Dagur - 26.10.1982, Blaðsíða 7
Svona var Leeds Vnited skipað þegarliðið var upp á sitt besta. Myndin var tekin árið 1971, en það ár sigraði liðið í European Fairs Cup.
komið saman. Ég tel mig geta
sagt eftir margra ára samstarf
með ungu fólki að það kemur til
móts við mann með jákvæðu
hugarfari - ef þeir hinir full-
orðnu gera slíkt hið sama. Á
Húsavík eigum við mikið af efni-
legu æskufólki.
Svonaá að
spyrja unglingana
Að mínu mati eru boð og bönn
ekki sú leið sem dugar. Pað
verður miklu frekar að fá ung-
lingana til þess að axla ákveðna
ábyrgð. Það á ekki að segja við
þá: Þú átt að gera þetta, þú átt
að gera hitt. Okkur fullorðna
fólkinu ber fremur að spyrja:
Álítur þú ekki að við ættum að
reyna að gera þettta saman, eig-
um við að gera þetta svona.
Komdu með þínar hugmyndir
og ég skal koma með mínar. -
Svona á að spyrja unglingana.
- Hvernig hefur starfræksia
dvalarheimiiis aldraðra
Hvamms, gengið? Nú hefur þú
haft nokkur kynni af því.
- Þetta hefur gengið af-
legt samfélag. Ég hef nokkrum
sinnum stjórnað samkomum í
Hvammi og unnið ögn með íbú-
unum, sem eru jákvæðir og
opnir.
- Hvert fór gamalt fólk sem
vildi eða þurfti að komast á dval-
arheimili áður en Hvammur
kom til sögunnar?
- í þeim efnum var nánast
neyðarástand áður en Hvammur
var byggður. Þeir aðilar, sem
hrundu þessu af stað og gerðu
Hvamm að veruleika, eiga svo
sannarlega ekkert lítil þakklæti
skilið. Það hafa margir lagt hönd
á plóginn svo Hvammur gæti
orðið að veruleika.
Vil að það komi
inn nýtt blóð
- Hvað um önnur afskipti af fé-
lagsmálum?
- Ég hef lengi starfað í stjórn
Framsóknarfélagsins, en nú hef
ég einnig dregið mig í hlé á þeim
vígstöðvum. Ástæðan er sú að
þar vil ég einnig að komi inn nýtt
blóð. Þegar maður stendur upp
- Já það er óhætt að fullyrða
það. Hún er falleg og höfundi
sínum til mikils sóma. Það var
Rögnvaldur heitinn Ólafsson
sem á heiðurinn af henni. Kirkj-
an var tekin í notkun árið 1907.
Ég hygg að þeir séu fáir sem
koma sem gestir til Húsavíkur
sem láta það undir höfuð leggj-
ast að taka mynd af kirkjunni.
Flestir fara líka inn í kirkjuna og
skoða hana. Ég held að það sé
samdóma álit þeirra sem það
gera að þeir fyllist einhverri
: ■ lotningu fyrir þessu húsi. Það er
bnekki auðvelt að skýra þessa til-
h finningu með orðum.
Húsvíkingum þykir vænt um
kirkjuna sína, en þó get ég látið
það fylgja að þeir mættu koma
oftar til guðsþjónustu. Þegar ég
byrjaði að sækja messur fyrir
nokkrum árum hélt ég að maður
hefði ekki svo mikið upp úr því,
en smám saman breyttist þessi
skoðun og síðar æxlaðist það
þannig að ég fór að syngja í
kórnum. Ég get fullvissað þig
um að í kirkju sækir maður eitt-
hvað sem manni líður vel af á
eftir.
- Þar að auki eigið þið góðan
prest þar sem er séra Björn
Jónsson.
