Dagur - 15.10.1982, Side 2

Dagur - 15.10.1982, Side 2
LESENDAHORNIÐ Hvað er sektín há fyrir að aka yfir á rauðu? Aðalsteinn hringdi: Á þriðjudaginn sagði Dagur frá því að bílar ækju oft yfir gang- brautir á rauðu Ijósi. Petta þóttu mér ill tíðindi. Eg saknaði þess hins vegar að sjá ekkert um það í fréttinni hve sektin væri há fyrir að aka yfir á rauðu. Ég hef líka oft verið að velta því fyrir mér hve há sektin væri fyrir að aka of hratt - blöðin segja bara frá því að þessi og þessi ökumaður hafi verið tekin á 80 eða 120 km hraða en geta þess aldrei hvað viðkomandi hafi fengið í sekt. Mig langar því til þess að fara fram á það við viðkomandi yfir- völd að þau birti - t.d. í Degi, AFGREIÐUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA s\ k\ DENISON vökvadælur og ventla Þrefaldar Hljóðlátar - endlngargóðar. Hagstætt verð - varahluta- þjónusta. Hönnum og byggjum upp vökvakerfl. Sendum myndabæklinga VÉLAVERKSTÆÐI SIC. SVEINBJÖRNSSON HF. Arnarvogl, Garðabæ SÍmar 52850 - 52661 því ég trúi ekki öðru en þeir Dagsmenn setji slíkt á prent - viðurlög við hinum ýmsu brotum. Par gætu menn séð það svart á hvítu hvað þeir verða að punga út með ef þeir aka yfir á rauðu, aka of hratt, leggja bíln- um á ólöglegum stað og fleira mætti upp telja. Beðið um stiindvísi ríkis fjölmiðlanna Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Mig langar til að þakka bæði Ríkisútvarpi og sjónvarpi fyrir ágæta dagskrá. Að vísu eru þar þættir sem ég kæri mig ekki um, en þá slekkk ég á tækinu og geri eitthvað annað. Tilfellið er að það er ekki hægt að þjóna smekk allra - og það er víst ekki ný upp- götvun. Nú er loks komið meira af norðlensku efni í Ríkis- útvarpið og ég a.m.k. reyni að hlusta á alla norðanþættina, eins og ég hef reyndar alltaf gert. Frá upphafi hef ég haft eitt prinsipp: Vera stundvís. Þetta hef ég reynt að gera börnum mínum ljóst að sé mikil dyggð og fer fram á það frá öðrúm að þeir séu stundvísir. Þess vegna fer það óskaplega í taugarnar á mér þegar dagskrá ríkisfjölmiðlanna stenst ekki tímaáætlun. Oft hef ég sest niður á þeim tíma er rituð dagskrá segir að nú eigi þessi eða hinn þátturinn að hefjast, sest niður segi ég, og komist að því að þátturinn minn hefst mörgum mínútum síðar en ráð var fyrir gert. Væri ekki hægt að laga þetta? Væri ekki hægt að tíma- mæla þætti og skammta t.d. fréttum ákveðinn tíma svo og auglýsingum. Ef fréttir og aug- lýsingar næðu ekki sínum tíma mætti fylla upp í gatið með léttri eða þungri tónlist eftir atvikum. Þarf aðmála húsið að utan AKUREYRINGAR - BÆJARGESTIR Sértílboð í veitíngasal laugardagskvöldið 16. október Boróapantanir í síma 22200. Frönsk lauksúpa Aliendurmeð appelsínusósu, frönskum kartöflum oggrænmeti eða Nautalundir með béarnaisesósu og bökuðum kartöflum. kr. 215.- Ferskt ávaxtasalat ílíkjör kr. 30.- Forréttur í stað súpu: Innbakaðar rækjur Orly, með Andalouse- sósu og ristuðu brauði. Aukagjald kr. 50,- Ingimar Eydal leikur létta dinner- músík og leikur síðan fyrir dansi ásamt Billa, Leibba og bigu. Súbiaberg: Fjölskyldutílbod sunnudaginn 17. október. Kryddlegið lambalæri. Ferskt ávaxtasalat. Kaffi. HÚTEL KEA AKUREYRI Aðeinskr.90,- ojkii* qc-oo onn Hálft gjald fyrir börn 6-12 ára og ókeypis fyrir yngri í fylgd með fullorðnum. Kona úr sveit sagði: Oft fer ég um Hafnarstræti og þar er eitt hús sem þyrfti alveg nauðsynlega að taka fyrir og mála að utan. Þetta er gamla Verslunin Eyjafjörður. Ég trúi ekki öðru en núverandi eigend- ur eigi létt með að mála og snyrta húsið sem gæti orðið ljómandi fallegt. Svo einfalt er það JJ skrifar: Afgreiðslufólk er andlit verslan- anna. Ef viðskiptavinurinn fær ekki þær móttökur sem hann tel- ur sig eiga skilið kemur hann ekki aftur. Svo einfalt er það. Sem betur fer veit meirihluti verslunarmanna af þessari stað- reynd og hagar sér samkvæmt henni. Hins vegar er sá hópur of stór sem telur að viðskiptavin- irnir séu að ónáða sig með því að koma inn og versla. Verslunar- stjórar geta aldrei verið nógu vakandi yfir því að framkoma starfsmanna þeirra sé svo gott ,með óaðfinnanleg. 2-DÁGUR -15. október 1982

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.