hæstur í síðari leiknum með 9
mörk. Friðjón gerði 5, Þorleifur
og Guðmundur 3, Kjeld og
Magnús Birgisson 2 hvor og
Kristján 1.
Þeir Erlingur Kristjánsson og
Magnús Birgisson léku nú sína
fyrstu leiki á þessu keppnistíma-
bili.
Með þessum sigrum skaust
KA upp í efsta sætið í deildinni.
Stórsigrar í körfunni
★ McField ★ Guðmundur — Jóhann — Eiríkur
Þórsarar léku tvo leiki um helg-
ina í fyrstu deild í körfubolta og
andstæðingamir voru úr Grinda-
vík. Bæði liðin tefldu fram þel-
Þór og Keflavík léku á föstu-
dagskvöldið í þriðju deild karla
og fór leikurinn fram í íþrótta-
skemmunni. Þrátt fyrir slaka
byrjun hjá Þórsurum tókst þeim
að sigra nokkuð örugglega með
24 mörkum gegn 18, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 13
gegn 9.
Munaði þar mestu um þátt
þjálfara þeirra Guðjóns Magn-
ússonar, en þegar hann kom inn
dökkum Bandaríkjamönnum í
liði sínu og voru þeir báðir af-
burða leikmenn.
Fyrri leikinn sigruðu Þórsarar
á um miðjan fyrri hálfleik höfðu
Keflvíkingar tveggja marka for-
ustu en þeir höfðu haft eins til
tveggja marka forustu það sem
af var leiknum. Guðjón dreif
strákana áfram bæði í sókn og
vöm. Sérstaklega tókst honum
að binda saman vörnina, en það
varð til þess að Þór gerði átta
mörk í röð án þess að Keflvík-
ingum tækist að skora. Guðjón
lék með allan síðari hálfleik en
með 10 stiga mun eða 79 gegn
69. Þórsarar voru alltaf yfir allan
leikinn en þrátt fyrir það var
leikurinn ekki tíl að hrópa húrra
sigur Þórs varð aldrei í hættu.
Flest mörk Þórs gerði Jón Sig. 6
(3 úr víti), Sigurður Pálsson,
Guðjón og Gunnar Gunn. gerðu
4 hver, Sverrir og Oddur 2 hvor
og Sölvi og Gestur 1 hvor. Bestir
hjá Þór vom Guðjón, Gunnar
og Sigurður. Dómarar vom
Ólafur Haraldsson og Stefán
Arnaldsson og dæmdu þeir ör-
ugglega.
fyrir. Þetta var þeirra fyrsti leik-
ur og því ýmsir vankantar á leik
þeirra.
Það var þjálfari þeirra McFi-
eld sem skoraði flest stig eða 34,
Eiríkur gerði 13, Guðmundur,
Jóhann og Valdemar 8 hver.
Síðari leikurinn var miklu
betri af hálfu Þórsara, en þá
vom þeir yfirburðalið og þegar
flautað var til leiksloka var stað-
an 81 gegn 48. Sérstaklega var
varnarleikurinn betri, en þeir
spiluðu maður á mann báða leik-
ina en það gekk betur upp í
síðari leiknum. í hálfleik var
staðan 37 gegn 26 Þór í vil. Stiga-
hæstur var aftur McField með 37
stig, Eiríkur 11, Jón 8, Jóhann 7,
Guðmundur og Konráð 6,
Valdemar 4 og Ríkharður 2.
Allir leikmenn Þórs í þessum
leik fengu að leika. Bestir í þess-
um leikjum vom McField, Ei-
ríkur, Guðmundur og Jón.
Dómarar voru Hörður Tulin-
íus og Rafn Benediktsson og
dæmdu þeir vel.
Guðjón var Þórs-
urum drjúgur
★ Guðjón ★ Gunnar ★ Sigurður
Tap hjá
Dalvík
Dalvíkingar léku sinn fyrsta leik
í þriðju deildinni um helgina.
Þeir léku í íþróttaskemmunni
við Keflvíkinga en á Dalvík er
ekki keppnishæfur völlur. Þar
var íþróttahúsið byggt asnalega
stutt þannig að ekki er hægt að
leika í því handknattleik að
neinu viti. Það er sorglegt að
slíkar byggingar skulu byggðar
þannig að þær nýtist ekki til
þeirra verkefna sem þeim er ætl-
að að gera.
Dalvíkingar byrjuðu þennan
leik og komust m.a. í fjögur
mörk gegn engu. Þeir réðu hins
vegar ekki við leikreyndari Kefl-
víkingar sem sigruðu með 23
mörkum gegn 19.
Akureyrar-
löggur
sigruðu
A laugardaginn var árleg
bæjarkeppni í innanhúss-
knattspyrnu milli lögreglu-
manna í Keflavík og Akur-
eyri. Að þessu sinni var keppt
í Keflavík.
Keflavíkingar, sem hafa
undanfarið verið íslandsmeist-
arar lögreglumanna í knatt-
spyrnu innanhúss, urðu að láta í
minni pokann fyrir Akureyrar-
löggunum sem sigruðu með 13
mörkum gegn 10. Leikið er í 2
sinnum 20 mín.
Naumt tap
hjá Pórs-
stúlkum
Á föstudagskvöldið léku Þórs-
stúlkur við KR í fyrstu deild í
handbolta. Þórsstúlkurnar náðu
fljótlega yfirburðastöðu í leikn-
um og um hann miðjan var stað-
an 10 gegn 5. Þá tóku KR stúlk-
urnar það til bragðs að taka
Valdísi Hallgrímsdóttur og
Guðnýju Kristjánsdóttur úr um-
ferð og við það riðlaðist spil
Þórsara og smám saman söxuðu
KR stelpurnar á forskotið en í
síðari hálfleik gerðu Þórsarar
aðeins eitt mark en KR 8 og þeg-
ar flautað var til leiksloka var
staðan orðin 13 gegn 11 fyrir KR
og öruggur sigur þeirra í höfn.
12. október 1982 - DAGUR -13