- Já, séra Björn er afar al-
þýðlegur maður. Hann kemur
jafnt fram við alla - háa jaft sem
Éghefhaft
ómældar ánægju
stundir af
knattspymunni
bragðsvel. Ég held líka að íbú-
arnir í Hvammi hafi flestir öðlast
nýtt mat á lífinu. Þeir eru á viss-
an hátt sínir herrar, það er vel
búið að fólkinu og starfsfólkið
leggur sig fram um það að gera
því til hæfis. Að mínu mati er
þarna skemmtilegt og uppbyggi-
eins og ég gerir maður það í
trausti þess að inn komi eitthvað
betra. Þar að auki starfa ég í
kirkjukórnum og það hefur veitt
mér mikla gleði og ánægju.
- Má segja að Húsavíkur-
kirkja sé eitt helsta stolt Húsvík-
inga?
Stoltur af því að
vera Húsvíkingur
- Á knattspyrnan mikil ítök í
Húsvíkingum?
- Já, hún er vinsæl meðai
okkar og kvennaknattspyrnan
er á uppleið. Við eigum mikið af
efnilegum fótboltamönnum og
höfum lagt til menn í erlend fót-
boltalið. Það eru menn á heims-
mælikvarða eins og t.d. Arnór
Guðjónssen hjá Lokeren. Arn-
ór er borinn og barnfæddur Hús-
víkingur og lék t.d. með Völs-
ungi. Hann heimsótti okkur t.d.
í sumar og var verndari eins
leiks. Þá sagði hann okkur að
hann myndi aldrei gleyma þvi að
hann væri Völsungur og að hann
væri stoltur af því.
Sömuleiðis er ég stoltur af því
að vera Húsvíkingur. Hér er ég
fæddur og hér hef ég alið allan
minn aldur og mér finnst Húsa-
vík vera góður staður. Bærinn
hefur upp á marga möguleika að
bjóða, sumir hafa verið nýttir að
nokkru en aðrir eru í athugun.
Framtíðin verður að sjálfsögðu
að skera úr um það hvernig til
tekst.
• Ég segi alltaf þegar ég er
spurður hvort Húsavík sé góður
staður að hér búi duglegt og vel
gert fólk og svo sé Samvinnu-
hreyfingin sterk og eigi mikil
ítök í hugum þess. Framsókn-
armenn eru líka forystuafl í
bæjarfélaginu og uppbygging
þess ber það líka með sér að
framsóknarmenn hafa staðið
þannig að verki að það er þeim
til sóma. Ég tel að margir líti líka
til Húsavíkur sem góðs bæjarfé-
lags. Það er þó aldrei svo að það
sé ekki eitthvað sem má finna
að, en aðalatriði er samt sem
áður það að þessum bæ er vel
stjórnað.
áþ.
BILLY BREIVINER
BUfy Bremner - (yrirmynd HaiMða í Imattapymn.
Hailiði Jósteinsson.
WBm
Fyrir röskum áratug kom danskt fótboltalið, A varta, til Húsa víkur og lék tvo ieiki við Völsung. Heimamenn sigruðu í báðum leikjunum. Hafliði er 3. maður frá hægri í aftari röð. M: Páll A. Pálsson.
Hafíiði Jósteinsson:
Éger
stoltur af
því að vera
Húsvíkingur
- Já, ég fór snemma að spila
fótbolta. Gárungarnir segja
að ég hafi byrjað heima á
eldhúsgólfinu sex eða sjö ára.
Ég get ekki fært neinar sönnur
á þetta, en það er eigi að síður
líka stóra fjölskyldu og mig
langar til þess að helga henni
meiri tíma.
Hafliði Jósteinsson samsvarar
sér -vel og er greinilega í góðri
líkamsþjálfun. Ég er hræddur
Komdu með
þínar hugmyndir
og ég skal koma
með mínar
staðreynd að ég er búinn að
vera viðloðandi fótbolta í ein
25 ár. Frá því að ég varð 15 ára
hefur ekkert einasta heilt ár
fallið úr og ég stundum æft allt
árið. Ég hef haft ómældar
ánægjustundir af knatt-
spyrnunni - bæði sem leik-
maður og sem stjómarmaður
í Völsungi. Fyrst var ég með-
stjórnandi í Völsungi og síðar
varaformaður. Núna hef ég
dregið mig í hlé í stjórn
félagsins til þess að gefa yngri
mönnum kost á því að koma
þangað með sínar hugmyndir.
Það kann að vera að það sé
óvanalegt að menn standi á
fætur og hætti til þess að
hleypa nýju blóði í félag eins
og Völsung. Oft hefur það
verið þannig að hafí menn
komist einhversstaðar inn í
stjórnir eða ráð þá hafa þeir
setið til eilífðarnóns, en ég hef
um aö margir jafnaldrar hans
megi öfunda hann af miklu út-
haldi og þreki. Hafliði er Hús-
víkingur í húð og hár og einn af
þeim mönnum sem eru boðnir
og búnir til að starfa að félags-
málum. Húsvíkingur nokkur
sagði mér að Hafliði væri einn af
fáum mönnum sem leggðu nótt
við dag í þágu annarra ef því
væri að skipta - það sönnuðu
störf hans að félagsmálum svo
sannarlega.
Mikið af efnilegu
æskufólki
- Ég get vel viðurkennt að ég
hefði átt að sinna fjölskyldunni
meira undanfarin ár, en konan
mín hefur sýnt mér ótrúlega þol-
inmæði, hetur aldrei sett mér
stólinn fyrir dyrnar þegar áhuga-
málin eru annarsvegar.
- Ertu ánægður með árangur
Völsungs í sumar?
- Ég er það á margan hátt.
Þetta er samhentur og góður
hópur og við vorum heppnir
með þjálfara. Ég tel að í aðallið-
inu sé komin ákveðin kjölfesta,
sem ég held að muni skila sér á
næstu árum ef Hörður Helgason
heldur áfram að þjálfa hjá Völs-
ungi.
- Nú situr þú í tómstundaráði
Húsavíkurbæjar. Hvað getur þú
sagt mér af því?
- Eins og fram hefur komið
hef ég verið mikið viðloða starf-
semina hjá Völsungi og ég sit í
tómstundaráði sem fulltrúi fé-
lagsins. Þar eiga einnig sæti full-
trúar frá nemendaráði Gagn-
fræðaskólans, æskulýðsfélagi
kirkjunnar, skátum, kvenfélag-
inu, auk fulltrúa frá stjórnmála-
flokkunum. Það má e.t.v. segja
að ég hafi starfað á tvennum víg-
stöðvum í tómstundaráði. Ann-
arsvegar fyrir unga fólkið og
hinsvegar fyrir eldri borgarana.
Hvað unga fólkið varðar þá tel
ég mig hafa nokkra innsýn í hug-
arheim þess, störf þess og leiki.
Verkefni tómstundaráðs eru
nokkuð víðtæk eins og sést á
því að það hefur með að gera
þessa tvo aldurshópa.
- Ef við víkjum fyrst að unga
fólkinu langaði mig til að spyrja
þig hvort mikið sé gert fyrir það
á Húsavík og sýna unglingarnir
áhuga á því sem er geri?
- Á síðasta ári var nýr sama-
staður fyrir unglingana tekinn í
notkun. Hann er í félagsheimil-
inu. Það sýndi sig strax að þegar
var kominn samastaður fyrir þá
með þónokkrum leiktækjum og
fleiru að unglingarnir komu.
Það er þeim mikils virði að eiga
sér húsnæði þar sem þeir geta
lága. Hann getur farið úr prest-
skrúðanum og hreinsað timbur í
byggingavinnu eða brugðið sér í
afgreiðslustörf í fiskbúðinni.
Hann tekur þátt í störfum fólks-
ins - er ekki fjarri því.
- En svo eruð þið líka að gera
við kirkjuna. Er þeim fram-
kvæmdum að ljúka?
- Já, það vantar lítið á það og
kirkjan hefur tekið gífurlegum
stakkaskiptum. Þetta var bæði
erfitt verk og tímafrekt, en
menn hafa lagt sig alla fram um
að vinna verk sitt vel. Eftir lag-
færingarnar er kirkjan allt annað
hús.
6 - DAGUR - 26. október 1982
26. október 1982 - DAGUR - 7